Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. september 2021 Mál nr. S - 1389/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn Hró a Ingólfss yni Dómur Mál þetta sem dómtekið var 26. ágúst 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 7. júní á hendur ákærða Hróa Ingólfssyni, kt. [...] , [...] , Reykjanesbæ: - og umferðar lagabrot; I. Fyrir nytjastuld, með því að hafa þriðjudaginn 12. janúar 2021 , í heimildarleysi tekið bifreiðina [...] , þar sem að hún stóð fyrir utan verslun Bílanaust að Hafnargötu 54 , Reykjanesbæ, og ekið henni þaðan í átt að Hafnarfirði um Reykjanesbraut, uns lögregl a stöðvaði akstur bifreiðarinnar við álverið í Straumsvík. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 12. janúar 2021 , við akstur bifreiðarinnar [.. .] sem lýst er í lið I, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti fari ð um meðferð málsins. 2 Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í júlí árið [...] og samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 8. júní 2021 nær sakaferill hans aftur til ársins 2011. Fyrri afb rot ákærð a eru að meginstefnu umferðarlaga - og fíkniefnalagabrot . Ákærði hefur einnig verið dæmdur fyrir tvö auðgunarbrot. Við mat á refsingu er litið til þess að ákærði ók í fimmta skipti ökutæki sviptur ökurétti. Með hliðsjón af atvikum málsins og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda ref singu ákærða . Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn málsins og rekstri þess hér fyrir dómi. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði Hrói In gólfsson sæti fangelsi í 4 mánuði. Ólafur Egill Jónsson