Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. nóvember 2021 Mál nr. S - 3016/2021: Héraðssaksóknari (Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari) gegn Einari Andra Ólafssyni (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2. nóvember 2021, er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 3. júní 2021, á hendur Einari Andra Ólafssyni, kennitala , , júní 2019 framan við skemmtistaðinn við í Reykjavík, slegið utanklæða á rass A , kennitala , og reynt að kyssa hana á kinnina. Telst þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kennitala , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni skaða - og miskabætur samtals að fjárh æð 1.000.000 kr. að viðbættum vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. júní 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Verjandi ákærða kref st aðallega sýknu en til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst hann þess aðallega að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. Einnig krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. 2 I. Þann 10. jú lí 2019 kom brotaþoli á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðislega áreitni gegn sér á vinnustað hennar í Reykjavík, aðfaranótt 17. júní það ár. Lýsti brotaþoli atvikum svo að hún hafi verið við dyravörslu þegar ákærði hefði áreitt hana með því að rassskella hana einu sinni með föstu höggi. Kvaðst brotaþoli hafa verið niðurlægð með þessu og hafi beðið dyraverði um að vísa ákærða út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglu þann 16. júní 2020. Hann neitaði sök og bar fyrir sig minnisleysi um atvik. Kvað hann hafa komið flatt upp á sig þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum umrætt sinn. II. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði kvaðst muna eftir því að hafa verið vísað á dyr af skemmtistað en í dag myndi hann ekki eftir veru sinni á staðn um eða hvernig atvikum hefði verið háttað. Kannaðist hann við að hafa skemmt sér á þessum stað af og til. Ástæða minnisleysis hans stafaði fyrst og fremst af því hve langt væri liðið frá atvikum. Aðspurður kvaðst ákærði ganga út frá því að hann neytti áfen gis þegar hann færi á skemmtistað. Ákærði kvaðst þekkja brotaþola en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum í eitt skipti fyrir þetta atvik. Hafi samskipti þeirra áfram verið á vinsamlegum nótum og hann venjulega gefið sig á tal við hana þegar hann sótt i staðinn. Ákærði taldi sig ekki hafa áreitt brotaþola líkt og honum er gefið að sök. Hann teldi ekki ólíklegt, hafi hann snert brotaþola, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekk en slíkt ætti hann ekki til í sér . Brotaþoli kvaðst hafa verið á vakt sem dyravörður ásamt kollegum sínum. kvaðst ekki geta sagt til um ölvunarásta nd ákærða með vissu en hann hafi ekki verið ofurölvi. Ákærði hafi farið út fyrir til þess að reykja og þá verið í fylgd einhverra stelpna. Kvaðst brotaþoli hafa staðið í dyragættinni, snúið baki í þau og talað við félagana. Ákærði hefði síðan hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Nánar spurð kvað hún höggið hafa verið þéttingsfast og hún hafi kippst við. Hafi henni fundist háttsemin ömurlega niðurlægjandi og það tekið hana nokkrar mínútur að ná áttum. Taldi hún vafalaust að það h afi verið ætlun ákærða að rassskella hana og niðurlægja. Eftir atvikið hafi hún og félagarnir staðið þarna vandræðaleg en hún síðan beðið þá um að henda ákærða út. Þegar ákærði hafi komið til baka og verið 3 á leið út hafi hann hallað sér að henni líkt og ti l þess að kyssa hana. Hafi hann komið það nálægt henni að hún hefði talið líklegt að ætlun hans hafi verið að kyssa hana. átt í nánum samskiptum við ákærða í eitt skipti um ári fyrir atvikið en ekkert illt hafi verið á milli þeirra. Samskipti þeirra hafi verið eðlileg og á vinsamlegum nótum. Þessi háttsemi hafi verið annars eðlis og komið henni í opna skjöldu. Brotaþoli kvað atvikið hafa haft mun meiri áhrif á hana en hún ge rði sér grein fyrir. Hún hafi hugsað mikið um það en verið óviss um hvort háttsemin teldist refsiverð. Væri það ástæða þess að hún hefði ekki lagt fram kæru strax. B kvaðst hafa sinnt dyravörslu þetta kvöld ásamt brotaþola. Minnti hann að þau hafi staðið í dyrunum. Ákærði hafi verið að skemmta sér á staðnum og hafi vitnið séð hann rassskella brotaþola föstu höggi upp úr þurru. Taldi vitnið fyrir víst að höggið hefði ekki verið óviljaverk. Brotaþoli hafi orðið skelkuð við þetta og hafi ákærða verið vísað út af staðnum í kjölfarið. Vitnið staðfesti framburð sinn hjá lögreglu um að hann hefði áður en það gerðist spurt brotaþola hvort allt væri í lagi en hún hafi sagt að svo væri ekki. Vitnið rámaði í að ákærði hafi síðan reynt að faðma brotaþola. Þá kvaðst han n heldur ekki muna í dag hvort ákærði hafi sagt að hann vildi biðja brotaþola afsökunar líkt og hann bar um hjá lögreglu. Taldi hann trúlegt að hann hefði munað atvik betur er hann gaf skýrslu hjá lögreglu. C kvaðst hafa sinnt dyravörslu þetta kvöld með br otaþola. Ákæri hafi verið á staðnum en farið út til að reykja. Brotaþoli hafi staðið með bakið í hann og á leiðinni inn aftur hafi ákærði slegið hana nokkuð fast í rassinn. Aðspurður kvaðst vitnið hafa staðið beint á móti henni við dyrnar og séð höggið vel . Hafi það verið viljandi og ákaft högg. Brotaþoli hafi sagt að hún þekkti ákærða en hafi þó séð að henni leið illa. Vitnið kvaðst ekki hafa áttað sig í fyrstu á viðbrögðum brotaþola en séð að góða skapið var fi þau sagt B frá því sem gerðist og í kjölfarið hafi ákærða verið vísað út. Minnti vitnið að á leið sinni út hafi ákærði reynt að kyssa brotaþola á kinnina. D var vaktstjóri umrætt kvöld. Brotaþoli hafi komið til hennar og greint henni í stuttu máli frá því sem gerðist og vildi kíkja á upptökuna. Kvaðst vitnið hafa séð brotaþola á upptökunni, þar sem hún stóð og sneri baki í ákærða. Hann hafi á leið rassskellt brotaþola en henni hafi virst höggið frekar laust og tilgangslaust. Aðspurð taldi vitnið ólíklegt að um óviljaverk hafi verið að ræða. Vitnið kvaðst ekki muna hvað brotaþoli hafi sagt en hana hafi langað til að leggja fram kæru. Brotaþoli hafi verið vandræðaleg yfir þe ssu. Augljóst var að henni þótti atvikið óþægilegt og var pirruð. Hafi ákærða verið vísað út af staðnum að beiðni brotaþola. Kvaðst vitnið hafa séð ákærða fara út. Aðspurð um myndefnið kvað vitnið það eyðast eftir tvær vikur. Til 4 þess að varðveita efnið þy rfti að hafa samband við lögreglu eða þjónustuaðila sem annaðist vistun þess. Mögulega hefði orðið misskilningur á milli vitnisins og brotaþola um möguleika til að vista efni ð . E kvaðst hafa horft á atvikið á upptöku í eftirlitsmyndavél eftir að það átti sér stað en brotaþoli hefði greint honum frá óviðeigandi hegðun ákærða. Á upptökunni hafi hann séð þegar ákærði sló brotaþola á rassinn. Höggið hafi ekki verið mjög fast en þó ekki laust. Leit það út fyrir að lenda á rassinum en ekki neðarlega á baki en vi tnið kvaðst ekki muna það alveg. Taldi vitnið ómögulegt að um óviljaverk væri að ræða en hreyfingin hefði verið ákveðin í átt að rassinum. Hafi brotaþola ekki liðið sérstaklega vel með þetta. Þá minnti vitnið að ákærði hefði jafnframt reynt að kyssa brotaþ ola á leið út. Taldi hann sig hafa séð það gerast á upptökunni fremur en að hann hefði heyrt það annars staðar frá. III. Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa áreitt brotaþola kynferðislega á skemmtistað þar sem hún var við störf sem dyravörður, með því að hafa slegið utanklæða á rass hennar og reynt að kyssa hana á kinnina skömmu síðar. Ákæru má skilja sem svo að um óslitna atburðarás hafi verið að ræða en ágreiningslaust er að svo var ekki. Ákærði neitar sök og ber fyrir sig minnisleysi. Fyrir liggu r að skýrsla var tekin af honum tæpu ári eftir að brotaþoli lagði fram kæru og mundi hann þá atvik illa. Fyrir dómi skýrði ákærði svo frá að hann ætti erfitt með að rifja upp atvik sem hefðu átt sér stað fyrir svo löngu síðan. Kvaðst hann ekki geta sagt af eða á um það hvort hann hafi verið á skemmtistaðnum umrætt sinn en myndi þó eftir að hafa verið vísað út af skemmtistaðnum í ótilgreint skipti. Brotaþoli hefur greint frá atvikum í öllum meginatriðum á sama veg fyrir dómi og hjá lögreglu. Framburður henn ar er að mati dómsins trúverðugur. Þá gaf hún trúverðugar skýringar á því hvers vegna hún hefði ekki kært háttsemi ákærða strax í kjölfar atviksins. Sá tími sem leið var þó óverulegur eða tæpur mánuður sem varð þó til þess að ekki var unnt að afla upptöku úr eftirlitsmyndavél. Ákærði og vitni í málinu, aðrir en brotaþoli, þekktust ekkert. Framburður vitnanna var á einn veg um að ákærði hafi verið sá sem um ræðir og að honum hefði verið vísað af staðnum eftir að í ljós kom að brotaþola var misboðið. Samkvæmt framansögðu er sannað að ákærði hafi verið sá aðili sem hér átti í hlut. Ekkert hefur komið fram í málinu sem styður hið gagnstæða. Fyrir liggur að ákærði og brotaþoli þekktust fyrir og höfðu átt í kynferðislegum samskiptum í eitt skipti nokkuð löngu fyrir umrædd atvik. Ber þeim saman um að það 5 hafi farið vel á með þeim eftir það og þau heilsast, jafnvel innilega, þegar ákærði sótti sk emmtistaðinn og brotaþoli var við störf. Brotaþoli bar um að ákærði hefði slegið nokkuð ákveðið á rass hennar á leið sinni inn á skemmtistaðinn. Hafi henni þótt það niðurlægjandi og verið stórlega misboðið. Framburður brotaþola fær stoð af vitnisburði sams tarfsmanna hennar. Annars vegar þeirra sem voru dyraverðir umrætt sinn en þeir báru um að hafa séð ákærða slá á rass brotaþola og voru í návígi við hana þegar atvikið átti sér stað. Hins vegar fær framburður brotaþola stoð af vitnisburði þeirra starfsmanna sem horfðu á upptöku af eftirlitsmyndavél í kjölfar atvika. Öll vitnin báru um að brotaþola hefði verið misboðið vegna þess sem gerst hafði. Þá liggur fyrir að ákærða var vísað út af staðnum eins og áður greinir. Vitni í málinu tengdust öll brotaþola. Ber að líta til 126. gr. laga nr. 88/2008 við mat á sönnunargildi vitnisburðar þeirra. Að mati dómsins var framburður þeirra trúverðugur, greinargóður og í meginatriðum á sama veg fyrir dómi og hjá lögreglu. Er ekkert fram komið sem dregur úr trúverðugleika v itnisburðar þeirra. Sú háttsemi að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan er refsiverð samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæðið var lögfest með breytingalögum nr. 61/2007 um breyting á almennum hegningar lögum. Í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að markmiðið með fyrrgreindum breytingum hafi verið að beina athyglinni að þessum brotum í ríkara mæli en verið hafði og taka harðar á þeim. Undir aðra kynferðislega áreitni mundi falla káf á kynfærum og brjóstum, sem varir í stutta stund. Almennt sé við það miðað að snerting sem fellur undir kynferðislega áreitni veiti geranda ekki kynferðislega fullnægingu. Í athugasemdum með ákvæðinu segir jafnframt að kynferðisleg áreitni sé há ttsemi kynferðislegs eðlis sem hvorki teljist vera samræði né önnur kynferðismök. Hún felist í hvers konar snertingu á líkama annarrar manneskju sem sé andstæð góðum siðum og samskiptaháttum. Þá segir jafnframt að sameiginlegt meginmar k mið ákvæða kynferðis brotakafla almennra hegningarlaga sé að vernda kynfrelsið, sjálfsákvörðunarrétt, frelsi og friðhelgi einstaklingsins á sviði kynlífsins. Þær athafnir sem nefndar eru í 199. gr. almennra hegningarlaga eru nefndar í dæmaskyni og því ekki tæmandi talning á þe irri háttsemi sem telst refsiverð. Dómaframkvæmd ber með sér að reglan sé matskennd þegar snerting er utan þeirra líkamshluta sem sérstaklega eru tilgreindir í ákvæðinu. Við það mat hefur verið litið til ýmissa atriða, m.a. hversu áköf sú snerting er, hver su nærri hún er kynfærum eða brjóstum, hvort hún sé innan klæða eða utan, hvers eðlis hún er og aðstæðna að öðru leyti. 