Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. janúar 202 3 Mál nr. S - 3251 /202 2 : Ákæruvaldið ( Benedikt Skúlason saksóknar fulltrúi ) gegn X ( Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 17. janúar 202 3 , er höfðað með ákæru, útgefinni af lög - reglu stjóranum á höfuðborgarsvæðinu 5 . júlí 2022 , á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa: 1. [...]. 2. Miðvikudaginn 3. nóvember 2021, á Grænásvegi við [...] í Reykjanesbæ, haft í vörslum sínum [...] 117,44 g af metamfetamíni, sem lögregla fann í úlpuvasa ákærðu við öryggisleit á lögreglustöðinni við Hringbraut. [ Tel ja st ] brot [ þe ssi] varða við 2. gr., sbr . 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sa karkostnaðar. Krafist er upptöku á 0,31 g af kókaíni, 16 stykkjum af Oxycontin og 117,44 g af met - amfeta míni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. 2 Ákæran var birt 18. ágúst 2022 og má lið þingfest 21. september sama ár. Ákærða neitaði sök framan af við meðferð málsins fyrir dómi en breytti afstöðu sinni við aðalmeðferð 17. janúar 2023 samhliða því að ákæruvaldið féll frá hluta ákæru. Ákærð a hefur játað ský laust fyrir dómi þá háttsemi s em h enni er gefin að sök sam kvæmt breyttri ákæru og er játn ingin studd sakar gögnum. Þá hefur ákærða upp lýst að hún hafi ekki átt fíkniefnin, sem lagt var hald á, en hún kannast við að hafa verið með þau í vörslum sínum. Ekki liggur fyrir styrkleikagrei ning á haldlögðum fíkniefnum. Að lokum var f arið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönn unar færslu þegar sækjanda og verjanda ákærð u hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatri ði og ákvörðun viður laga. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærð a krefst vægustu refs ingar sem lög leyfa og hún verði bundin almennu skilorði. Þá er krafist hæfilegra r þókn unar til handa skipuðum verjanda sem greiðist úr ríkissjóði . Samkvæmt framangreindu verður ákærða sakfelld fyrir það brot sem henni er gefið að sök samkvæmt ákæru og er það rétt heimfært til lagaákvæða. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt sakavottorði hefur hún ekki áður gerst brotleg við refsilög. Ákærða hefur ge rt grein fyrir persónulegum aðstæðum sínum, þar með talið fjölskyldustöðu, vímuefna - vanda og að hún hafi leitað sér aðstoðar með vímuefna meðferð. Þær upplýsingar eru trúverðugar og verður tekið tillit til þeirra við refsiákvörðun, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 7 0. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að framan greindu virtu verður refs ing ákærðu ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðn ingu dóms þessa að telja , haldi ákærða almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra heg n ingar laga , sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . M eð vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk 0,31 g af kókaíni, 16 stykki af lyfinu Oxycontin og 117,44 g af metamfetamíni sem hald var lagt á við rannsókn málsins. Vegna framangreindra málsúrslita verður ákærðu gert að greiða tvo þriðju hluta þóknunar skipaðs verjanda hennar, Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, lögmanns, sem ræðst að mestu af tíma skýrslu, að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dó msorði. Um tímagjald 3 verjanda fer eftir reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2023. Að öðru leyti greiðist þókn unin úr ríkissjóði. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Benedikt Skúlason saksóknarfulltrúi. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð máls - ins 14. desember 2022 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð: Ákærða, X , sæti fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingar innar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærða almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Gerð eru upptæk 0,31 g af kókaíni, 16 stykki af lyfinu Ox ycontin og 117,44 g af metamfetamíni. Ákærða greiði 536.000 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs og eru þar innifaldir tveir þriðju hlutar þóknunar skipaðs verjanda hennar, Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem í heild nemur 800.000 krónum, að meðtöldu m virðisaukaskatti. Að öðru leyti greið - ist sakar kostnaður úr ríkissjóði. Daði Kristjánsson