Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 . nóvember 2019 Mál nr. E - 406/2019 : Ásbjörn Ólafsson ehf Páll Rúnar M. Kristjánsson g egn íslenska ríkinu Ólafur Helgi Árnason Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 15. október 2019, var höfðað 28. janúar s.á. af hálfu félagsins Ásbjörns Ólafssonar ehf., Köllunarklettsvegi 6, Reykjavík, á hendur íslenska ríkinu, Arnarhvoli, Reykjavík, til endurgreiðslu ofgreiddra gjalda. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 17.410.000 kr ónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 1.560.000 kr ónum frá 14. maí 2018 til 27. de sember 2018, en af 17.410.000 krónum frá þeim degi til 28. janúar 201 9, og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að mati dómsins . Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi hefur með höndum innflutning og sölu á matvöru og krefst þess í málinu að stefndi endurgreiði honum svokallað útboðsgjald sem hann greiddi fyrir ESB - tollkvóta 14. maí 2018 og 27. desember 2018 , sem s amtals nem i stefnufjárhæð málsins. St efnandi t elur gjaldtökuna ólögmæta og telur að stefnda beri að endurgreiða sér umrædda fjárhæð. Stefnandi lýsir mál avöxtum svo að hann hafi um árabil flutt inn tilteknar landbúnaðarvörur á grundvelli ESB - tollkvóta sem honum hafi verið úthlutað . Þeir séu vegna inn flutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu samkvæmt samkomulagi ger ðu í febrúar 2007 og í september 2015 , á grundvelli 19. gr. EES - samningsins , og fe li í sér veitingu gagnkvæmra tollkvóta. Ísland h afi skuldbundið sig til að úthluta tilteknu magni af tollkvóta á hverju ári . Þ annig sé veitt heimild til að flytja inn tiltekið magn af 2 vöru án tolla eða með lægri tollum en annars þyrfti að greiða fyrir viðkomandi vöru. Sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytið gefi árlega út reglugerðir um úthlutun ESB - tollkvóta og á grundvelli þeirra séu tollkvótarnir auglýstir til umsóknar. Sæki innflytjendur um meira magn en auglýst sé hafi kvótarnir verið boðnir út í sérstökum útboðum. Í ákveðnum tilfellum hafi kvótum verið úthlutað með hlutkesti , og þá án gjaldtöku , samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993 . Í dómum H æst a rétt a r 21. janúar 2016, í málum nr. 317 - 319/2015, var talið að h eimildir ráðherra til gjaldtöku samkvæmt þágildand i reglum 65. gr. , sbr. 65. gr. B , í búvörulögum væru í andstöðu við 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár innar . Þessir dómar munu haf a leitt til umtalsverðar endurgreiðslu of greiddra skatta og í kjölfar þe irra var búvörulögum breytt , með lögum nr. 46/2015 með g ildistöku 11. júlí 2015 , m.a. 3. mgr. 65. gr. laga nna . Sú regla sem áður gilt i veitti ráðherra , þegar borist hefðu umsóknir um meiri innflutning en sem næmi tollkvóta, heimild til þess að ákveða hvort varpað skyldi hlutkesti milli umsækjenda til að skera ú r því hver þeirra fengi rétt til að flytja inn landbúnaðarvörur á grundvelli tollkvótans eða leita tilboða bjóðenda í heimildirnar. Fyrri kosturinn, heimild til að varpa hlutkesti, var felldur niður við lagabreytinguna. E ftir sem áður var ráðherra heimil t að opna fyrir frjálsan innflutning í stað þess að innheimta skatt í formi útboðsgjalds. Með dómum héraðsdóms Reykjavíkur 14. nóvember 2017 , í málum nr. E - 187/2017, E - 188/2017 og E - 495/2017 , var álagning útboðsgjalds fyrir tollkvóta á árunum 2015 og 2016 enn talin andstæð ákvæðum 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrárinnar og var í slenska ríkinu gert að endurgreiða það s em það hafði þá innheimt fyrir tollkvóta. Dómunum var ekki áfrýjað . Með lögum nr. 102/2016 var búvörulögum enn breytt og umrædd heimild til