Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 25. október 2019 Mál nr. S - 192/2019 : Ákæruvaldið Eyþór Þorbergsson g egn Jón i Birk i Jónss yni Guðmundur St. Ragnarsson Dómu r Mál þetta sem var dómtekið 18 . október, höfðaði lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hér fyrir dómi þann 14. ágúst sl. á hendur Jóni Birki Jónssyni, kt. , óstaðsettur í hús á Akureyri, fyrir eftirtalin fjársvikabrot frá árinu 2018: I. (007 - 2019 - 2982) Með því að hafa 9. nóvember, svikið 10.000 krónur af B1 , kt. með því setja sig í samband við brotaþola eftir að hann auglýsti eftir að hann vildi kaupa Ipod nano 4, og lofað að selja honum slíkt tæki og fengið hann þannig til að millifæra þessa fjárh æð inn á reikning sinn, en afhenti síðan ekkert tæki. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. II. (007 - 2019 - 1754) Með því að hafa 28. september, svikið 12.000 krónur af B2 , kt. , með því að bjóðast til að selja henni tvo miða á tónleika hljómsveitarinnar Dimmu í Bæjarbíói í Hafnarfirði og fengið hana þannig til að millifæra þessa fjárhæð inn á bankareikning sinn, en ákærði afhenti brotaþola enga miða enda átti hann enga slíka miða. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. III. (007 - 2019 - 1209) Með því að hafa í byrjun október, svikið samtals 43.000 krónur af B3 , kt. , með því að setja sig í samband við hann eftir að brotaþoli auglýsti eftir að kaupa nagl adekk á sölusíðunni Brask og brall á Facebook og boðið honum dekk til sölu og þannig fengið hann til að millifæra inn á reikning sinn nefnda fjárhæð í þremur greiðslum, án þess að brotaþoli fengi nokkur dekk í hendurnar, enda átti ákærði engin slík dekk. T elst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2 IV. (007 - 2018 - 87489) Með því að hafa 21. desember, svikið 45.000 krónur af B4 , kt. , með því að setja sig í samband við hann eftir að hann auglýsti eftir negldum jeppadekkjum á Facebook og lofað að selja honum slík dekk og fengið hann þannig til að millifæra framangreinda upphæð inn á reikning sem hann hafði umráð yfir, án þess að afhenda brotaþola nokkur dekk, enda átti hann engin slík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarl aga nr. 19, 1940. V. (007 - 2018 - 63152) Með því að hafa 13. september, svikið 35.000 krónur af B5 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar auglýsti fyrir hana eftir gírkassa í Toyota fólksbíl og boðist til að selja henni slíkan kassa og blekkt hana þannig til að millifæra fjárhæðina á reikning sinn án þess að hafa ætlað eða getað afhent gírkassann, enda átti hann engan slíkan. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. VI. (007 - 2018 - 684 38) Með því að hafa 6. október og 7 október, svikið samtals 60.000 krónur af B6 , kt. , með því að setja sig í samband við son hennar sem hafði auglýst eftir að kaupa nagladekk á sölusíðunni Brask og brall á Facebook, og fengið hana þannig til að millifæ ra framangreinda fjárhæð inn á reikning sinn í tveimur færslum, en ákærði afhenti aldrei nein dekk enda átti hann engin slík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. VII. (007 - 2018 - 68160) Með því að hafa 6. október, svikið 10.0 00 krónur af B7 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að hún auglýsti eftir að kaupa rúm á sölusíðunni Bland.is og fengið hana þannig til að millifæra framangreinda fjárhæð inn á reikning sinn, en ákærði afhenti henni aldrei neitt rúm. Te lst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. VIII. (007 - 2018 - 68071) Með því að hafa 27. september, svikið 80.000 - krónur af B8 kt. , með því að setja sig í samband við bróður hans sem hafði auglýst eftir að kaupa bílvél á sölusíðunn i Brask og brall á Facebook og fengið hann þannig til að millifæra framangreinda fjárhæð inn í reikning sinn, en ákærði átti enga bílvél sem hann gat afhent. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IX. (007 - 2018 - 72347) Með því a ð hafa 11. október, svikið 13.500 krónur af B9 , kt. , með því að setja sig í samband við hann eftir að hann auglýsti eftir að kaupa gamaldags útvarp með kassettutæki í bifreið á sölusíðunni Bland.is, og fengið hann til að millifæra þessa 3 fjárhæð inn á r eikning sinn, en ákærði afhenti aldrei neitt tæki enda átti hann það ekki til. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. X. (008 - 2018 - 18984) Með því að hafa 2. desember, svikið 50.000 krónur af B10 , kt. , með þeim hætti að ákærði þóttist heita Sigurður Magnússon og auglýsti dekk til sölu á Facebook og fengið þannig brotaþola til að millifæra framangreinda fjárhæð inn á reikning sinn, með því að lofa að selja honum dekkin, en hann var ekki með nein dekk sem hann gat afhent. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XI. ( 008 - 2018 - 15541) Með því að hafa 24. september, svikið 23.680 krónur af B11 , kt. , með því að setja sig í samband við hann eftir að brotaþoli auglýsti á Facebook eftir að kaupa bifreið af tegundinni Renault Kangoo og lofað að selja honum slíkan bíl og þannig fengið hann til að millifæra fjárhæðina inn á reikning sinn, en ákærði átti ek ki né hafði slíkan bíl í sínum umráðum sem hann gat afhent brotaþola. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XII. (008 - 2018 - 19894) Með því að hafa 18. desember, svikið 12.000 krónur af B12 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að brotaþoli auglýsti á vefsíðunni Brask og brall á Facebook eftir að kaupa vespudekk. Ákærði taldi henni trú um að hann héti Sigurður Magnússon og bauð henni dekk til sölu og fengið hana þannig til að milli færa þessa fjárhæð inn á bankareikning sem hann hafði umráð yfir, án þess að afhenda nokkur dekk, enda átti hann engin slík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XIII. (313 - 2018 - 28196) Með því að hafa 1 5. nóvember, svikið 30.000 krónur af B13 , kt. , með því að setja sig í samband við hann eftir að brotaþoli auglýsti eftir dekkjum og felgum á vefsíðunni Brask og brall á Facebook. Ákærði setti sig í samband við hann undir nafninu Sigurður Magnússon og sagðist geta selt honum dekk og felgur og fengið hann þannig til að millifæra nefnda fjárhæð inn á bankareikning sem hann hafði umráð yfir, en afhenti síðan aldrei neina vöru. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari b reytingum. 4 XIV. (313 - 2018 - 21012) Með því að hafa 17. september, svikið 30.000 krónur af B14 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að brotaþoli auglýsti eftir felgum og dekkjum á vefsíðunni Felgur og dekk á Facebook. Ákærði setti sig í sa mband við hana og bauð henni dekk og felgur til sölu eins og hún var að auglýsa eftir og fengið hana þannig til að millifæra nefnda fjárhæð inn á bankareikning sinn, en afhenti síðan aldrei neina vöru. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XV. (314 - 2019 - 255) Með því að hafa 30. nóvember, svikið 35.000 krónur af B15 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að hún auglýsti eftir róðrartæki á vefsíðunni Bland.is. Ákærði kynnti sig fyrir henni með nafninu Sigurður Magnússon og sagðist geta selt brotaþola slíkt tæki og fengið hana þannig til að millifæra nefnda fjárhæð inn á reikning sem hann hafði umráð yfir, en afhenti síðan enga róðrarvél, enda átti hann enga slíka vél. Telst þetta varða við 2 48. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XVI. (315 - 2018 - 10051) Með því að hafa 8. október, svikið 45.000 krónur af B16 , kt. , með því að bjóðast til að selja honum varahluti í bifreið (3 bekki í Toyota bifreið og vetrardekk) og þannig fengið brotaþola til að millifæra þessa fjárhæð inn á bankareikning sinn, en afhenti síðan enga varahluti, enda átti hann enga slíka. Telst þett a varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XVII. (316 - 2018 - 9576) Með því að hafa 23. nóvember, svikið 22.000 krónur af B17 , kt , með því að setja sig í samband við brotaþola eftir að hann auglýsti eftir að kaupa vetr ardekk/nagladekk. Ákærði kynnti sig undir nafninu Sigurður Magnússon og bauð brotaþola slík dekk til sölu og fengið hann til að millifæra nefnda fjárhæð inn á reikning sem hann hafði aðgang að og afhenti síðan engin dekk, enda átti hann engin slík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XVIII. (316 - 2018 - 10367) Með því að hafa 27. desember, svikið 35.000 krónur af B18 , kt. , með því að setja sig í samband við hann undir nafninu Sigurður Magnússon, eftir að brotaþoli hafði auglýst eftir að kaupa Playstation 4, leikjatölvu á vefsíðunni Brask og brall á Facebook. Ákærði bauð brotaþola slíka tölvu til sölu og fengið hann til að millifæra nefnda fjárhæð inn á reikning sem hann hafði aðgang að, en afhenti síða n enga tölvu. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. 5 XIX. (316 - 2018 - 10019) Með því að hafa 26. nóvember, svikið 22.500 krónur af B19 , kt. , með því að setja sig í samband við hana undir nafninu Sigurðu r Magnússon og lofað að selja henni hljómborð og fengið hana þannig til að millifæra þessa fjárhæð inn á reikning sem ákærði hafði aðgang að, en afhenti ekkert hljómborð enda átti hann ekkert slíkt til. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XX. (318 - 2019 - 349) Með því að hafa 14. nóvember, svikið 35.000 krónur af B20 , kt. , með því að setja sig í samband við hann eftir að brotaþoli auglýsti eftir að kaupa varahluti í bifreið á Facebook og bjóðast til að selja honum varahlutina sem hann vantaði og fengið hann þannig til að millifæra fjárhæðina inn á reikning sinn, en afhenda síðan enga varahluti enda átti hann enga slíka til. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari b reytingum. XXI. (318 - 2019 - 373) Með því að hafa 2. desember, svikið 13.000 krónur af B21 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að hún auglýsti eftir að kaupa Playstation 4, leikjatölvu. Ákærði setti sig í samband við hana undir nafninu Si gurður Magnússon og sagðist eiga slíka tölvu sem hann væri tilbúinn að selja henni og fengið hana þannig til að millifæra nefnda fjárhæð inn á reikning sinn, en afhenti síðan enga tölvu enda átti hann enga slíka. Telst þetta varða við 248. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. XXII. (318 - 2019 - 446) Með því að hafa 21. desember, svikið 23.000 krónur af B22 , kt. , með því að setja sig í samband við hana eftir að hún auglýsti á vefsíðunni Brask og brall á Facebook, eftir að kaupa hl uti í matarstell sem hún var að safna. Ákærði setti sig í samband við hana undir nafninu Sigurður Magnússon og sagðist eiga einmitt þá hluti í þetta tiltekna matarstell sem hana vantaði og fengið hana þannig til að leggja þessa fjárhæð inn á reikning sem hann hafði umráð yfir, en afhenti ekki neitt, enda átti hann aldrei neitt matarstell. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu eru gerðar eftirtaldar einkaréttarkröfur: 6 1. B5 , kt. , gerir bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 35.000, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 13.09.2018 til 28. janúar 2019, en sí ðan dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Mál nr. 007 - 2018 - 63152 2. B7 , kt. , gerir bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 10.000, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og ve rðtryggingu, frá 9.10.2018 til 28.01.2019, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludag. (Mál nr. 007 - 2018 - 668160) 3. B19 , kt. , gerir bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 22.500 - , með vöxtum sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga frá 26.11.2018 til 28.01.2019, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga til greiðsludags. (Mál nr. 316 - 2018 - 10019) Ákærð i hefur komið fyrir dóm og játað sök. Með játningu h ans , sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, er nægilega sannað að h an n hafi gerst sek ur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er rétt heimfærð til refsiákvæð a . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu en þegar hefur farið fram, með heim ild í 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða nær aftur til ársins 2006. Þykir rétt að rekja hér að þann 15. maí 2009 var hann dæmdur fyrir skjalafals, ránstilraun, brot gegn vald stjórninni, hótanir og umferðarlagabrot, í 18 mánaða fangelsi, 15 mánu ðir þar af skilorðsbundnir í þrjú ár. Þann 27. júní 2010 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás, umboðssvik og fjársvik. Skilorðshluti dómsins frá 15. maí 2009 var dæmdur með. Þann 27. júní 2011 var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi f yrir fjársvik. Honum var veitt reynslulausn 30. júlí 2012 á eftirstöðvum 440 daga refsivistar. Hann var dæmdur þann 13. ágúst 2013 fyrir umboðssvik og brot gegn umferðarlögum. Eftirstöðvar reynslulausnar voru dæmdar með. Ákærði var með þessum dómi dæmdur í 16 mánaða fangelsi og sviptur ökurétti í tvö ár frá 21. ágúst 2013 að telja. Hann var dæmdur 31. október 2013 í átta mánaða fangelsi fyrir nytjatöku, fjársvik, þjófnað og fíkniefnaakstur og síðan í 7 mánaða fangelsi 14. mars 2014 fyrir fjárdrátt og fjársv ik. Honum var veitt reynslulausn 27. febrúar 2015 í tvö ár á 465 daga eftir stöðvum refsingar. Með úrskurði 8. nóvember 2015 var honum gert að afplána þær. Loks var hann dæmdur 3. mars 2016 í fangelsi í tvö ár og sex mánuði fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, þjófnað, fjársvik og brot gegn valdstjórninni. Sakaferill hans eftir það hefur ekki áhrif hér. Honum var enn veitt reynslulausn þann 6. maí 2018 í tvö ár á 455 daga eftirstöðvum refsingar. Með úrskurði 28. desember 2018 var honum gert að afpl ána þær. 7 Refsing ákærða ákveðst samkvæmt reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. Litið verður til heimilda 2. ml. 255. gr. og 72. gr. laganna og ákærði , sem hefur í þessu máli svikið út samtals 684.680 krónur í 2 2 tilvikum, dæmdur til að sæta fangelsi í 1 8 mánuði. Hefur þá einnig verið litið til þess að hann játaði brot sín greiðlega og var samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ákærði tekur ekki afstöðu til bótakrafna. Þær eru í öllum tilvikum nægilega rökstuddar og verður hann dæmdur til greiðslu þeirra eins og þær eru hafðar uppi í ákæru. Í tveimur tilvikum er ekki krafist málskostnaðar. Málskostnaður verður dæmdur B19 eins og greinir í dómsorði. Ekki verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um að ákærði greiði ferðakostnað lögregluþjóna sem rannsökuðu máli n. Ákærði verður dæmdur til að greiða samtals 952.355 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnar þóknun og útlagð ur kostnað ur skipaðs verjanda hans eins og greinir í dómsorði, að virðisaukaskatti á málsvarnar þóknunina meðtöldum . Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði Jón Birkir Jónsson sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði greiði B5 35.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 13. sep tember 2018 til 28. janúar 2019, en síðan dráttarv öxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr . sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B7 10.000 krónur , með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. október 2018 til 28. janúar 2019, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga f rá þeim degi til greiðsludag. Ákærði greiði B19 22.500 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga frá 26. nóvember 2018 til 28. janúar 2019, en síðan dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags og 124.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 952.355 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnar þóknun skipaðs verjanda hans , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 843.200 krónur og ferða - kostnað ur hans, 109.155 krónur.