Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánu daginn 1 2 . apríl 2021 Mál nr. S - 5314/2020: Ákæruvaldið (Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Ingvari Árna Ingvarssyni (Auður Björg Jónsdóttir lögmaður) Dómur A. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 18. mars 2021, er höfðað með tveimur ákærum. Fyrri ákæran var gefin út af héraðssaksóknara 27. ágúst 2020, á hendur Ingvari Árna Ingvars - syni, kt. [...] , [...] , [...] hættubrot og vopnalagabrot, með því að hafa að morgni laugardagsins 9. mars 2019, á heimili sínu að [...] , [...] , án skotvopnaleyfis, hleypt af fjórum skotum úr skammbyssu af gerðinni Ruger út um glugga og beint henni að A , kennitala [...] , og B , kennitala [...] , sem leituðu skjóls á bifreiða stæði fyrir utan heimili ákærða en með háttsemi sinni stofnað i ákærði lífi og heilsu A og B í augljósan háska. Telst þetta varða við 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 12. gr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess er krafist að skammbyssa af gerðinni Ruger verði gerð upptæk samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga n r. 16/1998 og 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. Síðari ákæran á hendur ákærða er gefin út af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 13. október 2020, fyrir eftirtalin brot: 2 I. Fíkniefna - og lyfjalagabrot með því að hafa þann 13. maí 2018, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni á heimili ákærða [...] í [...] , 214,8 grömm af amfetamíni, 26,63 grömm af kókaíni, 2,42 [grömm] af ecstasy, 62 millilítra af testosteron stungulyfi. Á heimilinu fundust jafnframt íblöndunarefni og lyf en einnig vopn sem nánar er getið í neðangreindum [ákærukafla] II [...] en allt framangreint var haldlagt vegna máls ins. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/ 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglu - gerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 en einnig við við 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 20. gr., 32. gr. og 34. gr., sbr. 49. gr. lyfja laga nr. 93/1994, og 51. gr., sbr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 sem og 170. gr, og 171. gr., sbr. 169. gr. tollalaga nr. 88/2005. II. Vopnalagabrot með því að hafa á sama stað og tíma og rakið er í ákærukafla I, haft í vörslum sínum án viðhlítandi heimildar afsagaða haglabyssu og skammbyssu (hvell - byssa/startbyssa) auk 56 haglaskota og 22 tómar patrónur en lögreglan fann og haldlagði vopnin við húsleit hjá ákærða þann 13. maí 2018 líkt og greinir í ofangreindum ákæru - kafla I. Telst þetta varða við 2., 5., 12., og 37. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 214,8 grömmum af amfetamíni, 26,63 grömmum af kókaíni, 2,42 stykkjum af ecstasy, 62 millilít ra af testosteron stungulyfjum, afsagaðri haglabyssu og skammbyssu (hvellbyssa/startbyssa), 56 haglaskotum og 22 tómum patrónum sem og íblöndunarefnum og lyfjum og öðrum óþekkt efnum (1.727,50 grömm og 19 stykki) er haldlögð voru á vettvangi og nánar er ge tið í efnaskýrslu og öðrum rannsóknargögnum lögreglu skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 með síðar breytingum, 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 69. gr., 69. gr. a., 69. gr . b., 69. gr. c., 69. gr. d. almennra hegningarlaga nr. Héraðssaksóknari tók yfir sókn málsins að því er varðar ákæru lögreglustjóra. Ákæru - valdið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákærum. Ákærði neitar sök samkvæmt ákæru héraðssaksóknara. Hann játar vörslur fíkniefna og lyfja samkvæmt I. kafla ákæru lög - reglustjóra en ekki að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Þá játar ákærði sök 3 sam kvæmt II. kafla sömu ákæru. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af þeim hluta ákæra sem hann he fur ekki játað og honum verði dæmd vægasta refsing vegna þeirra brota sem hann hefur játað. Komi hins vegar til þess að ákærði verði sakfelldur fyrir annað og meira en þau brot sem hann hefur játað þá er þess krafist að honum verði dæmd vægasta refsing. Þe ssu til viðbótar krefst ákærði að skipuðum verjanda hans verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun úr ríkissjóði og að þau taki mið af tímaskýrslu. B. Málsatvik: Varðandi sakarefni samkvæmt ákæru héraðssaksóknara: Lögreglu barst tilkynning að morgni laugar dagsins 9. mars 2019 um skothvelli í M í Reykjavík. Fjölmennt lið lögreglu fór á staðinn. Í aðgerðum lögreglu voru höfð afskipti af tveimur mönnum í nágrenni við M , þeim A og B . Voru þeir í fyrstu handteknir og þá með réttarstöðu sakbornings. Greindu þeir frá því að ákærði hefði skotið á þá við húsnæði að [...] . Síðar um morguninn var ákærði handtekinn við fyrrgreint húsnæði þar sem hann gaf sig fram við lögreglu. Í framhaldi var gerð leit í húsnæðinu þar sem unnusta ákærða, C , reyndist vera innandyra og va r hún einnig handtekin. Við byrjun rannsóknar kom í ljós að á svalagólfi íbúðarinnar voru patrónur úr skot - hylkjum. Virtist sem skotið hefði verið með skotvopni úr íbúðinni og að bifreið eða bif - reiðum framan við húsið. Voru greinileg ummerki á BMW - jeppabifreið, með skrán ingar - merkið [...] , um að skotið hefði verið inn um afturglugga hennar. Þá mátti sjá á hægra frambretti bifreiðarinnar nokkur för eftir fingur og dragfar þvert yfir vélarhlíf. Einnig var að sjá hjá bifreiðinni bjórflösku og yfir höfn liggja á jörðinni eins og vikið hefði verið frá bifreiðinni í skyndi. Við rannsókn málsins var umrætt húsnæði og umhverfi þess rannsakað af tæknideild lög reglu, auk þess sem lagt var hald á margvísleg sakargögn og þau rannsökuð nánar. Meðal mun a sem lagt var hald á var fyrrgreind jeppabifreið, auk skamm byssu og skot - færa sem fundust falin á millilofti í sameign í húsnæði ákærða. Þá var lagt hald á mynd - upptökur úr eftirlits mynda vélakerfi húsnæðisins. Teknar voru skýrslur af ákærða og unn ust u hans, báðum með réttarstöðu sakbornings. Þá voru teknar skýrslur af sex vitnum, þar með talið fyrrgreindum A og B en þá með breyttri réttarstöðu frá því sem var áður. Við rannsókn málsins var staðfest að afturrúða fyrrgreindrar BMW - jeppabifreiðar, sem var ein af mörgum bifreiðum fyrir framan húsnæðið, var brotin með gati eins og eftir 4 byssukúlu. Þá var innrétting bifreiðarinnar einnig skemmd og við nánari rannsókn fannst brot úr byssukúlu á nálægum stað inni í bifreiðinni. Á annarri nálægri bifreið, af tegund - inni Opel, með skrán ingarmerkið [...] , var við fyrstu athugun grunur um ákomu á vinstri hlið eftir byssu kúlu. Samkvæmt skýrslum tæknideildar var um að ræða húsnæði að [...] með lang hliðar sem vísa á móti vestri, götuhlið, og austri bakhlið. Hú sið myndar L - laga form þar sem það tengist á norðurhlið við annað hús sem vísar frá vestri til austurs og langhliðar þess móti norðri og suðri (húsnæði ákærða). Á bakhlið hjá framangreindum byggingum, og annarri nálægri og áfastri byggingu, sem teygir sig til austurs, var bifreiðum lagt á svæði sem myndar port. Í herbergi í íbúð ákærða var opnanlegur gluggi sem vísaði út í portið til suðurs en um opnanlega rifu á honum var bein sjónlína að bifreiðum í portinu. Framan við gluggann voru svalir og á þeim var a ð finna fjögur skothylki, 22 cal. Longe range. Bifreiðin [...] var eins og áður greinir meðal bifreiða á bifreiðastæði í portinu. Afturendi hennar vísaði að fyrrgreindum glugga og svölum hjá ákærða. Rúða í afturhlera hennar var brotin, eins og skotið hefði verið að henni. Mæld vegalengd frá skotstað að umræddum afturhlera var 11,20 metrar, horft til suðausturs frá glugganum. Þá var að sjá skemmd eftir byssukúlu í klæðningu í innanverðri hægri hlið bif reiðar innar. Við sjón - skoðun á bifreiða stæðum fundust ekki aðrar byssukúlur eða leifar þeirra. Nýleg skemmd á vinstra frambretti bifreiðarinnar [...] , sem einnig var á téðu bifreiðastæði, var talin geta stafað af kasti á byssukúlu. Byssukúla fannst hins vegar ekki við leit hjá þeirri bifreið og þá var sú bifr eið ekki haldlögð eða rannsökuð frekar af tæknideild. Samkvæmt skýrslu tæknideildar hafði byssukúla farið í gegnum afturrúðu [...] , eins og áður greinir. Sjá mátti kúlugat á klæðningu innréttingar í farangursrými vinstra megin. Þegar klæðningin var losu ð frá mátti sjá far eftir ávalan hlut sem hafði farið í járnbita sem var hluti af búnaði bifreiðarinnar. Við frekari leit í klæðningu bifreiðarinnar á þess - um stað fundust tveir bútar úr málmi, hlutar af ætlaðri 22 cal. byssukúlu. Á haldlögðum mynduppt ökum, sem eru svarthvítar, án hljóðs og í fremur lélegum mynd - gæðum, mátti sjá tvo menn koma að því er virtist með leigubifreið á svæðið. Myrkur var úti og fremur lítil útilýsing á svæðinu. Sáust mennirnir ganga inn á bifreiða stæðið í port - inu framan við íbúð ákærða. Að auki sást þar að þeir virtust vera að kasta einhverju að eða í húsið, láta dólgslega og sparka í bifreiðir á stæðinu. Um sjö mínútum síðar á upp - tökunni sáust mennirnir taka viðbragð, annar þeirra, B (maður með mikið hár tekið í hnút), hljó p strax til vinstri (austurs) frá port svæðinu út í myrkrið, séð frá glugga ákærða, en hinn, A , skýldi sér á bak við bifreiðir, þar með talda [...] , og hraðaði sér síðan frá portsvæðinu til vinstri (austurs), séð frá glugga ákærða, og út í myrkrið. 5 Samkvæmt skýrslu tæknideildar var hin haldlagða skammbyssa af gerðinni Ruger - Prescott SR22, hlaupvídd 22 cal. og var hún gerð fyrir skot af gerðinni long rifle . Búið var að afmá ein taksnúmer byssunnar svo ekki var hægt að sjá hvort hún væri skráð eða hver væri eig andi hennar. Þá voru haldlögð skotfæri, þ.e. tíu skot í skotgeymi og þrjátíu og eitt annað skot í plastpoka, 22 cal. long rifle - skot. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindu þeir B og A meðal annars frá því að hafa heyrt byssuhvelli og hraðað sé r burtu. Þá bar A um að hafa skýlt sér á bak við bifreiðir í umræddu porti. Við skýrslutökur hjá lögreglu eftir handtöku og síðar greindi ákærði meðal annars frá því að B og A hefðu haft í hótunum við sig áður en til atvika þessa máls kom, auk þess sem han n greindi frá öðrum atvikum frá því árinu áður þegar kveikt var í heima hjá honum. Hvað þau atvik varðar sem leiddu til þessa máls greindi ákærði meðal annars frá því að unn usta hans hefði látið hann vita af mönnum utan við húsið og hann hefði í kjölfarið skotið með byssu út um glugga. Kvaðst hann hafa mið að að vegg neðan við húsið, neitaði alfarið að hafa miðað vopninu að mönnunum og kvaðst alls ekki hafa ætlað sér að valda neinum skaða. Hann hefði einungis ætlað að fæla þá í burtu. Málið var meðal ann ars rannsakað sem meint tilraun til manndráps og sætti ákærði gæslu varðhaldi á tímabili frá 9. mars 2019 til 27. sama mánaðar. Gæslu varðhaldið var framan af á grund velli rannsóknarhagsmuna. Síðar lágu almanna hags munir því til grund - vallar uns það v ar fellt úr gildi með úrskurði Landsréttar í máli nr. 228/2019. Varðandi sakarefni samkvæmt ákæru lögreglustjóra: Lögreglu barst tilkynning að kvöldi sunnudagsins 13. maí 2018 frá nafngreindum manni um að verið væri að skjóta með skammbyssu að honum ú r bifreið á tilteknum stað í Kópa vogi. Lögregla brást skjótt við og beindist grunur fljótlega að ákærða. Var hann hand tekinn síðar sama kvöld ásamt öðrum manni í bifreið í Hafnarfirði. Við rannsókn síðar um kvöldið var farið í húsleit á heimili ákærða og lagt hald á skotvopn, skotfæri, ávana - og fíkniefni og lyf, ásamt fleiri efnum, sem greinir í ákæru. Ákærði gaf skýrslu hjá lög reglu 26. mars 2019 og gekkst við því að eiga fyrrgreind vopn, skotfæri, fíkniefni og lyf og bar því við að efnin hefðu verið til eigin nota en ekki til sölu og dreif ingar. Um málsatvik að öðru leyti varðandi sakarefni samkvæmt ákæru lögreglustjóra vísast til verknaðarlýsingar ákæru. 6 C. Skýrslur fyrir dómi: 1. Varðandi sakarefni samkvæmt ákæru héraðssaksóknara: Ákærði bar meðal annars um að í aðdraganda umræddra atvika hefði A verið með ýmiss konar ógnanir og áreitni sem beinst hefði að ákærða og þáverandi unnustu hans, fyrrgreindri C . Þá hefði ákærði frétt frá félaga sínum nokkrum dögum áður að eitthvað slæmt væ ri í uppsiglingu. Ákærði hefði áður verið búinn að leita til lögreglu út af þessu en lítil eða engin viðbrögð fengið. Þau C hefðu árið áður lent í erfiðu atviki þegar elds - prengju var kastað inn í húsnæði þar sem þau bjuggu. Það atvik hefði haft mikil neik væð áhrif á líf þeirra, einkum C . Ákærði hefði af þessum ástæðum gripið til þess ör þrifaráðs að kaupa skamm byssu ef eitthvað skyldi út af bregða. Byssan hefði verið keypt tveimur dögum áður. Ætlun ákærða hefði verið að nota byssuna til að hræða menn í b urtu og verja sig og fjölskylduna án þess þó að nokkur ætti að slasast. Ákærði hefði ekki verið með skotvopnaleyfi og verið óvanur skotvopnum. C hefði umrædda nótt vakið hann, en fyrir utan húsnæðið hefðu verið komnir menn með háreysti. Hún hefði verið í uppnámi og sagt honum að búið væri að kasta ein hverju í gluggann eða húsið. Ákærði hefði farið að glugganum og séð menn úti í myrkrinu hlaup - andi hjá bifreiðum sem lagt var fyrir utan. Þeir hefðu verið með hávaða, ölvaðir, kastandi frá sér í glugga og spa rkandi í bifreiðir eins og þeir vildu valda einhvers konar ringul reið. Í fyrstu hefði ákærða ekki verið ljóst hverjir og hversu margir mennirnir voru en það hefði skýrst stuttu síðar. Mennirnir hefðu verið tveir og honum verið ljóst að annar þeirra var fy rrgreindur A . Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkt eða séð áður hinn manninn, þ.e. B . Ákærði hefði sótt skammbyssuna, hlaðið hana og farið með hana að glugganum. Hann hefði opnað gluggann og sett höndina eða sveiflað henni út um rifuna á glugganum, h ald - andi á byss unni. Hann hefði síðan hleypt af fjórum skotum í einni runu, kannski með einu eða tveimur hléum á milli. Mennirnir hefðu verið vinstra megin fyrir utan húsnæðið og ákærði hefði reynt að skjóta á ská hægra megin og upp á við og þar með í átt ina frá mönnunum. Hann hefði með þessu ekki miðað á þá og ekki ætlað sér að meiða neinn. Þá hefði hann reynt að gæta þess að skjóta ekki í rimlahandrið á svölum fyrir framan glugg - ann. Hann hefði verið hræddur um endurkast á kúlum sem hefðu getað lent á ha nd riðinu. Hann hefði að eins ætlað að hræða menn ina svo þeir færu og létu þau í friði. Það hefði gengið eftir þar sem mennirnir hefðu hraðað sér á brott eftir að hann skaut með byssunni. 7 Atvik hefðu verið afstaðin á stuttum tíma. Ákærði hefði í framhaldi falið byss una í stiga - húsi í sameign. Þá hefði lögregla komið á staðinn stuttu síðar og hann komið sjálfviljugur út og verið handtekinn. Ákærði kvaðst aðspurður ekki geta skýrt hvers vegna skot fór í bifreiðina [...] fyrir neðan glugg ann. Vísaði h ann til þess að myrkur hefði verið fyrir utan og atvik gerst í miklu panikki . Hann hefði ekki ætlað að skjóta í bifreiðina, heldur hefði skotið upp á við og til hægri, eins og áður greinir. Aðspurður kvað ákærði sér hafa verið ljóst að það sem hann gerði g æti verið hættulegt og hið sama ætti við um fyrrgreint skotvopn. Hann hefði áttað sig á því að um væri að ræða vopn sem gæti meitt fólk og gert sér grein fyrir hættunni og að þetta væri hættuspil en ætlunin hefði aldrei verið að valda tjóni. Hann hefði ákv eðið að gera þetta til að losna við mennina og enginn hefði slasast við það. Hann hefði ekki talið að hann væri að stofna lífi og heilsu A og B í hættu með þessu þar sem þeir hefðu ekki verið í neinni hættu. Varðandi sakarefni samkvæmt I. kafla í ákæru lögreglustjóra: Ákærði kvaðst hafa átt fíkniefni og önnur efni sem fundust í vörslum hans 13. maí 2018 á heimili hans, eins og greinir í ákæru. Hann hefði farið með vörslur efnanna og þau verið ætluð til eigin neyslu hans og unnustu hans. Þá hefðu efnin ei nnig staðið gestum til boða sem hefðu komið í heimsókn. Ákærði kannaðist ekki við að hafa fjármagnað eigin neyslu með sölu og dreifingu fíkniefna. Hvað varðaði magn hinna haldlögðu efna, einkum hald - lagðs amfetamíns, vísaði ákærði til þess að jafnan væri ó dýrara að kaupa nokkuð mikið af fíkniefnum í einu. Þá hefðu haldlögð meint íblöndunarefni verið ætluð til notkunar við neyslu ákærða og annarra sem tengdust honum, en styrkleiki fíkniefnanna hefði verið mis jafn. 2. Vitnið A bar meðal annars um að ha fa komið ásamt öðrum manni umrædda nótt að heimili ákærða. Vitnið kvaðst fyrst ekki muna hvert erindið var en bar svo um það síðar við skýrslugjöfina að ákærði hefði verið búinn að hafa samband við vitnið áður og viljað ræða mál sem vörðuðu ætlaðar hótanir ákærða í garð vitnisins eða fólks sem tengdist vitninu. Vitnið hefði neytt lítils háttar af bjór þá um nóttina. Ákærði hefði rétt höndina út um opnanlegan glugga á annarri hæð hússins og haldið á svartri skammbyssu. Glugginn hefði opnast út og ákærði byrj að að skjóta á þá. Ákærði hefði skotið samtals níu skotum en þau hefðu ekki komið öll í röð. Það hefði verið eins og ákærði væri að vanda sig þegar skotunum var hleypt af. Vitnið og samferðamaður hans hefðu falið sig á bak við bifreiðir fyrir utan. Ákærði hefði verið með myndavéla vöktun á svæðinu og hann hefði því getað staðsett þá nákvæmlega á bifreiðaplaninu fyrir utan. Vitnið kvaðst telja að ákærði hefði 8 miðað á þá, hann hefði til að mynda skotið á jeppabifreið þar sem þeir földu sig. Vitnið hefði síðan fært sig og þá hefði ákærði skotið á aðra bifreið. Vitninu hefði fundist eins og ákærði væri að skjóta að sér. Hvellir og blossar hefðu sést koma frá glugganum þar sem ákærði var að skjóta. Vitnið hefði heyrt dynk í bifreið þegar byssukúla lenti á henni. Þá hefði ákærði kallað út um gluggann að þeir yrðu drepnir. Vitninu hefði liðið illa og hann óttast um líf sitt og heilsu. Vitnið hefði beygt sig og legið á jörðinni og náð að færa sig á milli bifreiða og frá staðnum og þaðan út á Sæ braut þar sem hann he fði verið handtekinn stuttu síðar. 3. Vitnið B kvaðst ekki muna neitt eftir umræddum atvikum og þau væru öll í móðu hjá honum. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa verið handtekinn um rædda nótt né heldur kvaðst hann muna eftir skýrslu gjöf sinni hjá l ögreglu vegna rann sóknar málsins. Vitnið kvaðst hafa verið í fíkniefnaneyslu þegar atvik áttu sér stað og það gæti skýrt minnisleysið. Vitnið kvaðst kannast við A en tók fram að þeir hefðu ekki verið búnir að þekkjast lengi á þessum tíma. Vitnið kvaðst ek ki þekkja ákærða og ekki hafa hitt hann. Þá kannaðist vitnið ekki við framburð sinn hjá lögreglu sem var borinn undir hann. 4. Vitnið C , fyrrverandi unnusta ákærða, bar meðal annars um að sér hefði verið kunnugt um það að ákærði hefði á umræddum tíma v erið að fá sendar hótanir í fjarskiptatæki. A hefði komið þar við sögu og kvaðst hún þekkja til hans og B og ekki af góðu. Þeir hefðu meðal annars komið til hennar og hótað henni ofbeldi þegar ákærði var ekki á staðnum. Þá hefðu þau ákærði verið búin að fá við vörun um að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Þetta hefði leitt til þess að ákærði hefði útvegað sé r skammbyssu og það verið daginn áður en umrædd atvik áttu sér stað. Vitnið kvaðst hafa vaknað um nóttina við drykkjulæti fyrir utan og að verið væri að kasta einhverju í húsið. Hún hefði heyrt í mönnunum en ekki séð til þeirra. Þeir hefðu verið með hróp o g verið orðljótir. Þetta hefði minnt hana á eldsprengjuárás á heimili hennar árið á undan og hún orðið mjög hrædd. Vitnið hefði vakið ákærða og hann hefði farið strax á fætur, náð í skammbyssuna og farið að glugganum. Ákærði hefði teygt höndina út um glugg ann og skotið tvisvar eða þrisvar upp í loftið. Hún hefði séð þetta greinilega úr ná lægu rými í húsinu. Ákærði hefði ekki verið að miða á neitt sérstakt, auk þess sem að stæður í glugg anum hefðu ekki boðið upp á það. Þá hefði grindverk á svölum fyrir fra man gluggann verið fyrirstaða varðandi ætlaða skotstefnu að mönnunum. Í fram haldi hefðu þau falið skotvopnið í sameign hússins þar sem um hefði verið að ræða ólög legt vopn. 5. 9 Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. D , gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn máls - ins og staðfesti rannsóknargögn. Í skýrslu vitnisins kom meðal annars fram að lagt hefði verið hald á svarta BMW - jeppa bifreið sem lagt var fyrir utan húsið. Skot hefði farið í gegnum rúðu í bifreiðinni og endað í innréttingu hennar. Þá hefði sést á hald lögðum myndupptökum að annar eða báðir þeir menn sem voru fyrir utan húsnæðið í umrætt skipti hefðu falið sig bak við bif reiðina. 6. Vitni, varðstjóri nr. E , gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn málsins og staðfesti lög regluskýrslu. Vitnið bar meðal annars um að hafa verið með þeim fyrstu á staðinn og hún ásamt fleirum hefði handtekið A og B þar sem þeir voru staddir á Sæbraut við Skeiðarvog. Þeir hefðu verið í mjög annarlegu ástandi og erfitt að fá fram upplýsingar um hvað hefði ger st. A hefði verið mjög æstur og ógn andi við lögreglu menn. Í samtölum við þá hefði komið fram að skotvopni hefði verið beitt gegn þeim og sá sem beitti skotvopninu hefði verið búinn að hóta A . 7. Vitni, lögreglumaður nr. F , gerði grein fyrir aðkomu sin ni að rannsókn málsins og staðfesti lögregluskýrslu. Vitnið bar meðal annars um að hafa verið með þeim fyrstu á staðinn og komið að hand tökunni á A og B . Vitnið hefði aðallega gætt að B og rætt við hann en hann hefði verið í miklu uppnámi. B hefði greint frá því að hafa hitt A niðri í bæ og samþykkt að fylgja honum til að ræða við einhverja menn sem hefðu lamið hann. Þeir hefðu komið á staðinn og kallað eitt hvað en ekki fengið svar. Síðan hefðu heyrst skothvellir og þeir farið. 8. Vitni, lögregluvarðstjó ri nr. G , gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn málsins í upphafi og stað festi lögregluskýrslu. Vitnið bar meðal annars um að skotför hefðu verið greinan leg á tveimur bifreiðum sem lagt var við húsnæðið. Þá hefðu dragför verið á þeim eins og einhver hefði strokist við bifreiðina við það að fela sig. Einnig hefði verið fatnaður og áfengisflaska á jörðinni þar nálægt eins og einhver hefði hraðað sér í skyndi af staðn um. 9. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. H , gerði grein fyrir aðkomu sinni að ranns ókn máls - ins í upphafi og stað festi lögregluskýrslu. Vitnið bar meðal annars um að hafa komið að handtöku ákærða, rætt stuttlega við hann og ákærði verið rólegur. 10 10. Vitni, lögreglumaður nr. I , gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn máls ins í upp h afi og stað festi lögregluskýrslu. Vitnið bar meðal annars um það út frá lögregluskýrslu sinni að afturrúða í bifreið inni [...] hefði verið brotin með gati eins og eftir byssukúlu. Þá hefði innrétting bif reiðar innar einnig verið skemmd. Einnig hefðu ver ið skemmdir eftir byssu - kúlu á hlið annarrar nálægrar bifreiðar, [...] . 11. Vitni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður nr. Í , gerði grein fyrir að komu sinni að rannsókn málsins og gerði grein fyrir og staðfesti skýrslur tækni deildar. Vitnið bar meðal annars um að rannsókn tæknideildar hefði stað fest að skot hefði farið inn um glugga á bifreiðinni [...] . Rannsókn tæknideildar hefði hins vegar ekki stað fest að skot hefði farið í bifreiðina [...] . Einnig kom fram hjá vitninu að rannsókn tækni deildar h efði meðal annars hverfst um það að leita að byssukúlum á bif reiðastæðinu og í nálægum trjágróðri en ekki hefði verið leitað að slíkum sakargögnum á húsvegg gegnt umræddum glugga. Þá kvaðst vitnið telja að skjóta hefði þurft á milli rimla á svölum fyrir f raman gluggann svo byssukúlan hefði lent í glugga bifreiðarinnar [...] . Einnig kom fram hjá vitninu að Ruger skammbyssa sem lagt var hald á hefði verið alvöru vopn sem unnt hefði verið að nota til að valda öðrum skaða. 12. Vitni, lögreglufulltrúi nr. J , g erði grein fyrir að komu sinni að rannsókn málsins og gerði grein fyrir og staðfesti skýrslu tækni deildar. Vitnið bar meðal annars um að hafa rannsakað hið haldlagða skotvopn, auk skotfæra. Um hefði verið að ræða hefð bundna, litla, hálf sjálfvirka Rug er - skammbyssu með tíu skota magasíni. Hlaup víddin hefði verið 22 cal. Þá hefði virkni byss unnar verið í lagi. Hættusvið vopns ins hefði hugsanlega verið um einn og hálfur kílómetri. 13. Vitni, lögreglufulltrúi nr. K , gerði grein fyrir að komu sinni að rann sókn málsins og gerði grein fyrir og staðfesti skýrslu tækni deildar. Vitnið kvaðst hafa rannsakað ummerki í haldlagðri bifreið, [...] . Við rannsókn tæknideildar hefði komið fram að byssukúla hefði farið inn um afturrúðu bifreiðarinnar og ummerki eftir kúluna verið á járnbita fyrir innan farangursrými. Þá hefði brot úr blý kúlu, sem sam svaraði skoti úr 22 cal. byssu, fundist í bifreiðinni á nálægum stað. 14. 11 Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. L , gerði grein fyrir að komu sinni að rann sók n máls - ins og gerði grein fyrir og staðfesti lögregluskýrslur. Vitnið bar meðal annars um að haldlagt myndefni hefði komið úr fórum ákærða og tímasetningar sýnilegar á upptökum hefðu ekki verið réttar miðað við rauntíma. D. Niðurstöður: Samkvæmt 1. mg r. 111. gr. laga nr. 88/2008 gildir sú grundvallar regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam - kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði fyrir sekt ákærða og atvikum sem telja má honum í óha g á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Þá metur dómurinn hvert sönn - unar gildi þær sta ðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða um, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. 1. Varðandi sakarefni samkvæmt ákæru héraðssaksóknara: Verknaðarlýsing ákæru er ekki svo skýr sem skyldi hvað varðar meint hættub rot en hún verður ekki skilin á annan hátt en þann að á því sé fyrst og fremst byggt af hálfu ákæru - valds ins að ákærði hafi miðað skotvopninu í áttina að A og B þegar hann hleypti af. Þá hefur sókn og vörn málsins fyrir dómi fyrst og fremst hverfst um þetta. Ákærði hefur játað að hafa hleypt af fjórum skotum úr téðu skotvopni á umræddum stað og tíma. Eins og áður er rakið kvaðst ákærði hafa gert sér grein fyrir h ættunni sem fylgdi því að skjóta út um gluggann og að þetta hefði verið hættuspil . Hann neitaði því hins vegar að hafa beint vopninu að þeim tveimur mönnum sem í ákæru greinir og ætlað að stofna lífi og heilsu þeirra í augljósan háska. Þá er ljóst af framb urði ákærða fyrir dómi að hann sótti og not aði byssuna í þeim tilgangi að hræða umrædda menn sem voru staddir fyrir utan heimili hans og verður ráðið af fram burði hans að byssan hafi sérstaklega verið keypt í þeim tilgangi. Sam kvæmt framburði ákærða var honum ljóst, áður en hann hleypti af, að mennirnir voru tveir og að annar þeirra væri A . Ákærði hefur stað fastlega borið um það að hann hafi ekki miðað vopninu á mennina fyrir utan þegar hann hleypti af. Hann hafi opnað gluggann, sett höndina eða sveif lað henni út um rifuna á glugg anum, hald andi á byss unni, og síðan hleypt af fjórum skotum í einni runu, kannski með einu eða tveimur hléum á milli. Mennirnir hefðu verið vinstra megin fyrir utan hús næðið og ákærði hefði reynt að skjóta á ská hægra megi n og upp á við og 12 þar með í áttina frá mönnunum. Hann hefði með þessu ekki miðað á þá og ekki ætlað sér að meiða neinn. Framburður ákærða um þetta á sér stoð í framburði vitnisins C sem bar meðal annars um að ákærði hefði skotið úr byssunni þannig að hún v ísaði upp og í áttina frá mönn un um. Að mati dómsins er þó varhugavert að líta sérstaklega til hennar fram - burðar um þetta við úrlausn málsins vegna fyrrum náinna tengsla hennar við ákærða, auk þess sem bæði hún og ákærði báru um það að hún hefði verið í miklu uppnámi þegar atvik áttu sér stað, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008. Hvað varðar vitnið A þá bar hann um að ákærði hefði beint byssunni í áttina að honum og B þegar hleypt var endur tekið af skotvopninu. Ljóst er hins vegar af öllu samhengi málsatvika að vitnið A og ákærði hafa átt í langvinnum deilum og bendir allt til þess að samskipti þeirra hafi verið erfið um nokkurt skeið, bæði fyrir og eftir meint brot. Er því einnig óvarlegt, sbr. fyrr greint lagaákvæði, að byggja sér staklega á framburði A í má linu um það hvort ákærði hafi miðað byssunni að þeim þegar hleypt var af. Hvað vitnið B varðar þá mundi hann ekkert eftir atvikum málsins og kannaðist ekki við skýrslu gjöf sína hjá lögreglu. Er því ljóst að tæplega verður byggt á framburði hans við úrlaus n málsins. Í málinu liggur fyrir myndupptaka sem sýnir að A og B voru fyrir utan um rætt húsnæði téða nótt, að mestu vinstra megin séð frá glugga ákærða. Þá sést greini lega þar sem þeir tóku skyndilegt viðbragð, hröð uðu sér burtu og leituðu skjóls. Með al þess sem sést á upptöku er þegar A leitaði skjóls bak við BMW - jeppabifreið sem var vinstra megin á bifreiðaplaninu séð út frá um ræddum glugga ákærða. Samkvæmt rann sóknar gögnum tækni deildar lögreglu, sem vitnin, lög reglumenn nr. I , J og K , staðfestu og gerðu nánar grein fyrir, var gat eftir byssukúlu í afturrúðu bifreiðar innar. Þá fannst brot úr 22 cal. blýkúlu inni í bif reiðinni sem passar við önnur skotfæri sem lagt var hald á hjá ákærða. Að virtum þessum gögnum telst, gegn neitun ákærða, lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að ákærði hafi í eitt skipti beint skot vopninu að um ræddum mönnum, sem voru báðir vinstra megin við ákærða, séð út frá glugga hans, þegar hann hleypti af með þeim afleiðingum að byssukúla lenti í fyrrgreindri bifreið. Gegn n eitun ákærða, og þar