Héraðsdómur Norðurlands vestra Ú rskurður 3 . september 2020 Mál nr. E - 48/2020 : Valdimar Erlingsson ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður) gegn Ólín u Björk Hjartardótt u r ( Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður) Úrskurður I Mál þetta , sem höfðað var 29. febrúar sl. var tekið til úrskurðar um frávísunarkröfu stefndu 18. ágúst sl. Stefnandi er Valdimar Erlingsson, Strandgögu 5, Stokkseyri. Stefnda er Ólína Björk Hjartardóttir, Smáragrund 7, Sauðárkróki. Dómkröfur Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 28. febrúar 2019 til greiðsludags. Til vara krefst hann þess að ste fnda verði dæmd til að greiða honum miskabætur að annarri lægri fjárhæð að mati dómsins. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu og að við ákvörðun hans verði tekið tillit til virðisaukaskatts. Stefnda krefst þess aðallega að málinu ve rði vísað frá dómi. Til vara krefst stefnda sýknu af kröfum stefnanda og til þrautarvara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Loks krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefndu verði hafnað og málið tekið til efnismeðferðar. II Upphaflega var mál þetta höfðað á hendur stefndu af stefnanda , Valdimar i Erlingssyni og Erlingssyni ehf. Af hálfu beggja stefnenda var þess krafist að stefna yrði 2 dæmd til að greiða þeim 500.000. krónur. Frávís unarkrafa stefndu var aðallega á því reist að samaðild stefnenda væri ekki sérstaklega rökstudd. Jafnframt vísaði stefnda til þess að það væri ófrávíkjanlegt skilyrði í aðstöðu sem þessari að hvor aðili um sig gerði sjálfstæða kröfu fyrir sitt leyti, eigi þeir sitt hvora kröfuna, þótt þei m sé heimilað að sækja kröfur sínar í sama dómsmáli. Í upphafi þinghalds sem boðað var til munnlegs málflutnings um frávísunarkröfu stefndu, 18. þessa mánaðar, var lögð fram bókun þess efnis að stefnandinn Erlingsson ehf. f élli frá kröfum á hendur stefndu. Af hálfu stefndu var ekki gerð athugasemd við bókunina en hún krafðist málskostnaðar úr hendi Erlingssonar ehf. III Í meginatriðum voru atvik máls þessa með þeim hætti að vinafólk stefndu keyptu í byrjun árs 2018 hús af Erlingsson ehf. Það félag mun vera trésmíðafyrirtæki sem bæði smíðar hús frá grunni og sinnir viðhaldi húsa. Húsið sem vinafólk stefndu keyptu var reist í Skagafirði. Kaupendur hússins voru ekki að fullu sátt við ýmislegt er snéri að byggingu h ússins og fóru af þeim sökum þess á leit við skipulags - og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerð yrði áfanga úttekt á húsinu en þá var búið að reisa útveggi og þakviði hússins. Slík úttekt fór fra m líkt og gögn málsins bera með sér. Hinn 28. janúar sl. birti stefnda færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum en þar fjallar hún með eftirfarandi hætti um kaup vina sinna á húsi af Erlingss yni ehf. starfandi bara á ekki að viðgangast ég er svo reið Erlingsson eh f. á Stokkseyri í janúar 2018. Þegar það var reist á grunninum þeirra í september s ama ár kom í ljós að það var stórlega gallað. - Krossviðurinn utan á því var víða svartur af myglusvepp . - Glu gg ar voru ekki allir á réttum stöðum skv. teikningum. - Notuð voru svört hefti til að festa krossviðinn utan á húsið. - Það vantaði hundruði vinkla sk v teikningum. - Það vantaði tugi bolta til að festa húsið við grunninn skv. teikningum. - Samskeyti á göflum voru verulega ábótavant og alls ekki skv. teikningum. 3 af 4 hurðum eru ónothæfar og 4ja hurðin er heldur ekki vel smíðuð. 3 - Gluggar eru illa smíðaðir og búið að skella allt að 1sm kítti þar sem listar eru ekki nógu langir. - Gluggar og hurðir eru úr ódýrara og verra efni en byggingalýsing segir til um. - o.fl . Eigandi fyrirtækisins lét eins og þau væru einsdæmi í sinni smíðasögu en í ljós hefur komið að dæmin eru fleiri. (þau vita um amk 4 önnur mál sem voru á svipuðum tíma). Um daginn hafði t.d. ein manneskja samband við þau þar sem hún hafði keypt eins hús af honum og þau eiga. Það er jafn gallað ef ekki verra. T.d. er halli á efra gólfinu, uppstig allr a þrepa er ekki það sama, engin loftun í gegnum þakskeggið ofl mætti telja. Hún veit ekkert hvernig innra byrði hússins er þar sem það var búið að klæða það þegar hún fékk það. Þrátt fyrir að amk þrír sem vinafólk mitt veit um hefur haft samband við Mannvi rkjastofnun varðandi þetta fyrirtæki vill hún ekkert aðhafast ! Sama dag og færsla stefndu birtist á samfélagsmiðlinum sendi lögmaður stefnanda stefndu bréf skaðabóta Í b réfinu kemur fram að stefnandi, forsvarsmaður Erlingsson ehf. hafi leitað til lögmannsins og beði ð hann um að gæta hagsmuna sinna vegna tilvitnaðrar umfjöllunar stefndu. Í bréfinu er þess krafist að stefnda biðji umbjóðenda lögmannsins afsökunar á þeim ful lyrðingum að hann hafi selt gallaða vöru. Jafnframt krafðist hann þess að stefnd a dragi fullyrðingar sína til baka og viðurkenn i að þær væru rangar . Jafnframt er þess krafist að stefnda birti afsökunarbeiðni sína í opinni færslu á síðu sinni á samfélagsmið linum. Loks krafðist hann þess að stefnda grei ði umbjóðanda h ans 500.000 krónur í miskabætur. Lögmaður stefndu svaraði bréfinu 7. febrúar sl. og hafnaði kröfum stefnanda. Í framhaldinu var mál þetta höfðað. IV Eftir að stefnandinn Erlingsson ehf. féll frá kröfum sínum byggir stefnda kröfu sína um frávísun aðallega á því að í stefnu sé ekki vikið að því að stefnandi hafi persónulega komið að byggingu húss þess sem vinafólk hennar keypti af Erlingssyni ehf. Stefnd a bendir á að í stefnu sé gengið út frá því að stefnandi sé eigandi að nefndu einkahlutafélagi. Hins vegar hafi engin gögn verið lögð fram í málinu sem styðji þá fullyrðingu. Hér hátti því svo til að aðild stefnanda að málinu sé óútskýrð og vanreifun á aði ld leiði til frávísunar. Þrátt fyrir að stefnandi kunni að vera eigandi að Erlingssyni ehf. leiði það eitt og sér ekki til þess að hann eigi persónulega aðild að máli er varðar félagið. 4 Gagnrýni á félagið geti ekki verið grundvöllur að aðild eiganda þess a ð dómsmáli sem varðar félagið. Stefnandi hafi því ekki sýnt fram á að hann eigi lögvarinna hagsmuna að gæta í máli þessu og því beri að vísa því frá dómi. Stefnda heldur því fram að sá sem les stefnu máls þessa sé engu nær um það hvernig ummæli stefndu get i verið meiðandi fyrir stefnanda. Hann telji að svo sé en víki ekki með nokkrum hætti að því í stefnu. Í þessu sambandi vísar stefnda til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 25/2019. Í munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna vísaði lögmaður stefndu til þess að í stefnu sé vísað til þess að með ummælum sínum hafi stefnda gerst sek um lögbrot sem feli í sér ærumeiðandi aðdróttanir sem að mati stefnanda varði við 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga. Í stefnu hafi því borið að aðgreina hvaða ummæli voru móðgangi og hver fólu í sér aðdróttanir. Hins vegar sé ekki gerð tilraun til að skilgreina nánar hvaða ummæli falli undir þessar greinar en þær lýsi ekki sama broti. S tefnda vísar til þess að bókakrafa stefnanda sé eingöngu studd með þeim rökum að vísað s é í 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 en ekki gerð grein fyrir bótagrundvelli kröfunnar . Loks bendir stefnda á að ekki sé gerð krafa um ómerkingu ummæla þeirra sem hún lét falla . Telur stefnda slíka kröfugerð fordæmalausa enda fari það ekki saman að krefja st bóta vegna ummæla en láta hjá líða að krefjast ómerkingar þeirra sem þá leiði til þess að þau fái að standa. Af hálfu stefnanda er í þessum þætti málsins á því byggt að aðild hans að málinu sé nægilega skýr í stefnu og þar ítarlega gerð grein fyrir hen ni. Vísar stefnandi til þess að títtnefnt einkahlutafélag beri nafn hans og það sé að fullu í hans eigu. Stefnda hafi í færslu sinni vísað til eiganda félagsins og sagt að húsið hafi verið keypt af honum. Hann hafi þannig verið sakaður um að selja gallaða vöru. Með þessum ummælum hafi æra hans og virðing beðið hnekki . Stefnandi vísar til þess að krafa hans sé reist á 26. gr. skaðabótalaga enda hafi hann orðið fyrir ólögmætri meinge r ð af hálfu stefn du . Stefnandi hafnar því að honum hafi borið að krefjast óme rkingar ummælanna enda sé slíkt ekki skylt heldur eingöngu heimilt sbr. 1. mgr. 241. gr. almennra hegning ar laga. Þá heldur stefnandi því fram að vörnum stefndu hafi ekki verið áfátt í málinu og augljóst af greinargerð hennar til dómsins að hún geri sér ful la grein fyrir sakarefni málsins. Stefnandi mótmælti málsástæðu stefndu hvað varðar vísum til 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga sem of seint fram kominni enda hafi slýkri málsástæðu ekki verið hreyft í greinargerð stefndu. Loks andmælti stefnandi því að Erlingsson ehf. verði gert að greiða stefndu málskostnað en upphafleg aðild þess félags að málinu hafi ekki haft í för með sér aukinn kostnað fyrir stefndu. 