Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 22. janúar 2021 Mál nr. S - 47/2020 : Ákæruvaldið (Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir a ðstoðarsaksóknari) g egn Aurimas Grigas Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 9. desember sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 30. janúar 2020, á hendur Aurimas Grigas, kt. , , Hafnarfirði, þriðjudagsins 1. j anúar 2019, á efri hæð skemmtistaðarins Café Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri, slegið glerflösku í höfuð [Y] , kt. , með þeim afleiðingum að hann hlaut um 2 sm skurð á hvirflinum. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrirköll voru gefin út í máli þessu 13. mars 2020 og 17. apríl 2020 en birting þeirra tókst ekki. Fyrirkall var gefið út að nýju 9. október 2020 og birt í Lögbirtinga blaði 16. október 2020. Við þingfestingu málsins 9. desember sl. sótti ákærði ekki þing og var málið þá dómtekið á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til þess verður dómur lagður á málið þrátt fyrir útivist ákærða þ ar sem framlögð gögn þykja nægileg til sakfellingar og önnur skilyrði ákvæðisins þykja einnig vera uppfyllt. Telst brot ákærða sannað og er það rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákær ði hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar. Brotaþoli hlaut 2 cm skurð á hvirfli, en lýsti því sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi gefist upp á bið á slysadeild eftir atvikið, enda hafi áverkinn reynst minni en hann hafi í fyrstu talið. Hann hafi fljótt gróið og afleiðingar ekki verið aðrar. Er r efsing ákærða ákveðin fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Aurimas Grigas, sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Arnbjörg Sigurðardóttir