sem annarra gagna nýtur ekki við, er hins vegar ósannað að ákærði hafi beint byssunni í hin þrjú skiptin að mönnunum þegar hann hleypti af. Með fyrrgreindu skoti sem lenti í umræddri BMW - jeppabifreið stofnaði ákærði lífi og heilsu A og B í augljósan háska enda voru þeir á þeim tíma í nágrenni við bif reið ina og að nokkru leyti í skotstefnu frá glugga ákærða. Þá verður í ljósi fyrrgreinds framburðar ákærða um að hann hafi gert sér grein fyrir hættunni, að leggja til grundvallar að hann hafi haft ásetning til verknaðar en hugboð um tjón sem af verknaðinum gæti leitt. Sak næmisskilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga eru þ ví uppfyllt . Að öllu framangreindu virtu verður ákærði því sak felldur fyrir brot gegn 4. mgr. 220. gr. sömu laga. 13 Í máli þessu liggur fyrir og telst sannað að lögregla lagði hald á téða skammbyssu við leit í húsnæði hjá ákærða umræddan morgun. Um er að ræða 22 cal. skammbyssu sem telst vera skotvopn í merkingu 2. mgr., sbr. 1. mgr., 1. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Ák ærði hefur meðal annars borið um það fyrir dómi að hann hafi keypt skamm byssuna stuttu fyrir um rædd atvik og átt byssuna þótt hann vissi að hann væri ekki með skot vopna leyfi og síðan haft vopnið í sínum fórum. Þá hefur ákærði borið um að hafa skotið fj órum skotum úr byssunni út á bifreiðastæði fyrir utan heimili sitt. Að þessu virtu, og að öðru leyti með vísan til þess sem áður er rakið varðandi sakfellingu fyrir hættubrot ákærða, telst lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að ákærði hafi jafnframt með h áttsemi sinni gerst brotlegur við 1. mgr. 12. gr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr., vopnalaga og verður hann einnig sakfelldur fyrir þau brot. 2. Varðandi sakarefni samkvæmt I. kafla ákæru lögreglustjóra: Ákærði hefur játar vörslur á þeim efnum sem greinir í I. kafla ákæru lögreglustjóra en hann hefur neitað því að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Við skýrslugjöf fyrir dómi bar ákærði um að efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu hans og þáverandi unn - ustu, auk gesta sem kynnu að h afa komið í heimsókn til hans um þetta leyti. Þegar litið er til magns hinna haldlögðu fíkniefna, einkum amfetamínsins og kókaínsins, mis mun - andi tegunda efnanna og þess að lagt var hald á mikið magn íblöndunarefna á staðn um verður ekki fallist á frama ngreindar skýringar ákærða og eru þær ótrúverðugar og hald - lausar. Að þessu virtu þykir fram komin lögfull sönnun fyrir því að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar og vörslur efnanna verið í þeim tilgangi. Að þessu virtu verður ákærði sakfell dur fyrir 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglu gerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Ákærða er einnig samkvæmt þessum ákærukafla g efnar að sök vörslur á 62 millilítrum af testosteron - stungulyfi í sölu - og dreifingarskyni sem ákæruvaldið telur varða við nánar tilgreind ákvæði lyfjalaga nr. 93/1994 og lyfsölulaga nr. 30/1963, auk 170. og 171. gr., sbr. 169. gr. tollalaga nr. 88/2005. H vað meint tollalagabrot varðar þá er ekkert í verkn - aðarlýsingu ákærunnar sem tilgreinir slíkt meint brot og þegar af þeirri ástæðu verður að sýkna hann af því. Hvað varðar meint brot gegn fyrrgreindum ákvæðum lyfja - og lyfsölu - laga þá verður með sömu röku m og að framan varðandi fíkniefnin, og með hliðsjón af því að fyrrgreind stungulyf voru meðal annarra haldlagðra efna, að teljast vera fram komin lögfull sönnun fyrir því að umrædd lyf hafi verið ætluð til sölu og dreifingar og vörslurnar tekið mið af því. Að þessu virtu, og með hliðsjón af dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 193/2014 og 451/2016, sbr. og 2. gr. almennra hegningarlaga, verður 14 lagt til grund vallar að ákærði hafi með þessu brotið gegn 1. mgr. 33. gr., sbr. h - lið 1. mgr. 103. gr., lyfjalaga nr. 100/2020, sbr. áður 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 49. gr., lyfjalaga nr. 93/1994. 3. Varðandi sakarefni samkvæmt II. kafla ákæru lögreglustjóra: Ákærði hefur játað ský laust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt II. kafla ákæru lögreglustjóra og er játn ingin studd sakar gögnum. Að þessu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr., vopnalaga nr. 16/1998. Önnur ákvæði sem vísað er til í ákærukaflanum eiga ekki nægjanlega við um hátt semina og verða því ekki lögð til grundvallar sakfellingu. 4. Um refsiákvörðun: Ákærði er fæddur í [...] og samkvæmt sakavottorði, dags. 26. ágúst 2020, hefur hann frá árinu 1994 átta sinnum áður gerst brotlegur við refsilög. Það sem hér skiptir einkum máli er að ákærði var með dómi Hæsta réttar 3. nóvember 2011 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ólögmæta nauðung, hótanir og tilraun til fjárkúgunar. Á árinu 2012 gekkst ákærði tvívegis undir lögreglu stjóra sátt vegna fíkniefnalagabrota, auk vopnalaga brots se m var hluti af annarri sáttinni. Með dómi Landsréttar 6. mars 2020 var ákærði dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir, auk brota gegn tolla - og lyfja - löggjöf og vopnalögum, en með þeim dómi var staðfest niðurstaða Héraðs dóms Reykja - víkur frá 25. september 2018 um refsingu. Þá var ákærði með dómi Héraðs dóms Reykja - víkur 5. júní 2020 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir vopna - , fíkniefna - , lyfja laga - , lyfsölulaga - og tollalagabrot, auk peningaþvættis. Dómurinn var hegningar auki við f yrr - greindan skilorðsdóm Landsréttar og var sá dómur því dæmdur upp, sbr. 60. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru héraðs saksóknara voru framin fyrir uppsögu fyrr greinds dóms Lands réttar og fyrir u pp - sögu fyrr greinds héraðsdóms frá 5. júní sama ár. Hið sama á við um brot sem ákærði er sak felldur fyrir samkvæmt ákæru lögreglustjóra. Að öllu framangreindu virtu er um að ræða nokkur brot sem ber að fara með sem brotasamsteypu og hegningarauka við fyr rgreinda dóma og fer um ákvörðun refsingar samkvæmt 77. og 78. gr. almennra hegn - ingar laga. Til refsiþyngingar horfir, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, að fíkni - efna - og vopnalagabrot ákærða eru endurtekin, auk þess sem hann hefur áður gerst brot - legur við lög um ávana - og fíkni efni, meðal annars fyrir vörslur slíkra efna í sölu - og dreif ingarskyni, sem og fyrir vörslur og ólögmæta meðferð skotvopna og fleira af þeim 15 toga. Þá horfir einnig til refsiþyngingar hættustig og grófleiki þess hættubrots sem ákærði er nú sak felldur fyrir samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sbr. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Til málsbóta horfir að ákærði hefur að nokkru leyti játað sök og greint hreinskilnislega frá atvikum, eins og þau horfa við honum, sbr. 8. tölul. 1. mgr. sömu lagagreinar. Tafir hafa orðið á meðferð málsins sem eru ákærða óviðkomandi og verður litið til þess við ákvörðun refsingar. Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í níu m ánuði. Vegna sakaferils ákærða þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsingunni gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 9. til 27. mars 2019. 5. Um upptökukröfur: Með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga og 1. tölul. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegn - ingar lögum, sbr. munaskýrslur, verður gerð upptæk skammbyssa af gerðinni Ruger - Prescott SR22 (munaskrá 136347) , afsöguð Winchester - hagla byssa, Record - hvell - eða startbyssa, 56 hagla skot og 22 tóm ar patrónur (munaskrá 129637) . Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 verða gerð upptæk 214,8 g af amfetamíni, 26,63 g af kókaíni og 2,42 g af ecstasy (efna skrá 37908) . Þá verða með vísan til 69. gr. a í almennum hegningarlögum gerðir upptækir 62 millilítrar af testo - steron - stungu lyfjum og 1.727,5 g og 19 stykki af íblöndunar efnum, lyfjum og öðrum efnum (efna skrá 37908) . 6. Um sakarkostnað o.fl.: Í ljósi fyrrgreindra úrslita, og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, verður sakarkostnaður vegna meðferðar málsins felldur á ákærða, þar með talin málsvarnarlaun skip aðs verjanda hans, Auðar Bjargar Jónsdóttur lög manns, vegna málsvarnar fyrir dómi, sem ráðast að mestu af tímaskýrslu, 1.200.0 00 krónur, að meðtöldum virðis auka skatti, auk þóknunar til Steinbergs Finnbogasonar lög manns, skipaðs verjanda ákærða á rann - sóknarstigi, sem ráðast að mestu af tímaskýrslu, 1.162.500 krónur, að meðtöldum virðis - auka skatti. Þá greiði ákærði 84.944 krónur í annan sakar kostnað samkvæmt yfirliti héraðs saksóknara. Ákærða verður hins vegar ekki gert að greiða 21.755 krónur í sakar - kostnað, sbr. sakarkostnaðaryfirlit lögreglu stjóra, þar sem ekki verður séð að sá kostn - aður standi í nægjanlegum tengslu m við sakarefni samkvæmt ákæru lögreglustjóra. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari. 16 Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð málsins 1. janúar 2021 en hafði fram til þess eng in afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð : Ákærði, Ingvar Árni Ingvarsson, sæti fangelsi í níu mánuði. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 9. til 27. mars 2019. Gerð eru upptæk skamm byssa af gerðinni Ruger - Pr escott SR22, afsöguð hagla byssa af gerðinni Winchester, hvellbyssa af gerðinni Record, 56 haglaskot og 22 tómar patrónur, auk 214,8 g af amfetamíni, 26,63 g af kókaíni, 2,42 g af ecstasy, 62 milli lítra af testo - steron - stungu lyfjum, 1.727,5 g og 19 stykk ja af íblöndunarefnum, lyfjum og öðrum efnum. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Auðar Bjargar Jónsdóttur lög manns, 1.200.000 krónur, þóknun skipaðs verjanda á rannsóknarstigi, S teinbergs Finnbogasonar lögmanns, 1.162.500 krónur, og 84.944 krónur í annan sakar kostnað. Daði Kristjánsson