Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 13. september 2022 Mál nr. E - 5834/2021 : A ( Hilmar Gunnarsson lögmaður ) g egn Strætó bs. ( Anton Björn Markússon lögmaður ) Dómur 1. Mál þetta, sem dómtekið var 23. ágúst 2022, er höfðað 9. desember 2021 af A , [...] , gegn Strætó bs., [...] . 2. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða henni 15.863.588 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. nóvember 2020 til stefnubirtingardags og með dráttarvöxtum s kv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. 3. Stefndi krefst þess aðallega að máli þessu verði vísað frá héraðsdómi en til vara sýknu af dómkröfum stefnanda, auk málskostnaðar. Málsatvik 4. Stefnandi starfaði sem þjónustufulltrúi hjá stefnda , sem er byggðasamlag, frá 1. september 2016 og mun í starfi hennar m.a. hafa falist móttaka og samskipti við viðskiptavini. 5. Stefnandi var boðuð á fund m eð yfirmanni sínum og mannauðsstjóra stefnda 25. nóvember 2020 . E fni fundarins mun ekki hafa verið nákvæmlega tilgreint en stefnandi verið upplýst um að þar ætti að ræða samskiptamál. Að hennar beiðni var fundinum frestað og fór hann fram 30. s.m. að grein dum aðilum viðstöddum, en auk þeirra sótti fundinn trúnaðarmaður að tilhlutan stefnanda. 6. Ágreiningslaust er að á fundinum var stefnanda gerð grein fyrir því að ástæður hans væru samskipti stefnanda við samstarfsmann hennar sem fram fóru með tölvupósti og á samskipta - forritinu Teams, en að mati stefnda hefðu þau verið óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum. Voru stefnanda kynntir þeir kostir að ljúka málinu með starfslokasamningi , en ella yrði tekið til skoðunar að hefja formlega málsmeðferð sem leitt gæti til áminningar. Lauk fundinum með því að stefnandi undirritaði starfslokasamning þann sem fyrir lá. 7. Starfslokasamningurinn fól í sér að stefnandi lauk störfum þegar í stað 30. nóvemb er 2020 en þáði óbreytt laun til 28. febrúar 2021 og var ekki óskað eftir vinnuframlagi hennar á þessu 2 tímabili. Var tekið fram í samkomulaginu að í því fælist fullnaðaruppgjör ásamt staðfestingu á því að aðilar myndu ekki gera aðrar eða frekari launakröfu r vegna starfslokanna. 8. Með bréfi, dags. 13. janúar 2021, fór lögmaður stefnanda fram á fund með stefnda í þeim til - gangi að sætta ágreining aðila vegna uppsagnar stefnanda . V ar vísað til þess að stefnandi teldi að vegið hefði verið að æru sinni með uppsögn inni og hefði framkvæmd hennar verið meið - andi. Uppsögnin hefði ekki verið í samræmi við kjarasamning og lög. Í svarbréfi stefnda, dags. 22. s.m., var beiðni um fund hafnað og tekið fram að um misskilning væri að ræða, en stefnandi hefði undirritað starfsl okasamning eftir að hafa verið upplýst um einstök efnisatriði og réttarstöðu sína að viðstöddum trúnaðarmanni starfsmanna. 9. Stefnandi sætti sig ekki við þessi málalok og kærði starfslokin til kærunefndar jafnréttismála 1. febrúar 2021 og til samgöngu - og s veitarstjórnarráðuneytisins 7. s.m. 10. Úrskurður kærunefndarinnar lá fyrir 15. september 2021 og var það niðurstaða hennar að stefndi hefði við starfsl o k stefnanda brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og gegn 1. mgr. 8. gr. laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði, enda hefði stefnanda verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernis - uppruna. Taldi nefndin að stefndi hefði verið búinn að taka afstöðu fyrir fund aðila til þeirrar háttsemi stef nanda sem stefndi hefði talið fela í sér brot í starfi og stytt sér leið að settu marki með því að knýja stefnanda til að fallast á að láta af starfinu. 11. Úrskurður ráðuneytisins var kveðinn upp 27. október 2021 og var í honum komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun stefnda um uppsögn stefnanda hefði verið ólögmæt og var líkt og í úrskurði kærunefndarinnar vísað til þess að stefndi hefði stytt sér leið að settu marki. Var og tekið fram að þótt um stjórnsýsluframkvæmd vegna starfsloka stefnanda hefði verið fj allað í úrskurði kærunefndarinnar hefði þeirri nefnd ekki verið falið eftirlit með stjórnsýslu sveitar - félaga eða byggðasamlaga við uppsögn starfsmanns , en ráðherra hefði slíkt eftirlit með höndum skv. 109. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 3. mgr. 111. gr. sömu laga. 12. Með bréfi, dags. 26. október 2021, var þess enn farið á leit af hálfu stefnanda að stefndi endurskoðaði afstöðu sína og fundur yrði haldinn með aðilum. Var vísað til úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og áskilinn réttur til að hafa uppi skaða - og miskabótakröfur á hendur stefnda. Umleitunum stefnanda var hafnað með svarbréfi stefnda, dags. 9. nóvember s.á., með vísan til þess að stefndi teldi úrskurð kærunefndarinnar haldinn annmörkum. Í kjölfarið v ar mál þetta höfðað , eins og á ður greinir. 13. Vitnaskýrslu fyrir dómi g áfu B , trúnaðarmaður hjá stefnda , C , [...] stefnda , og D , fyrrum yfirmaður stefnanda hjá stefnda . Verður vísað til framburðar þeirra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 14. Stefnandi byggir á því að hún eigi rétt á skaðabótum fyrir tekjumissi vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi , auk miskabóta ve gn a þess hvernig staðið hafi verið að henni . 3 15. Um ráðningarsamband málsaðila hafi gilt ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ráðningarsamningur, kjarasamningur stefnda við Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og meginreglur stjórnsýsluréttarins , en uppsögn úr starfi tel ji st stjórnvaldsákvörðun s kv. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1 993. Byggi s tefnandi á því að stefndi hafi brotið gegn rannsóknarskyldu sinni skv. 10. gr. laganna, andmælarétti stefnanda skv. 13. gr. nefndra laga, meðalhófi skv. 12. gr. þeirra, svo og gegn ólögfestri réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. 16. Stefnanda hafi verið gefið að sök að hafa sýnt samstarfsmanni sínum kynferðislega tilburði án þess að ásökunin hefði verið rannsökuð í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum . Það hefði þó borið að gera teldi stefndi um brot að ræða. Hefði stefnda þá jafnframt borið að áminna stefnanda og veita henni færi á að bæta ráð sitt áður en gripið var til þess ráðs að segja henni upp störfum. Ásökunin h afi því ekki getað réttlætt áminningu o g því síður uppsögn stefnanda . S tefndi hafi ekki getað stytt sér leið með því að leggja fyrir stefnanda starfslokasamning til að losna við hana úr starfi . Stefndi hafi tekið geðþóttaákvörðun andstætt grein 9.9.1 í kjara - samning i aðila , meðalhófsreglu, rétt mætisreglu stjórnsýsluréttar og brotið gegn andmælarétti stefnanda. U ppsögnin hafi ekki verið byggð á málefnalegum ástæðum s amkvæmt áðurgreindri grein 9.9.1 í kjarasamningnum. Eigi stefnandi því rétt á skaðabótum vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. 17. Stefn andi árétt i að umræddur starfslokasamningur h afi enga þýðingu. Hann brjóti gegn lögum og lögbundnum og kjarasamningsbundnum réttindum stefnanda og sé því ógildur skv. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Ú rs kurðir frá samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytinu og kærunefnd jafnréttismála staðfesti að stefnandi hafi ekki viljað gangast undir starfslokasamninginn. Þá sé samningurinn ógildanlegur með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógild a löggerninga. Samningurinn sé ósanngjarn þegar litið sé til efnis samningsins, stöðu samningsaðila og atvika við samnings - gerðina , svo sem áður sé rakið og fram komi í áðurnefndum úrskurðum. 18. Uppsögnin hafi lagst þungt á stefnanda , enda hafi alvarlegar ásakanir verið bornar á hana um ætlaða hegðun sem væri afar ámælisverð ef sönn reyn d ist. Heilsu stefnand a hafi hrakað veru - lega vegna þessa , eins og fram komi í læknisvottorðum , dags. 24. mars og 3. nóvember 2021 . Stefnandi h afi því ekki getað unnið eftir uppsögnina og þurft að reiða sig á atvinnuleysisbætur og bætur frá Reykjavíkurborg. 19. Sé gerð krafa um bætur sem jafngildi tveggja ára launum til handa stefnanda og miðist d óm - krafan við árslaun stefnanda árið 2020 sem hafi verið 6.431.794 krónur. Við bóta kröfu hafi verið tekið mið af því hvernig staðið hafi verið að uppsögninni, veikindum stefnanda og þei m réttind um sem hún hafi notið í starfi samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar og stjórn - sýslu lögum . S tefnandi h af i starfað hjá stefnda frá árinu 201 6 og mátt vænta þess að sinna starfinu svo lengi sem starfseminni yrði haldið áfram á vegum stefnda og hún gerðist ekki brotleg í starfi. 4 20. Stefnandi geri kröfu um miskabætur s kv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/199 3 . Aðferðin við uppsögnina og grundvöllur hen nar hafi verið meiðandi og niðurlægjandi í garð stefnanda. S tefnandi hafi verið sökuð um alvarlegt brot sem enginn grundvöllur hafi verið fyrir. Eðli málsins samkvæmt hafi slíkar ásakanir neikvæð áhrif á lífshlaup og starfsferil stefnanda. U ppsögnin hafi f alið í sér mismunun í garð stefnanda , eins og staðfest sé í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Þá hafi stefnanda verið gert að yfirgefa vinnustaðinn eftir að henni var sagt upp án þess að henni væri veitt færi á að kveðja vinnufélaga sína. Út á við hafi uppsögnin borið þess merki að stefnandi hefði gerst sek um alvarlegt brot sem réttlætti fyrirvaralausa riftun á ráðningarsamningi. Að öllu þessu virtu sé gerð krafa um miskabætur að fjárhæð 3.000.000 krónur , en hvert og eitt nefndra atriða veiti rétt til g reiðslu miskabóta. 21. Upphafstími vaxta kröfu mið i st við að hið bótaskylda atvik hafi átt sér stað þann dag sem hin ólögmæta ákvörðun hafi verið raungerð , sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu . Krafa um dráttarvexti s kv. 1. mgr. 6. g r. sömu laga byggist á 3. mgr. 5. gr. laganna. Helstu málsástæður og lagarök stefnda 22. Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi þar sem stefnanda skorti lögvarða hagsmuni í skilningi 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála af því að efnisdómur gangi um kröfur hennar. 23. Ekki hafi verið tekin stjórnvaldsákvörðun í máli stefnanda heldur hafi aðilar málsins gengið frá starfslokum hennar. M eð undirritun á samkomulag um starfslok hafi aðilar nir orðið ásáttir um að ljúka ráðningarsa mbandi sín á milli og segi orðrétt í niðurlagi samkomulagsins : - komulag þetta felur í sér fullnaðaruppgjör ásamt staðfestingu á því að aðilar muni ekki gera Þar sem lögskiptum aðila sé lokið og þeir e ig i ekki kröfur hvor á annan geti stefnandi ekki leitt neinn rétt frá starfslokunum, þ.m.t. hvernig staðið hafi verið að undirbúningi og framkvæmd þeirra. S akarefni málsins sé því þannig vaxið að það h afi ekki raunhæft gildi fyrir stefnanda að fá leyst úr því fyrir dómi og beri að vísa málinu frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. 24. Til vara krefst stefndi sýkn u og byggir á þeirri meginmálsástæðu að samkomulag aðila um starfslok stefnanda hjá stefnda hafi verið gert með fúsum og frjálsum vilja beggja aðila og hafi stefnandi haft fulla vitund um þýðingu þess og réttarverkan. 25. Stefnandi sé af [...] uppruna en hafi íslenskt ríkisfang og gott vald á íslensk u máli, töluðu og rituðu. Sé enda sú krafa gerð til starfsmanna í þjónustuveri að þeir geti átt samskipti vi ð viðskiptavini á íslensku . Auk þess hafi stefnandi útskrifast með [...] en æ skilegt sé að nemendur við þá deild búi yfir hæfni á 3. hæfnis þrepi í íslensku . Andstætt ályktun kærunefndar jafnréttismála þess efnis að ekki hafi verið úti lokað að málskilning ur hafi haft áhrif á efni skilaboðanna sem stefnandi sendi samstarfsmanni sínum telji stefndi stefnanda hafa gert sér fulla grein fyrir efni skilaboða sinna til samstarfs manns hennar , enda geti hún notað íslensku 5 við nám og störf. Að sama skapi verð i að l eggja til grundvallar að stefnandi hafi skilið efni samkomulags um starfslok og gert sér grein fyrir þýðingu þess. Þá hafi stefnandi n otið fulltingis trúnaðarmanns á fundinum sem hafi haft það hlutverk að standa vörð um réttindi stefnanda og tryggja að öll um reglum væri fylgt . Hafi stefnandi tvívegis óskað eftir að hlé yrði gert á fundinum til að ráðfæra sig við trúnaðarmanninn um þá kosti sem stefndi hefði lagt fram, þ.e.a.s. að formlegt áminningarferli hæfist eða gengið yrði frá starfslokum. Ráðleggingar trúnaðarmannsins hafi vart verið í samræmi við þá upplifun hans af fundinum að stefnanda hafi verið stillt upp við vegg á fundinum og hún höfð fyrir rangri sök . S tefnandi og trúnaðarmaðurinn hafi hvorki gert athugasemdir né fyrirvara við efni sam komulagsin s , auk þess sem stefnandi hafi ekki mótmælt stjórnsýslulegri málsmeðferð stefnda. Hafi stefndi mátt ganga út frá því að samkomulag um starfslok markaði endalok málsins og ekki yrði um frekari eftirmál að ræða. 26. S ú skylda hvíli á stefnanda að sýna fram á það með óyggjandi hætti að stefndi hafi þvingað hana til að undirrita samkomulag um starfslok. S tefnandi h afi ekki axlað þá sönnunarbyrði , enda geti y firlýsing trúnaðarmanns um að stefnanda hafi verið stillt upp við vegg á fundi aðila ekki talist l ögfull sönnun. S tefndi hafi boðið stefnanda að ganga frá starfslokum í stað þess að hefja áminningarferli sem hefði getað endað með formlegri áminningu. Þ ótt ákvörðun um slíkt boð hafi legið fyrir og samkomulag verið lagt fram á fundinum hafi stefnandi átt lokaorð um hvor kosturinn yrði fyrir valinu. B er i að leggja til grundvallar við úrlausn sakarefnisins að stefnandi hafi ákveðið að ganga til samkomulags um starfslok af fúsum og frjálsum vilja og þar með undirgengist þær skuldbindingar sem efni samkomulag sins kvað á um, þ.m.t . lok ráðningarsambands og fullnaðaruppgjör í tengslum við það , og sýkna stefnda . 27. Að auki byggi stefndi á því að lagagrundvöll bresti fyrir kröfum stefnanda . Á kvörðun stefnda um að bjóða stefnanda upp á starfslok hafi ekki verið uppsög n í skilningi vinnuréttar , eins og stefnandi h aldi fram. Virðist stefnandi halda því fram að stefndi hafi brotið gegn einstökum efnisreglum stjórnsýsluréttarins við afgreiðslu málsins. Vegna þessa málatilbúnaðar sé áhersla lögð á að stefnanda hafi ekki ver ið sagt upp störfum hjá stefnda og njóti engra gagna um slíkt . S tefnanda h afi ekki lánast sönnun um að henni hafi verið sagt upp störfum. Fyrir liggi að henni hafi verið boðið að ganga til samkomulags um starfslok hjá stefnda á fundinum 30. nóvember 2020. Á því sé byggt að starfslok lúti allt öðrum lögmálum en uppsögn í vinnurétti, bæði að formi og efni til. U m gagnkvæmt samkomulag sé að ræða sem gert sé með samþykki beggja samningsaðila , en uppsögn sé einhliða ákvörðun. Þegar samið sé um starfslok lýs i aðilar því yfir að ráðningarsambandi sé lokið og að gagnkvæmar skuldbindingar á grundvelli þess séu niður fallnar án þess að nánar sé farið út í ástæður starfsloka . M eð því sé unnt að ljúka ráðningarsambandi hratt og örugglega með sem minnstum tilkostnaði og fyrirhöfn fyrir báða aðila. E kki verði gerðar ríkari skyldur til stjórnsýsluaðila, sem vinnuveitanda, en að hann veiti starfsmanni leiðbeiningar um réttaráhrif samkomulagsins. 6 28. Tel d i stefnandi að hún h e f ð i verið þvinguð til að gera samkomulag um starfs lok eða stefndi beitt óheiðarlegum aðferðum til að koma því á svo ógildingu varði hefði henni borið að reka málið sem ógildingarmál í skilningi samningalaga. Það hafi stefnandi ekki gert heldur klæ tt málið í þann búning að um ólögmæta uppsögn hafi verið að ræða . Sé það til marks um erfið a sönnunarstöðu stefnanda. Stefnd a hafi verið stætt á því að bjóða stefnanda upp á starfslok og hafi ekkert saknæmt verið við þá háttsemi að ákvörðun um slíkt hafi legið fyrir áður en fundur hafi verið haldinn. S tarfskjör st efnanda hafi verið virt í hvívetna og hún ekki hlunnfarin á neinn hátt og samningurinn þannig verið sanngjarn í skilningi samningalaga. H afi henni verið í sjálfsvald sett hvort hún gengi til samninga eða hafnaði slíkri málaleitan. 29. Stefnanda hafi verið ger t ljóst á fundinum það mat stefnda að skilaboð stefnand a til samstarfs - mann s hennar væru þess eðlis að stefndi hygðist bregðast við þeim með nánari athugun. Sú athugun kynni að hafa þær afleiðingar í för með sér að stefnanda yrði veitt formleg áminning vegna brota á starfsskyldum sem gæti leitt til uppsagnar ef hún yrði aftur uppvís að slíkri hátt - semi. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem stefndi hafi veitt á fundinum hafi stefnandi getað tekið upplýsta ákvörðun um val á þeim kostum sem í boði voru. Hún hafi óskað eftir að trúnaðarmaður væri viðstaddur fundinn en hlutverk hans hafi verið að gæta hagsmuna stefnanda og tryggja að hún væri meðvituð um réttarstöðu sína. E kkert liggi fyrir um það í málinu hvaða ráðleggingar trúnaðar maðurinn veitti stefnanda á fundinum en stefndi telji að leggja beri til grundvallar að hann hafi ráðlagt stefnanda að ganga að tilboði stefnda um starfslok án frekari skoðunar, athugasemda eða fyrirvara og að hann hafi ekki séð því neitt til fyrirstöðu að gengið yrði frá starfslokunum á sjálfum fundinum. S tefnandi verði að færa rök fyrir því hvers vegna samkomulag um starfslok sem henni var kynnt og hún samþykkti og undirritaði á fundinum hafi á síðari stigum breyst í uppsögn. 30. Jafnvel þótt komist y rði að þeirri niðurstöðu að mannauðsstjóri og yfirmaður stefnanda hafi hótað henni starfsmissi tæki hún ekki tilboði um starfslok h afi stefndi aldrei tekið ákvörðun um að segja stefnanda upp störfum. Sé því útilokað að leggja dóm á hvort málsmeðferð stefnda hafi verið áfátt eða leggja mat á þær lögfræðilegu forsendur sem stefnandi tefli fram til stuðnings dómkröfum sínum. Þar sem lagagrundvöll brest i fyrir dómkröfum stefnanda ber i að sýkna stefnda af þeim öllum. 31. Kröfu stefnanda um miskabætur sé mótmælt , enda h afi ekki verið sýnt fram á að skilyrði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu uppfyllt í málinu. Stefndi hafi ekki sýnt af sér ásetning um að brjóta rétt á stefnanda eða beitt hana meingerð , auk þess sem f járhæð miskabótakröfunnar sé of há , órökstudd og ekki í samræmi við dómafordæmi. Þá séu ekki lagaskilyrði fyrir því að verða við kröfu um dráttarvexti á miskabætur. E ftir að stefnandi h e fði gengist við því að hafa sent samstarfsmanni sínum þau skilaboð sem um ræði í málinu hafi mannauðsstjóri upplýst á fundinum að til greina kæmi að hefja formlegt áminningarferli. Stefndi átti sig ekki á því h vernig þetta hafi getað haft neikvæð áhrif á stefnanda með tilheyrandi andlegum fylgikvillum. S tefndi sé ekki í neinni aðstöðu til að meta m eð hvaða hætti stefna ndi upplifði starfslokin en 7 starfslok hennar hafi í engu verið frábrugðin því sem almennt gengur og gerist um framkvæmd starfsloka. S tefnandi hafi haft það í hendi sér hvort hún færi heim að loknum fundi eða kláraði vinnudaginn og hafi stefndi ekki staðið í vegi fyrir því að hún fjarlægði persónulega muni eða kveddi samstarfsfólk sitt . Niðurstaða 32. Í máli þessu krefst stefnandi skaða - og miskabóta úr hendi stefnda á þeim grundvelli að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin hafi verið ólögmæt og henni verið mismunað. Stefndi fer aðallega fram á að málinu verði vísað frá þar sem aðilar hafi samið um starfslok , lögskipti þeirra þá liðið undir lok og kröfur þeirra á milli fallið niður. Af þeim sökum geti stefnandi ekki haft lögvarða hagsmuni af úrla usn um skaða - og miskabóta kröfu sína , sbr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Á það verður ekki fallist enda er málatilbúnaður stefnanda á þá vegu að í raun hafi verið um ólögmæta uppsögn að ræða sem stefndi beri bóta ábyrgð á . Hefur stefnandi a ugljósa hagsmuni af því að úr því verði skorið og skal í því sambandi bent á til hliðsjónar að ákvæði starfslokasamnings stóðu því ekki í vegi að leyst yrði úr sambærilegri kröfugerð með dómi Hæstaréttar í máli nr. 357/1999. 33. Rakin er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 175/2005 sú meginregla stjórnsýsluréttar að óheimilt sé að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá því að fylgja lö g boðinni málsmeðferð sem ætlað er að tryggja réttaröryggi aðila. Til þessarar meginreglu var vísað í úrskurðum kærun efndar jafnréttismála og samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytisins . E ins og rakið er í málavaxtalýsingu komst kærunefndin að því að við starfslok stefnanda hefði henni verið mismunað með ólögmætum hætti og var það niðurstaða ráðuneytisins að stefnanda hefð i í raun verið sagt upp með ólögmætum hætti. Byggir stefnandi og á því í máli þessu að um ólögmæta uppsögn hafi verið að ræða og að henni hafi verið mismunað við hana, enda séu aðilar málsins bundni r af greindum úrskurðum. 34. Samkvæmt 117. gr. sveitarstjórna rlaga nr. 138/2011 skal m.a. byggðasamlag sem ekki vill una úrskurði ráðuneytis bera hann undir dómstóla eftir almennum reglum innan sex mánaða frá því að viðkomandi fékk eða mátti fá vitneskju um ákvörðun ráðuneytisins. Leiði almennar reglur til þess að m álshöfðun eigi ekki að beina að ráðuneytinu skuli því stefnt til réttargæslu. Kemur fram í athugasemdum með nefndu lagaákvæði í frumvarpi því sem varð að sveitarstjórnarlög - um að tilgangur þess a sé að tryggja að þau sjónarmið sem á var byggt við töku ákvör ðunar í viðkomandi máli verði upplýst undir meðferð málsins fyrir dómstólum. 35. Í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 151/2020 er kveðið á um að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála séu bindandi gagnvart málsaðilum, en þeim er heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dóm - stóla. Er og tekið fram í 5. mgr. lagagreinarinnar að vilji gagnaðili ekki una úrskurði nefndarinnar og höfði mál til ógildingar hans skuli kærunefnd jafnréttismála og kæranda stefnt til varnar. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að ne fndum lögum er tekið fram að rétt sé að kærunefndin standi skil gerða sinna fy r ir dómi en enginn þekki betur á hvaða 8 grunni úrskurður hennar sé byggður og því sé rétt að hún sjá um að færa fram málsástæður og la g arök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé lög legur og réttur, en ekki kærandi einn. 36. Réttarágreiningur um gildi stjórnvaldsákvarðana verður skv. 60. gr. stjórnarskrárinnar almennt b or inn undir dómstóla. Þá hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til, nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með áðurgreindum ákvæðum sveitarstjórnarlaga og laga nr. 151/2020 eru úrskurðir áðurnefndra aðila ekki undan - skildir l ögsögu dómstóla en löggjafinn hefur hins vegar mælt fyrir um hvernig staðið skuli að málshöfðun vegna þeirra, m.a. að teknu tillit til aðildar úrskurðaraðilanna sem gegnir þeim tilgangi sem lýst er í lögskýringargögnum og áður er rakinn . Þessu virðist stef ndi ekki hafa sinnt en ekki liggja fyrir upplýsingar um að hann hafi höfðað mál til ógildingar nefndra úrskurða , né heldur hefur hann að öðru leyti hlutast til um aðild úrskurðaraðilanna að máli því sem hér er til umfjöllunar. 37. Í greinargerð sinni víkur st efndi ekki að úrskurði ráðuneytisins og fjallar takmarkað um úrskurð kærunefndarinnar. Þess í stað teflir hann fram sömu rökum og hann gerði fyrir úrskurðar - aðilunum um að stefnandi hafi af fúsum og frjálsum vilja gengið til samninga um starfslok og að hún eigi ekki frekari kröfur á hendur honum. Sýnist málatilbúnaður hans þannig byggja á því að virða beri að vettugi nefnda úrskurði, sem þó binda hann að lögum nema hann láti á þá reyna að uppfylltum þeim réttarfarsskilyrðum sem lög mæl a fyrir um og áður eru rakin . Að áliti dómsins getur stefndi ekki með réttu borið fyrir sig þær málsástæður sem þegar hefur verið fjallað um hjá þar til bærum úrskurðaraðilum án þess að beina þeim viðbárum sínum í þann farveg sem lög mæla fyrir um. Er því við að bæta að frestur til að höfða mál vegna úrskurðar samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytisins er nú liðinn og verður því að telja úrskurðinn hafa bindandi réttaráhrif samkvæmt efni sínu. Verður að framangreindu virtu lagt til grundvallar í máli þessu að stefnanda hafi verið mismunað við starfslok hjá stefnda og að í þeim starfslokum hafi falist ólögmæt uppsögn. Að þessari niðurstöðu fenginni verður ekki fjallað frekar um aðrar þær málsástæður sem stefnand i teflir fram til stuðnings henni . Þá er , miðað við þessa niður - stöðu , ekki hægt að telja lagagrundvöll skorta fyrir dómkröfum stefnanda, eins og stefndi heldur fram. Hér til hliðsjónar er rétt að benda á áðurgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 357/1999, sem og framangreindan dóm réttarins í máli nr. 175/2005. 38. Samkvæmt almen num reglum skaðabótaréttar bakaði stefndi sér skaðabótaskyldu með hátt - semi sinni og kemur því til skoðunar að hvaða leyti stefnandi getur á tt rétt á skaða - og miska - bótum úr hendi stefnda , svo sem krafa er gerð um. 39. Stefnandi krefst skaðabóta að fjárhæð sem jafngildir tveggja ára launum miðað við árslaun hennar hjá stefnda árið 2020, alls 12.863.588 króna. Við aðalmeðferð málsins var af hálfu stefnanda bent á að fjárhæð kröfunnar hefði ekki verið mótmælt af hálfu stefnda og því haldið fram að með því að krafa stefnanda vegna tekjutaps væri óumdeild beri að leggja hana til 9 grundvallar við úrlausn málsins. Málatilbúnaður stefnda ber þess þó ekki merki að skaðabóta - krafa stefnanda sé óumdeild . Krefst stefndi enda sýknu í málinu , auk þess sem hann færði rök fyrir því að lagagrundvöll skorti fyrir kröfum stefnanda, eins og áður greinir. Þá verður krafa stefnanda að samrýmast málatilbúnaði hans og styðjast við framlögð gögn. Í stefnu kemur fram að stefnandi hafi þurft að reiða sig á atvinnuleysisbætur og bætur frá Reykjavíkurborg en við aðalmeðferð málsins kom fram að þær tekjur hefðu ekki komið til frádráttar kröfu stefnanda um skaðabætur vegna tekjutaps . Er því ljóst að tekjutap stefnanda nemur ekki þeirri fjárhæð sem krafist er. Að teknu tilliti til þessa og með hliðsjón af dómaframkvæmd um bætur til handa þeim sem ólögmætri uppsögn sæta verð a bætur metnar að álitum , sbr. t.a.m. dóm Landsréttar í máli nr. 310/2018 . Stefnandi var [...] ára gömul við starfslokin en er nú [...] árs. Stefnandi hefur lagt fram tvö vottorð heimilislæknis og vísað til þeirra um að hún hafi ekki getað unnið eftir uppsögnina . Greind vottorð bera vissulega með sér að starfslokin hafi tekið á stefnanda og er vísað til þess að hún þjáist af streitu og slæmu þunglyndi og sofi illa . Þar kemur þó ekki fram að stefnandi sé óvinnufær af þessum sökum og verður að telja ósannað að aflahæfi hennar sé skert , en ekkert liggur fyrir í málinu um hvort hún hefur borið sig eftir öðru starfi eftir að hún lét af störfum hjá stefnda. Bar mannauðsstjóri stefnda og fyrir dómi að ekki hefði reynt á að veita stefnanda umsögn eftir að hún lét af störfum. Með hliðsjón af þeim atvikum sem rakin hafa verið, og að teknu tilliti til þess að stefnandi naut launagreiðslna í þrjá mánuði eftir starf slokin, þykja skaðabætur henni til handa hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. 40. Stefnandi gerir einnig kröfu um miskabætur með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 , en samkvæmt b - lið ákvæðisins er heimilt að láta þann greiða miskabætur sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns . Eins og áður hefur verið gert verður hér lagt til grundvallar að stefnanda hafi með ólögmætum hætti verið sagt upp störfum á fundi aðila 30. nóvember 2020 og að henni hafi verið mismunað við starfslokin . Fyrrum yfirmaður stefnanda hjá stefnda og mannauðs s tjóri stefnda voru skýr í vitnisburði sínum fyrir dómi um að fyrir fundinn hefði verið tekin afstaða til þess af stefnda hálfu að það tvennt eitt kæmi til greina að hefja málsmeðferð sem leitt gæti til áminningar stefnanda eða ganga frá starfslokum við hana. Ó umdeilt er að stefnanda var ekki kynnt sérstaklega efni fundarins, en þó að það l y ti að samskiptamálum . B ar trúnaðarmaður stefnda fyrir dómi að hann hefði ekki heldur þekkt fundarefni ð og því verið lítt undirbúinn. Á fundinum voru samskipti stefnanda við samstarfsmann hennar borin undir hana og bar mannauðsstjóri stefnda að henni hefðu fundist skilaboðin jaðra við kynferðislega áreitni. Staðfesti mannauðsstjórinn jafnframt að ekki hefð i farið fram rannsókn á samskiptunum í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum . Enn fremur var staðfest af mannauðsstjóranum að stefnandi hefði ljáð máls á því hvort um mismunandi túlkun á skilaboðunum gæti verið að ræða og hefði stefnandi talið þau í léttum dúr. Hafði stefndi tilefni til að doka við og láta kanna málið frekar og í öllu falli til að gefa stefnanda ráðrúm til að meta stöðu sína, eftir atvikum í samráði við lögmann . Skal í því 10 sambandi áréttað að ráðgjöf trúnaðarmanns kemur ekki þar í stað og breytir heldur engu þótt stefnandi hafi sjálf gegnt starfi trúnaðarmanns áður um tíma. Um þetta var ekki skeytt af hálfu stefnda og ber hann ábyrgð á því að fram var komið af svo verulegu gáleysi við starfslok stefnanda að telja verður að hún hafi orðið fyrir ólögmætri meingerð á æru sinni og persónu. Voru starfslokin, eins og að þeim var staðið af hálfu stefnda, og til þess fallnar að valda stefnanda vanlíðan og a ndlegum þjáningum, eins og staðfest er með áður greindum læknis - vottorðum . Þ ótt ekki verði talið gegn andmælum stefnda að stefnanda hafi verið meinað að ljúka vinnudeginum eða kveðja samstarfsmenn sína voru starfslokin fyrirvaralaus og til þess fallin a ð s kapa umtal á vinnustaðnum. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.000 .000 krónur í ljósi alls þess sem að framan er rakið. 41. Í málinu gerir stefnandi kröfu um vexti frá 30. nóvember 2020, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 . Ekki eru efni til að verða við þe irri kröfu eins og atvikum máls þessa og ágreiningi þar um er háttað, sbr. og hér til hliðsjónar vaxtaákvörðun í áðurgreind um dóm i Landsréttar í máli nr. 310/2018. Þótt stefnandi hafi beint tilmælum til stefnda um að ganga að samnings borði var ekki gerð tö luleg krafa af hans hálfu fyrr en með stefnu máls þessa. Þykir að öllu virtu rétt að tildæmd fjár hæð öll beri dráttarvexti frá 9. janúar 2022 þegar mánuður var liðinn frá birtingu stefnunnar , sbr . 9. gr. nefndra laga. 42. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða stefn an da málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1 .200.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Hefur þá verið litið til umfangs málsins og þess að stefnandi hefur tapað málinu í öllu verulegu, í skilningi 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 43. Af hálfu stefnanda flutti málið Hilmar Gunnarsson lögmaður, en af hálfu stefnda flutti málið Anton Björn Markússon lögmaður. 44. Dóm þennan kveður upp Nanna Magnadóttir héraðsdómari. Dómsor ð: Hafnað er kröfu stefnda , Strætó bs., um frávísun málsins. Stefndi greiði stefnanda , A , 2. 500 .000 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 3 8/2001 frá 9. janúar 2022 til greiðsludags. Stefn di greiði stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts.