Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30 . október 2019 Mál nr. S - 5118/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Ól a Jóhann i Óla syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 23. október sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 24. september 2019, á hendur Óla Jóhanni Ólasyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , föstudaginn 10. maí 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 225 ng/ml) austur Vesturlandsveg í Reykjavík, við Landsbankann, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr, allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987 . Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 23. september 2019 , var hann dæmdur til greiðslu sektar með dómi 19. apríl 2017 , fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og vörslur fíkniefna. Þá var á kærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára 19 apríl 2017 , fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna, hraðakstur, vörslur fíkniefna og fjársvik. Þá var ákærði dæmdur í átta mánaða fangelsi , þar af fimm mánuði skilorðsbundn a til þriggja ára, með dómi 16. febrúar 2018 , meðal annars fyrir að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum . Þá gekkst ákærði undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 18 . apríl 2018 , fy rir að aka sviptur ökuréttindum. Loks var ákærði dæmdur í 30 daga fangelsi 14. desember 20 18 , fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Við ákvörðun refsingar v erður þ annig við það miðað að ákærði gerist nú í fjórða skipti innan ítrekunartíma sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sekur um að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða frá birtingu dómsins að tel ja. Ákærði greiði 77.314 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoða r - saksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Óli Jóhann Ólason, sæti fangelsi í 3 mánuði. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 77.314 krónur í sakarkostnað. Harpa Sólveig Björnsdóttir