Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. september 2021 Mál nr. E - 6574/2020 : A (Páll Kristjánsson lögmaður) g egn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Sigurður Ágústsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað 30. september 2020. Stefnandi er A og stefndi er Sjóvá - Almennar tryggingar hf ., Kringlunni 5, R eykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða h onum 8.775.819 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 16. október 2018 til 2. febrúar 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreg inni innborgun 10. febrúar 2020 að fjárhæð 797.265 krón um. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 6.090.578 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 16. október 2018 til 2. febrúar 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. m gr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni innborgun 10. febrúar 2020 að fjárhæð 797.265 krónum. Til þ rautavara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 3.314.077 krónur, m eð vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 16. október 2018 til 2. febrúar 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni innborgun 10 . febrúar 2020 að fjárhæð 797.265 krónum. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi. Málsatvik Stefnandi slasaðist við vinnu sína sem háseti um borð í togaranu m Ö 16. október 2018 , er stór þorskur sem stefnandi var að gera að spriklaði í höndum hans þannig að stefnandi skarst á hendi , meðal annars með þeim afleiðingum að sinar við þumalfingur vinstri handar skárust í 2 sundur . Stefnandi var af þessum sökum fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Brim hf., sem hét HB Grandi hf. er slysið átti sér stað , gerir Ö út og var með áhöfn skipsins tryggða hjá stefnda í samræmi við lagaskyldu samkvæmt 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Samkvæmt gögnum málsins og framburði stefnanda fyrir dómi hafði hann sinnt störfum sem veiðieftirlitsmaður í þrjá mánuði áður en hann réð sig sem háseta á Ö en stefnandi mun upphaflega hafa söðlað um eftir vinnuslys á árinu 2007 sem leiddi til þess að hann hætti sjómennsku og hóf nám í lögfræði sem hann lauk á árinu 2015. Á árunum 201 6 til 2017 starfaði stefnandi við fréttamennsku og við eigin atvinnu rekstur auk þess sem hann réð sig til starfa hjá stéttarfélagi í hálft starf og hálft starf sem fulltrú i á l ögmannsstofu. Stefnandi varð svo að eigin sögn að hverfa frá vinnu vegna brjóskloss í baki um nokkurt skeið en hóf síðan störf hjá Æ við veiðieftirlit eins og áður gat, áður en hann hóf störf hjá Brim hf . Fyrst stóð til að stefnandi færi í veiðiferð með Þ 2. ágúst 2018 en af því varð ekki . S tefnandi fór þess í stað í veiðiferð á ísfisktogaranum Ö sem stóð frá 3. ágúst til 8. ágúst 2018 . Af því tilefni undirritaði stefnandi tímabundin n ráðning arsam n ing vegna þeirrar veiðiferðar . Næst fór stefnandi í veiðiferð með frystitogaranum Z , sem Brim hf. gerir einnig út en sú veiðiferð stóð frá 13. ágúst til 10. september 2018 . E kki liggur fyrir dóminum skriflegur ráðningarsamningur vegna þeirrar veiðiferðar. Loks fór stefnandi í veiðiferð að nýju með Ö , sem hó fst 11. október 2018 sem var yfirstandandi þegar stefnandi slasaðist 16. október 2018. Stefnandi var lögskráður á framangreind skip Brim s hf. í 49 daga á 78 daga tímabili í ágúst, september og október 2018. Af hálfu útgerðarstjóra Brim s hf. kom fram fyrir dómi að skipstjóri Ö hefði haft þann hátt á að fylla út ráðningarsamninga tímabundið ráðinna háseta á leiðinni í land í lok veiðiferðar sökum þess að þá hefði ráðningartíminn vegna veiðiferðarinnar legið fyrir . Þá væri veiðiferðinni að ljúka og skipið á le ið í land. T il undirritunar slíks samnings hefði ekki komið í þessu tilfelli þar sem stefnandi slasaðist í ferðinni. Útgerðarstjórinn bar jafn f ramt um að ekki hefði komið til frekari ráðningar stefnan d a þar sem hann hefði ekki mætt til skips á Þ 2. ágúst 2 018 en í tilfelli tímabundið ráðinna starfsmanna væri slíkt alger frágang s sök fyrir áframhaldandi ráðningu. Frá því var einnig grei nt af útgerðarstjóranum að stefnandi hefði ekki verið fastráðinn. Það væri ekki á forræði skipstjóra að fastráða sjómenn held ur þyrfti skipstjórinn að óska eftir því að tiltekinn sjómaður yrði ráðinn. Til þess að slík ráðning yrði samþykkt af útgerðinni væri ófrávíkjanlegt skilyrði að viðkomandi stæðist læknisskoðun en það væri í verkahring útgerðarstjórans að hlutast til um slíkar skoðanir og tiltekinna starfsmanna á skrifstofu Brim s hf. að annast um frágang ráðningarsamninga í slíkum tilvikum . 