5 V Í þessum þætti málsins er eingöngu til úrlausnar krafa stefndu um frávísun málsins og þá ber og að leysa úr kröfu stefndu um málskostnað úr hendi Erlingssonar ehf. sem nú hefur fallið frá kröfum sínum á hendur henni. Líkt og áður er rakið voru stefnendur u pphaflega tveir, Valdimar Erlingsson og Erlingsson ehf. Kröfðust þessir stefnendur þess að stefnda greiddi þeim miskabætur að fjárhæð 500.000 krónur með tilgreindum vöxtum ella lægri fjárhæð að mati dómsins. Verður að leggja þann skilning í kröfugerðina að stefnendur krefjist þess að stefnda verði dæmd til að greiða þeim sameiginlega tilgreinda fjárhæð. Í stefnu er því haldið fram að stefnandinn Valdimar Erlingsson sé eigandi Erlingsson ehf. án þess að þar komi fram að hann sé eini eigandi félagsins en engin gögn um eignarhald félags ins hafa verið lögð fram í m álinu. Í stefnunni er ekki með nokkrum hætti sundurliðað hvaða ummæli það eru sem orðið geta grundvöllur miskabóta til hvors hinna upphaflegu stefnanda um sig. Í stefnu er ítrekað vísað til þess að ummæli stefndu varði bæði stefnanda og Erlingsson ehf. Þan nig segir t.d. r stefnda að stefnendur hafi selt vinafólki hennar gerst seki r V irðist því sem stefnendur hafi litið svo á að ummælin í heild og eða einstök ummæli stefndu, vörðuðu þá báða. Eftir að Erlingsson ehf. féll frá kröfum sínum á hendur stefndu breyttist grunnur málsins. Við lestur þeirra ummæla sem stefnda lét falla í færslu sinni má sjá að flest þeirra eiga við um Erlingsson ehf. og geta þau eðli máls samkvæmt, burt séð frá eignarhaldi félagsins, ekki varðað persónu stefnanda. Eingöngu á einum stað er vikið að stefnanda sérstaklega með þeim hætti að hann telji að æra hans og virðing hafi beðið hnekki við umrædd umm æli og með þeim sé ráðist að persónu hans. Ekki er vikið að því hvaða ummæla stefndu hann er að vísa til. Í e. lið 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 er mælt fyrir um að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða má málsástæður sem máls sókn er byggð á, svo og önnur atvik sem þarf að geta til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst svo ekki fari á milli mála hvert sakarefnið er . Í ummælum þeim sem eru til umfjöllunar hér er stefnandi hvergi nafngreindur og eins og áður er ítrekað getið e r í stefnu ekki greint hvaða ummæli stefndu geta varðað hann sérstaklega þannig að hann hafi öðlast rétt til miskabóta úr hendi hennar. Það er mat dómsins að grundvöllur málsins hafi strax í upphafi verið lagður í slíku ósamræmi við fyrirmæli e. liðar 1. m gr. 80. gr. laga nr. 6 91/1991 að vísa beri málinu frá dómi án kröfu. Sjá í þessu sambandi til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 25/2019. Málskostnaður Eins og ítrekað hefur komið fram féll stefnandinn Erlingsson ehf. frá kröfum sínum á hendur stefndu en það gerði hann með bókun sem lögð var fram í síðasta þinghaldi sem haldið var til munnlegs flutnings um frávísunarkröfu stefndu. Með vísan 2. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála ber að dæma stefnanda og Erlingsson ehf. til að greiða stefndu sameiginlega málskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts og horft til umfangs málsins og þess tíma sem fór í ferðalag lögmanns stefndu . Af hálfu stefnanda flutti málið Guðmundur Nar fi Magnússon lögmaður en af hálfu stefndu Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi , Valdimar Erlingsson og Erlingsson ehf. greiði stefndu , Ólínu Björ k Hjartardóttur, 496 .000 krónur í málskostnað. Halldór Halldórsson