Héraðsdómur Reykjaness Dómur 10. júní 2021 Mál nr. S - 1282/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) g egn Ragnar i Svavarss yni ( Pétur Már Jónsson lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem dómtekið var 4. júní sl., er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 22. febrúar 2021 á hendur Ragnari Svavarssyni, kt. 000000 - 0000 , [...] . Málið var einnig höfðað gegn fjórum öðrum einstaklingum en þáttur ákærða Ragnars var skilinn frá þætti annarra ákærða í málinu og verður dæmt sérstaklega í hans þætti, sbr. heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málið er höfðað gegn ákærða fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum, að [...] , 33,74 grömm af kókaíni og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. En lögreglan fann og haldlagði fíkniefnin við leit að Frjóakri 9. Telst brotið v arða við 2., sbr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafi st upptöku á 33,74 grömmum af kókaíni og 1,23 grammi af tóbaksblönduðu kannabisefni. Til stuðnings upptökukröfunni er vísað til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 . Verjandi ákærða gerir þá kröfu að ákærði ver ði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Þá krefst verjandinn málsvarnarlauna samkvæmt mati dómsins. II. Ákærða hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játn ingin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Því var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og það var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði v erið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Brot ákærða er réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru en það varðar við 2 ., sbr. 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 5. gr. laga nr. 65/1974 og 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 22. febrúar 2021 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi og þar af voru fjórir skilorðsbundnir í október 2001 fyrir fíkniefnalagabrot. Í september 2003 var hann dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Í janúar 2012 var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabr ot. Í mars 2016 gekkst ákærði undir sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur. Loks var ákærði í júlí 2019 dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökurétti fyrir fíkniefnaakstur og fleiri umferðarlagabrot. 3 Brot ákærða er fra mið áður en hann hlaut dóm í júlí 2019 og ber því að dæma honum hegningarauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Þegar ákæra var gefin út í málinu voru nær tvo á r liðin frá því að ákærði framdi brot sitt og verður ákærða á engan hátt kennt um þann óhæfileg drátt sem varð á rekstri málsins sem er í raun einfalt. Með vísan til þessa þykir ekki annað fært en skilorðsbinda refsingu ákærða og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 skal ákærði sæta upptöku á 33,74 grömmum af kókaíni og 1,23 grammi af tóbaksblönduðu kannabisefni. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Péturs Más Jónssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 282.720 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Ragnar Svavarsson, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæti u pptöku til ríkissjóðs á 33,74 grömmum af kókaíni og 1,23 grammi af tóbaksblönduðu hassi. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Péturs Más Jónssonar lögmanns, 282.720 kr. Ingi Tryggvason