Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 27. september 2019 Mál nr. Y - 3/2019 A (Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður) gegn B (Helgi Birgisson lögmaður) Mál þetta hófst með kröfuskjali sóknaraðila til dómsins sem barst 14. mars 2019. Sóknaraðili er A , Síðumúla 20, 108 Reykjavík, og til varnar er B . Málið var tekið til úrskurðar eftir munnlegan málflutning sem fram fór 19. september sl. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi fjárnámsgerð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu nr. 2019 - , sem fór fram á fasteigninni , landnúmer , og þeim eignum sem á jörðinni hvíla 6. febrúar 2019. Jafnframt er krafist málskostnaðar að mati dó msins. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og að fjárnám sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði að kröfu varnaraðila þann 2019 hjá sóknaraðila skuli standa óbreytt. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. I. Helstu málsatvik Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 1. nóvember 2017 var bú B , kt. , tekið til gjaldþrotaskipta og var skipaður skiptastjóri búsins sama dag. Að sögn skiptastjóra nema lýstar kröfur í búið um 14 milljörðum króna. Skiptastjóri leggur ríka áherslu á að aðdraganda málsins sé lýst með nokkuð ítarlegum hætti, og er fallist á að nokkur meginatvik eigi erindi í málavaxtalýsingu. Varnaraðili lýsir því svo að B hafi verið umfangsmikill athafnamaður og fjárfestir í íslensku 2 viðskiptalíf i fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Hann og bróðir hans, D , hafi verið einir af aðaleigendum - , sem m.a. átti . og stóra hluti í . og . var úrskurðað gjaldþrota í 2009 og námu lýstar kröfur í búið 95 milljörðum króna. Hinn 26. maí 2011 munu D og B hafa gert með sér samning um að B seldi D eignarhluti í nokkrum tilgreindum félögum. Meðal þeirra eignarhluta sem kaupsamningurinn tók til voru 250.000 hlutir, sem var helmingshlutafé, í félaginu A , sóknaraðila þessa máls. Í grein 2.1.2 í kaupsamningnum var kaupverð fyrir þá hluti ákveðið 120.000.000 króna, sem greiðast skyldu með útgáfu skuldabréfsins sem mál þetta lýtur að. Í samningnum var kveðið á um að skuldabréfið skyldi vera í vörslum , lögmanns B , og greiðast til baka á tíu árum eftir að greiðslur hæfust. D skyldi hefja greiðslur á skuldabréfinu í janúar 2016 og greiða af því fjórum sinnum á ári með sig til þess að tjá sig ekki við neinn aðila um málefni sem tengjast kaupanda og samskipti seljanda við kaupanda og félög og aðila er honum tengjast, þar með talið, en þó ekki tæmandi, við banka, fjölmiðla, yfirvöld, skiptastjóra o . fl. Færi kaupandi fram lögfullar sannanir fyrir því að seljandi ger i það samt sem áður fellur niður greiðsluskylda skv. lið 3.1, auk þess sem sala á A gengur til baka, það er seljandi fær afhendan á ný eignarhluta sinn í A . Skal þá hrl. afhenda kaupanda veðskuldabréf er hvílir á Með bréfi lögmanns D til B 17. október 2013 var þess krafist að veðskuldabréfið yrði afhent, gegn afhendingu D á eignarhlutnum í sóknaraðila, A , til B , þar sem B hefði brotið gegn ákvæðum 8.3 í samningi aðila 26. maí 2011 með því að tjá sig við Fréttablaðið og Sérstakan saksóknara um málefni bróður síns. Með bréfi 21. janúar 2016 var sú krafa ítrekuð og þess krafist að skuldabréfið yrði tekið úr innheimtu, en jafnframt var upplýst að D myndi greiða með fyrirvara þá gjalddaga sem á hann féllu þar til ágreiningi um afhendingu skuldabr éfsins lyki. Með kaupsamningi sem sagður er undirritaður 28. janúar 2015, eins og varnaraðili kýs að orða það, hafi D selt fjögur einkahlutafélög í sinni eigu, þ.á m. sóknaraðila, A , til félagsins fyrir eina krónu. sé dótturfélag sem eigi sem sé 99,56% eigandi . Samkvæmt fyrirtækjaskrá 28. apríl 2016 hafi D verið eigandi og þar 3 með samstæðunnar allrar. Með kaupsamningi sem á sé rituð dagsetningin 13. janúar 2014 hafi D selt alla hluti í til þá 18 ára sonar síns, E , stjórnarmanns sóknaraðila, A , fyrir 1.133.000 krónur. Skiptastjóri þrotabús D hefur höfðað mál á grundvelli XX. kafla gjaldþrotalaga á hendur E til riftunar á þessari ráðstöfun. Með yfirlýsingu 17. maí 2017 mun D hafa undirritað framsal á 250.000 hlutum í A til B . Fé lagið hafi þá reyndar verið 100% í eigu . Í yfirlýsingunni segi að framsalið verði virkt samkvæmt efni sínu um leið og aðför B á hendur varnaraðila samkvæmt aðfararbeiðni um veðskuldabréfið fari fram. Með bréfi sóknaraðila sama dag var staðfest að fyrrg reint framsal hefði borist og það staðfest að stjórn félagsins hefði fallið frá forkaupsrétti vegna framsalsins. Í ársreikningi sóknaraðila 2017 komi fram að á árinu 2017 hafi hlutafé félagsins verið aukið um 2.100.000 krónur, þ.e. úr 500.000 krónum í 2.60 0.000 krónur. Nemi hlutur 2.350.000 krónum (90,38%), en hlutafé að fjárhæð 250.000 krónur (9,62%) sé skráð á B . Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, uppkveðnum 2018, var bú D tekið til gjaldþrotaskipta. Lögð var fram 250.000 kr. skiptatrygging við upphaf skipta þar sem búið var talið nær eignalaust. Nema lýstar kröfur í bú D tæpum 13 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabús D mun hafa höfðað fjölmörg dómsmál á hendur E , stjórnarmanni og sóknaraðila og syni D , til riftunar á viðskiptagerningum þeirra . Auk málsins vegna hafi verið höfðað mál til riftunar á sölu D á sóknaraðila, A , til E , en sóknaraðili sé eigandi að jörðinni , sem sé veðandlag skuldabréfsins sem tekist sé á um í þessu máli. Hinn 2017 var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur krafa D á hæstaréttarlögmanni þar sem D krafðist dómsúrskurðar um að veðskuldabréfið sem hér er deilt um yrði með beinni aðfarargerð tekið úr umráðum lögmannsins. Með úrskurði héraðsdóms 2017 var falli st á kröfu D . Úrskurðinn var kærður til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar 2018 kemur fram að B hafi afhent skiptastjóra þrotabús hans skuldabréfið þann 1. desember 2017 og var því ekki lengur talinn hafa lögvarða hagsmuni af því að hinn kærði úrskurð ur kæmi til endurskoðunar. Var málinu því vísað frá Hæstarétti. Í dóminum kemur einnig fram að óumdeilt sé að B 4 hafi verið eigandi skuldabréfsins þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta 15. nóvember 2017. Eftir að veðskuldabréfið umþrætta komst í vö rslur skiptastjóra þrotabús B krafðist lögmaður D þess að fá það afhent á grundvelli áðurnefnds úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017 á hendur . Því hafnaði skiptastjóri og byggði á því að úrskurðurinn beindist ekki að varnaraðila, sem væri enda ekki aðili að málinu, og fjallaði ekki um skyldur hans. Skiptastjóra þrotabús B hafi borið að taka umráð allra eigna búsins og varðveita þær. Ef D teldi sig eiga efnislegan rétt til veðskuldabréfsins bæri honum, eins og öðrum, að lýsa kröfu í þrotabú B , e ftir atvikum utan skuldaraðar, og myndi þrotabúið þá taka afstöðu til kröfunnar. Hin umþrætta fjárnámsgerð sem hér er tekist á um fór fram á grundvelli framangreinds veðskuldabréfs frá 26. maí 2011, að nafnvirði 120.000.000 kr., sem var gefið út af D til B , með veði á fyrsta veðrétti í fasteigninni , landnúmer , og þeim eignum sem á jörðinni hvíla. Framhald gerðarinnar fór fram á skrifstofu lögmanns 20. desember 2017, enda hafði afhent búinu bréfið. Synjaði málsvari hans um að afhenda bréfið, og bar því við annars vegar að óheimilt væri að koma við aðför gagnvart þrotabúi, sbr. 116. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., og hins vegar að þrotabúið hefði ekki átt aðild að því máli sem úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp í. Í kjölfarið kra fðist D þess að sýslumaður beitti þeim lögbundnu úrræðum sem embættið hefði til þess að gerðin næði fram að ganga á hendur varnaraðila. Því synjaði sýslumaður þar sem hann taldi sig ekki hafa heimildir til að beita annan en gerðarþola, þ.e. , valdi til að knýja fram afhendingu veðskuldabréfsins. D bar þá niðurstöðu undir héraðsdóm, enda væri ekki hægt að una við það að gerðarþoli í aðfararmáli gæti með svo einföldum hætti gengið gegn niðurstöðu endanlegs héraðsdóms. Á meðan á rekstri þess máls stóð var ð D gjaldþrota og tók þrotabú hans við rekstri málsins á hendur . 5 Þann 2. janúar 2019 krafðist lögmaður, fyrir hönd varnaraðila, fjárnáms á grundvelli veðskuldabréfsins, í þeirri eign sem stendur til tryggingar skv. bréfinu. Féllst sýslumaður á kr öfuna og fór fjárnámið fram þann 6. febrúar sl. II. Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili vísar til þess að gerðarbeiðandi, og þar með rétthafi skv. fjárnáminu sem mál þetta snýst um, sé varnaraðili. Hafi gerðin þannig farið fram jafnvel þó ekki ei nasta sé óvíst að varnaraðili eigi réttindi skv. bréfinu, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, heldur hafi héraðsdómur beinlínis úrskurðað um að svo sé ekki, heldur beri að afhenda bréfið D , nú þrotabúi D . Þar sem varnaraðili eigi ekki þau réttindi sem bréfinu sé ætlað að tryggja hafi borið að synja um aðför, sbr. 2. mgr. 27. gr. laganna. Þess utan sé sú skuld sem veðréttindum var ætlað að tryggja fallin niður vegna samruna réttinda og skyldna, þar sem hérað sdómur hafi úrskurðað með endanlegum úrskurði að bréfið beri að afhenda skuldara þess, þannig að krafa og skuld sé komin á sömu hendi. Beri því að fella fjárnámsgerðina úr gildi. Af úrskurði héraðsdóms frá 2017 leiði að D , nú þrotabú D , sé réttur eig andi veðskuldabréfsins. Það leiði af úrskurðinum að sala á félaginu A gangi til baka, þannig að B , nú varnaraðili, verði á ný eigandi hlutafjár í félaginu. Að sama skapi hafi þá D , nú þb. D , orðið eigandi veðskuldabréfsins, sem hafi verið greiðsla fyrir hl utina. Endanleg dómniðurstaða liggi fyrir um þetta. Engu geti breytt í þessu sambandi þótt dómþoli samkvæmt dómi héraðsdóms og sá sem síðar hafi tekið við handhöfn bréfsins hafi neitað að verða við dómsorðinu, enda ekki unnt að lögum að vinna rétt með ór étti. Samhliða því hafi sá veðréttur sem var grundvöllur fjárnámsins eðli máls samkvæmt fallið niður, enda hafi skuldin sem honum hafi verið ætlað að tryggja ekki lengur verið fyrir hendi. Hafi því borið að aflýsa veðréttinum, en ekki gera fjárnám vegna hans. Af því leiði að fella beri fjárnámið úr gildi af þeirri ástæðu einni. 6 Framangreindu til viðbótar leiki að lágmarki vafi á því hvort varnaraðili, þb. B , eigi þau réttindi sem bréfinu er ætlað að tryggja. Þrotabúið eigi raunar ekkert lögmætt tilkall til veðskuldabréfsins, enda njóti það eingöngu sömu réttinda og B , fyrir töku bús hans til gjaldþrotaskipta. Veðskuldabréfið teljist ekki til slíkra réttinda, enda hafi því þvert á móti verið hafnað með nefndum úrskurði héraðsdóms að haldið skyldi á bréfin u f.h. B , og kveðið á um að afhenda skyldi D bréfið. Til stuðnings ætluðum rétti varnaraðila hafi hann við framkvæmd gerðarinnar lagt fram svokallað samkomulag milli og , skiptastjóra varnaraðila, annars vegar og þb. D hins vegar. Í samkomulaginu s é vísað til þess að ágreiningsmál sé rekið fyrir héraðsdómi um þá kröfu þb. D að fá veðskuldabréfið tekið úr umráðum varnaraðila innheimti skuldabréfið hjá veðsalanum, A , sem er eigandi jarðarinnar fram að skuldbindi sig til þess að varðveita á fjárvörslureikningi lögmannsstofu Fyrir liggi þannig beinlínis sameiginleg niðurstaða beggja þrotabúa um að ágreiningur sé þeirra á milli um það hvort búið eigi réttindi skv. veðskuldabréfinu. Þegar af þeirri ástæðu einni séu fyrir hendi þær aðstæður sem kveðið sé á um í 2. mgr. 27. gr. la ga nr. 90/1989 um aðför, að óvíst sé að gerðarbeiðandi eigi þau réttindi sem hann krefst að sé fullnægt. Fjárnám geti ekki farið fram nema ljóst sé hver það er sem eigi þann rétt sem fjárnáminu sé ætlað að tryggja. Ekki sé unnt að halda því opnu eða óljó su, eins og að virðist stefnt með samkomulagi skiptastjóranna. Þannig geti það skipt gerðarþola miklu máli hver það er sem eigi réttindi, svo sem vegna mögulegs skuldajafnaðarréttar gagnvart réttum rétthafa, eða við aðstæður eins og hér þar sem greiðslusky lda, og þar með veðréttur, sé fallin niður. Virðist enda samkomulagið eiga að þjóna þeim eina tilgangi að komast undan þeim samruna réttinda og skyldna sem átti sér stað þegar héraðsdómur úrskurðaði um að 7 bréfið skyldi afhent D . Verði framangreint látið óátalið getur það haft það að verkum að eina eign sóknaraðila verði seld nauðungarsölu á grundvelli kröfu sem fallin sé niður. Atbeini opinbers sýslunarmanns að slíku sé að mati sóknaraðila mjög alvarlegur hlutur. Þar sem að lágmarki sé óvíst að varnarað ili eigi þau réttindi sem hann krefst að sé fullnægt, eins og hann hafi sjálfur staðfest, hafi borið að stöðva gerðina, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Þar sem það hafi ekki verið gert beri að fella fjárnámið úr gildi. III. Málsástæður og laga rök varnaraðila Varnaraðili hafnar málástæðum sóknaraðila og krefst þess að fjárnámið standi óbreytt. Sóknaraðili telji að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2017 liggi fyrir endanleg dómsniðurstaða um að honum beri að afhenda veðskuldabréfið. Virðis t hann með því byggja á reglunni um res judicata eða bindandi réttaráhrif dóma sem sé að finna í 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sú réttarregla kveði á um að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Títtnefndur úrskurður héraðsdóms gekk í máli á milli D og . Aðilar þessa máls sem hér sé til úrlausnar, þrotabú B og félagið A hafi ekki verið aðilar að málinu. Hér sé því til úrlausnar nýtt mál milli nýrra aðila sem enga aðkomu hafi haft að fyrra málinu. Niðurstaða héraðsdómsmálsins hafi því engin bindandi réttaráhrif fyrir ágreining þennan . Að áliti sóknaraðila (sic!) fái úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017 með engu móti staðist þeg ar af þeirri ástæðu að B hafi ekki verið aðili málsins, eins og nauðsynlegt hafi verið. Það mál hafi verið höfðað sem innsetningarmál, bein aðfarargerð, á hendur vörslumanni veðskuldabréfsins, . Eigandi skuldabréfsins, B , hafi hvorki verið aðili að því máli né hafi honum á annan hátt verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna og réttinda í málinu. Þessi galli á málatilbúnaði D hefði að mati varnaraðila átt að leiða til höfnunar kröfunnar eða eftir atvikum frávísunar frá héraðsdómi. 8 Sú fjárnámsgerð sem sýslumaður framkvæmdi að kröfu varnaraðila hafi byggst á veðskuldabréfi sem hafi verið greiðsla samkvæmt samningi þeirra bræðra um kaup D á 50% hlut B í A . Veðskuldabréfið sé fullgild aðfararheimild samkvæmt 7. tl . 1. mgr. aðfararalaga nr. 90/1989. Í 1. mgr. 3. gr. aðfararlaga segi að aðfarar megi krefjast hjá þeim sem skylda hvílir á samkvæmt hljóðan aðfararheimildar. Þar sem sóknaraðili sé eigandi þeirra hagsmuna sem aðfararheimildin beinist að hafi réttilega ver ið gert fjárnám í eign hans. Þeir löggerningar sem réttindi varnaraðila byggi á og liggi til grundvallar fjárnámsgerðinni hafi ekki verið ógiltir eða þeim hnekkt með öðrum hætti og bindi því aðila samkvæmt efni sínu. Telji sóknaraðili að varnaraðili eigi e kki lögvarinn rétt til þess að ganga að hinni veðbundnu eign hans, þá verði að liggja fyrir dómur um staðfestingu á riftun eða ógildingu kaupsamnings þeirra bræðra. Sú sé ekki raunin heldur liggi þvert á móti fyrir að þrotabú D hafi samþykkt réttmæti innhe imtu skuldabréfsins og þar með greiðsluskyldu sína. Einnig hafi þrotabú D höfðað mál á hendur sóknaraðila til innheimtu á eigendaláni að fjárhæð 110.000.000 króna sem hafi verið í eigu B en hafi orðið eign D með viðskiptum bræðranna 26. maí 2011. Það lán h afi komist í eigu þrotabús D við gjaldþrotaskiptin á búi hans. Varnaraðili hafi harðlega andmælti réttmæti riftunar D á þeim hluta samningsins frá 26. maí 2011 sem snúi að hlutabréfunum í A . Í grein 8.3 í samningnum sem D hafi byggt á segi að ef kau pandinn, D , sýnir fram á að skilyrði séu fyrir niðurfellingu greiðsluskyldu hans skuli salan á sóknaraðila, A , ganga til baka og seljandi fá aftur afhentan eignarhlut sinn í sóknaraðila. Ákvæði þetta sé í samræmi við þá meginreglu kröfuréttar að við riftun falli niður skyldur beggja aðila til efnda in natura, og ef greiðslur hafa farið fram beri að skila þeim aftur. Það útiloki hins vegar riftun ef sá sem riftir getur ekki skilað aftur þeirri greiðslu sem hann tók við, þ.e. getur ekki efnt skilaskyldu sína. Ef riftun hefði átt að ganga eftir hefði D þurft að afhenda B aftur helming eignarhluta hans í sóknaraðila og eigendaláni að fjárhæð 120.000.000 króna. Eins og áður sé rakið sé ljóst af ársreikningi A 2017 að hlutur . í sóknaraðila var aukinn á árinu ú r 250.000 krónum í 2.350.000 krónur og með því þynnt út hlutafé að fjárhæð 250.000 krónur sem D hafi keypt af B bróður sínum. Sá hlutur nemi því aðeins 9,62% af heildarhlutafé sóknaraðila í stað þess að vera 50%. Þá geti þrotabú D ekki skilað varnaraðila e igendaláninu og hyggist ekki gera það þar sem hafin sé innheimta lánsins á hendur sóknaraðila af hálfu þrotabús D . Af þessu sé ljóst að salan á 9 sóknaraðila, A , geti ekki gengið til baka og því geti þrotabú D ekki orðið eigandi veðskuldabréfsins. Varnaraði li áréttar að ef niðurstaða þessa máls yrði sú að 120.000.000 króna skuldin samkvæmt skuldabréfinu yrði talin fallin niður, og með því væri ekki lengur fyrir hendi sá veðréttur sem veittur var til tryggingar skuldinni, þá yrði varnaraðili af 110.000.000 kr óna kröfunni samkvæmt eigendaláninu og öðlaðist aðeins 9,62% eignarhluta í sóknaraðila, A , í stað helmingshlutar (50%) sem hann hafi átt fyrir viðskiptin 26. maí 2011. Heildareignir sóknaraðila samkvæmt ársreikningi 2017 hafi numið 225.400.901 krónu, en ha fi verið 226.224.402 krónur árið 2014. E , sonur þrotamanns D , sé nú til málamynda, að mati varnaraðila, eigandi sóknaraðila, A og ef þetta gengi allt eftir, eins og þeir feðgar stefni að, myndi hann losna undan 120.000.000 króna skuld og næði að sölsa undi r sig 90,38% eignarhluta í sóknaraðila. Það fái með engu móti staðist og sé augljóslega ólögmætt og jafnvel refsivert að mati varnaraðila. Þá sé á því byggt að hafi D átt rétt til að fella niður samning sinn og B , þá hafi sá réttur fallið niður fyrir tóm læti. D hafi ekki hafist handa um afhendingu á veðskuldabréfinu fyrr en í maí 2017, að liðnum sex árum frá skýrslutöku B hjá sérstökum saksóknara og að liðnu ári frá viðtali hans við Fréttatímann. Þá hafi D greitt alla 2016 gjalddaga veðskuldabréfsins. U m helstu lagaákvæði vísar varnaraðili til meginreglna kröfuréttar um stofnun kröfuréttinda. Þá er byggt á ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 um nauðsyn kröfulýsingar og um vanlýsingaráhrif. Um málsmeðferðina vísast til 24. kafla sömu laga o g almennra reglna um meðferð einkamála. IV. Niðurstaða dómsins Hryggjarstykkið í málatilbúnaði sóknaraðila er að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017 í máli nr. A - /2017 hafi verið staðfest að salan á eignarhlutum B í A til bróður hans, D , frá 26. maí 2011, hafi gengið til baka. Jafnframt hafi verið staðfest með úrskurðinum til samræmis við það og grein 8.3 í kaupsamningi 10 þeirra bræðra að veðskuldabréf það sem hér er deilt um skyldi afhent D , nú þrotabúi hans. Þar sem ekki hafi verið fjall að efnislega um ágreininginn fyrir Hæstarétti í máli nr. /2017, frá 2018, heldur málinu vísað frá Hæstarétti vegna skorts á lögvörðum hagsmunum, sé niðurstaða héraðsdóms varðandi eignarhald á skuldabréfinu endanleg (res judicata) og staðfest sé þann ig að eignarrétturinn liggi hjá D , nú þrotabúi hans . Á þetta verður ekki fallist. Málsmeðferð um innsetningarkröfu í veðskuldabréf, þ.e. slíka kröfu sem til umfjöllunar var í úrskurði H éraðsdóms Reykjavíkur, frá 2017 í máli nr. A - /2017, er takmörk uð í samanburði við almennt einkamál og málið ekki reki ð til að fá bindandi úrlausn um réttindi aðila vegna tiltekinna lögskipta , heldur um það hvort aðför mætti fara fram. Má þar meðal annars nefna að málsaðilum eru settar vissar skorður við aðfara r gerð v ið að koma fram fullri sönnun um þau réttindi sem tekist er á um í máli nu . Þannig mælir 94. gr. laga nr. 90/1989 um aðför , sbr. 1. mgr. 90. gr. sömu laga, fyrir um að vitnaleiðslur og mats - og skoðunargerðir skuli að jafnaði ekki fara fram í málum af þessu m toga , sbr. umfjöllun í dómi Landsréttar í máli nr. 509/2019 . Auk þess átti B eða þrotabú hans ekki aðild að málinu og hafði eftir því sem best verður séð engin færi á því að koma sínum sjónarmiðum að þar. Því telur dómurinn að framangreind úrlausn geti e kki verið bindandi á þann veg að með henni hafi því verið slegið föstu að D , nú þrotabú hans, sé réttmætur eigandi umrædds veðskuldabréfs. Með bréfi lögmanns D , dagsettu 17. október 2013, voru meintar vanefndir B á samkomulagi þeirra bræðra frá 26. maí 2 011 hermdar upp á hann. Þar var sett fram tilboð um að D afhenti til baka 250.000 hluti í sóknaraðila, gegn því að fá veðskuldabréfið í sínar hendur að nýju. Ekki verður séð að B hafi sinnt þessu í nokkru, heldur hafi hann þvert á móti setti hann skuldabr éfið í innheimtu, sbr. bréf sem sami lögmaður D ritaði 21. janúar 2016 þar sem hann kvartaði yfir þeirri ákvörðun B og krafðist afhendingar á veðskuldabréfinu. Þá liggja fyrir skjöl, dagsett 17. maí 2017, þar sem D lýsir yfir framsali á hlutunum 250.000 í A , til B , skilyrt við það að veðskuldabréfið fengist afhent í aðfararmálinu gegn lögmanni. 11 Þessar aðgerðir eru allar einhliða og ekki eru í málinu greinanleg nokkur viðbrögð frá B við þessum erindum bróður hans, nema þá innheimta á veðskuldabréfinu sem hlýtur að gefa ótvírætt til kynna að hann hafi hafnað því að sú staða væri uppi að honum hafi borið að afhenda D bréfið. Í þessu sambandi vekur það athygli að hlutur sá sem D keypti af B þynntist út við hlutafjárhækkun í A árið 2017 og er nú 9,62% í stað 50%. Því hefur D ákveðið að taka ekki þátt í hlutafjáraukningu heldur eftirlátið alla aukninguna, sem eftir ha na átti því 90,38% hluta í sóknaraðila, sem á jörðina . er eft ir því sem best verður séð að fullu í eigu E , sonar D , í gegnum . Hvað sem öðru líður er staðan þannig í dag að þótt undið yrði ofan af samningi þeirra bræðra frá 2011 með þeim hætti sem D telur réttmætt, gæti hann ekki afhent þá greiðslu sem honum ber að inna af hendi miðað við samninginn, þ.e. hlutirnir í sóknaraðila hefðu rýrnað stórkostlega án sérstakra skýringa sem komið verði auga á, þ.e. til að mynda röksemda fyrir hlutafjáraukningu í félaginu sem D ákvað að láta afskiptalausa. Eftir stendur að þrátt fyrir framangreindan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A - /2017 er ekki hægt að líta svo á að eignarréttur á hinu umþrætta veðskuldabréfi hafi á einhverjum tíma færst frá B yfir til D , en athygli vekur að í dómi Hæstaréttar í máli nr. / 2017, sem féll 2018, kemur fram að réttinum virtist í því máli að óumdeilt væri að B hefði átt veðskuldabréfið þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta 15. nóvember 2017. Hvorki B né þrotabú hans, varnaraðili þessa máls, hafa nokkru sinni ljáð máls á því að eignarréttur að bréfinu hafi færst yfir til D , heldur staðið fast á hinu gagnstæða, eins og gögn málsins og framangreind umfjöllun staðfesta, sem og einnig innheimtuaðgerðir bera glögglega með sér. Enginn dómur, annars konar úrlausn eða samkomula g hefur þannig slegið öðru föstu en að þessi sé raunin. Að mati dómsins hefur því sú staða ekki komið upp hingað til að krafan, og þar með veðréttur í jörðinni , hafi fallið niður fyrir samruna réttar og skyldu. Ekki er fallist á með sóknaraðila að upp i sé slíkur ágreiningur með skiptastjórum þrotabúa þeirra bræðra um réttarstöðuna varðandi veðskuldabréfið að hann hafi þýðingu við úrlausn þessa máls, og þá einkum með hliðsjón af 2. mgr. 27. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Skiptastjóri varnaraðila þvertek ur reyndar fyrir að uppi sé einhver ágreiningur og ekki verður að mati dómsins annað ráðið af skjölum málsins. Því til 12 marks er að vissu leyti sú staðreynd að skiptastjóri þrotabús D ákvað að fella niður mál nr. Y - /2018 sem D hafði höfðað fyrir úrskurð um gjaldþrotaskipti á búi hans, þar sem krafist var innsetningar í veðskuldabréfið úr hendi skiptastjóra. Staðfesting um þetta var lögð fram við upphaf munnlegs málflutnings í málinu. Í ljósi alls framangreinds og handhafnar varnaraðila þrotabús B á umþræ ttu veðskuldabréfi, í samræmi við samkomulag þeirra bræðra frá 2011, verður ekki fallist á að slíkur vafi sé uppi í málinu að undanþáguákvæði 2. mgr. 27. gr. laga um aðför nr. 90/1989 girði fyrir að aðfarargerðin frá 6. febrúar sl. standi, og verður hún þv í látin standa óhögguð. Enginn ágreiningur er enda um að veðskuldabréfið umþrætta sé gild aðfararheimild. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga um aðför nr. 90/1989, verður sóknaraðila gert að grei ða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilegur miðað við umfang málsins, 750.000 krónur. Málið flutti fyrir sóknaraðila Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður og fyrir varnaraðila Helgi Birgisson, lögmaður skiptastjóri varnaraðila. L árentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kröfum sóknaraðila, A , um að felld verði úr gildi fjárnámsgerð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu , nr. 2019 - , sem fór fram þann 6. febrúar 2019 á fasteigninni , landnúmer , og þeim eignum sem á jörðinni hvíla er hafnað og verður gerðin staðfest . Sóknaraðili greiði varnaraðila, þrotabúi B , 750.000 krónur í málskostnað.