Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 2. desember 2020 Mál nr. E - 126/2019 : A ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) g egn B (Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður) Dómur I Mál þetta , sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 27. nóvember sl., er höfðað af A , kt. 000000 - 0000 , , , á hendur B , . Dómkröfur: Stefnandi gerir þær kröfur að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda vangoldin laun að fjárhæð kr. 3.603.368 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af kr. 283.023 frá 31. júlí 2018 til 31. ágúst 2018, af kr. 466.046 frá þeim degi til 30. september 2018, af kr. 649.069 frá þeim degi til 31. október 2018, af kr. 832.092 frá þeim degi til 30. nóvember 2018, af kr. 1.116.140 frá þeim degi til 31. desember 2018, af kr. 1.441.594 frá þeim degi til 31. janúar 2019, af kr. 1.701.814 frá þ eim degi til 29. febrúar 2019, af kr. 1.937.218 frá þeim degi til 31. mars 2019, af kr. 2.609.442 frá þeim degi til 30. apríl 2019 og loks af kr. 3.603.368 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins eð a samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti, auk álags er nemur virðisaukaskatti af honum úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. T il vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaða r verulega. Í báðum til vikum er þess krafist að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Kröfu stefnda um frávísun málsins frá dómi var hafnað með úrskurði dómsins 14. apríl 2020. Aðalmeðferð máls ins fór fram þann 14. september 2020. Vegna veikinda dómara var dómur ekki kveðinn upp innan frests samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og var málið því flutt að nýju þann 27 . nóvember sl. og dómtekið að loknum þeim málflutningi . 2 Málsatvik og helstu ágreiningsefni: Stefnandi hóf störf hjá stefnda sem bílstjóri í júlí 2017 og lét af störfum í mars 2018. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda en samkvæmt samkomulagi aðila skyldi stefnandi fá 500.000 kr ónur á mánuði í útborguð laun eftir frádrátt (nettólaun ). V innuframlag stefnanda skyldi vera um það bil fimm ferðir í mánuði sem hver um sig tæki 10 - 12 stundir. Stefnandi fékk ekki afhenta launaseðla frá stefnda, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hans þar um, fyrr en seint og um síðir og kom þá á daginn að stefndi hafði reiknað hluta launa stefnanda sem dagpeningagreiðslur. Útborguð laun voru þó í samræmi við munnlega n samning aðila. Hins vegar var stefnandi grandlaus um að stefndi greiddi laun með þessum hætti. Stefnandi lét af störfum í mars 2018 en ágreiningur er með aðilum um hvort stefnanda hafi verið sagt upp eða hann hætt fyrirvaralaust í starfi. Stefnandi lei taði fulltingis stéttarfélags síns, Verkalýðsfélags Vestfirðinga , vegna málsins. Með bréfi stéttarfélagsins til fyrirsvarsmanns stefnda, dags. 4. október 2018, gerði stéttarfélagið kröfu um leiðréttingu launa stefnanda á starfstíma auk kröfu um laun í upps agnarfresti fyrir tímabilið 18. mars til 30. apríl 2018 auk kröfu um uppgjör orlofs - og desemberuppbótar. Ágreiningur málsins lýtur að því annars vegar hvort stefnandi hafi fengið greidd laun í samræmi við raunverulegt vinnuframlag sitt og hins vegar að því hvort stefnandi eigi rétt á launum í upps a gnarfresti. Stefndi hefur hafnað kröfum stefnanda og kveður laun stefnanda hafa verið í samræmi við samning aðila þar um. Þá eigi stefnandi ekki rétt á launum í uppsagnarfresti, þar sem hann hafi hætt störfum f yrirvaralaust en ekki verið sagt upp eins og stefnand i heldur fram að hafi verið gert í mars 2018. Málsástæður stefnanda: Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á ráðningarsamningi aðila og rétti stefnanda til endurgjalds fyrir vinnu sína í þágu stefnda. Þá kveðst stefnandi einnig byggja á meginreglu samningaréttar um skyldu til efnda gerðra samninga. Stefnandi kveðst byggja á kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem eigi við um þau störf sem stefnandi innti af hendi og hafi að geyma þau lágmarkskjör sem um þau gilda, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífey risréttinda og 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Ráðningarkjör sem feli í sér lakari kjör en ákvæði kjarasamninga kveða á um séu óheimil. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda, þrátt fyrir skyldu stefnda í því efni samkvæmt grein 1.12.1 í kjarasamningi, en með því ákvæði hafi verið innleidd tilskipun ráðsins nr. 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda til að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Með vísan til vanr ækslu stefnda og dómafordæma beri að virða stefnda í óhag allan vafa um inntak ráðningarsamnings stefnanda. 3 Stefnandi kveður stefnda ekki hafa lagt starfsmönnum til stimpilklukku né annað tímaskráningarkerfi. Kröfu sína um vangoldin laun grundvalli stefn andi á tímaskráningu sem unnin sé í samræmi við og með hliðsjón af tímaskráningum samstarfsmanna stefnanda sem gegndu sömu verkefnum og stefnandi og inntu af hendi sambærilega vinnu. Hafi þeir staðfest að vinnutími þeirra allra hafi verið mjög sambærilegur . Þá kveður stefnandi tímaskráningu samstarfsmanns síns, C , endurspegla vinnuframlag sitt og til sönnunar og grundvallar kröfu sinni. A kstursskýrslur sem stefnandi skrifaði undir séu aðeins um lengri ferðir sem hann ók en endurspegli ekki vinnuframlag stef nanda. Þá verð i að líta til þess að samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 605/2010 um aksturs - og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit skal ökumaður gera hlé á akstri í að minnsta kosti samfelldar 45 mínútur eftir akstur í 4,5 klst. nema hvíldartími hans sé að hefjast. Ljóst sé að þegar ekið er milli landshluta ber i ökumanni að gera hlé á akstri og hvíla sig og heildarvinnutími ökumanna því lengri en sá tími sem það tekur að aka á milli staða án nokkurs hlés. Það breyti því þó ekki að stefnandi hafi s annarlega verið við störf á þeim tíma og stefnda beri að greiða stefnanda fyrir þá vinnu. Þá verð i einnig að hafa í huga að ökumenn þurf i oft að bíða eftir að geta losað og lestað ökutæki og séu við störf þegar á því stendur. Þá verð i og að líta til þess a ð haust - og vetrarmánuði sé allra veðra von og ökumenn þurf i að aka rólega sem eðli máls samkvæmt lengi vinnutímann. Þá verði að líta til þess að stefnandi vann á mörgum bílum og gekk í hin ýmsu störf fyrir stefnda. Um útreikning á kröfu stefnanda vísar stefnandi til útreikninga Verkalýðsfélags Vestfirðinga eins og þeir voru settir fram í bréfi til stefnda , d a gsettu 4. október 2018. Umsaminn vinnutími stefnanda hafi falist uð um 10 - 12 kl ukkustundir . Fyrir þá vi nnu hafi aðilar sammælst um að stefnandi fengi greiddar 500.000 krónur í útborguð laun á mánuði. Að teknu tilliti til frádráttar í lífeyrissjóð, félagsgjöld og staðgreiðslu skatta þá hefðu umsamin laun stefnanda átt að vera 749.283 kónur á mánuði. Af því l eiddi að tímakaup stefnanda hefði átt að vera 2.117 kr ónur fyrir dagvinnu og 3.811 k r ónur fyrir yfirvinnu. Útreikningar stéttarfélagsins miðist við 40 stundir í dagvinnu á viku eða 173,33 tíma á mánuði, samanber gr. 2.1 í kjarasamningi. Vinna sem féll til eftir það sé yfirvinna, samanber gr. 2.2.1 í kjarasamningi, og fyrir þá vinnu skuli greiða yfirvinnukaup sa mkvæmt gr. 2.2.2 í kjarasamningnum. Samkvæmt tímaskýrslum samstarfsmanns stefnanda, er liggi til grundvallar kröfu stefnanda, sé ljóst að stefnandi hafi unnið bæði yfirvinnu á virkum dögum sem og á helgum en ekki fengið greitt í samræmi við það líkt og l aunaseðlar hans beri með sér og því sé gerð krafa um leiðréttingu á því. Kröfu um laun í uppsagnarfresti kveðst stefnandi byggja á gr. 12.2 í kjarasamningi, en stefnandi eigi rétt á einum mánuði í uppsagnarfrest. Stefnanda hafi verið sagt upp án 4 fyrirvara þann 17. mars 2018 og ekki veitt tækifæri til að sinna starfsskyldum sínum eftir það. Stefnandi hafi reynt að fá fund með stefnda til að ræða starfslok sín eins og hann eigi rétt á samkvæmt gr. 12.3.2 í kjarasamningi en stefndi hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Stefnandi gerir kröfu um laun frá 18. mars til 31. mars, þar sem uppsögn skuli miða við mánaðamót, sbr. gr. 12.2 í kjarasamningi. Þá gerir stefnandi kröfu um greiðslu launa í uppsagnarfresti í einn mánuð frá 1. apríl 2018, með vísan til fyrrgreinds kjarasamningsákvæðis. Stefnandi sundurliðar kröfu sína nánar með eftirfarandi hætti: Laun í júlí 2017 dagvinna 173,33 x kr. 2. 065 kr. 357. 926 Laun í júlí 2017 yfirvinna 100 x kr. 3 .717 kr. 371.700 Orlof 10,17% kr. 74.203 Samtals júlí kr. 803.929 Greitt í júlí kr. - 520.806 Mismunur kr. 283.023 Laun í ágúst 2017 dagvinna 173,33 x kr. 2.065 kr. 357.926 Laun í ágúst 2017 yfirvinna 1 00 x kr. 3.717 kr. 371.700 Orlof 10,17% kr. 74.203 Samtals ágúst kr. 803.829 Greitt í ágúst kr. - 620.806 Mismunur kr. 183.023 Laun í sept. 2017 dagvinna 173,33 x kr. 2.065 kr. 357.926 Laun í sept. 2017 yfirvinna 100 x kr. 3.717 kr. 371 . 700 Orlof 10,17% kr. 74.203 Samtals september kr. 803.829 Greitt í september kr. - 620.806 Mismunur kr. 183.023 Lau n í okt. 2017 dagvinna 173,33 x kr. 2. 065 kr. 357.887 Laun í okt. 2017 yfirvinna 100 x kr. 3.717 kr. 426.852 Orlof 10,17% kr. 74.203 Samtals október kr. 803.829 Greitt í október kr. - 620.806 Mismunur kr. 183.023 Laun í nóv. 2017 dagvinna 173,33 x kr. 2.065 kr. 357.887 Laun í nóv. 2017 yfirvinna 124,67 x kr. 3.717 kr. 463.398 Orlof 10,17% kr. 83. 529 Samtals nóvember kr. 904.854 Greitt í nóvember kr. - 620.806 Mismunur kr. 284.048 5 Laun í des. 2017 dagvinna 173,33 x kr. 2. 065 kr. 357.887 Laun í des. 2017 yfirvinna 1 24,67 x kr. 3 .717 kr. 463.398 Orlof 10,17% kr. 83.529 Desemberuppbót kr. 41.407 Samtals desember kr. 946.260 Greitt í desember kr. - 620.806 Mismunur kr. 325 . 454 Laun í jan. 2018 dagvinna 173,33 x kr. 2. 065 kr. 357. 926 Laun í jan. 2018 yfirvinna 124,67 x kr. 3.717 kr. 463.398 Orlof 10,17% kr. 83. 529 Samtals janúar kr. 904.854 Greitt í janúar kr. - 644.634 Mismunur kr. 260.220 Laun í feb. 2018 dagvinna 173,33 x kr. 2. 065 kr. 357. 926 Laun í feb. 2018 yfirvinna 124,67 x kr. 3 .717 kr. 463.398 Orlof 10,17% kr. 83.529 Samtals febrúar kr. 904.854 Greitt í febrúar kr. - 669.450 Mismunur kr. 235 . 404 Laun í mars 2018 dagvinna 173,33 x kr. 2. 065 kr. 357. 926 Laun í mars 2018 yfirvinna 1 24,67 x kr. 3.717 kr. 463.398 Orlof 10,17% kr. 83.529 Samtals mars kr. 904.854 Greitt í mars kr. - 232.630 Mismunur kr. 672.224 Laun í apríl 2018 dagvinna 173,33 x kr. 2.065 kr. 357.926 Laun í apríl 2018 yfirvinna 124,67 x kr. 3.717 kr. 463.398 Orlof 10,17% kr. 83.529 Orlofsuppbót kr. 46.221 Desemberuppbót kr. 42.851 Samtals apríl kr. 993.926 Greitt í apríl kr. - 0 Mismunur kr. 993.926 Heildarkrafa kr. 3.603.368 , Þá krefst stefnandi dráttarvaxta úr hendi stefnda auk málskostn a ðar. Málsástæð ur stefnda: 6 Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda og kveðst ekki standa í skuld við stefnanda . Krafa stefnanda sé al farið úr lausu lofti gripin. M eintum samtímaskráningum samstarfsmanns stefnanda , er liggja til grundvallar kröfu hans, er mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum. Umræddur samstarfsmaður stefnanda eigi sjálfur í dómsmáli við stefnda þar sem umræddum skráningum h afi verið mótmælt . Þar sem kröfugerð stefnanda byggi st alfarið á umræddum skráningum samstarfsmanns hans kveður stefndi sér nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um þær skráningar. Ósamræmi sé milli þeirra tímaskráninga samstarfsmann s ins og annarra gagna er varði störf hans, þ.e. skráningar í akstursbók RSK og skráningar á fiskvinnslufyrirtækið sem hann van n eingöngu fyrir. Muni þar mörgum dögum í mánuði. Þ á kveðst stefndi byggja á því að bæði stefnanda og þeim samstarfsmanni , sem hann vísar til um vinnutíma sinn hvað kröfugerðina varðar, hafi borið samkvæmt lögum að skrá í akstursbók allan akstur sinn og af þeim sökum sé haldlaust að leggja fram einhliða unnið skjal, sem kveð i á um mun fleiri unna daga en fram kemur í gögnum um akstur fyrir fiskvinnslufyrirtækið og akstursbók sem samstarfsmaður stefnanda kvittar sjálfur fyrir. Þá sé það ekki trúverðugt að samstarfsmaður stefnanda hafi ávallt hafið og lokið vinnudögum sínum á heila tímanum en það gr afi óumdeilanlega undan þeirri fullyrðingu hans að um samtímaskráningu sé að ræða. Þessi mismunur sé óútskýrður af hálfu stefnanda og því ótækt að byggja á slíku gagni. Krafa stefnanda sé því í heild sinni bæði vanreifuð og óskýr. Þá kveðst stefndi og byggja á því að stefnanda sé ótækt að byggja kröfu sína á tíma skráningum aðila sem vann ekki sömu d aga og stefnandi. Mismunandi hafi verið h vort bílstjórar tækju fe rjuna Baldur yfir Breiðafjörð eða ækju alla leið milli staða. Þá sé jafnframt augljóst að munur hafi getað verið á færð og ferðatíma þegar svo b a r undir. Það standist engan veginn að byggja kröfugerð á vinnutíma skráningu samstarfsmanns sem sé langt í frá ó umdeil d og unni n einhliða af viðkomandi starfsmanni, og sem er ætlað að grafa undan réttmæti þeirra skráninga sem stefnandi sinnti sjálfur og skráði á vinnutíma hjá stefnda. Jafnframt kveðst stefndi byggja á því að vinnuframlag stefnanda hafi verið mun minna en umræddar viðmiðanir samstarfsmannsins segi til um. A kstursskýrslur stefnanda beri með sér að mikið misræmi sé þar á og öðrum gögnum málsins og grundv elli kröfugerðar málsins. S tarfsmenn irnir tveir haf i ekki unnið á sama tíma, ekki jafn marga daga í hverjum mánuði , og akstursskýrslur sýn i jafnframt að vinnan sé miklum mun minni en haldið er fram og byggt á af hálfu stefnanda. Þá kveðst stefndi byggja á því sérstaklega, v erði ekki fallist á að kröfunni skuli hafna vegna framangreinds ósamræmis , að bindandi samkomulag hafi verið á milli aðila um heildarlaun fyrir tiltekið vinnuframlag. Einnig að þau gögn sem stefnandi hafi lagt fram til grundvallar kröfu sinni séu einhliða unnin og of seint fram komin. St efnandi hafi sýnt 7 af sér tómlæti með því að gera ekki athugasemd við útborguð laun eða vinnufyrirkomulag fyrr en hálfu ári eftir að starfssambandi aðila lauk . Stefnandi hafi þannig f yrirgert rétti sínum til að hafa uppi kröfu um vangoldin laun eða annað se m tengist ráðningarsambandi hans við stefnda . Í þessu samhengi kveðst stefndi vísa til meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og efndir þeirra. Sömuleiðis vísi hann til óskrifað rar meginreglu vinnuréttar um tómlæti ; starfsmanni beri að g era athugasemd við útreikning launa sinna u m leið og hann fær útborgað, annars glat i hann rétti sínum til leiðréttingar . Stefnanda hafi verið í lófa lagið að mótmæla bæði vinnufyrirkomulagi og greiddum tímum þegar hann skráði niður vinnudaga sína samdægurs í akstursbók eða vinnuskýrslur vegna fiskvinnslufyrirtækis, sem og þegar hann fékk útborgað hjá stefnda en það hafi hann ekki gert . Stefnda hafi fyrst verið kunnugt um kröfur stefnanda þegar hann fékk innheimtubréf frá stefnanda 4. október 2018 eða rúmu h álfu ári eftir starfslok hans. Stefnandi hafi ekki gert athugasemdir við útborguð laun á þeim tíma sem hann lauk störfum hjá stefnda og ekki lagt fram nein raunveruleg gögn til stuðnings kröfu sinni. S tefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að vinnutilhögun hafi verið öðruvísi en um var samið . Stefndi kveðst mótmæla t ímaskráning um samstarfsmanns stefnanda , sem hann byggir kröfuna á , sem of seint fram komnum og röngum. Forsendur útreiknings stéttarfélag sins séu rangar og kr afan ekki rétt reikn uð í heild sinni. Þá kveðst stefnandi og mótmæla öllum útreikningum á kröfu stefnanda með þeim rökum að um föst mánaðarlaun hafi verið samið með aðilum. Um heildarlaun með yfirvinnu hefði verið að ræða sem væru nokkuð hærri en almennir taxtar ger i ráð fyrir. Þótt fallist yrði á að tímaskráning stefnanda væri rétt væri nærtækara að miða við kauptaxta hópbifreiðastjóra á umræddu tímabili sem væru mun lægri en þær tölur sem byggt er á í kröfugerðinni. H vað kröfu stefnanda um laun í uppsagnarfresti varðar kveðs t stefndi krefjast sýknu þar sem stefnandi hafi látið af störfum fyrirvaralaust um miðjan mars 2018, en stefnandi hafði þá starfað hjá stefnda frá því í júlí 2017. Stefnandi hafi þá f jarlæg t verðmæti úr vöruflutningabifreiðinni, gert kröfu um að fá áhöld s ín sem geymd voru á verkstæði og ekki komið til vinnu eftir það. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem bend i til þess að honum hafi verið sagt upp störfum, enda hefði stefnandi þá greitt honum laun í uppsagnarfresti . Stefndi kveður aðila hafa átt í t öluverðum samskiptum, meðal annars gegnum Facebook - messenger , og stefnandi hafi því auðveldlega getað komið öllum athugasemdum hvað varðar vinnutíma eða annað til stefnanda, en sú virðist ekki hafa verið raunin . Þá kveðst stefndi mótmæla öllum kröfum ste fnanda um vexti eða dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38/2001 . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu aðilar málsins en einnig komu fyrir dóminn vitnin Bergvin Eyþórsson , starfsmaður Verkalýðsfélags Vestfirðing a, og C , fyrrverandi starfsmaður stefnda. Niðurstaða: 8 Stefnandi gerir í máli þessu kröfu um greiðslu vangoldinna launa á starfstíma auk launa í uppsagnarfresti. Byggir stefnandi á því að hann hafi verið vanhaldinn í launum á starfstíma, frá því í júlí 2017 þar til hann lét af störfum í mars 2018, þar sem hann hafi innt af hendi frekara vinnuframlag en um var samið með aðilum við upphaf ráðningar. Til sönnunar á því vinnuframlagi sínu hefur stefnandi lagt fram samantekt C á vinnu sinni í þágu stefnda á tímabilinu frá 7. janúar til 23. mars 2018. Byg gist kröfugerð stefnanda í málinu á þessari tímaskráningu þess starfsmanns stefnda. Í skýrslu sem vitnið C gaf fyrir dómi við aðalmeðferð málsins kvað hann umrædda tímaskráningu hafa verið grófa skráningu, sem hann hefði haft fyrir sig og því hefði hann sk ráð vinnu sína þar á heilum tímum til að halda nokkurn veginn utan um vinnu sína. Kvaðst stefnandi einnig hafa fært inn á skjalið vinnu sína við þrif á bílum og fulla 8 tíma í dagvinnu á virkum dögum, hvort sem hann var á akstri í þágu stefnda eða ekki, þa r sem hann hefði litið svo á að hann hefði verið í vinnu. Sjálfur kvaðst stefnandi fyrir dómi ekki alltaf hafa unnið sömu daga og C en vinnan hefði alltaf verið á svipuðu róli. Stefndi hefur mótmælt nefndri tímaskráningu sem rangri auk þess sem ekki verði byggt á tímaskýrslu annars manns um vinnuframlag stefnanda, sem auk þess starfaði mun skemur í þágu stefnda en stefnandi. Gegn mótmælum fyrirsvarsmanns stefnda ber stefnandi samkvæmt almennum reglum sönnunarbyrði fyrir því að vinnutími hans hafi verið sá s em hann heldur fram og krafa hans byggist á. Með vísan til ofanritaðs er það mat dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að færa fram sönnun fyrir því að vinnuframlag hans hafi verið meira en það sem hann fékk greitt fyrir og verður stefndi því sýknaður af k röfum stefnanda um vangoldin laun á starfstíma. Stefnandi gerir auk þessa kröfu um laun í uppsagnarfresti þar sem honum hafi verið sagt upp án fyrirvara 17. mars 2018 og ekki veitt tækifæri til að sinna starfsskyldum sínum. Beri stefnda því að greiða ste fnanda laun frá 17. mars til næstu mánaðamóta og næsta mánuð þar á eftir. Um þann rétt stefnanda vísar stefnandi til ákvæða 12.2 og 12.3.2 í kjarasamningi Starfsgreinsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins en stefnandi hefur þó ekki lagt fram þann hluta kjarasamningsins sem þar er vísað til, hvorki í öndverðu né undir rekstri málsins. Í sundurliðun á dómkröfu stefnanda í stefnu, m.a. fyrir þennan þátt málsins, er kaupgjald stefnanda reiknað 2.065 krónur fyrir dagvinnu og 3.717 krónur fyrir yfirvinnu. Í málsástæðukafla stefnu er hins vegar gerð krafa um 2.117 krónur fyrir dagvinnu og 3.8 11 krónur í yfirvinnu. Að framansögðu virtu er það mat dómsins að upp á samhengi málsástæðna stefnanda, kröfugerðar hans og gagna málsins hvað þennan hluta málsins varðar vanti svo verulega að óhjákvæmilegt sé að vísa kröfu stefnanda um laun í uppsagnarf resti frá dómi að sjálfsdáðum með vísan til. d - , f - og g - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 9 Eftir úrslitum málsins verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað eins og greinir í dómsorði. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, B , er sýkn af kröfu stefnanda um vangoldin laun á starfstíma. Kröfu stefnanda, A , um laun í uppsagnarfresti er vísað frá dómi af sjál fsdáðum. Stefnandi greiði stefnda 700.000 krónur í málskostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir