Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 18. desember 2020 Mál nr. S - 477/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Sigríð i Sif Gunnarsdótt ur ( Júlí Ósk Antonsdóttir ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið í gær , var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 7. september 2020, á hendur Sigríði Sif Gunnarsdóttur, kt. , Dalvík, A , kt. , við heitan pott við smáhýsi að Vegamótum á Dalvík, og skellti henni í pottinn og síðan bitið hana í ennið, framhandlegg hægri handar, vinstri augabrún og vinstra ki nnbein. Af þessu hlaut A mar á báðum herðablöðum, mar á innanverðum hægra fótlegg, bit/mar á enni, vinstra hluta andlits, hægra framhandlegg og báðum höndum. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Af hálfu ákærðu er þess krafist að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Sækjandi leiðrétti ákæru að því leyti að í stað orðanna kemur Ákærða hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru svo breyttri . Með játningu hennar, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. 2 Ákærða hefur hreinan sakaferil . Við ákvörðun refsingar verður litið til skýlausrar játningar en jafnframt eðli brotsins. Refsing ákærðu er ákveðin fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði . Að kröfu ákæruvalds og með vís an til dómsniðurstöðu verður ákærða dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærða, Sigríður S if Gunnarsdóttir, sæti fangelsi í 45 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum, haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærð a greiði sakarkostnað, þ. e . þóknun skipaðs verjanda hennar , Júlí ar Óskar Antonsdóttur lögmanns, 91.760 krónur.