Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22 . jún í 2022 Mál nr. S - 1801/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Júlí Karlsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Ainaras Barauskas Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 12. apríl 2022, á hendur Ainaras Barausskas, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir : I. Þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 25. febrúar 2020, brotist inn í geymslu á [...] að Þórunnartúni [...] í Reykjavík og stolið þaðan LG sjónvarpi að óþekktu verðmæti, La Sportiva hlaupaskóm að óþekktu verðmæti og rúmfötum að óþekktu verðmæti. Telst br ot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Umferðar - og vopnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 24. apríl 2021, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna ( í blóði mældist amfetamín 25 ng/ml, metamfetamín 375 ng/ml og metýlfenidat 9,6 ng/ml), með 141 km hraða á klukkustund um Reykjanesbraut í Reykjanesbæ, við Stapa, þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund og á sama tíma haft í vörslum sínum vasah níf sem lögregla fann við leit í bifreiðinni [...] . Telst brot þetta varða við 3., sbr. 4. mgr. 37. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 1. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. II I. 2 Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 4. júlí 2021, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Bríetartún í Reykjavík, við hús nr. [...] . Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er kraf ist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á vasahníf, sem hald var lagt á, samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þa nnig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 6. apríl 2022, var ákærða gert að sæta fangelsi í 60 daga , skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2 7 . janúar 20 17 meðal annars fyrir þjófnað og vopnalagabrot. Þá var ákærða gert að sæta fangelsi í 3 mánuði, skilorðsbundið til tveg gja ára, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2020 meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og vopnalagabrot. Þá var ákærða gert að greiða sekt með viðurlagaákvörðun 22. september 2021 meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur sviptur ökurétti , auk þess sem hann var sviptur ökurétti í 5 ár frá 23. maí 2024 að telja . Að öðru leyti kemur sakarferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar nú. Brot þa u sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru v oru frami n áður en framangreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17 . febrúar 2021 var kveðinn upp og verður ákærða því dæmdur hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með brotum samkvæmt II. o g III. ákærulið hefur ákærði einnig rofið skilorð framangreinds dóms frá 28. maí 2020. Verður skilorðsbundin refsing dómsins því tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lag i , sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu verður við ákvörðun refsingar miðað við að ákæ rða sé nú í annað sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins og ákvæðum 60., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangel si í 5 mánuði. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á kærði sviptur ökurétti í 18 mánuði frá 23. maí 2029 að telja . 3 Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð ur upptæk ur vasahnífur sem hald var lagt á við ran nsókn málsins. Ákærði greiði 97.124 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari. Samúel Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, A inaras Barauskas , sæti fangelsi í 5 mánuði . Á kærði er sviptur ökurétti í 18 mánuði frá 23. maí 2029 að telja . Ákærði sæti upptöku á vasahníf. Ákærði greiði 97.124 krónur í sakarkostnað. Samúel Gunnarsson