6 Með vísan til þess sem áður er rakið er það mat dómsins að með trúverðugum framburði brotaþola og vitna í málinu sé fram komin lögfull s önnun þess að ákærði hafi umrætt sinn slegið utanklæða á rass brotaþola. Snertingin var í óþökk brotaþola og andstæð góðum samskiptaháttum. Mátti ákærða vera það ljóst, sér í lagi þegar litið er til allra aðstæðna en brotaþoli var við störf er ákærði sló f yrirvaralaust á rass hennar. Fól háttsemin í sér kynferðislega áreitni í skilningi 199. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða er jafnframt gefið að sök að hafa reynt að kyssa brotaþola en atvikið átti sér stað þegar ákærði var á leið út af skemmtistaðnum eft ir að hafa verið vísað þaðan út. Brotaþoli bar fyrir dómi að hún teldi að ákærði hafi ætlað að kyssa hana og sér að henni. Þegar litið er til framburðar vitna í málinu, sem var ekki afdráttarlaus, telur dómurinn kominn upp vafa um fyrirætlun ákærða og að tilgangur hans hafi verið af kynferðislegum toga. Ber því með vísan til 108. og 109. gr. laga nr. 88/2009 um meðferð sakamála að sýkna hann af þeim hluta ákæru er að þessu lý tur. IV. Ákærði hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Við ákvörðun refsingar er litið til 5. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þegar litið er til eðlis máls þessa og umfangs má ljóst vera að dráttur varð á rannsókn málsins sem hefur ekki hefur verið skýrður. Eftir að brotaþoli lagði fram kæru 10. júlí 2019 liðu tæpir átta mánuðir þar til hafist var handa við að taka skýrslur af vitnum. Skýrsla af ákærða var ekki tekin fyrr en tæpum fjórum mánuðum eftir það eða 16. jú ní 2020. Ákæra í málinu var gefin út 3. júní 2021. Þegar litið er til framangreinds þykir hæfileg refsing ákærða ákveðin 30 daga fangelsi. Þá þykja skilyrði til þess að fresta fullnustu refsingar hans og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðn ingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 en háttsemin er til þess fallin að valda brota þola miska. Við ákvörðun bóta er til þess að líta að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir brotaþola. Þykja miskabætur með hliðsjón af dómaframkvæmd hæfilega ákveðnar 150.000 krónur. Krafan ber vexti eins og í dómsorði greinir. U pphafsdagur dráttarvaxta er 24. júlí 2021 þegar mánuður er liðinn frá þingfestingu málsins. Ákærða ber, með vísan til 1. mgr. 2 35 . gr. laga nr. 88/2008, að greiða allan sakarkostnað málsins, sem er málsvarnarlaun skipaðs verjanda og réttargæsluþóknun brot aþola, eins og nánar greinir í dómsorði. Þá skal ákærði greiða annan 7 sakarkostnaður samkvæmt framlögðu yfirliti sækjanda. Þóknun lögmanna er að meðtöldum virðisaukaskatti. Hliðsjón er höfð af tímaskýrslum lögmanna og reglum Dómstólasýslunnar nr. 2/2021. S igríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Einar Andri Ólafsson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 150.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 10. apríl 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 24. júlí 2021 til greiðs ludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipað verjanda síns, Ómars Arnars Bjarnþórssonar lögmanns, 76 0 . 000 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola Áslaugar Gunnlaugsdóttur , 45 0 . 00 0 krónur , og 60.791 krónu í annan í sakarkostnað. Sigríður Hjaltested