Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8 . júní 2022 Mál nr. S - 2033/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Katrín Ólöf Einarsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Ívar i Erni Guðmundss yni (Björgvin Jónsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 1. júní sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. maí 2022, á hendur Ívari Erni Guðmundssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, 1. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, mánudaginn 17. maí 2021 í geymslu nr. [...] að [...] í Kópavogi sem ákærði hafði umráð yfir, haft í vörslum sínum samtals 772,79 g af maríhúana í sölu - og dreifingaskyni sem fannst í geymslunni og 0,88 g af kókaíni er fannst á ákærða við leit lögreglu Tel ja st brot þe ssi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, 1, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 24. október 2021 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna , slævandi lyfja og áfengis (í blóði mældist 340 ng/ml af kókaíni , 15 ng/ml af alprazolam, 56 ng/ml af diazepam og ) vestur Vesturlandsveg við Langatanga í Reykjavík , uns lögreglu stöðvaði aksturinn á móts við Skálatún. Teljast brot þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 Þ ess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Jafnframt er krafist er upptöku á samtals 772,79 g af maríhúana og 0,88 g af kókaíni , samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er krafist upptöku á samtals 790,94 g af óþekktu efn i sem ætlað var til meðferðar og sölu fíkniefna, með vísan til 7. mgr. 5. gr. sömu laga og sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað bro t sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. apríl 2022, var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 8. júlí 2020 meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þá var ákærða gert að sæta fangelsi í 4 mánuði, skilorðsbundið til þriggja ára, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2021 fyrir hegningarlagabrot. Brot ákærða samkvæmt ákæru lið nr. 1 var frami ð áður en framangreindur dómur frá 15. júní 2021 var kveðinn upp og verður ákærða því dæmdur hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í samræmi við 60. g r. sömu laga verður skilorðsbundin refsing dómsins einnig tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls , þess að ákærði hefur greiðlega játað sök fyrir dómi og ákvæða 60., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi , en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/19 40, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk 772,79 g römm af maríhúana , 0,88 g römm af kókaíni og 790,94 grömm af óþekktu efni sem hald var lagt á við rannsókn málsins. 3 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 279 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 174.442 krónur í annan í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari . Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ívar Örn Guðmundsson, sæti fangelsi í 6 mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tv eimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði er sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 772,79 g römmum af maríhúana , 0,88 g römmum af kókaíni og 790,94 grömmum af óþekktu efni . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 279 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 174.442 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson