Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. nóvember 2019 Mál nr. S - 4695/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Þorberg i Viktors syni ( Þorsteinn Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 17. september 2019, á hendur Þorbergi Viktorssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirgreind fíkniefna - hegningar - og umferðarlagabrot: 1. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 26. júlí 2017, í íbúð sem ákærði hafði til umráða að [...] í [...] , haft í vörslum sínum samtals 86,52 g af maríhúana, 1.352,80 g af kannabislau fum auk 58 kannabisplantna sem ákærði hafði um nokkurt skeið og fram til þess dags ræktað. Efnin og plönturnar fundust við leit lögreglu í umrætt sinn í íbúðinni. Telst þessi háttsemi varða við 2., sbr. 4., sbr. 4. g r . a, sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 2. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 11. nóvember 2017, í atvinnuh úsnæði sem ákærði hafði til umráða að [...] í [...] , haft í vörslum sínum 49 kannabisplöntur sem ákærði hafði um nokkurt skeið og fram til þess dags ræktað. Plönturnar fundust við leit lögreglu í umrætt sinn. 2 Telst þessi háttsemi varða við 2., sbr. 4., sbr. 4. g r . a, sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 3. Umferðarlaga - og skjalabrot með því að hafa, miðvikudaginn 6. ágús t 2018, í blekkingarskyni sett skráningarmerkin [...] á bifreið, sem bera átti skráningarmerkin [...] , og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum, og án ökuréttar um Lindargötu í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn við Klapparstíg, og í umrætt sinn ekið bifreiðinni án lögboðinnar vátryggingar. Telst þessi háttsemi varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 63. gr. og c - lið 1. mgr. 64. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 19. gr. reglugerðar um skráningu ökutæ kja nr. 751/2003, 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 93. gr. laga nr. 50/1987, allt sbr. 1. mgr. 100. gr. laganna. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 86,52 g af maríhúana, 1.352,80 g af kannabislaufum og 107 kannabisplöntum. samkvæmt heimild í 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar. nr. 233/2001 . Verjandi ákærð a krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærð a hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærð i hefur skýlaust j átað brot sín. Sannað er með játningu ákærð a og öðrum gögnum málsins að ákærð i er sek um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærð i er fædd ur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 6. s eptember 201 9 á ákærði að baki sakaferil en hann hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu . Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 3 Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða gert að sæta upptöku á á 86,52 g af mar ij úana, 1.352,80 g af kannabislaufum og 107 kannabisplöntum sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærð i greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Þorsteins Einarssonar lögmanns , 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 254.454 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Guðmundur Þ. Steinþórsson aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærð i , Þorbergur Viktorsson, sæti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á á 86,52 g af mar ij úana, 1.352,80 g af kannabislaufum og 107 kannabisplöntum . Ákærð i greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns Þorsteins Einarssonar lögmanns , 105. 400 krónur og 254.454 krónur í annan sakarkostnað. Harpa Sólveig Björnsdóttir