Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 16. apríl 2021 Mál nr. S - 1171/2021 : Ákæruvaldið ( Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Brynjar i Birni Ingvars syni ( Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 6. apríl 2021 , var höfðað með ákæru h éraðssaksóknara , dags. 25. febrúar sama ár, á hendur Brynjari Birni Ingvarssyni, kt. [...] , [...] , [...] fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt laugar dagsins 30. maí 2020, á heimili sínu, [...] í Reykjavík, slegið lögreglu mann nr. A (áður nr. A ) með krepptum hnefa í vinstra gagnaugað, er lögreglu maðurinn var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar á augnlo ki og augnsvæði. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærð i h efur játað ský laust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt ákæru og er játn ing in studd sakar gögnum. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunar - færslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að t já sig um laga - atriði og ákvörðun viður laga. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði krefst vægustu refs ingar sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til verjanda sem greiðist úr ríkissjóði. Sam kvæmt því sem að framan greinir verð ur ákærð i sak felld ur fyrir brot sam kvæmt ákæru og er það rétt ilega fær t til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] og samkvæmt sakavottorði, dags. 8. febrúar 2021, hefur hann áður gerst brotlegur við refsi - lög en sakaferill hans hefur ekki þýðingu fyrir úrlausn málsins. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt fyrir dómi og horfir það til málsbóta, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra 2 hegn ingar laga. Þá liggja fyrir gögn um að hann hafi leitað sér aðstoðar veg na áfengis - vanda og starfsendurhæfingar eftir að brotið var framið og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Til refsi þyng ingar horfir að verkið beindist gegn mikil væg um verndar hags munum og tjón varð af því, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn - ingar laga. Þá beindist verkið að höfuð svæði lögreglumanns en slíkt er almennt hættu legt og horfir það til refsiþyngingar , sbr. 3. tölul. 1. mgr. sömu lagagreinar. Einnig horfir til refsi þyngingar að brot beindist að opinb erum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 106. gr. almennra hegningar laga. Þessu til viðbótar ber að taka tillit til þess að t afir hafa orðið á meðferð máls ins sem eru ákærða óvið kom andi. Að öllu framan greindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðn um tveimur árum frá upp kvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, vegna málsvarnar fyrir dómi, sem þykir með hliðsjón af eðli og umfangi máls, hæfilega ákveðin 150.000 krónur, að með töld um virðisaukaskatti. Þá greiði ákærði 38.544 krónur í annan sakar kostnað sam - kvæmt yfirliti ákæru valds ins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi. Daði Kristjánsson hé raðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Brynjar Björn Ingvarsson, sæti fangelsi í tvo mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveim ur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærð i greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 150.000 krónur, og 38.544 krónur í annan sakarkostnað. Daði Kristjánsson