Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 8 . maí 2020 Mál nr. S - 2055/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Gunnar i Frey Grétars syni ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 24. mars 2020, á hendur Gunnari Frey Grétarssyni , Friggjarbrunni 57, Reykjavík , f yrir umferðarlagabrot með því að hafa þriðjudaginn 11. september 2018 , ekið bifreiðinni TT387 sviptur ökuréttindum ævilangt og undir áhrifum ávana - og fíkniefna ( tetrahýdrókannabínól í blóði mældist 1,9 ng/ml) frá bensínstöð N1 við Bíldshöfða áleiðis að bi freiðaumboðinu Brimborg við Bíldshöfða þar sem ákærði lagði bifreiðinni í stæði . Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr . , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsin gar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar, skv. skv. 101. gr. laga nr. 77/2019 . Ákærði sótti ekki þing og óskaði eftir því að málið yrði dæmt sem útivistarmál . Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. la ga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í júní 1992 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 18. mars 2020 , var ákærði dæmdur til greiðslu sektar með dómi 29. júní 2012, fyrir akstur undir 2 áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Hann var aftur dæmdur til greiðslu sektar með dómi 8. maí 2015 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þá var hann dæmdur í 30 daga fangelsi með dómi 4. desember 201 5 fyrir lyfjaakstur, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur án þess að hafa ökuskírte ini meðferðis. Loks var hann dæmdur í 30 daga fangelsi með dómi 7. júlí 2016 meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna en um var að ræða hegningarauka við fyrri dóm. Sakaferill ákærða hefur að öðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á réttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda sín s , að meðtöldum virðisaukaskatti, sem í dómsorði greinir og 76.971 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómar i kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Gunnar Freyr Grétarsson , sæti fangelsi í 3 mánuði. Á réttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns Þorgils Þorgilssonar lögmanns , 91.760 krónur og 76.971 krónur í annan sakarkostnað. Símon Sigvaldason