að mæla fyrir um opinn innflutning felld úr 3. mgr. 65. gr. búvörulaga. Stefndi hefur hafnað endurgreiðslu útboðsgjalda sem greidd hafa verið eftir að lögin tóku gildi 1. janúar 2017 . Stefnandi krefst í máli þessu endurgreiðslu á þeirri fjárhæð sem hann hefur greitt f yrir úthlutaðan tollkvóta e ftir gildistöku síðastnefndu laga nna, 17.410.000 krónum . Það eru g reiðslur 14. maí 2018, samtals að fjárhæð 1.560.000 krónur , fyrir ESB - tollkvóta á landbúnaðarvörum sem úthlutað var af sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra 7. maí 2018 á grundvelli reglugerðar nr. 318/2018 og greiðslur 27. desember 2018, samtals að fjárhæð 15.850.000 kr ónur , fyrir ESB - tollkvóta á landbúnaðarvörum sem úthlutað var af sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra 18. desember 20 18 á grundvelli reglugerðar nr. 1045/2018. S tefnandi telur að þrátt fyrir umrædda lagabreytingu sé útboðsgjaldið enn ólögmætur skattur og að gjaldtakan fari í bága við ákvæði 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár . Stefndi hafnar því að um ólögmæta gjaldtöku sé að ræða og hafnar endurgreiðsluskyldu. Um þetta snýst ágreiningur aðila í málinu. 3 Málsástæður og lagarök stefnanda Fjárhæð útboðsgjaldsins ekki ákveðin í lögum Við ú thlutun á tollkvótum og ákvörðun tolls hafi ráðherra oftekið skatt án viðhlítandi lagasto ðar , í bága við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands , nr. 33/1944 , og við 1. gr. 1. samningsviðauka m annréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994. F ramkvæmdin sé í andstöðu við skattahugtakið sjálft og þau sjónarmið sem gilda skul i við skerðingu eignarréttar borgaranna af hálfu stefnda. Ákvörðun ráðherra um það hver skuli vera t ollur á þær vörur sem fluttar sé u inn samkvæmt tollkvótum og gjaldtaka í tengslum við uppboð á þeim tollkvótum fel i í sér skattheimtu í merkingu 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár innar . Sú innheimta eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum og því sé ekki fullnægt þeim skýlausa áskilnaði stjórnarskrár að skattamálum sé aðeins skipað með lögum og að öðrum en löggjafanum sé ekki falin ákvörðun um skattlagningu , a ð rir en löggjafinn ákveð i fjárhæð þessa skatts. Ú thýst h afi verið skattlagningarvaldi sem samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár sé einungis á hendi löggjafans. G jaldtakan og framkvæmd hennar sé ómálaefnaleg og í andstöðu við ákvæði laga og brotleg við þjóðr éttarlegar skuldbindingar stefnda. Í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 317 319/2015 sé staðfest að það útboðsgjald og sá tollur sem mál ið taki til sé skattur í skilningi stjórnarskrár innar . Þær ströngu kröfur sem gerðar séu til gjaldtöku í 40. gr. og 77. gr. henna r sem og í skattahugtakinu sjálfu eig i fullum fetum við um gjaldtökuna. Leiði það m.a. til þess að óheimilt sé að fela ráðherra val um það hvort gjaldtaka fari fram eður ei. Að baki áskilnaði 40. gr. og 77. gr. s tjórnarskrár innar um að skipa skuli skattam álum með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum á kvörðun um það hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann , b úi það réttaröryggissjónarmið að borgararnir geti almennt gert sér grein fyrir því fyrirfram hvaða skattheimta falli á þá samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Þ ar komi til sérstakrar skoðunar sú ríka vernd sem eignarréttindi njót i, m.a. samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár og samningsviðauka 1 við m annréttindasáttmála Evrópu. A f því leiði að gerðar sé u strangar stjórnskipulegar kröfur til heimilda í settum lögum sem geri stjórnvöldum með einhverjum hætti kleift að hafa áhrif á skatt