Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8 . október 2019 Mál nr. S - 4292/2019 : Héraðssaksóknari Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari g egn X Þórður Már Jónsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 3 . október sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru X , kt. [...] , [...] , [...] og , kt. , , I Gagnvart ákærðu báðum fyrir líkamsárás, með því að hafa laugardaginn 5. ágúst 2017, á bifreiðarstæði framan við Björnsbakarí við Austurströnd á Seltjarnarnesi, í félagi, ráðist á A , [...] með því að slá hann einu höggi með krepptum hnefa í andlitið og halda honum föstum e n X með því að slá hann einu höggi með hnúajárni í hægra gagnaugað , með þeim afleiðingum að A hlaut bólgu og mar yfir neðra hægra augnloki, blæðingu undir slímhúð hvítunnar á hægra auga, mar út á hægra gagnauga, sár við vinstri augnkrók. Telst brot X varð a við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot [...] við 217. gr. sömu laga. II Gagnvart X fyrir gripdeild , með því að hafa á sama stað og tíma og greinir í ákærukafla I tekið úr bifreiðinni [...] ófrjálsri hendi, kveikiláslykla bifreið arinnar, handtösku af gerðinni Michael Kors, svartan Iphone 6+ síma og húslykla. Telst brotið varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 M. 007 - 2017 - 4494 0. Þann 24 . september 2019 gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur ákærða og var meðferð málanna sameinuð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði er þar ákærður fyrir: I. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , laugardaginn 4. ágúst 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum eftir Vesturlandsvegi við Hvalfjarðargöng. Mál nr. 313 - 2018 - 16911 Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. I I. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , föstudaginn 26. október 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum eftir Álfaskeiði, Hafnarfirði. Mál nr. 007 - 2018 - 73536 Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. III. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , miðvikudaginn 31. október 2018, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum eftir Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfirði. Mál nr. 007 - 2018 - 74497 Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. IV. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa , föstudaginn 15. mars 2019, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökuréttindum austur Reykjanesbraut áleiðis að flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mál nr. 008 - 201 9 - 4074 3 Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. II Ákærði hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í báðum ákærunum. Játning ákærða fær fulla stoð í gögnum málsins. Sannað er með játningu á kærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða , þ. m. t. líkamsárás sú sem ákærði er ákærður fyrir en hún telst réttilega heimfærð undir 2. mgr. 218. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna þess vopns sem ákærði beitti við árásina. Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og tjáði ákærandi og verjandi ákærða sig sérstaklega um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga . III Ákærði er fæddur árið [...] . Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur hann tvisvar á árinu 2018 gengist undir sektargerð lögreglustjóra annars vegar vegna brots gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og hins vegar vegna umferðarlagabrota . B rot ákærða samkvæmt ákæru frá 5. september 2019 er hegningarauki vegna sektargerðanna. Þá framdi ákærði þau brot áður en hann náði 18 ára aldri. Við ákvörðun refsingar ákærða nú er , auk framangreinds , til refsimildunar, litið til skýlausrar játningar ákærða , ungs aldurs og þess að hann hefur nú snúið við blaðinu og m.a. farið í vímuefnameðferð , sbr. 4. og 5. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þá er til refsiþyngingar litið til 1. töluliðar framangreinds lagaákvæðis en brotið beindist að lífi og heilsu brotaþola. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr . laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Þórðar Más Jónssonar lögmanns , sem samtals eru ákveðin 1 2 0.000 krónur, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts , og 42.445 krónur í annan sak arkostnað í samræmi við framlagt yfirlit ákæruvalds og bókun ák æ ruvalds við þingfestingu málsins. 4 Af hálfu ákæruvaldsins flutti mál þetta Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari. Dóm þennan kveður upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari . D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 6 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195 5. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Þórðar Más Jónssonar , 1 2 0 .000 krónur og 42 . 445 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir