Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. október 2019 Mál nr. S - 5101/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari g egn Halld ó r Guðsteinn Guðsteinsson Elva Ósk Wiium lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 11. júní 2019, á hendur Halldóri Guðsteini Guðsteinssyni, , fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa þann 7. apríl 2018, að , haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, 59 kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Lögregla fann kannabisplönturnar við leit í húsnæ ðinu. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 59 kannabisplöntum, 3 hitablásara, 2 loftsíur, 6 straumbreyta, 4 rakamæla, 4 lampa, 2 tjöld, ábyrð og 3 loftdælur er lagt var hald á við húsleit hjá ákærða skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1991 og hefur s akaferill hans ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Við ákvörðun refsingar ber að líta til greiðrar játningar ákærða á öllum stigum málsins . Eins er litið til hegðunar ákærða að undanförnu, en hann kveðst hafa snúið við blaðinu, hafi látið af neyslu vímuefna og stundi nám á háskólastigi. Verður þetta virt ákærða til mál sbóta. Með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 59 kannabisplöntum, þremur hitablásurum, tveimur loftsíu m , sex straumbreyt um , fjórum rakamæl um , fjórum l ömpum , tveimur tjöld um , áb u rð i og þremur loftdælu m sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 210.800 krónur og 256.106 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kára Ólafsson aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Halldor Guðsteinn Guðsteinsson, sæti fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fa lli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði sæti upptöku á 59 kannabisplöntum, þremur hitablásurum, tveimur loftsíum, sex straumbreytum, fjórum rakamælum, fjórum lömpum, tveimur tjöldum, áburði og þremur loftdælum . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 210.800 krónur og 256.106 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir (sign.)