lagningu. Slíkar heimildir þurfi að byggja st á skýrum og hlutlægum við miðum sem komi fram í l ögum um skattlagningun a. Raunveruleg álagning skatts eigi því að ráðast af lögum en ekki af mati eða ákvörðun viðkomandi stjórnvalds. Umrædd úthlutun tollkvóta fel i í sér takmörkun á frelsi þeirra sem haf i það að atvinnu að flytja inn landbúnaðarvörur til sölu innanlands, frelsi sem varið sé í 75. gr. stjórnarskrárinnar. A f því ákvæði og lögmætisreglu stjórnskipunar - og stjórnsýsluréttar leiði að gera verð i mjög ríkar kröfur til þess að slíkar takmarkanir séu reistar á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. 4 Tollkvóta sé úthlutað samkvæmt auglýs ingum frá atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 12. gr. tollalaga og 1. mgr. 65. gr. búvörulaga. Þegar umsóknir ber i st um meira magn innflutni ngs en auglýstum tollkvóta nemi hverju sinni sk uli ráðuneytið leita tilboða í tollkvó ta í útboðum þa r sem tilboð ráði úthlutun á kvóta. Útboðsgjaldið renn i í ríkissjóð og legg i st ofan á önnur gjöld sem fyrirtækin greið i til að fullnýta sér tollkvótann. Í umræddum tollkvótum fel i st að viðkomandi innflytjandi þ urfi ekki að greiða gjöld sem fall i á umrædda vöru s amkvæmt 5. gr. t ollalaga nr. 88/2005. Þessi í stað legg i st á nýr skattur, svokallað útboðsgjald. Hin ofteknu gjöld, sem krafist sé endurgreiðslu á, séu þau gjöld sem stefndi hafi innheimt af stefnanda í framangreindum útboðum, án viðhlítandi lagaheim ildar. Um á kveðnar landbúnaðarvörur sé að ræða sem a llar fall i í vöruflokka sem tilgreindir séu í viðaukum IVA og B í tollalögum , sbr. 65. gr. A í búvörulögum. U mrædd gjaldtaka í tengslum við úthlutun tollkvóta standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar sem og skattahugtakið, þar sem fjárhæð skattsins sé ólögfest. Samkvæmt fyrirmælum stjórnarskrárinnar sé það á valdi löggjafans að leggja á skatta eftir almennum efnislegum mælikvarða þar sem gæta verð i jafnræðis gagnvart ska ttborgurum eftir því sem unnt sé . Ti l að viðhlítandi lagaheim ild teljist vera fyrir hendi þurfi því að koma skýrt og ótvírætt fram í lögum hver sé skattskyldan, hver sé skattstofninn og hvernig skuli ákveða fjárhæð skattsins, komi fjárhæðin ekki berum orðum fram í lögunum. Hvergi sé kveðið á um það í settum lögum hvað umræddur skattur, útboðsgjald, eigi að vera há r eða við hvað skuli miða. Sú skattheimta ráðherra sem fel i st í gjaldtöku fyrir úthlutun tollkvótans, til viðbótar við það tollverð sem ráðherra birti í reglugerð, eigi sér því ekki neina stoð í settum lögum. Gjaldtakan t aki breytingum í samræmi við eftirspurn eftir tollkvóta, án þess að til komi lagabreyting og án þess að löggjafinn taki afstöðu til slíkrar hækkunar. Þannig ráð i umsækjendur um tollkvóta í raun fjárhæð gjaldtökunnar. Gjaldtakan sé þar af leiðandi ekki fyrirfram ákveðin af löggjafanum og st andist þ ví ekki fyrirmæli stjórnarskrárinnar um skattheimtu eða skattahugtakið sjálft. V ald til að ákvarða fjárhæð skatta get i aðeins verið á hendi löggjafans, framsal þess valds til ráðherra sé ólögmætt og því síður sé hægt að framselja það til almennra borgara, gjaldenda sjálfra. Standi á kvæði stjórnarskrár í vegi fyrir því að ráðherra sé falið vald um tiltekna ákvörðun m egi lj óst vera að sömu ákvæði stjórnarskrár standi í vegi fyrir slík u framsal i til annarra , sem og framsal i á valdi til óvissu - og markaðslögmála. Gjaldtakan hafi því verið ólögmæt og kr afist sé endurgreiðslu úr hendi stefnda vegna hennar. Tollkvótar séu afslátt ur af valkvæðri skattlagningarheimild Tollkvótar nir sem mál ið taki til fel i í sér afslátt frá þeirri gjaldtöku sem mælt sé fyrir um í 5. gr. tollalaga. Í 65. gr. A í búvörul ögum sé ráðherra fengin heimild til að fella niður 5 þau gjöld sem 5. gr. tollalaga m æli fyrir um. Þannig h afi ráðherra val um það hvort gjaldataka samkvæmt 5. gr. tollalaga fari fram eður ei. Slíkt valkvætt skattlagningarákvæði sé hins vegar í andstöðu við bann 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár við valkvæðri skattlagningu. Á kvæði 65. gr. A í búvörulögum eigi við um allar þær vörur sem að mál þetta taki til. Verði fallist á ólögmæti hinnar almennu gjaldtöku liggi fyrir að umræddir tollkvótar veit i undanþágu frá ólögmætri gjaldtöku. G jaldtaka sem veiti niðurfellingu ólögmætr a gjalda sé einnig ólögmæt. Vísi st þar til framangreindra ákvæða stjórnarskrár, lögmætisreglu íslensks réttar, réttmætra væntinga og stjórnskipulegrar réttmætisreglu. Sá skattur sem lagður sé á sem útboðsgjald sé einnig valkvæður af því að ráðherra get i opnað fyrir þennan i nnflutning án allrar gjaldtöku , þ.m.t. án þess að greitt sé útboðsgjald , sbr. nefnda heimild í 65. gr. A í búvörulögum. Álagning útboðsgjaldsins andstæð 1. mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005 Umrætt útboðsgjald mismuni innlendum og innfluttum framleiðsluvörum. G jald leggist á innfluttar vörur sem ekki legg i st á vörur sem framleiddar sé u hérlendis. Taka útboðsgjalds sé skattheimta sem k omi í stað almennra gjalda s amkvæmt 5. gr. t ollalaga nr. 88/2005. S ú lagagrein feli í sér þá meginreglu að greiða skuli skatta a f gjaldtöku við innflutning samkvæmt svokallaðri Tollskrá og þar segi að aðra tolla og gjöld, sem mismuna innlendum og innfluttum framleiðsluvörum, megi eigi leggja á vöruna við innflutning. T aka útboðsgjalds fel i í sér mismunun í andstöðu við niðurlag 1. mgr. 5. gr. t ollalaga og sé því ólögmæt. Álagning útboðsgjaldsins andstæð 1. mgr. 120. gr. tollalaga nr. 88/2005 Gjaldtakan sé að auki andstæð þeirri meginreglu tollaréttar að greiða skuli tolla og önnur aðflutnin gsgjöld við innflutning viðkomandi vöru, sbr. 1. mgr. 120. gr. tollalaga. Gjald fyrir tollkvóta sé greitt áður en til innflutnings k omi og gerð sé sú krafa að með tilboði í kvóta fylgi bankaábyrgð. A ndvirði tilboðsins skuli greitt til ríkisins innan sjö da ga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöður í útboði , en innflutningurinn sjálfur eigi sér stað síðar. Gjaldtakan f ari fram óháð því hvort innflutningur eigi sér stað. Þá gildi heimild til innflutnings aðeins í tiltekinn tíma , en f alli niður að honum lo knum. Allt þetta leiði til þess að gjaldtakan sé ómálefnaleg og ólögmæt. Alþjóðlegar samningsskuldbindingar íslenska ríkisins Gjaldtakan sé andstæð samningsskuldbindingum í slenska ríkisins við Evrópusamba ndið í gagnkvæmum tollasamningum. Þar skuldbind i st efndi sig til að gera það sem sé á hans valdi til að tryggja að ávinningnum, sem stefndi veitir með þessum tollkvótum, verði ekki stefnt í hættu með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum . Ál agning útboðsgjalds brjóti einnig gegn þeirri skuldbindingu stefnda að tollkvótum verði stjórnað á þann veg að reglubundinn innflutningur geti farið fram og að unnt verði í reynd að flytja inn það magn sem samið hefur verið um til innflutnings , sbr. 10. og 11. tl. III viðauka samningsins frá 17. september 2015 og 7. og 8. tl. eldri samnings frá 2006 . 6 Skattlagning umrædds innflutnings með útboðsgjaldi br jóti í bága við framangreinda skyldu og sé því ólögmæt. Gjaldtakan brjóti gegn þjóð réttarlegum skuldbindingum og auk þess sé hún ekki í gó ðri trú gagnvart samningsaðila stefnda. Tilvísanir tollalaga til viðauka T ilvísanir tollalaga til viðauka við lögin séu rangar og standist ekki þær kröfur sem gera verð i til skýrleika lagaheimilda. Með lögum nr. 81/1988, um breytingu á tollalögum nr. 55/1987, hafi viðaukar verið birt ir. Þau lög hafi verið felld úr gildi með nýjum tollalögum , en viðaukar ekki birtir með n ýju m lögum . T ilvísanir tollalaga nr. 88/2005 til við auka eða viðauka með lögum þessum séu rangar og standist ekki þær kröfur sem gerðar séu til skattlagninga r heimil da að íslenskum rétti. Byggt sé á fyrrnefndum ákvæðum laga og réttarreglna, þ . m.t. tollal ögum nr. 88/2005 ásamt viðaukum. V ísað sé til ákvæða s tjórnarskrár, búvörulaga nr. 99/1993, laga nr. 2/1993, laga nr. 64/1943 og laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinn a skatta og gjalda. Einnig sé byggt á almennum reglum kröfuréttar um endurgreiðslu oftekins fjár, réttmætisreglu, lögmætisreglu stjórnskipu narréttar og skattahugtaki íslensks réttar. Vísað sé til EES - samningsins, bókunar 4 við samninginn og laga nr. 2/1993, um evrópska efnahagssvæðið. Krafa um vexti og dráttarvexti byggist á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu , sbr. lög nr. 29/1995. Krafa um málskostnað byggi st á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Fjárhæð útboðsgjalds ekki ákveðin í lögum. Stefnandi telji að við úthlutun á framangreindum tollkvótum og ákvörðun tolls hafi ráðherra oftekið skatt án viðhlítandi lagastoðar og í bága við stjórnarskrá. Ekki sé ágreiningur um að gjald það sem stefnandi hafi greitt fyrir tollkvóta teljist skattur í skilningi 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár, eins og komið hafi fram í dómum, t.d. dómi Hæstaréttar í máli nr. 317/2015. Stefndi telji ranga þá fullyrðingu stefnanda að gjaldið eigi sér ekki fullnægjandi lagastoð þar sem fjárhæð þess sé ekki ákveðin í lög um. Um sé að ræða gjald sem ákvarðist af tilboðum aðila á markaði sem ráðist af framboði og eftirspurn. Vegna þessa sé ekki unnt að ákvarða fjárhæð gjaldsins endanlega með lögum. Aðferðafræðin við ákvörðun gjaldsins sé þó lögfest og sé þess vegna gild skat tlagningarheimild. Dæmi séu um það í lögum að aðferðafræði við útreikning skatts komi fram, þó að endanleg fjárhæð sé ekki ákvörðuð í lögunum. Hæstiréttur hafi fallist á að slíkt fyrirkomulag uppfylli kröfur stjórnarskrár um skattlagningu og megi t.d. bend a á dóm Hæstaréttar í máli nr. 213/2016, sem varðað hafi útreikning þorskígilda við ákvörðun veiðigjalds. Ekki fáist séð með hvaða hætti brotið hafi verið gegn atvinnufrelsi stefnanda, eins og haldið sé fram í stefnu, og sé þeim rökstuðningi mótmælt. 7 Toll kvótar séu afsláttur af valkvæðri skattlagningarheimild Stefnandi haldi því fram í þessu máli að tollkvótar feli í sér afslátt frá þeirri gjaldtöku sem mælt sé fyrir um í 5. gr. tollalaga nr. 88/2005. Því sé um að ræða valkvæða heimild til að ákveða hvort gjaldtaka samkvæmt 5. gr. tollalaga skuli fara fram eða ekki. Valkvæð skattlagning sé ekki heimiluð samkvæmt 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár. Stefndi mótmæli þessari málsástæðu enda sé það sv o að 65. gr. A í búvörulögum veiti ráðherra ekki val um það hv ort gjaldtaka samkvæmt 5. gr. tollalaga skuli fara fram. Samkvæmt ákvæðinu skuli ráðherra úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IVA og B við tollalög að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þ.e. þegar framboð tel ji st ekki nægjanlegt á innan landsmarkaði eða sýnt þyki að það verði ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum. Það sé síðan nánar tilgreint í 2. mgr. 65 gr. A í búvörul ögum hvenær framboð tel ji st ekki nægjanlegt. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 317 - 319/2015 hafi niðurstaðan orðið sú að þágildandi ákvæði 65. gr. og 65. gr. B í búvörulögum, um að ráðherra hefði frjálst val um það, þegar umsóknir bærust um meiri innflutning vöru en tollkvóta hennar næmi hverju sinni, hvort hlutkesti skyldi ráða úthlutun eða hvort leita skyldi tilboða í hei mildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum, hefðu farið í bága við 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur hafi metið það svo að í þeirri framkvæmd fælist að ráðherra gæti ákveðið einhliða hvort gjald væri greitt fyrir tollkvóta eða ekki. Í fyr rgreindum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur hafi þágildandi fyrirkomulag einnig þótt vera of víðtækt framsal skattlagningarheimilda og gjaldtaka væri því ólögmæt. Í því álitaefni sem hér sé til umfjöllunar eigi það ekki við. Álagning útboðsgjaldsins andstæð 1 . mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005 Stefnandi haldi því fram að útboðsgjaldið mismuni innlendum og innfluttum framleiðsluvörum þar sem gjald leggist á innfluttar vörur, sem ekki leggist á vörur framleiddar hér á landi. Álagning útboðsgjalds feli þannig í s ér mismunun í andstöðu við niðurlag 1. mgr. 5. gr. tollalaga. Stefndi mótmæli þessu og bendi á að tollkvótar séu ívilnandi í þeim skilningi a ð lögð sé u á lægri gjöld en sá tollur sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 5. gr. tollalaga og hefði ella ve rið lagður á innflutning. Því sé ekki um að ræða mismunun gagnvart innfluttum vörum. Ef ekki nyti við sérákvæða búvörulaga um tollkvóta hefði þurft að greiða gjöld vegna innflutnings. S amkvæmt orðalagi 3. má lsl. 1. mgr. 5. gr. tollalaga sé átt við gjöld sem lögð sé u á vörur við innflutning . Ú tboðsgjaldið f alli til við úthlutun tollkvóta en sé ekki lagt á við innflutning vörunnar. Álagning útboðsgjaldsins andstæð 1. mgr. 120. gr. tollalaga nr. 88/2005 Stefndi mótmæli þessari málsástæðu stefnanda. Greiðsla útboðsgjald s fari fram með öðrum hætti en 1. mgr. 120. gr. tollalaga mæli fyrir um. Greiðslufyrirkomulagið byggist á sérákvæðum í búvörulögum, en í 5. mgr. 65. gr., 5. mgr. 65. gr. A og 2. mgr. 65. gr. B 8 sé að finna reglugerðarheimildir fyrir sjávarútvegs - og landbún aðarráðherra þar sem m.a. komi fram að ráðherra birti í reglugerð þær reglur sem gildi um úthlutun tollkvóta, þar sem fram komi þeir skilmálar sem um innflutninginn gildi. Þannig sé fyrir hendi ótvíræð lagaheimild til handa ráðherra til að ákveða fyrirkomu lag gjaldtökunnar og gangi sú heimild framar almennu ákvæði 120. gr. tollalaga. Í 4. gr. reglugerðar nr. 318/2018, um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins, komi fram að til þess að tilboð teljist gilt sku li því fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags þar sem fram komi að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt. Markmið þess að kveðið sé skýrt á um framkvæmd sé að koma í veg fyrir að aðilar geti boðið í tollkvóta án þess að greiða og með því komið í veg fyrir eða tafið innflutning annarra aðila. Útboðsgjald sé ekki aðflutningsgjald samkvæmt orðskýringu 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. tollalaga, þar sem segi að aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld sé u tollar og aðrir skattar og gjöld sem greiða beri við tollmeðferð vöru við inn - eða útflutning. Úthlutun tollkvóta teljist ekki til tollmeðferðar í skilningi 34. gr. sömu laga. Útboðsgjaldið sé greitt við úthlutun tollkvóta en aðilar geti svo nýtt tollkvó tann til innflutnings á tilgreindu tímabili. Alþjóðlegar samningsskuldbindingar íslenska ríkisins Stefnandi haldi því fram að gjaldtakan sé andstæð samningsskuldbindingum stefnda við Evrópusambandið. Því sé alfarið hafnað að umrædd gjaldtaka brjóti gegn þj óðréttarlegum skuldbindingum Íslands. F ramkvæmd sú sem viðhöfð sé við úthlutun tollkvóta sé í fullu samræmi við 10. og 11. tölulið III. viðauka samnings milli Íslands og ríkja Evrópusam bandsins. Mismunandi aðferðir sé u við úthlutun tollkvóta eftir einst öku m ríkjum . Í sk ýrslu OECD frá 2004 sé fjallað stuttlega um kosti og galla mismunandi aðferða við úthlutun á kvóta. Að mati sérfræðinga OECD sé uppboð tollkvóta skilvirkasta leiðin til að útdeila þessum takmörkuðu gæðum. Auk þess sé bent á að úthlutun tollkv óta sé ívilnandi í þeim skilningi að lögð sé u á lægri gjöld en ella vær u l ögð á innflutning. Tilvísanir tollalaga til viðauka Þei rri málsástæðu að tilvísanir tollalaga til viðauka við lögin séu rangar og standist ekki þær kröfur sem gera verði til skýrlei ka lagaheimilda sé jafnframt h afnað . Henni hafi áður verið hafnað í dómum Héraðsdóms Reykja víkur í tengslum við sams konar ágreiningsefni og Hæstiréttur hafi einnig vísað til viðkomandi viðauka í dómum, sbr. mál nr. 666/2016 og nr. 319/2015. Viðaukar hafi vissulega verið birtir og löggjafinn hafi tekið sérstaklega afstöðu til þess að þessir viðaukar skyldu gilda áfram sem viðaukar við tollalög nr. 88/2005. 9 Með vísan til framangreinds sé krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísist til XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129. og 130. gr. Niðurstaða Í máli þessu er deilt um lögmæti gjaldtöku á útboðsgjaldi, sem greitt er fyrir tollkvóta, eins og nánar er lýst hér að framan. Óumdeilt er að umrætt gjald telst vera skattur í skilningi 40. gr. s tjórnarskrárinnar , en þar segir að engan skatt megi leggja á, breyta eða af taka nema með lögum. Í 77. gr. stjórnarskrárinnar segir að skattamálum skuli skipa með lögum og að e kki m egi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggj a skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verði lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. Stefn an di telur að í lagaákvæðinu sem gjaldtakan byggist á sé stjórnvöldum falið ákvörðunarv ald um atriði varðandi skatt , sem skipa skal með lögum samkvæmt stjórnarskrá. Gjaldtakan sé því ólögmæt og beri stefnda þar af leiðandi að endurgreiða stefnanda umkrafðar fjárhæðir , sem eru óumdeildar . Lagaákvæði n sem gjaldtaka útboðsgjaldsins byggist á eru í búvörulögum nr. 99/1993. Í 65. gr. o g 65. gr. A í búvörulögum kemur fram að ráðherra úthluti tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur. T ollkvótum sé úthlutað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þ.e. þegar framboð tel ji st ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði eð a sýnt þyki að það verði ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum , og nánar er tilgreint í 2. mgr. 65 gr. A í l ögu nu m hvenær framboð tel ji st ekki nægjanlegt. Þegar þau atvik urðu sem ráða umræddri skattskyldu var 3. mgr. 65. gr. búvörulaga svohljóðandi: milt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og sk al andvirðið þá renna í ríkissjóð. Endurúthluta má tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans . Í n efndum lagagreinum segir að ráðherra birti í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þei m , þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tollataxtar, viðurlög við misnotkun og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skul i gilda. Reglugerðir þessa efnis hafa verið gefnar út fyrir tímabilið sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt fyri rmælum 77. gr. stjórnarskrárinnar er almenna löggjafanum óheimilt að framselja til framkvæmdavaldsins ákvörðunarvald um að leggja á , taka af eða breyta skatti og greinir aðila á um það hvort framangreint fyrirkomulag feli í sér slíkt framsal. Í búvörulögum er nú mælt fyrir um hvernig útboðsgjald skuli ákveðið, en það ræðst af tilboðum sem innflytjendur gera í tollkvóta. Ekki eru lengur fyrir hendi heimildir til stjórnvalda til að fara með mál með öðrum hætti , þannig að ákvörðun um að leggja á , 10 taka af eða b reyta skatti sé hjá þeim. Eins og áður er lýst felur aðferðin í sér að greiða þarf fyrir tollkvótann gjald sem rennur í ríkissjóð . Stefnandi byggir m.a. á því að andstætt sé stjórnarskrá að fjárhæð gjaldsins sé ekki ákveðin með lögum. Í búvörulögum er fjár hæð gjaldsins eða hámark þess ekki ákveðið, en fyrir liggur að tilboð aðila ræður úthlutun og fjárhæð gjalds . Í þ ví felst sérstaða gjaldsins að þeir sem bjóða í tollkvóta hafa um það að segja hve hátt það verður að lokum. Gjaldið er skýrt að því leyti að bjóðandi veit hvað hann býður og fyrir liggur h ver gjaldandinn er. Þá felur útboð í sér að gætt er jafnræðis. Fjárhæð skatts sem einstökum gjald endum er gert að greiða ræðst jafnan af upplýsingum sem þeir eða aðrir veita skattyfirvöldum og er lögmæt skattheimta á því byggð að lög mæli fyrir um hvernig fjárhæð álagðs gjalds sé fundin. Á því verður ekki talinn leika vafi í þessu tilviki. Telja verðu r að umræ dd ákvæði búvörulaga í núverandi horfi mæli með nægilega skýrum hætti fyrir um þá aðferð sem stjórnvöldum er skylt að fylgja þegar þau lögmæltu skilyrði til að beita útboðsaðferðinni, sem leiðir til álagningar útboðsgjaldsins, eru fyrir hendi. Ver ður að þessu virtu hafnað málsástæðum stefnanda um að sú skattlagning sem felst í innheimtu útboðsgjalds, sem greitt er fyrir tollkvóta, fari í bága við umrædd fyrirmæli stjórnarskrár. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005 er það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skal greiða toll eins og mælt er fyrir um í tollskrá í viðauka I við lögin. Umræddir ESB - t ollkvótar veita heimild til að flytja inn tilteknar landbúnaðarafurðir á sérstökum tollkjörum. Stefnda er skylt að heim ila slíkan innflutning á takmörkuðu magni landbúnaðarafurða og greiðist enginn tollur þ egar innflutningur landbúnaðarafurða á sér stað á grundvelli þessarar heimildar . E ng a þýðingu hafa hér m álsástæður stefnanda um stjórnskipulega birtingu viðauka sem vísað er til í 12. gr. tollalaga, sem dómstólar hafa talið vera fullnægjandi. Í 5. mgr. 12. gr. tollalaga segir að ráðherra sem fari með málefni landbúnaðar úthluti slíkum tollkvótum og fari sú ú thlutun eftir ákvæðum búvörulaga, nr. 99/1993. Ekki verður fallist á það með stefnanda að ákvörðun um hvort af gjaldtöku verði á grundvelli 5. gr. tollalaga sé með ólögmætum hætti lögð í vald stjórnvalda, þegar vara er tollfrjáls við þær aðstæður að útboðs gjald, sem ákveðið er með lögmætum hætti samkvæmt framansögðu, er lagt á við þau lögbundnu skilyrði sem nánar greinir í búvörulögum. Þá er því hafnað að tollfrelsi sem leiðir af tollkvótum feli í sér ólögmæta mismunun innlendra og innfluttra vara. Gjaldtak a útboðsgjaldsins byggist á sérákvæðum í búvörulögum og skipta almenn ákvæði í 120. gr. tollalaga, um að greiða skuli tolla og önnur aðflutningsgjöld við innflutning vöru, engu í því sambandi. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á hvernig beiting tollkvóta og á lagning útboðsgjalds gangi gegn skuldbindingum Íslands við Evrópusambandið eða að þessi aðferð hindri að unnt verði í reynd að flytja inn það magn sem samið hafi verið um. Að öllu framangreindu virtu er því hafnað að um ofgreiðslu opinberra gjalda hafi ver ið að ræða og verður því fallist á sýknukröfu stefnda. Stefnanda verður, með vísun til 11 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, gert að greiða stefnda 400.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, félagsins Ásbjörns Ólafssonar ehf. Stefnandi greiði stefnda 400.000 krónur í málskost nað. Kristrún Kristinsdóttir