3 Ekki hefði verið æskt slíkrar skoðunar vegna stefnanda og því án vafa að hann hafi ekki verið fastráðinn. Vegna slyss stefnanda stóðu a ðilar saman að því að óska mats bæklunar - og handaskurðlæknis og lögmanns á afleiðingum slyssins í samræmi við ákvæði skaðabótalaga með beiðni sem dagsett var 17. september 2019. Matsmenn gáfu út matsgerð 18. desember sama ár. Þeir komust að þeirri niður stöðu að stöðugleikapunktur væri 6. júní 2019, tímabil tímabundins atvinnutjóns væri 16. október 2018 til 6. júní 2019, þjáningabótatímabil næmi 234 dögum, þar af tveir dagar rúmliggjandi. Varanleg örorka var metin 7%. Varanlegur miski var metin n 10 stig , ef einvörðungu væri horft til afleiðinga slyssins , en sjö stig ef litið væri til fyrri örorkumat a vegna eldri slysa og svonefndrar hlutfallsreglu. Í umfjöllun í matsgerðinni um varanlegan miska kom fram að stefnandi hefði ítrekað lent í slysum sem leitt he fði til þess að honum hafi verið metin örorka, þar á meðal vegna handaráverka. Í matsgerð matsmanna kom fram að vegna þeirra slysa hefði hann samtals verið metinn til 32 stiga varanlegs mi s ka en þess getið að ef miðað væri við hlutfallsreglu væri varanlegu r miski hans 28 stig vegna þessara eldri slysa. Tekið v ar fram að samkvæmt matsfræðum, eins og það er orðað í matsgerðinni, yrði að miða við þá tölu, 28 stig við úrvinnslu matsins. Í umfjöllun um varanlegan miska samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga var vísað til þess að stuðst væri við miskatöflur örorkunefndar frá 2019 sem væru sambærilegar við töflur nefndarinnar frá 2006. Í miskabótatöflunum væri ekki fjallað um áverka eins og þann sem stefnandi hlaut , en horft til töflu VIIA.d í miskabótatöflunum þar sem fjallað væ r i um ýmsa finguráverka. Að álitum var talið , með hliðsjón af öðrum finguráverkum , að varanlegur miski stefnanda væ r i hæfilega ákveðinn 10 stig þegar einvörðungu væri horft ti l afleiðinga þessa slyss en þar sem stefnandi hefði búið við 28 stiga varanlegan miska fyrir , vegna fyrri örorku , v æ r i varanlegu r miski hans talinn vera sjö stig, (10x0,72=7,2) , að virtum þeim mötum og hlutfallsreglu. Í kjölfar matsgerðarinnar var samið um greiðslur milli stefnanda og stefnda vegna varanlegrar örorku og þjáningabóta . D eilt var á hinn bóginn um hvort leggja bæri 10 stiga eða sjö stiga varanlegan miska til grundvallar vegna deilu um gildi svonefndrar hlutfallsreglu . S tefndi greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en hafnaði kröfu stefnanda um að horft yrði til 10 stiga miska . Aðilar deildu einnig um hvort stefnandi ætti rétt til frekari greiðslna vegna tímabundins tjóns e n þegar hefð u verið grei ddar frá vátryggingartaka . Synjun stefnda var meðal annars stu dd þeim rökum að atvinnuþátttaka stefnanda fyrir slys gæfi ekki tilefni til að ætla að um óbætt tjón væri að ræða vegna tímabundins tjóns, þar sem fyrir hefði legið að stefnandi 4 hefði ekki fengið frekari vinnu hjá útgerð Ö . Af hálfu stefnanda va r ritað undir svonefn t fullnaðaruppgjör með fyrirvara um að afleiðingar vegna slyssins vegist ekki meira og að tjónþoli myndi hafa uppi frekari kröfur vegna tímabundins atvinnutjóns og vegna miska og höfða mál til að sækja rétt sinn ef þurfa þætti. Vegna þ essara deiluefna höfðaði stefnandi mál þetta. Málsástæður stefnanda Á því er aðallega byggt af hálfu stefnanda að hann eigi rétt til að fá tímabundið tjón sitt bætt sem háseti enda hafi hann unnið sem slíkur á slysdegi. Stefnandi hafi verið búinn að vinna sem háseti hjá Brim i hf. um þriggja mánaða skeið, samtals 49 daga á sjó. Hann hafi einnig sótt sér endurmenntun í Slysavarnaskóla sjómanna á árinu 2018 í þeim tilgangi að halda áfram að vinna sem sjómaður. S tefnandi hafi verið fastráðinn í fullu starfi hj á útgerðinni á slysdegi . S tefnandi bar um það fyrir dómi að hafa aldrei ritað undir ráðningarsamning við útgerðina er hann sinnti störfum hjá henni áður fyrr en stefnandi mun hafa hætt sjómennsku árið 2007 í kjölfar slyss . Þeirri málsástæðu til styrktar , a ð stefnandi hafi verið fastráðinn , er vísað til þess að hann hafi haldið fullum staðgengilslaunum í tvo mánuði ef tir slys og notið kauptryggingar í þrjá mánuði þar á eftir í samræmi við 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Jafnframt er byggt á því að þess hafi ekki verið getið í tjónstilkynningu útgerðarinnar til Tryggingastofnunar að stefnandi myndi ekki halda áfram störfum hjá útgerðinni . Þ að sé síðan ekki á ábyrgð stefnanda að ekki hafi verið búið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi milli útgerðar innar og stefnanda þegar slysið átti sér stað, sbr. 6. gr. sjómannalaga. Allur vafi í þessum efnum falli á stefnda sem vátryggjanda útgerðarinnar enda ótvírætt að skyldan til gerðar skriflegs samnings hvíli á útgerðinni lögum samkvæmt. Stefnandi telji fram angreint vera því til sönnunar að hann hefði unnið áfram hjá útgerðinni ef slysið hefði ekki átt sér stað . Ef ekki hjá Brim i hf., þá hjá öðrum útgerðum . Hann hafi unnið sem sjómaður frá árinu 2002 með hléum til að ljúka laganámi. Stefnandi hafi haldið full um hásetahlut til 19. desember 2018 auk kauptryggingar til 19. mars 2019 en óvinnufærnitímabil samkvæmt matsgerð hafi staðið til 6. júní 2019 . Dómkrafa hans grundvallast á greiddum staðgengilslaunum en óbætt óvinnufærni tímabil sé frá 19. desember 2018 til 6. júní 2019 að frádregnum greiðslum vegna kauptryggingar. Dagafjöldinn sem krafist sé bóta fyrir væri 169 en hásetahlutur á dag væri fundinn með því að margfalda hásetahlut með fjölda mánaða í árinu og deila með dagafjölda í árinu, margfalda síðan með dagafjölda tímabundins tjóns og draga svo fjárhæð greiddrar kauptryggingar frá . Útreikningurinn sé eftirfarandi : 1.530.000 krónur x 5 12/365 = 50.301x169 dagar = 8.500.869 krónur - 864.000 krónur (fjárhæð kauptryggingar) ) = 7.636.869 krónur. T il vara krefst stefnandi þess að lagðar verði til grundvallar meðaltekjur lögfræðinga í sérfræðistörfum. Stefnandi hafi ætlað sér að vinna sem sjómaður áfram af persónulegum ástæðum frekar en að sinna lögfræðistörfum þrátt fyrir lögfræðimenntun. Ef hann hefði á hi nn bóginn ekki haldið starfi sínu sem háseti hefði hann snúið sér aftur að lögfræðistörfum. Óvinnufærni stefnandi olli því að hann gat hvorki unnið sem lögmaður né sem sjómaður á tímabilinu 19. desember 2018 til 6. júní 2019 . Í niðurstöðu matsgerðarinnar h efði verið miðað við að stefnandi væri lögmaður. Þannig liggi fyrir að stefnandi hafi verið virkur á vinnumarkaði og gögn málsins og málsatvik sanni að hann hefði haft tekjur á þessu tímabili ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu. Lögfræðimenntun sína haf i stefnandi nýtt sér í störfum áður en hann hóf störf sem sjómaður á árinu 2018. Hann hafi ritstýrt veffréttamiðli í um sex mánuði frá ágúst 2016 til febrúar 2017 og hafi sinnt störfum hjá stéttarfélagi og á lögmannsstofu samhliða frá ársbyrjun 2017 í sex mánuði. Sú fjárhæð sem við sé miðað í varakröfu séu meðallaun fyrir sérfræðistörf í lögfræði á árinu 2018 samkvæmt samkomulagi málsaðila sem viðmið við útreikning varanlegrar örorku . Á því viðmiði sé byggt þar sem stefnandi telji einsýnt að hann hefði afla ð sér slíkra tekna ef hann hefði ekki slasast . L agðar sé u til grundvallar árstekjur sem um var samið milli aðila við útreikning varanlegrar örorku , deilt í þá fjárhæð með dagafjölda ársins og útkoman margfölduð með dagafjölda óbættrar tímabundinnar óvinnuf ærni og fjárhæð kauptryggingar síðan dregin frá ( 12.560.508 krónur / 365 = 34.412 x169 dagar = 5.815.628 krónur - 864.000 krónur (fjárhæð kauptryggingar) ) = 4.491.628 krónur . Þ rautavara krafa stefnanda byggir á sömu málsástæðum og aðal - og varakrafa. Verði ekki fallist á þær kröfur er á því byggt að stefnandi eigi að fá tjón sitt bætt með hliðsjón af verðmæti vinnu hans við heimilisstörf. Hann var ára á slysdegi og bjó einn og naut engrar aðstoðar við að leysa hefðbundin heim ilisstörf af hendi á tímabili óvinnufærni. Áverkar stefnanda séu þess eðlis að geta hans til að sinna heimil i sstörfum hafi verið verulega skert á tímabili óvinnufærni þar sem hann hafi fundið fyrir sársauka i hendinni auk þess sem gripkraftur og hreyfigeta hefði verið verulega skert. Miðað er við sams konar tölulega framsetningu á þrautavarakröfu stefnanda eins og varakröfu að því breyttu að miðað er við meðal mánaðar laun verkamanna 2018 (547.000 krónur x12/365 = 17.983 krónur x169 dagar = 3.039.127 864.00 0 (kauptrygging) = 2.175.127 krónur. Auk bóta fyrir tímabundið tjón krefst stefnandi bóta fyrir þrjú miskastig sem stefndi neitaði að greiða með vísan til tilgreiningar matsmanna á miska stefnanda að teknu tilliti til eldri 6 örorkumata og hlutfallsreglu sam kvæmt miskabótatöflum örorkuefndar sem þeir töldu leiða til þess að miski stefnanda næmi sjö stigum. Stefnandi byggir á því í ekki ver ð i horft til þessarar umfjöllunar matsmanna þar sem þeim hafi ekki verið falið að komast að niðurstöðu um tjón stefnanda í samræmi við hlutfallsreglu af aðilum heldur einvörðungu með hliðsjón af ákvæðum skaðabótalaga. Skilmálar stefnda hefðu ekki kveðið á um beitingu hlutfallsreglu þegar slys stefnanda hefði átt sér stað og það geti ekki átt við rök að styðjast að beita brey ttum skilmálum afturvirkt sem tóku gildi 2. október 2019, hartnær ári eftir að slys stefnanda átti sér stað. Þá verði að horfa til þess að við mat á tjóni stefnanda hafi verið horft til fyrri skaða sem hann hefði orðið fyrir eins og fram komi í matsniðurst öðu matsmanna . Þannig megi leiða líkur að því að stefnandi hafi í tvígang verið lækkaður vegna þessa forskaða en það eigi ekki við rök að styðjast þar sem hann hafi ekki fyrr slasast með sambærilegum hætti. Þá verði niðurstaða ma ts mannanna ekki lögð til gr undvallar vegna niðurstöðu í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 5/2021 sem kveðinn var upp 3. júní 2021 en málsatvik í þeim dómi hefð u verið um margt sambærileg. Vegna athugasemda stefnda um vaxtakröfur stefnanda sem fjallað var um í málflutningi er þeim mótmælt sem röngum og of seint fram komnum enda í engu hreyft í greinargerð stefnda . Málsástæður stefnda Hvað aðalkröfu stefnanda um tímabundið tjón snertir er öllum málsástæðum hans mótmælt. Stefnandi hafi ekki verið fastráðinn í skipspláss hjá útgerð Ö og því breyti ekki þó tt láðst hafi að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við stefnanda vegna veiðiferðarinnar sem hann slasaðist í . Sjá megi af málavöxtu að þessi málatilbúnaður stefnanda standist ekki. Hann hafi verið á sinni þriðju veiðiferð hjá útge rðinni , þar af annarri með Ö en hann hefði farið með Z eina ferð og svo ekki mætt til skips í ferð með Þ sem búið hafi verið að ráða hann til. Augljóst sé að hann hafi verið tímabundið ráðinn í einstakar veiðiferðir enda séu skipverjar ráðnir á skip hjá Brim i hf. í samræmi við sjómannalög en ekki til útgerðarinnar sem slíkrar . Þannig liggi ekkert fyrir um að stefnandi hefði haft tekjur sem sjómaður á því tímabili sem hann var óvinnufær hefði hann verið vinnufær enda liggi fyrir að hann hefði ekki verið rá ðinn til frekari sjómannsstarfa hjá útgerðinni. F járhæð launakröfu hans sé mótmælt þar sem stefnandi virðist byggja á einum launaseðli vegna greiðslu staðgengilslauna í slysaforföllum samkvæmt 36. gr. sjómannalaga vegna nóvember mánaðar en hann hefði ekki haft viðlíka laun áður en hann hóf störf hjá Brim i hf . Í munnlegum málflutningi af hálfu stefnda var byggt á því að miklu betri mynd birtist þegar horft væri til þess tíma sem stefnandi vann og þá hve marga daga hann hafi verið við veiðar á Ö en sleppa því að horfa til aukatúrsins með Z og þeirra daga sem voru á 7 milli veiðiferða við mat á því hvert viðmið eigi að vera um dagafjölda sem bæta eigi frekar en að horfa á skilgreiningu forfallatímabilsins af hálfu matsmanna. Bæta eigi þannig þá daga sem stefnandi hefði verið á sjó, ef á annað borð er fallist á kröfuna en í þeim efnum verði að horfa til þess að stefnandi hafi verið metinn til 100% örorku til sjómannsstarfa á árinu 2006 . S ú niðurstaða bendi til þess að starfsgeta stefnanda hafi verið verulega skert til sjómannsstarfa. Hvað varakröfu stefnanda snertir, að miða tekjutap við sérfræðistörf í lögfræði , er því viðmiði einnig mótmælt enda ber stefnandi sönnunarbyrðina í þessum efnum eins og öðrum í tengslum við kröfu sína um tímabundið tjón. Ekkert í gögnum málsins styðji það að stefnandi hafi orðið af tekjum sem lögfræðingur á tímabili forfalla. Loks er þrautavarakröfu stefnanda mótmælt sem ósannaðri þar sem ekkert liggi fyrir um að stefnandi haf i ekki getað sinnt almennum heimilisstörfum enda bjó hann einn og virðist ekki hafa haft börn á framfæri á eigin heimili. Loks styðst það ekki við niðurstöðu matsgerðar að stefnanda hafi verið ókleift að annast slík heimilisstörf. Sérstaklega vegna vara - og þrautavarakröfu er því haldið til haga af hálfu stefnda að stefnandi hafi þegar fengið umtalsverðar bætur vegna tímabundins atvinnutjóns en það tí m abil spanni allt frá slysdegi til 6. júní 2019 en afmarkist ekki af 19. desember 2018 er greiðslum aflahlutar í forföllum lauk. Þær greiðslur námu 3.392.582 krónum sem ættu að koma til frádráttar , sérstaklega ef reyni á vara - og þrautavarakröfu . Hvað bætur fyrir þrjú miskastig áhrærir er þeirri kröfu mótmælt og krafist sýknu. Því sé hafnað af hálfu stefnda að matsmönnum hafi verið óheimilt að horfa til hlutfallsreglu sam kvæmt miskabótatöflum örorkunefndar. Ótvíræð lagaheimild sé í 3. mgr. 10. gr. nefndinni til handa til að semja slíkar töflur. Þá verði líka með vísan til dóms Hæstaréttar að horfa til þess að miskabótatöflum örorkunefndar hafði verið breytt áður en mat var lagt á slys stefnanda en það var gert í júní 2019 en matsgerð matsmanna var gefin út 18. desember 2019. Á þeim tímapunkti hefði einnig verið búið að breyta skilmálum stefnda þar sem þeir voru gefnir út 2. október 2019. Það sé þannig í fullu samræmi við um fjöllun Hæstaréttar í máli nr. 5/2021 þar sem gildandi skilmálar á matsdegi voru lagðir til grundvallar. Að síðustu var gerð athugasemd af hálfu stefnda í munnlegum máflutningi við að vaxtafótar væri ekki getið í kröfugerð stefnanda hvað skaðabótavexti sne rti heldur látið við það sitja að vísa til 16. gr. skaðabótalaga sem stefndi taldi að gæti leitt til frávísunar þeirrar vaxtakröfu. Eins var gerð athugasemd um frádrátt vegna varanlegs miska sem tiltekin n væri til frádráttar miðað við 10. febrúar 2020 en b úið hefði verið að bæta stefnanda vexti skv. 16. gr. vegna þessarar fjárhæðar með uppgjöri því sem fram fór 10. febrúar þannig að stefnandi væri með þessari framsetningu að áskilja sér vexti í tvígang af sömu fjárhæðinni. 8 Niðurstaða Í máli þessu er óumdei lt að stefnandi eigi rétt á bótum í samræmi við ákvæði skaðabótalaga vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir um borð í togaranum Ö sem gerður er út af Brimi hf. Deila málsaðila lýtur einvörðungu að tveimur þáttum í bótakröfu hans . H vort hann eigi rétt til bót a vegna 10 miskastiga eða hvort sá réttur takmarkist við sjö miskastig vegna fyrri örorku og hlutfallsreglu samkvæmt miskabótatöflum örorkunefndar frá 2019 , og hvort hann eigi rétt á bótum fyrir tímabund ið atvinnutjón. Sé fyrst vikið að kröfu stefnanda er lýtur að varanlegum miska liggur fyrir að slys stefnanda átti sér stað 16. október 2018, óskað var mats á afleiðingum slyssins með sameiginlegri matsbeiðni málsaðila 17. september 2019 og matsmenn gáfu út matsgerð 18. d esember 2019. Einnig liggur fyrir að örorkunefnd gaf út nýja r miskabótatöflur 5. júní 2019 sem höfðu að geyma sérstakan kafla sem fjallaði um hlutfallsreglu. Þær miskabótatöflur leystu af hólmi töflur frá 2006 sem ekki höfðu að geyma ákvæði um slíka reglu. Loks liggur fyrir að skilmálum áhafnartryggingar stefnda sem eiga við um slys stefnanda , var breytt 2. október 2019 en við það tækifæri var meðal annars bætt við ákvæði um að við mat á örorku skyldi beita hlutfallsreglu þegar við ætti en slíkt ákvæði hafð i ekki verið í eldri skilmálum. Matsmenn , sem málsaðilar voru sammála um að leita til , mátu það svo að beiting hlutfalls reglu í tilviki stefnanda lei dd i til þeirrar niðurstöðu að skerða bæri varanlegan miska um 28% með hliðsjón af eldri matsgerðum . Það lei ddi til þess að miski sem bæta ætti væri sjö stig í stað 10 stiga. Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 5/2021 frá 3. júní 2021 var leyst úr því að ekki yrði horft til hlutfallsreglu í því máli sem Hæstiréttur hafði til úrlausnar meðal annars á þeim gru ndvelli að miskabótatöflurnar, sem hafa regluna að geyma, höfðu hvorki tekið gildi þegar það slys er málsatvik lutu að , átti sér stað né þegar mat var lagt á varanlegan miska í því máli . Sérstaklega var úr því leyst í málinu að ósannað væri að beiting hlut fallsreglu helgaðist af venju við framkvæmd mata á varanlegum afleiðingum slysa. Sú niðurstaða verður lögð til grundvallar í máli þessu, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í því máli sem hér er til úrlausnar liggur fyrir að slys stefnanda átti sér stað áður en miskabótatöflunum var breytt 5. júní 2019 og að skilmálum stefnda var ekki breytt fyrr en 2. október 2019 , nærri ári eftir slysið . Til þess er einnig að líta að skilmá lar stefnda voru óbreyttir þegar málsaðilar komu sér saman um að leita mats á afleiðingum slyss stefnanda 17. september 2017 . Þegar horft er til þessara málsatvik a blasir við að beiting hlutfallsreglu í tilviki stefnanda fæli í sér afturvirka beitingu regl unnar. Verið væri að beita henni um slys sem átt hefði sér stað 9 áður en reglan var innleidd í miskabótatöflur örorkunefndar. Slíkt á ekki við rök að styðjast en í þessum efnum ræður úrslitum að skilmálar stefnda kváðu ekki á um beitingu reglunnar þegar sly s stefnanda átti sér stað en slík afturvirk beiting breyttra skilmála s amrýmist ekki lögum nr. 30/2004 um vátrygginga r sam ninga, samanber til dæmis 4. og 5. mgr. 79. gr. laganna . Í þeim ákvæðum er augljóslega gert ráð fyrir því að vátryggingartaka sé u kynnt ar breytingar til þess að honum séu þær ljósar áður en á vátrygginguna geti reynt. Enn brýnna sýnist að þessa sé gætt þegar um vátryggingu er að ræða þar sem hagsmunir þriðja manns eru í húfi, eins og raunin er í þessu máli. Enn fremur e r til dóms Hæstarét tar að líta sem hefur fordæmisgildi í málinu, meðal an n ars um beitingu andskýringarreglu um skilmála stefnda. Verður krafa stefnanda um greiðslu 341.685 króna vegna þriggja miskastiga því tekin til greina en nefnd fjárhæð er óumdeil d. Hvað kröfu stefnanda um bætur fyrir tímabundið tjón varðar liggur fyrir að matsmenn mátu það svo að stefnandi hefði verði óvinnufær frá slysdegi til 6. júní 2019 og er sú afmörkun óumdeild milli aðila. Stefndi hefur byggt aðalkröfu um sýknu á því að ósannað sé að stefnandi hefði unnið sem sjómaður á tímabili óvinnufærni þar sem hann hafi verið lausráðinn hjá útgerðinni en ekki fastráðinn eins og stefnandi byggi á og jafnframt að fyrir hafi legið að hann hefði ekki fengið áframhaldandi pláss á skipum Brim s hf. Upplýst er að stefnandi var ráðinn tímabundinni ráðningu í fyrstu veiðiferðina sem hann fór í á Ö . Ó umdeilt er líka að stefnandi átti að fara í afleysingartúr með Þ og hann fór sem afleysingarmaður í veiðiferð með Z . Stefnandi átti þannig að fara í fjórar veiðiferðir með þremur skipum Brim s hf. á tæpum þremur mánuðum. Í þessu ljósi verður ekki lagt til grundvallar að hann hafi verið fastráðinn á Ö er hann slasaðist þótt ekki hefði verið búið að gang a frá ráðningarsamningi er hann slasaðist. Það skýtur jafnframt frekari stoðum undir þessa niðurstöðu að sérstaklega var tilgreint í tilkynningu útgerðarinnar til stefnda að stefnandi hefði verið ráðinn tímabundið í veiðiferðinni en gagnvart útgerðinni bre ytti engu fjárhagslega á þeim tímapunkti hvort stefnandi væri fastráðinn eða lausráðinn. Loks var skýring ú tgerðarstjór a Brim s hf. fyrir dómi trúverðug um að skipstjóri Ö hefði tamið sér að ganga frá ráðningarsam n ingum í lok veiðiferðar þegar fyrir lægi hv e langt ráðningartímabilið væri. Hefur skylda útgerðarinnar til að gera skipsrúmssamning í samræmi við 6. gr. sjómannalaga ekki á h rif þannig að sönnunarbyrði í þessum efnum ver ð i felld á stefnda þegar horft er til málsatvika þessa máls, samanber til nokkur rar hlið s jónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 499/2004 frá 2. júní 2004. Þótt stefnandi á hinn bóginn hafi ekki verið fastráðinn hjá Brimi hf. standa rök til þess að álykta að hugur stefnand a hafi staðið til þess að hasla sér völl á ný í sjómennsku eftir langt hlé 10 vegna slysfara og háskólanáms . Framganga hans síðustu misserin áður en slysið átti sér stað veitir sterka vísbendingu í þessa átt . Stefnandi var búinn að fara í nám í Slysavarnarskólanum til undirbúnings þess að hefja störf til sjós og var búinn að sinna störfum við veiðieftirlit á vegum Æ , meðal annars um borð í skuttogara á vegum Brim s hf. um nokkurra mánaða skeið áður en hann hóf störf hjá Brim i hf . Þá eru ekki forsendur til að leggja til grundvallar þa nn málatilbúnað stefnda að stefnandi hafi fyrirgert möguleika sínum á störfum í þágu Brim s hf. þar sem hann hafi ekki mætt til skips til veiðiferðar á Þ 2. ágúst 2018. Til þess er að horfa að stefnandi fór í þrjár veiðiferðir eftir þ að, tvær með Ö og eina langa veiðiferð með Z. Þær staðreyndir skjóta ekki stoðum undir málatilbúnað stefnda í þessum efnum . Þá kom beinlínis fram í framburði útgerðarstjóra Brim s hf. að hann hefði ekki verið búinn að fara yfir fjarvistir frá þeim tíma sem stefnandi mætti ekki og því ekki búinn að koma því á framfæri við skipstjóra þeirra sex skipa sem Brim hf. gerir út að ekki mætti ráða stefnanda vegna fjarvistanna. Sú ákvörðun að ráða stefnanda ekki virðist því í besta falli hafa verið tekin eftir að stefnandi slasaðist. Við þe tta bætist að stefnanda stóðu fleiri kostir til boða til að sinna sjómannsstörfum en hjá Brim i hf. en fyrir liggur að önnur útgerð falaðist eftir starfskröftum hans í september 2018. Þegar horft er til þessara staðreynda og vísbendinga sem fyrir liggja verður lagt til grundvallar að stefnanda hafi lánast sönnun þess að hann hefði verið við störf sem háseti á því tímabili óvinnufærni sem krafist er bóta fyrir, 19. desember 2018 til 6. júní 2019. Þótt stefnandi hafi vissulega búið við umtalsverða varanlega örorku vegna fyrri slysa eru engar vísbendingar fyrirliggjandi sem leiða til þeirrar ályktunar að honum hefði verið ófært að sinna sjómannsstörfum fram á mitt ár 2019 ef slysið hefði ekki borið að höndum, óháð vangaveltum um úthald hans til erfiðisvinnu t il langframa. Að þeirri niðurstöðu fenginni liggur fyrir að leysa úr hver sé fjárhæð bóta vegna umkrafins tímabundins tjóns. Brim hf. greiddi stefnanda í samræmi við ákvæði 36. gr. sjómannalaga full laun háseta í tvo mánuði, frá lokum veiðiferðarinnar sem hann slasaðist í, 19. október til 19. desember 2018 auk kauptryggingar í þrjá mánuði til 19 . mars 2019. Af hálfu stefnanda er lagt til grundvallar að tímabil óvinnufærni til 19. desember sé fullbætt með greiðslum útgerðarinnar en krafist bóta fyrir tímabun dið tjón vegna tímabilsins frá 19. desember 2018 til 6. júní 2019 eða í 169 daga að frádregnum greiðslum vegna kauptryggingar . Í þessum efnum verður að halda til haga að ekki eru forsendur til þess að fallast á þann málatilbúnað stefnda að taka beri tillit til fjárhæðar svokallaðra staðgengilslauna fyrstu tvo mánuði eftir sly si ð þannig að einhver hluti tímabilisins frá 19. desember 2018 til 6. janúar 2019 teljist bættur með þeim greiðslum. Því verður að halda til haga að staðgengilslaun fyrstu tvo mánuðina eftir slys eru lögbundin og 11 kjarasamningsbundin launakjör en ekki skaðabætur . Því eru ekki rök til annars en að fallast á málatilbúnað stefnanda , að líta svo á að með greiðslunum hafi krafa stefnanda vegna þessara tveggja mánaða verið greidd og það uppgjör komi ekki til frekari skoðunar. Fjárhæð bótakröfu stefnanda er svo fundin með því að horfa til greiddra laun a vegna nóvembermán a ðar 2018 eins og þau birtast í yfirliti staðgreiðsluskrá r RSK. Þau laun námu 1.529.306 krónum sem stefnandi námunda r að 1.530.000 krónum í málatilbúnaði sínum . Það að áætla fjárkröfu stefnanda með þessum hætti styður stefnandi við þau rök að stefndi hafi ekki brugðist við áskorunum um að upplýsa um hásetahlut á Ö á þessum hluta af óvinnuf æ rnitímabili stefnanda, frá 19. desember 2018 til 6. júní á árinu 2019 . Fyrir liggur að stefndi hefur ekki hlutast til um öflun þessara upplýsinga um aflahlut frá vátryggin g artaka , þrátt fyrir að það sé honum í lófa lagið, þannig að ekki eru forsendur til að fetta fingur út í viðmið ste fnanda sem bygg ir á upplýsingum frá útgerð Ö vegna nóvember þótt ekki séu raunar forsendur til námundunar sem stefnandi beitir við framsetningu dómkröfu sinnar þegar rauntölur liggja fyrir. Verður því lagt til grundvallar að full óskert mánaðarlaun háseta á Ö vegna aflahlutar séu 1.529.306 krónur enda hefur stefnandi ekki upplýst um annað . Því var mótmælt af hálfu stefnda í málflutningi að tímabundið atvinnutjón beri að bæta með hliðsjón af heildardagafjölda á óbættu óvinnufærnitímabili, 169 daga. S tefndi t aldi að mun raunhæfari mynd fengist þegar horft væri til þess tíma sem stefnandi vann um borð í Ö , og vildi sleppa því að taka með í reikninginn veiðiferðina sem stefnandi fór með Z , og eins sleppa því að horfa til þeirra daga sem voru á milli veið iferða , við mat á því hvert viðmið eigi að vera um dagafjölda sem bæta eigi. Af hálfu stefnanda voru færð fram rök gegn þessum málatilbúnaði stefnda en honum ekki mótmælt sem of seint fram komnum . Af þeim sökum er ekkert því til fyrirstöðu að taka afstöðu til þessarar málsástæðu stefnda. Ekki verður séð að það samrýmist málatilbúnaði stefnda að stefnandi hafi verið lausráðinn að einungis eigi að horfa til veiðiferða Ö en sleppa ferðinni sem hann fór í með Z . Þvert á móti verður að telja það rökrétt og í sam ræmi við stöðu lausamanns að hann grípi þau tækifæri til vinnu sem hann getur eins og stefnandi gerði með veiðiferðinni með Z . Því verður horft til veiðiferðanna allra. Á hinn bóginn eru ekki forsendur til að fallast á kröfu stefnanda um bætur fyrir alla daga , 169, á títtnefndu tímabili 19. desember 2018 til 6. júní 2019 . Í mál flutningi kom fram að ekki væri á því byggt af hálfu stefnanda, að Ö hefði verið við veiða r hvern einasta dag á nefndu tímabili en að auki liggur fyrir að stefnandi var í afleysingum á skipinu og gat því ekki vænst þess að fara í allar veiðiferðir. Ef horft er til þess tíma sem stefnandi starfaði hjá Brim i hf. þá var hann lögskráður á Ö í tvígang, í fyrra skiptið í 6 daga og í síðara skiptið 9 daga en var í 12 raun 6 daga í þeirri veiðif erð ef einungis er talið fram til slysdags . E innig var stefnandi lög s kráður á Z í 29 daga. Stefnandi var þannig á sjó í 4 3 daga á 65 daga tímabili frá 3. ágúst 2018 til 16. október 2018 eða 6 6 % af tímanum. Verður þannig lagt til grundvallar að stefnanda be ri bætur fyrir tímabundið atvinnutjón vegna tímabilsins 19. desember 2018 til 6. júní 2019 í 111,5 daga eða 6 6 % af 169 dögum . T il frádráttar koma greiðslu r vegna kauptryggingar að fjárhæð 864.000 krónu m sem stefnandi hefur kosið að draga frá í einu lagi . Þannig reiknast tímabundið tjón stefnanda út frá aðferð stefnanda , sem stefndi hefur ekki gert athugasemd við . V iðmiðunartekju r nem a þannig 1.529.306 krónum margfaldað með mánaðarfjölda , 12, í árinu og deilt í með 365 dögum. Þannig er u fundnar tekjur á ein um degi, 50.279 krónur , sem margfaldað ar er u með dagafjölda tímabundins tjóns , 111,5 daga , sem verður 5.606.108 krónur. Frá dregst greidd kauptrygging , 864.000 krónur , og þannig fundið óbætt tímabundið tjón stefnanda , 4.742.108 krónur. Fyrir liggur að stef nandi naut greiðslna úr lífeyrissjóði á tímabili óvinnufærni en þeirra greiðslna naut hann einnig áður en hann slasaðist. Fyrir dómi gaf stefnandi þá skýringu að um væri að ræða bætur vegna lífeyris sem hann hafi öðlast rétt til vegna brjóskloss sem hann h efði orðið fyrir á árinu 2017. Þar sem greiðslur þessar eiga ekki rót sína að rek j a til slyssins verða þær ekki dregnar frá kröfu stefnanda á grundvelli 2. mgr. 2. gr. skaðabótalaga enda hefur stefndi ekki haft uppi slíka kröfu. Heildarfjárhæð ó bætt s tjón s stefnanda vegna varanlegs miska og tímabundins tjóns er þannig 5.083.793 krónur. Vegna varanlegs miska 341.685 krónur og vegna tímabundins tjóns 4.742.108 krónur. Heildarfjárhæðin ber 4,5% vexti í samræmi við 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga frá tjónsdegi 16 . október 2018. Ekki verður fallist á kröfu stefnda um að vísa þessari vaxtakröfu stefnanda frá dómi þótt vaxtafótar hafi ekki verið getið í dómkröfum , s amanber til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 598/2011 frá 31. maí 2012. Hvað athugasemd stefnda varðar er laut að því að stefnandi væri í raun að tvíkrefja um vexti samkvæmt 16. gr. skaðabóta l aga af bótum vegna varanlegs miska var slíkri málsástæðu fyrst hreyft undir lok málflutnings þannig að stefnanda var í raun ótækt að bregðast við henni en þar sem máls ástæðunni var ekki hreyft fyrr verður ekki á henni byggt við úrlausn málsins, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála. Fallist er á kröfu stefnanda um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 2. febrúar 2020 er mánuðu r var liðinn frá því að stefnandi kom kröfu sinni á framfæri við stefnda, sbr. 9. gr. sömu laga. Stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað eins og í dómsorði greinir. Af hálfu stefnanda flutti Páll Kristjánsson lögmaður málið . A f hálfu stef nda flutti Sigurður Ágústsson lögmaður málið. Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan . 13 Dómsorð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., greiði stefnanda, A , 5.083.793 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 16 . október 201 8 til 2. febrúar 2020 , og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1 . 2 00.000 krónur í málskostnað. Björn L. Bergsson