Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1. júlí 2020 Mál nr. S - 229/2020 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Vigni Ólafss y n i ( Ásgeir Örn Blöndal lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 24. júní , var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 12 . ma í 2020, á hendur Vigni Ólafssyni, kt. , , ; fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 8. febrúar 2020, á veitinga - og skemmtistaðnum , á Akureyri, ráðist gegn X , kt. og kýlt hann einu hnefahöggi í andlitið þannig að hann féll í gólfið og lagst þar ofan á hann og slegið han n að minnsta kosti tvö hnefahögg í andlitið til viðbótar. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði hefu r komið fyrir dóm og játað sök. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu en þegar hefur farið fram, með heimild í 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu hans fyrir framangreint brot. Ákærði hefur gengist greiðlega við brotinu og greitt brotaþola bætur samkvæmt samkom ulagi. Refsing hans ákveðst 30 daga fangelsi, skilorðsbundið eins og greinir í dómsorði. Ákærði verður dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns eins og greinir í dómsorði, virðisaukaskattur meðtalinn. Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson hé raðsdómari. D Ó M S O R Ð : 2 Ákærði, Vignir Ólafsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi hann almennt skilorð 60. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Arnar Blöndals lögmanns, 117.800 krónur.