Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 18. febrúar 2022 mál nr. E - 293/2020 Skipavík ehf. (Pétur Kristinsson lögmaður) gegn RSG útgerð ehf. (Ólafur V. Thordersen lögmaður) Dómkröfur og rekstur málsins 1. Mál þetta var höfðað 19. október 2020 og þingfest fyrir dómnum 3. nóvember sama ár. Stefnandi er Skipavík ehf., Nesvegi 20, Stykkishólmi, sem stefnir RSG útgerð ehf., Hlíðarvegi 12, Suðureyri. 2. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 2.939.959 krónur með dráttarvöxtum skv. vaxtalögum nr. 38/2001 af 1.059.479 kr. frá 30. nóvember 2019 til 29. febrúar 2020, af 1.639.079 kr. frá þeim degi til 30. apríl 2020, af 2.167.159 kr. fr á þeim degi til 31. júlí 2020 og af 2.939.959 kr. frá þeim degi til greiðsludags. 3. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. 4. Stefndi krefst sýknu en til vara að kröfur verði stórlega lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar 2 úr hendi stefnanda. 5 . Dómari tók við máli þessu við skipan hans sem dómstjóri við dóminn 1. september 2021. Stefndi krafðist frávísunar á málinu, en dómari hafnaði þeirri kröfu eftir munnlegan málflutning um það atriði 12. október sl. og færði rök fyrir þeirri niðurstöðu í þi nghaldinu sjálfu og að auki með stuttri bókun í þingbók. 6. Aðalmeðferð málsins fór fram 10. febrúar sl. og málið dómtekið þann dag. Aðilaskýrslur gáfu Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri stefnanda, og Guðmundur Karvel Pálsson, forsvarsmaður stefnda. Framb urðar fyrir dómi verður getið í niðurstöðukafla dómsins eins og þörf krefur. Málsatvik 7. Krafa stefnanda er byggð á fimm reikningum sem eru vegna vinnu stefnanda fyrir stefnda og vegna slippleigu (uppsáturs) en stefnandi á og rekur skipasmíðastöð í Stykkishólmi. 8. Í september 2019 tók stefnandi að sé viðgerð á bát stefnda Vesturborg ÍS - 3 20 á grundvelli tilboðs og var hann tekinn upp í slipp félagsins í Stykkishólmi. Ágreiningslaust er að upphafleg samningsfjárhæð nam 761.000 krónum vegna botnhreinsunar og málunar. 9. Reikningar stefnanda, sem hann krefst greiðslu á, eru vegna slipptöku og botnhreinsunar, efnis og vinnu. Stærsti hlutur kröfu stefnanda er þó vegna uppsáturs, þ.e. vörslur bátsins eftir að tjón varð á bátnum, alls 1.880.480 kr. samkvæmt reikningum útgefnum í febrúar, apríl og júlí 2020. 10. Í ágúst 2019 hafði stefndi leit að tilboða frá stefnanda í slipptöku og viðgerð fyrir bát sinn Vesturborg ÍS - 320. Fékk stefndi tilboð í kjölfarið frá stefnanda í verkið er fólst í að þrífa botn, sinka bátinn og mála botn og síður. Stefndi féllst á og tók tilboði í verkið frá stefnanda en þá var einnig þörf á þykktarmælingu á skrokk bátsins, og var fenginn aðili frá Frumherja til að framkvæma þykktarmælingu. 3 11. Í ljós kom við þykktarmælinguna að þynning var að myndast á nokkrum stöðum í bátnum og óskaði stefndi eftir því að stefnandi an naðist viðgerð á þynningu bátsins í október 2019. Báturinn hafði verið afhentur til stefnanda, og tekinn upp í slipp hans, en þegar starfsmaður á vegum stefnanda hófst svo handa við viðgerð vegna þynningar, og byrjað var að sjóða í bátinn, braust út eldur og báturinn brann svo illa að hann eyðilagðist í altjóni. Eldsvoðinn varð 17. október 2019. Stefndi fékk bætur úr tryggingum vegna skaðans. Báturinn stóð hins vegar lengi enn í slipp stefnanda og var ekki fjarlægður þrátt fyrir ítrekaðar óskir stefnanda. Báturinn var þannig að sögn stefnanda fyrir og hamlaði starfsemi stefnanda. Ágreiningslaust er að báturinn var og er, að því er virðist, enn eign stefnda. 12. Stefndi lýsir eftirmálum brunans svo að í kjölfar hans hafi fyrirsvarsmaður stefnanda haft samba nd við fyrirsvarsmann stefnda og tilkynnt honum um tjónið auk þess að upplýsa hann um að tjónið ætti að vera tryggt með tryggingum stefnanda hjá Sjóvá vátryggingafélagi. Tjónamatsmaður skipa - , véla - og farmtjóna hjá Sjóvá hafi haft samband við fyrirsvarsma nn stefnda með tölvupósti 12. nóvember 2019 og tilkynnt stefnda að báturinn Vesturborg ÍS 320 væri húftryggður í smábátatryggingu fyrir 17.000.000 kr. en það væri jafnframt mat á verðmæti bátsins. Var gengið frá greiðslu þeirrar fjárhæðar að frádreginni ve ðskuld að fjárhæð 1.063.091 kr. Heildargreiðsla frá Sjóvá til stefnda nam því 15.936.909 kr. Ekki hafi verið um að ræða kaup á skipinu heldur greiðslu hámarksbóta. Báturinn hafi því eftir sem áður verið í eigu stefnda. Förgunarkostnaður var ekki innifalinn í þessari húftryggingu stefnda sem greitt var úr í stað ábyrgðartryggingar stefnanda. Stefndi hefur að sögn engar frekari greiðslur fengið frá Sjóvá vegna málsins. 13. Forsvarsmaður stefnda hafði því samband við aðila til að fjarlægja öll spilliefni úr flaki bátsins og leitaði svo samninga við fyrirtækið Hringrás um förgun þess. Tilkynnti fyrirsvarsmaður stefnda um þessi áform til stefnanda, m.a. í tölvupósti 5. desember 2019. 14. Vegna þess að stefnandi hafði ekki fullnægt samningsskyldum sínum, að sög n stefnda, var kröfum og reikningum stefnanda mótmælt með bréfi lögmanns stefnda til stefnanda 20. apríl 2020 og samhliða lögð fram áskorun um rökstuðning og frekari sundurliðun á því á hverju kröfur stefnanda væru reistar. Var því bréfi svarað með bréfi l ögmanns stefnanda 7. maí 2020 þar sem öllum sjónarmiðum stefnda og mótmælum var hafnað. 4 15. Leitað var lausna og lagði stefndi m.a. fram tillögu um að kröfur stefnanda yrðu felldar niður og Fura málmendurvinnsla ehf. tæki við flaki bátsins og greiddi fyri r brotajárn við förgun, en sú greiðsla var áætlað að myndi duga fyrir flutningi bátsins frá Stykkishólmi til Hafnarfjarðar á starfsstöð Furu. Málsástæður og lagarök stefnanda 16. Stefnandi vísar til almennra reglna samninga - og kröfuréttar. Enginn ágreini ngur verði gerður um að samningur hafi tekist með aðilum um viðgerð stefnanda á bát stefnda og hafi hún sannanlega verið hafin þegar báturinn brann. Ekki sé gerð krafa til neins annars en endurgjalds fyrir þá vinnu og kostnað sem fallið hafði til fyrir bru nann. Til viðbótar hafi svo fallið á gjald, uppsátursgjald, þar sem báturinn hafi verið í slipp þann tíma sem krafist sé greiðslu fyrir og verið fyrir stefnanda og hamlað öðrum verkum. Það gjald eigi stefndi að greiða sem eigandi bátsins og hafi honum veri ð það ljóst. Því gjaldi sem öðrum kröfum stefnanda hafi verið stillt mjög í hóf vegna þess hvernig fór. 17. Stefnandi mótmælir því að áhættuskiptareglur eigi að leiða til þess að ekki beri að greiða fyrir viðgerð bátsins. Engin áhætta hafi verið í spilin u þar sem stefndi hafi fengið bátinn að fullu greiddan úr húftryggingu bátsins og fengið hann reyndar ríflega bættan. Málsástæður og lagarök stefnda 18. Stefndi vísar til fyrri sjónarmiða varðandi frávísun málsins, einkum greinargerðar til dómsins, en stefndi telur að ekki hafi enn verið bætt úr óljósum atriðum. Telur hann að til greina komi að vísa málinun frá þótt frávísun hafi verið hafnað. Að minnsta kosti beri að vísa kröfu stefnanda um dráttarvexti frá dómi. 19. Stefndi álítur ótvírætt að í tilbo ði og verksamningi milli aðila, sem liggur til grundvallar í máli þessu, hafi falist sú vinna við bát stefnda sem rakin var í tilboði í verkið, m.a. að taka bátinn upp í slipp stefnanda, þrífa botn hans, sinka bátinn og mála botn og síður bátsins, sem og a ð annast viðgerð vegna þynningar á skrokk bátsins. 20. Stefndi byggir aðallega á því að stefnandi hafi alls ekki fullnægt þessum meginskyldum sínum samkvæmt tilboði og samkomulagi aðila, þ.e. að afhenda þau verk til stefnda sem 5 umbeðin og umsamin voru á tilsettum tíma og þjónusta bátinn skv. tilboði, í hendur verkkaupa, þ.e. stefnda. 21. Áhættuflutningur, í skilningi kaupalaga og meginreglna í kauparétti, hafi aldrei átt sér stað frá verksala til verkkaupa, þar sem umbeðin þjónusta hafi aldrei verið af hent verkkaupa í samræmi við samning aðila. 22. Stefnda þykir ljóst að þrátt fyrir að stefnandi hafi talið sig hafa innt af hendi einhver verk, sem hann hafi ætlað í þágu stefnda áður en brunatjón af völdum stefnanda hafi eyðilagt bátinn, hljóti það að v era ótækt að innheimta kröfu sem byggð sé á verki sem verkkaupi hafi aldrei fengið færi á að leggja mat á hvort hafi sannanlega uppfyllt alla eiginleika þess sem samið hafi verið um; hafi verið gallalaust og fullnægt öllum þeim kröfum sem leiða hefði mátt af samningi milli aðila um verkið. Áhættuskipti frá verksala aftur til verkkaupa hafi aldrei átt sér stað og forsendur verksamnings því brostið með verulegum hætti. 23. Af hálfu stefnda er á því byggt að samningssamband aðila hafi einungis byggst á grun dvelli hins samþykkta tilboðs og verið einskorðað við þau verk sem þar séu upptalin. Sé af þeim sökum alfarið hafnað öllum kröfum stefnanda vegna vinnu sem stefnandi telji sig hafa innt af hendi umfram umfang samkomulagsins, og sem hafi þá verið í óþökk st efnda og ekki með nokkru móti nýst honum. 24. Þá telur stefndi augljóst að stefnanda hafi borið að upplýsa hann fyrirfram um þau verk sem stefnandi hafi talið þörf á að ráðist yrði í og hafi ekki talist hluti af samþykktu tilboði stefnanda, þ. á m. um umfang verksins og þann kostnað sem af því kynni að hljótast fyrir stefnda og gefa stefnda með því kost á að gera við það athugasemdir. Það hafi stefnandi hins vegar ekki gert og verði að bera allan halla af því, m.a. af því hvort um slík meint aukaverk ha fi samist milli aðila, umfang slíks verks, nauðsyn o.fl. 25. Vísist hér m.a. til geymslu og leigu, flutnings á ónýtu flaki báts og förgunar hans í brotajárn. Í málinu liggi fyrir gögn sem styðji það að báturinn hafi ekki legið í slipp og hamlað starfsemi stefnanda því að hann hafi verið fjarlægður úr slipp stefnanda eftir brunatjónið og færður út á opið landsvæði þar sem hann hafi legið. Ekki sé hægt að halda 6 því fram að báturinn hafi hamlað starfsemi stefnanda sérstaklega eða tekið legupláss í slipp, en u m þetta megi vísa til framlagðra ljósmynda. 26. Þá byggir stefndi á því að hinir útgefnu reikningar sem dómkröfur stefnanda séu reistir á hafi aldrei verið samþykktir af hálfu stefnda heldur hafi þeim þvert á móti verið sannanlega andmælt sem röngum og t ilhæfulausum, m.a. í andmælabréfum og tölvupóstum stefnda til stefnanda. Réttmæti reikninganna og grundvöllur sé ósannaður. 27. Telur stefndi það fráleitt að stefnandi byggi kröfur sínar á því að þær greiðslur og fjárhæð sem stefndi fékk úr húftryggingu sinni hafi að einhverju leyti hækkað eða miðast við þau verk sem stefnandi framkvæmdi á bát stefnda fyrir brunann. Hafi tjónamatsmaður og fulltrúi Sjóvár í málinu þvert á móti staðfest það skriflega að viðgerð stefnanda hafi ekkert haft með vátryggingarmat að gera. 28. Þá hafnar stefndi fullyrðingum stefnanda þess efnis að stefndi hafi fengið greitt fyrir förgun bátsins úr tryggingum, en tjónamatsmaður og fulltrúi vátryggingafélagsins hafi staðfest að um slíkt hafi ekki verið að ræða. 29. Til vara er kra fist umtalsverðrar lækkunar á kröfum stefnanda. Vísar stefndi um það til þeirra sjónarmiða sem að framan eru rakin varðandi aðalkröfu, auk þess sem augljóst sé að fjárhæð kröfunnar sé langtum hærri en ætlast hafi mátt til, einkum með hliðsjón af fyrrgreind u samkomulagi aðila. Niðurstaða 30. Stefndi áskildi sér, í greinargerð sinni til dómsins, þann rétt til vara að hafa uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar gegn kröfum stefnanda í málinu skv. 1. mgr. 28. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þar yrði um að ræða kröfu sem rekja mætti til að saknæmrar háttsemi stefnanda, vanrækslu og altjóns á báti stefnda, m.a. óbeins tjóns vegna tapaðra tekna af veiðum. Slík krafa hefur þó ekki komið fram, eða grundvöllur hennar skýrður frekar. 31. Engin efni eru til að draga í efa réttmæti þess kostnaðar sem fallinn var á verkið fyrir tjónsdag og stefndi ekki gert nokkurn reka að því að draga hann í efa með rökstuddum hætti. 7 Þrátt fyrir það blasir v ið að viðgerð á bátnum mun eðli máls samkvæmt aldrei koma til með að nýtast stefnda. 32. Engu máli skiptir við úrlausn málsins að mati dómsins sú staðreynd að stefndi fékk bátinn bættan að fullu úr húftryggingu sinni. Sú viðgerð og/eða endurbætur sem höf ðu verið gerðar á bátnum fyrir brunatjónið höfðu miðað við gögn málsins engin áhrif á það uppgjör. Fjárhæð útgreiddra bóta miðaðist einfaldlega við húftryggingarverðmæti bátsins eins og stefndi hafði keypt tryggingu fyrir. 33. Dómurinn telur, með hliðsjó n af þeim meginreglum sem orðaðar hafa verið í kröfurétti um áhættuskipti, að draga megi þá ályktun að þegar um viðgerðarsamning er að ræða leiði áhættuskiptareglur til þess að verktaki beri endurgjaldsáhættu af því ef hlutur sem til viðgerðar er og er í v örslum hans ferst fyrir tilviljun, enda sé ekki um neytendakaup að ræða þannig að eigi undir lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Engu hefur til þessa verið slegið föstu um að Vesturborg ÍS hafi orðið eldi að bráð vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi, hvorki starfsmanna stefnanda eða þá atvika sem stefndi verður talinn bera ábyrgð á. Áhættuskiptareglur leiða því til þess að stefndi verður ekki krafinn um greiðslu fyrir þá vinnu sem unnin hafði verið í bátnum fyrir brunatjónið. Þessar reglur eru óháðar vátrygg ingarvernd sem aðilar kunna að njóta, heldur miðast í raun við þá aðstöðu þegar báðir aðilar eru ótryggðir fyrir slíkum utanaðkomandi og óvæntum atburði eða öllu heldur óhappi. Verður að telja að áhættuskipti í þessa veru séu að því leyti eðlileg, en að a uki standi viðgerðaraðila, eða þeim sem á hallar, alla jafnan væntanlega til boða að tryggja sig fyrir tjóni sem þessu. Þá verður einnig að telja að aðilar geti samið á annan veg, en ekkert liggur fyrir um að það hafi verið gert í þessu tilviki. Þá varða þ essar reglur heldur ekki ábyrgð á sjálfum þeim hlut sem til viðgerðar er, en hana ber eigandi hlutarins að jafnaði nema vörslumaður beri ábyrgð á grundvelli saknæmrar háttsemi. 34. Verður því stefndi sýknaður af kröfum vegna áfallins kostnaðar við umsami ð verk og þá vinnu sem hlotist hafði af verkinu fram að altjóni bátsins 17. október 2019. ------- 8 35. Þá þrjá reikninga sem eftir standa byggir stefnandi á gjaldskrá sinni vegna geymslu á bátnum í slipp eftir tjónið. 36. Enginn ágreiningur er um að ei gnarhald bátsins hefur ekkert breyst frá því að hann var tekinn upp í slipp hjá stefnanda að beiðni stefnda og til dagsins í dag. Stefndi er því nú sem fyrr eigandi bátsins, og bar og ber ábyrgð á förgun hans, en báturinn er enn í dag á athafnasvæði stefna nda og hafði forsvarsmaður stefnda ekki haldbærar skýringar á því, þrátt fyrir að viðurkenna að stefndi sæti uppi með bátinn eins og hann orðaði það fyrir dómi. Þá eru ekki efni til annars en að miða við að báturinn hafi verið í slipp þann tíma sem krafis t er greiðslu fyrir. Ljósmyndir, sem lagðar hafa verið fram í málinu sem sýna bátinn á athafnasvæði stefnanda að því er virðist, en kominn niður úr dráttarbraut/uppsátri, eru teknar eftir að stefnandi greip til, að því virðist mjög kostnaðarsamra aðgerða t il að hífa bátinn úr stað, en fyrir liggur að ekki var hægt að láta bátinn renna á flot vegna skemmda. Ekki er gerður ágreiningur um að þennan kostnað hafi stefnandi borið til þessa sjálfur. 37. Af gögnum málsins má ráða að strax eftir tjónið var stefndi í viðræðum við tryggingafélagið Sjóvá hf. sem fyrir liggur að var bæði vátryggjandi samkvæmt ábyrgðartryggingu stefnanda og húftryggingu stefnda, en úr hinni síðarnefndu var tjónið bætt, sbr. framangreint. Af þeim viðræðum og uppgjöri á tryggingarbótum mát ti stefnda vera fullljóst að hann bæri eftir sem áður ábyrgð á bátnum sem slíkum. Virðist svo að stefndi hafi átt tvo kosti, að fá bátinn greiddan út að frádregnum kostnaði við förgun eða greiða bátinn út og að eigandinn myndi þá sjá um förgunina. Gengið v erður út frá því miðað við framlögð gögn að stefndi hafi valið seinni kostinn. 38. Stefndi hefur ekki andmælt því að hann hafi móttekið áskoranir frá stefnanda um að hann þyrfti að fjarlægja brak bátsins úr slippnum. Heldur ekki því að hafa móttekið tölvu skeyti frá framkvæmdastjóra stefnanda m.a. skeyti 5. desember 2019, þar sem sagði: Enda svarar forsvarsmaður stefnda um hæl og upplýsir stefnanda um að samið ha fi verið við Hringrás um að fjarlægja bátinn en það yrði gert strax eftir að aðili á vegum stefnda hefði lokið við að fjarlægja spilliefni úr bátnum. Hann lýsir því að hann hafi þarna talið það mál frágengið og síðan hefði sami aðili átt að fylgja málinu e ftir fyrir hönd stefnda. Að lokum innti hann forsvarsmann stefnanda eftir því hvort fulltrúi frá Hringrás hefði haft 9 samband. Næstu samskipti í þessu formi voru í tölvuskeyti frá forsvarsmanni stefnanda 28. janúar 2020 til stefnda þar sem hann spurði hvað væri í gangi og að hann þyrfti að fá svör til að ákveða næstu skref. 39. Þá liggur fyrir að þegar lögmaður stefnda mótmælir reikningum stefnanda með bréfi 20. apríl 2020 hefur stefndi, miðað við þá fjárhæð sem hann andmælir og í samræmi við dagsetningu br éfsins, móttekið þriðja reikning þessa máls sem var vegna slippleigu fyrir janúar og febrúar að fjárhæð 579.600 krónur. Í bréfinu er kröfunni mótmælt í heild sinni, en eingöngu á þeim grunni að viðgerð hafi ekki nýst stefnda og bruninn valdið honum miklu t jóni. Ekki er minnst sérstaklega á slippleiguna. 40. Í svarbréfi lögmanns stefnanda frá 7. maí 2020 er áréttuð krafa vegna slippleigu og stefnda gerð grein fyrir því að báturinn sé fyrir og hamli starfsemi stefnanda. Jafnframt er upplýst að þá hafði veri ð gefinn út reikningur vegna slippleigu fyrir mars og apríl. Í viðbrögðum við því bréfi 25. maí 2020 er viðgerðarkostnaði sem fyrr mótmælt og lýst miklu tjóni sem stefndi hafi hlotið af málinu en engin sérstök andmæli höfð uppi við kröfu vegna slippleigu. 41. Sá kostnaður sem stefnandi vill innheimta vegna slippleigu er þegar kemur að úrlausn málsins, í raun ótengdur því upphaflega verki sem aðilar sömdu um. Sá kostnaður fellur þannig til eftir að allar forsendur gjörbreytast og ný staða kemur upp. Þá lig gur fyrir að stefnandi vakti athygli stefnda á kostnaði sem af þessu myndi hljótast og verður að ganga út frá því að stefnda hafi verið fullkunnugt um að báturinn sem hann vissi að væri hans eign væri enn á athafnasvæði stefnanda honum vafalaust til óþurft ar. Jafnframt að hann hafi ekki haft nokkra ástæðu til að ætla að hann gæti í raun geymt bátinn hjá stefnanda sér að kostnaðarlausu þar til hann myndi fjarlægja bátinn, en það þurfti hann sannanlega að gera á eigin kostnað og ábyrgð. 42. Eftir stendur að báturinn stóð fram á sumar 2020 í slipp í óþökk stefnanda og honum væntanlega til tjóns. Miðað við gögn málsins litu báðir aðilar með réttu svo á að það væri á ábyrgð stefnda að fjarlægja bátinn. Með vísan til framangreinds og samskipta aðila eftir tjónið, verður að telja eðlilega og sanngjarna niðurstöðu að stefndi verði látinn bera af þessu kostnað, þ.e. af þeirri fyrirhöfn og framlagi sem stefnandi innti af hendi allt þar til báturinn 10 var fjarlægður, reyndar eftir að stefnanda brast þolinmæðin. Að minnst a kosti stofnaði stefndi augljóslega til kostnaðar með því að hafa bátinn áfram í slipp hjá stefnanda, sem hann mátti gera sér grein fyrir að hann yrði að standa skil á. 43. Stefnandi kveðst einungis innheimta í kringum helming af gjaldskrá í formi þess bæði að gefa hlutfallslegan afslátt af gjaldskrá eða 30% en einnig með því að miða við mun færri daga en báturinn var í slipp. Stefndi hefur engin gögn lagt fram sem gefa til kynna að innheimt gjald stefnanda sé að einhverju leyti ósanngjarnt og verður fal list að fullu á reikninga stefnanda vegna þessa. 44. Kröfu um dráttarvexti er vísað frá dómi vegna vanreifunar, þar sem hún er hvorki mörkuð með því að tilgreina ákveðinn vaxtafót né með vísun til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. 45. Með vísan til málsatvika og reksturs málsins verður stefndi látinn bera hluta af málskostnaði stefnanda, eða 600.000 krónur, en annan málskostnað skulu málsaðilar bera sjálfir, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. 46. Málið fluttu lögmennirnir Pétur Kristinsson fyrir hönd stefnanda og Ólafur V. Thordersen fyrir stefnda. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Kröfu stefnanda um dráttarvexti er vísað frá dómi. Stefndi, RSG útgerð ehf., gr eiði stefnanda, Skipavík ehf., 1.880.480 krónur. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson