Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 7. október 2020. Mál nr. S - 92/2020 : Ákæruvaldið ( Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir a ðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) (Birna Ketilsdóttir réttargæslu maður brotaþola ) Dómur : Mál þetta var þingfest 25. ágúst 2020 og dómtekið 7. október. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 2. j úlí 2020 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 0, [...] , Ísafjarðarbæ, fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 1. mars 2020 gripið tvisvar utanklæða um vinstra brjóst A , kt. 000000 - 0000 , inni á skemmtistaðnum [...] . Er háttsemi talin varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa A , en hún krefst þess að ákærð i verði dæmdur til greiðslu 1.500.000 króna miskabóta með vöxtum s amkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. janúar 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu nnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæslu þóknunar. Ákæ rði kr ef st vægustu refsingar sem lög leyfa og að miskabætur verði stórlega lækkaðar . Þá verði þóknun skipaðs verjanda greidd úr ríkis s jóði. Fyrir dómi játaði ákærði undanbragðalaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Var því farið með málið sam kvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og ákærði höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Naut ákærði þar leiðsagnar verjanda. 2 Með skýlausri játningu ákærða fyrir dó mi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákær u og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða . Samkvæmt sakavottorði ákærð a var hann 18. september 2019 dæmdur í 30 daga fangelsi, ski lorðsbundið tvö ár, fyrir blygðunarsemisbrot samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga. Með broti því sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefur hann rofið skilorð þess dóms. Ber því að taka upp skilorðsdóminn og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. alm ennra hegningarlaga og er heimilt að hafa þann dóm skilorðsbundinn , en refsing skal ákveðin með hliðsjón af 77. gr. sömu laga. Að þessu gættu og með vísan til greiðrar játningar ákærða fyrir dómi þykir refsing nú hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Ef tir atvikum þykir þó mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún f al li niður að liðnum tveim ur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði a l mennt skilorð 57. g r. almennra hegningarlaga. Ákærði var birt framlögð bótakrafa 12. ágúst sl. og hefur viðurkennt bótaskyld u. Með hliðsjón af greindum málsúrslitum ber að dæma ákærða til greiðslu miskabóta samkvæmt b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með hliðsjón af dóm i Landsréttar 7. febrúar 2020 í máli réttarins nr. 197/2019 þ ykja miskabæt ur hæfilega ákveðnar 200.000 krónur . B er sú fjárhæð vexti samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 1. m ars 2020 til 12. september 2020, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt greindum málsúrsli tum og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærð a til að greiða allan sakarkostnað , þar með talda þóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda síns hér fyrir dómi og þóknun Birnu Ketilsdóttur réttargæslumanns brotaþola hjá lö greglu og fyrir dómi . Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tillit i til tímaskýrslu verjanda þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 185.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti og þóknun réttargæslumanns samkvæmt sömu formerkjum 203 . 500 krónur a uk virðisaukaskatt s . Jónas Jóhannsson settur dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærð i , X , sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum tvei mur árum frá dómsbirtingu haldi á kærði almennt skilorð 57. g r. almennr a hegningarlaga. 3 Ákærði greiði A 200.000 krón ur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. mars 2020 til 12. september 2020, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðslu dags . Ákærð i greiði allan sakarkostnað, þar með talda 185.000 króna þóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar verjanda síns og 203 . 500 króna þóknun Birnu Ketilsdóttur réttargæ s lumanns A . Jónas Jóhannsson