Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 4. maí 2021 Mál nr. S - 107/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson s ettur lögreglustjóri ) g egn X ( Erlendur Þór Gunnarsson lögmaður ) Dómur A Mál þetta sem tekið var til dóms 16. mars sl. var höfðað 2. júlí 2020 af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra á hendur X , fæddum , til heimilis að , Reykjavík, Y , fæ dd um , óstaðsettum í hús á Akureyri og Z , fæddum , til heimilis að Akureyri, - og ávana - og fíkniefnalagabrot: I. Gegn ákærða X , með því að hafa, að kvöldi þriðjudagsins 4. febrúar 2020, ekið bifreiðinni um Norðurlandsveg, Hnúkabyggð og inn á Þingbraut á Blönduósi, óhæfur til að stjórna b ifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamínss (amfetamín í blóði reyndist 160 ng/ml), tetrahýdrókannabínól (tetrahýdrókannabínól í blóði reyndist 1,1 ng/ml og örvandi lyfsins alprazólam (alprazólam í blóði reyndist 32 ng/ml) Teljast brot ákærða varða við 1 . mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 48. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. II. Gegn ákærðu öllum, með því að hafa á sama stað og tíma og greinir í ákærulið I. haft sameiginlega í vörslum sínum samtals 1,16 g af maríhúana, sbr. efnaskrá lögreg lu nr. 42988, en lögregla fann efnin við leit í bifreið ákærðu. Telst brot ákærðu varða við 2. . gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önn ur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðri breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á framangreindum ávana - og fíkniefnum, sbr. 2 efnaskrá lögreglu nr. 42988, skv. 6. mgr. 5. g r. laga nr. 65, 1974 og e. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og að ákærða X verði gert að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 . Ákærði X krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og þess að allur sakarkostnaður þ.m.t. mál svarnarlaun verjanda greiðist úr ríkissjóði. Undir rekstri málsins féll ákæruvaldið frá kröfum á hendur ákærðu Y og Z . B Atvik máls Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að að kvöldi þriðjudagsins 4. febrúar 2020 hafi borist tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð rí kislögreglustjóra um aðfinnsluvert aksturslag bifreiðarinnar . Tveir lögreglumenn fóru á vettvang og komu að bifreiðinni kyrrstæðri á Þingbraut á Blönduósi. Þá hafi tveir aðilar verið inni í bifreiðinni en einn hafi staðið við opið farangursrými bifreið arinnar. Allir hafi borið þess merki að vera undir áhrifum ávanabindandi efna eða lyfja. Sá sem stóð aftan við bifreiðina, ákærði X , hafi framvísað gildu ökuskírteini. Haft er eftir ákærða að hann hafi sagt að hann hafi ekið bifreiðinni. Jafnframt kemur fram í frumskýrslunni að X hafi greint frá því að hann, Y og Z hafi verið á leið frá Akureyri til Reykjavíkur en stoppað á þessum stað til þess að sækja hleðslutæki fyrir síma í farangursrými bifreiðarinnar. Í skýrslunni er jafnframt greint frá því að X hafi blásið í áfengismæli sem hafi gefið neikvæða niðurstöður. Þá hafi hann gefið munnvatnssýni sem hafi verið jákvætt á COC. Þá hafi hann verið han d tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja. Í kjölfarið hafi honum verið gerð gein fyrir réttarstöðu sinni og farið með hann á lögreglustöð. Þar hafi þvagsýni reynst jákvætt fyrir COC, (kókaín) AMP, (amfetamín) THC (kannabis) og BZO (benzódíazepína) . Ungu mennirnir tveir sem voru með X voru einnig handteknir vegna gruns um meðferð ávana - og fíkniefna og þeir færðir á lögreglustöð. Að fenginni heimild umráðamanns leitaði lögregla í bifreiðinni og fundust þar þau fíkniefni sem getið er í ákæru en engin n mannanna gekkst við því að eiga efnið. Í frumskýrslunni kemur að endingu fram að allir þrír hafi mennirnir verið frjálsir ferða sinna að lokinni skýrslutöku en þeir hafi að eigin ósk gist í fangaklefa. Á lögreglustöðinni á Blönduósi var tekin framburðars kýrsla af ákærða X þar sem hann var m.a. spurður um akstur bifreiðarinnar. Jafnframt voru teknar vettvangs skýrslur af samferðamönnum ákærða en þær snérust um fíkniefnin sem fundust í bifreiðinni. 3 Blóðsýni úr ákærða X var sent til rannsóknar líkt og venja e r og liggur matsgerð vegna blóðrannsóknarinnar fyrir í málinu. Frekari rannsókn fór ekki fram. C Framburður fyrir dómi Ákærði bar að hann hafi verið stað frá Akureyri um kl. 16:00 og hann sofnað í bílnum. Það eina sem hann muni er að hann vakni við að lögreglumaður er að vekja hann en á þeim tíma hafi hann setið vinstra megin í aftursæti bílsins. Ákærði kveðst hafa viljað losna úr þessum aðstæðum og komast heim til sín og af þeim sökum hafi hann sagt að han n hefði ekið bifreiðinni auk þess sem hann hafi áður verið handtekinn og af því hefði hann slæma reynslu. Að sögn ákærða voru þeir Y og Z neyslufélagar hans á þessum tíma en þeir séu ekki vinir í dag. Ákærði bar að á þessum tíma hafi hann neytt mikið af róandi efnum en einnig hafi hann notað kókaín, amfetamín og fleiri efni. Ákærði kveðst nú vera í heiðarleikaprógrammi hjá AA - samtökunum en hann hafi farið í meðferð á Vogi og í eftirmeðferð. Nú standi hann sig vel og sé í sambúð og eigi von á barni. Ákærði neitaði því að hafa staðið fyrir utan bifreiðina þegar lögregla kom á vettvang líkt og greinir í frumskýrslu lögreglu. Ákærði kannaðist vi ð að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu en þá hafi hann verið undir miklum áhrifum. Að mati ákærða var nokkuð af því orðalagi sem eftir honum er haft skýrslu lögreglu ekki líkt því sem hann myndi nota. Ákærði kannaðist ekki við að hafa greint frá því að hann þyrfti að hlaða síma sinn til þess að hann gæti millifært á kortið sitt enda hafi hann á þessum tíma ekki átt neina peninga. Ákærði kvaðst ekki gera athugasemdir við niðurstöðu matsgerðar sem unnin var eftir rannsókn á blóðsýni sem tekið var úr honum enda hafi hann verið undir áhrifum á þessum tíma. Vitnið A lögreglumaður bar að tilkynning hafi borist frá fjarskiptamiðstöð um aðfinnsluvert aksturslag tiltekinnar bifreiðar. Þegar hún og starfsfélagi hennar fundu bifreiðina hafi hún verið kyrrstæð á Þingbraut á Blönduósi en hún kvaðst ekki hafa séð bifreiðina í akstri. Á þeim tíma hafi ákærði staðið fyrir utan bifreiðina , en um það sé hún fullviss, en tveir aðrir setið inni í henni. Vitnið kvaðst hafa farið með þeim manni sem stóð fyrir utan bifreiðina í lögreglubifeið á lögreglustöð þar sem hún tók af honum ský rslu. Að sögn vitnisins var ákveðið að taka munnvatnssýni af ákærða enda hafi hann borið þess merki að vera undir áhrifum auk þess sem slíkt sé venja í svona tilfellum. Vitnið greindi frá því að ákærði hafi framvísað ökuskírteini þegar hann var beðinn um a ð gera grein fyrir sér . Vitnið bar að ekki hafi verið tekin skýrsla af þeim sem tilkynnti 4 um akstur bifreiðarinnar. Þá bar hún að ástand þeirra sem í bifreiðinni voru hafi verið misjafnt en þeir hafi allir borið þess merki að vera undir einhverjum áhrifum, verið sljóir og ekki skýrir í svörum. Að sögn vitnisins var frumskýrsla málsins unnin fljótlega eftir þetta en vitnið kvaðst ekki geta skýrt út hvers vegna skýrslan er í lokin dagsett 12. júní 2020. Vitnið kvað að mennirn ir hafi verið látnir lausir eftir skýrslutöku og leit í bifreiðinni en þeir hafi að eigin ósk gist í fangaklefa enda ekki átt í nein hús að vernda. Kvað vitnið skýrslur lögreglu varðandi það hvenær þeir voru látnir lausir rangar hvað varðar tímasetningu þess að þeir voru látnir lausir. Vi tnið kvaðst ekki geta svarað því hvers vegna skýrslur voru teknar af ákærða og samferðamönnum hans þegar þeir voru undir áhrifum . Það hafi þó verið mat lögreglu að ákærði gæti svarað spurningum eftir að komið var á lögreglustöð og þar hafi hann svarað öllu m spurningum. Vitnið bar að ekki hafi verið neitt hik á ákærða þegar hann svaraði spurningum og hann hafi borið að hann hafi verið að leita að hleðslutæki til að hlaða símann sinn. Vitnið kvaðst ekki hafa velt því fyrir sér hvers vegna það tók ákærða og fé laga hans yfir fimm klukkustundir að ferðast frá Akureyri á Blönduós . Lögreglumaður B gaf skýrslu fyrir dóminum og bar um tildrög málsins og aðstæður á vettvangi í öllum aðalatriðum á sama veg og vitnið A . Á vettvangi hafi sá aðili sem stóð fyrir utan bif reiðina aðspurður játað að vera ökumaður bifreiðarinnar. Hann hafi þá verið færður í lögreglubifreið til frekari skoðunar og þar hafi fíkniefnapróf reynst jákvætt. Hinir hafi síðan verið handteknir vegna gruns um vörslu fíkniefna. Í framhaldi hafi verið le itað í bifreiðinni og skýrsla tekin af ökumanni. Vitnið kvað þann sem stóð fyrir utan b ifreiðina haf a framvísað ökuskírteini en hann sjálfur hafi ekki kannað hvort það var skírteini þess manns sem framvísaði því. Aðspurt kvaðst vitnið hafa lesið skýrslu má lsins fyrir skömmu en hann muni þó vel efir atvikum. Vitnið bar að hann hafi ekki séð bifreiðina í akstri. Að sögn vitnisins man hann eftir ástandi mannanna , sem allir þrír hafi verið örir en þeir sem sátu aftur í bifreiðinni hafi verið mjög örir. Vitnið t ók ekki skýrslu af ákærða en hann hafi ekki ákveðið að slíka skýrslu skyldi taka. Þá kvaðst vitnið ekki geta svarað því hvers vegna ekki voru teknar formlegar skýrslur af öðrum en ákærða en hann hafi ekki stjórnað rannsókn málsins. Vitnið Z kvaðst ekki mu na eftir atvikum þessa máls enda langt um liðið en hann muni þó að lögreglan kom og hafði afskipti af þeim. Hvers vegna það var viti hann ekki. Vitnið kvaðst þekkja ákærða X en þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum undanfarið. 5 Aðspurt kvað vitnið að Y hafi verið ökumaður bifreiðarinnar. Vitnið bar að þeir hafi verið að koma frá Akureyri en hann mundi ekki hvers vegna stöðvað var á Blönduósi. Vitnið mundi eftir því að hafa verið handtekinn en mundi ekki eftir að honum hafi verið tilkynnt hvers vegna en hann hafi gefið skýrslu morguninn eftir en hann hafi gist í fangaklefa en ástæðu þess þekki hann ekki. Vitnið D staðfesti matsgerð sem hún vann vegna rannsóknar á bló ðsýni sem tekið var úr ákærða. Vitnið var sérstaklega spurt um lyfið Alprazolam og kvað hún magn þess sem mældist í blóði ákærða vera það mikið að hann hafi verið ófær um að stjórna ökutæki örugglega. Hún kvaðst ekki geta svarað því hvort þau efni sem mæld ust í blóði ákærða hafi verið í því magni að ákærði hafi ekki getað svarað spurningum vegna áhrifa þeirra. D Niðurstaða Líkt og í ákæru greinir er ákærða gefið að sök að hafa ekið bifreið um Norðurlandsveg, Húnabraut og Þingbraut á Blönduósi undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að sekt ákærða sé sönnuð með framburði ákærða á vettvangi og játningu hans við skýrslutöku hjá lögreglu. Ákæruvaldið byggir á því að framburður ákærða fyrir dómi sé ótrúverugur og að sama s kapi sé framburður vitnisins Z ótrúverðugur og að engu hafandi. Ákærði heldur því fram að sekt hans sé ósönnuð og vísar til þess að dóm í málinu skuli reisa á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð málsins fyrir dómi. Jafnframt byggir ákærði á því að rannsókn málsins hafi verið í ólestri og vísar í því sambandi til þess að skýrsla hafi verið tekin af honum undir áhrifum og þá hafi lögregla ekki tekið skýrslur, varðandi sakarefnið sem hér er til umfjöllunar, af samferðamönnum hans . Auk þess vísar ákærð i til þess að misræmi sé í skýrslum lögreglu. Fyrir liggur með framlagðri matsgerð sem staðfest var fyrir dóminum að ákærði var umrætt kvöld undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja eins og í ákæru greinir. Jafnframt er óumdeilt að lögreglumennirnir sem komu fyrir dóminn sáu bifreiðina ekki í akstri. Engr skýrslu voru teknar af þeim sem tilkynnti um akstur bifreiðarinnar og liggur því ekki fyrir hvort sá aðili sá hver ók bifreiðinni. Með greinargóðum og trúverðugum framburði lögreglumannanna sem komu fyr ir dóminn telst sannað að ákærði hafi staðið fyrir utan bifreiðina þegar þeir komu á vettvang. Stenst framburður ákærða í þá veru að 6 hann hafi setið inni í bifreiðinni því ekki. Þá verður að leggja til grundvallar að ákærði hafi á vettvangi gengist við því að hafa ekið bifreiðinni og að hann hafi einnig við skýrslutöku hjá lögreglu játað akstur bifreiðarinnar. Við skýrslutöku hjá lögreglu var ákærði eins og áður greinir undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja. Að teknu tilliti til framburðar lögregluman nanna um ástand ákærða og þess magns fíkniefna og lyfja sem mældust í blóði hans verður að ætla að hann hafi verið undir töluverðum áhrifum. Í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 651/2009 um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. segir a ð að jafnaði skuli ekki yfirheyra sakborning sem talinn er vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og alls ekki sé um alvarlegt brot að ræða eða þegar takmarkaðra sönnunargagna nýtur við. Sé það gert skuli þess getið í skýrslunni og ástandi hans lý st sem nákvæmast. Að mati dómsins er með vísan til þess sem að framan er rakið augljóst að ákærði var undir áhrifum þegar skýrsla var tekin af honum. Ástandi hans er hins vegar ekki lýst í skýrslunni. Að þessu gættu var fullt tilefni fyrir lögreglu að taka skýrslu á ný af ákærða þegar hann var ekki lengur undir áhrifum. Þá var einnig fullt tilefni fyrir lögreglu að taka einnig skýrslu af mönnunum tveimur sem voru í för með ákærða sem í þessu tilfelli var hægur vandi þar sem þeir gistu í fangaklefa um nóttin a. Þetta var hins vegar ekki gert og af því verður ákæruvaldið að bera hallann. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 88/2008 skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð er fram við meðferð máls fyrir dómi. Ef ákærði ber á annan hátt fyrir dómi en hjá lögre g l u er dómara heimilt, samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 109. gr. þeirra laga, að taka tillit til þess sem fram kemur í lögregluskýrslu, ef hann telur breyttan framburð fyrir dómi ótrúverðugan, en sakfellin g verður hins vegar ekki reist á skýrslugjöf hjá lögreglu, einni og sér, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar í máli nr. 657/20 12. Ákærði gerði fyrir dóminum grein fyrir breyttum framburði sínum frá því sem eftir honum er haft hjá lögreglu. Þrátt fyrir að útskýringar ákærða séu lítt trúverðugar verður hér að horfa til þess að við skýrslugjöf hjá lögreglu var hann undir verulegum áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja. Jafnframt verður að horfa til framburðar vitnisins Z sem fullyrti hér fyrir dómi að Y sem var með vitnin u og ákærða í bifreiðinni hafi ekið. Líkt og áður greinir voru hvorki Z né Y inntir eftir því af lögreglu hver hefði ekið bifreiðinni þetta kvöld. Þar sem ekkert vitni hefur lýst því að hafa séð ákærða aka bifreiðinni og þar sem önnur gögn málsis renna ekk i nægum stoðum undir sekt ákærða er varhugavert með vísan til 108. og 109. gr. laga 7 88/2008 að telja nægilega sannað að ákærði hafi ekið bifreiðinni umrætt kvöld. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Að fenginni þessari niðurst öðu ber með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talin þóknun verjanda ákærða sem ákveðst að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og virðisaukaskatts eins og í dómsorði greinir. Af hálfu ákæruva lds sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allu r sakarkostnaður, þar með talin 471.200 króna málsvarnarlaun Erlendar Þórs Gunnarssonar lögmanns greiðist úr ríkissjóði. Halldór Halldórsson