Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 14. janúar 2021 Mál nr. S - 211/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri ) g egn Sigurð i Gísl a Gíslas yni ( Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 7. janúar 2021, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum útgefinni 1. desember sl., á hendur Sigurði Gísla Gíslasyni, kt. , , , fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 18. júlí 2020, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti, vestur: i) Vesturlandsveg, við Hafnarskóg, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans og (313 - 2020 - 11898) ii) Djúpveg, við Hólmavík, þar sem lögreglan stöð vaði akstur hans. (314 - 2020 - 2897) Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar II Ákærði mætti ásamt skipuðum verjanda sínum við þingfestingu málsins og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samk væm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að verjanda ákærða og fulltrúa ákæruvalds hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar er lög leyfa og að brot 2 þau sem ákært er fyrir verði virt sem eitt en ekki tvö. Þá gerir verjandi ákærði kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Um málsatvik er vísað til ákæru og gagna málsins. Það er mat dómsins að játning ákærða samræmist rannsóknargögnum málsins og verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og eru brot hans þar rétt heimfærð til refisiákvæða. III Ákærði er fæddur árið . Samkvæmt framlögðu sakavottor ði dagsettu 2. desember 2020 var ákærði svip t ur ökurétti ævilangt með dómi 31. janúar 2016. Síðan þá hefur ákærði í trekað sætt refsingu vegna aksturs sviptur ökuréttindum . Á kærði var dæmdur til 90 daga fangelsisvistar m.a. fyrir slíkt brot þann 29. nóvember 2017 og þann 22. júní 2018 var ákærði dæmdur í fangelsi í einn mánuð fyrir sama brot. Ákærði hefur því nú í þriðja sinn ítrekað ekið sviptur ökuréttindum á þriggja ára tímabili . Með hliðsjón af framangreindu, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða h æfilega ákveðin fangelsi í 90 daga. Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 verður ákærða gert að greiða sakarkostnað málsins, sem er þóknun skipaðs verjanda hans Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns sem er hæfilega ákveðinn 94.240 kr ónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Sigurður Gísli Gíslason, sæti fangelsi í 90 daga. Ákærði greiði 94.240 krónur í sakarkostnað, sem er þóknun skipaðs verjanda hans, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns. Bergþóra Ingólfsdóttir