Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 9 . október 2019 Mál nr. E - 1824/2017 : A ( Stefán Þórarinn Ólafsson lögmaður) g egn Arion bank a hf. ( Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 3. september 2019, var höfðað af A , [...], á hendur Arion banka hf., kt. 581008 - 4149, Borgartúni 19, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 24. maí 2017. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 16.185.780 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. apríl 2017 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að stefnda beri að greiða stefnanda laun, orlof og desemberuppbót, sí ma og starfsaldurslaun í 12 mánuði frá 1. janúar 2017 auk skaðabóta og kostnaðar allt að frádregnum þeim launum sem stefnandi hafi fengið frá öðrum í uppsagnarfresti. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefn anda auk málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Málavextir Ágreiningur máls þessa varðar riftun stefnda á ráðningarsamningi við stefnanda , sem þá starfaði sem forstöðumaður lífeyrisþjónustu í útibúi stefnda á [...] , hinn 29. desember 2016. Forsaga málsins er sú að s tefnandi hóf störf hjá Y , síðar X , samkvæmt ráðningarsamningi 1. febrúar 2004 , og hafði hann umsjón með innheimtu iðgjalda í lífeyrissjóði fyrir lífeyrisþjónustu sjóðsins . S tarfsheiti stefnanda samkvæmt 2 ráðningar samningnum var nánar tiltekið þjónustustjóri og starfslýsing hans tilgreind sem Ráðningarsamningurinn var ótímabundinn en uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara, miðað við næstu mánaðarmót frá skriflegri uppsögn, en heimil t var að segja starfsmanni upp fyrirvaralaust og féllu þá niður launagreiðslur til hans þegar í stað. Í ákvæði um trúnað kom fram að starfsmaðurinn héti að hafa hagsmuni s parisjóðsins í heiðri í hvívetna, gegna þeim störfum sem honum væru falin af árvekni og samviskusemi og virða starfs - og siðareglur s parisjóðsins. Starfsmanni væri óheimilt án leyfis stjórnar s parisjóðsins að gegna öðru launuðu starfi, reka atvinnustarfsemi eða vera umboðsmaður annarra gagnvart sparisjóðnum. Frá árinu 2006 gengdi stefnand i starfi deildarstjóra sameinaðrar lífeyrisþjónustu Íslandsbanka hf. og Y en sjóðurinn tók yfir útibú Glitnis hf. á [...] það ár , forvera núverandi Íslandsbanka hf . Næsti yfirmaður stefnanda á þeim tíma var B skrifstofustjór i en sparisjóðsstjóri var C . X v arð síðan til við samruna Y og Æ með samrunaáætlun dagsettri 13. ágúst 2007 en sparisjóðurinn starfaði undir nafni Æ til 18. apríl 2008 er nafni hans var fo r X . Árið 2009 tók Kaupþing banki hf., forveri stefnda, við starfsemi X og fór með 94,5% hlut í sparisjóðnum í árslok 2011. Hinn 18. nóvember 2010 stofnaði stefnandi einkahlutafélagið Z og tók sæti í stjórn félagsins og gengdi stöðu framkvæmdastjóra . Í stefnu er greint svo frá að félagið hafi verið stofnað í því skyni a ð hal da störfum í samfélaginu á sem til orðið höfðu í lífeyrisþjónustunni vegna starfa fyrir Þ . Um tildrög þessa kveður stefnandi að s tefndi, Arion banki hf., se m hafi verið stærsti hluthafi X á þeim tíma , h e fði um þetta leyti krafist þess að lífeyrisþjónusta sparisjóðsins ynni ekki fyrir aðra lífeyrissjóði en þá sem voru í vörslu stefnda , með tilheyrandi fækkun starfa í sveitarfélaginu. Þá hafi félagið tekið að sér fleiri verkefni, meðal annars fyrir Allianz séreignalífeyrissjó ð, Birting útgáfufélag og Inkasso innheimtuþjónustu, svo sem rakið er í stefnu. Samkvæmt leigusamningi, dagsettum 14. janúar 2011, leigði Z sem leigusali skrifstofuhúsnæði s á [...,...] með fastanúmerið [...] , til einkahlutafélagsins R . Óumdeilt er í málin u að húsnæði þetta var í eigu X , sem Z hafði á leigu og framleigði R með leigusamningi þessum. Í leigusamningnum var leiguhúsnæðinu lýst sem efstu hæð hússins að undanskildu rými á austurhluta hæðarinnar , þar sem starfsemi leigusala 3 yrði starfrækt. Samkvæmt leigusamningnum nam fjárhæð mánaðarlegrar húsaleigu 100.000 krónum á mánuði og skyldi fjárhæðin breytast í samræmi við neysluverðsvísitölu. Þá gerði X sem leigusali leigusamning , dagsettan 9. júlí 2012, um skrifstofuhúsnæði sparisjóðsins að [..., ...] , sem samkvæmt samningnum var [...] m2 að stærð, við Z sem leigutaka . Í samningnum kom fram að fjárhæð leigunnar væri 60.000 krónur á mánuði og tæki fjárhæðin árlega breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Leigusamningurinn var óuppsegjanlegur til 1 0 ára af hálfu leigusala. Stefnandi ritaði undir samninginn fyrir hönd leigutaka. Í viðauka við húsaleigusamninginn , dagsett um 10. ágúst 2012, var kaflanum tilgreinir að leigutaka sé heimilt að framleigja húsnæðið að hluta eða í heild á leigutímanum án samráðs við leigusala. Stefnandi ritaði undir leigusamninginn f yrir hönd leigutakans Z. Samkvæmt viðauka , dagsettum 15. ágúst 2012, við fyrrnefndan leigusamning frá 14. janúar 2011, framleigði Z sem leigusali nú allt áðurnefnt rými [..., ...] til R, þannig að við bættist austurhlutinn sem undanskilinn h a fði verið áðu r. Með þessari breytingu nam fjárhæð mánaðarlegrar húsaleigu samtals 160.000 krónum, bundið vísitölu neysluverðs, sbr. efni viðaukans . S tefnandi hætt i í stjórn Z , 15. júní 2015 og B , fyrrum sparisjóðsstjóri X t ók sæti í stjórn félagsins í stað stefnanda. Um sama leyti , nánar tiltekið sumarið 2015, tók s tefndi alfarið yfir X og var s amruni stefnda og sparisjóðsins samþykktur í október 2015. Í kjölfarið eða hinn 5. nóvember 2015 var gerður nýr ráðningarsamningur á milli stefnanda og stefnda. Samkvæmt ákvæðu m samningsins var uppsagnarfrestur 12 mánuðir og skyldi u ppsögn vera skrifleg og miðast við mánaðarmót. Yrði starfsmanni sagt upp störfum og ekki óskað eftir vinnuframlagi hans í uppsagnarfresti fengi hann föst mánaðarlaun ásamt lífeyrisgreiðslum á uppsagn arfresti, ásamt hlunnindum. Við þær aðstæður að starfsmaðurinn léti af störfum hjá bankanum og hæfi launuð störf áður en launagreiðslum bankans lyki skyldi bankanum heimilt að draga frá launagreiðslum á uppsagnarfresti þau laun og aðrar greiðslur sem hann nyti frá þriðja aðila á sama tímabili. Í 8. kafla ráðningarsamningsins var að finna starfs - og siðareglur sem giltu 4 um starf stefnanda hjá stefnda. Þá var mælt fyrir um það í 9. kafla samningsins að starfsmanni væri ljóst að brot á ráðningarsamningnum, öry ggisreglum, svo og starfs - og siðareglum , gætu varðað fyrirvaralausum brottrekstri úr starfi. Með samningi um aðgang lögaðila að netbanka , sem er á meðal gagna málsins , á milli stefnda og Z, frá 29. nóvember 2015 , var stefnand a veitt heimild til aðgangs að netbanka Z. Samkvæmt samanburðarskýrslu Ö , dagsettri [...] , sem liggur fyrir í gögnum málsins, heitir Z . nú Q Þar kemur einnig fram að samkvæmt fundi hinn 18. nóvember 2010 hafi stefnandi og eiginkona hans skipað stjórn féla gsins, auk þess sem stefnandi var þá framkvæmdastjóri þess og prókúruhafi , sbr. það sem áður er rakið. E nn fremur greinir í sömu skýrslu að B skip i allar framangreindar stöður í félaginu samkvæmt fundi 15. júní 2015 . S amkvæmt fyrirliggjandi árs reikningi Q vegna ársins 2015 , dagsett um 20. nóvember 2016, kemur loks fram að hlutafé í Q sé nú í eigu P og að D s kipi stjórn félagsins. Um t ildrög þess , að stefnanda var fyrirvaralaust sagt upp störfum hjá stefnda, er greint svo frá í stefnu að um mitt ár 2015 hafi rannsókn á ætluðum brotum í starfsemi sparisjóðsins hafist hjá þáverandi embætti sérstaks saksóknara . Stefnandi var í framhaldinu handtekinn hinn 1. desember 2016 og færður til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverð a háttsemi í tengslum við starf sitt hjá stefnda. Var stefndi upplýstur þar um og um framgang málsins. Haustið 2016 óskaði stefndi eftir því að innri endurskoðun bankans gerði úttekt á lífeyrisþjónustunni . Í tengslum við þá úttekt var ritað minnisblað, dagsett 8. desember 2016, þar sem bráðabirgðaniðurstöður úttektarinnar voru rakin , sem og þau atriði sem ámælisverð voru talin í störfum stefnanda. Með bréfi stefnda 2. desember 2016 var stefnanda tilkynnt um ákvörðun stefnda um að setja stefnanda í tímabundið launað leyfi á meðan mál hans væri rannsakað og upplýsinga aflað. Stefnanda var í kjölfarið sagt upp störfum hjá stefnda með bréfi , dagsettu hinn 29. desember 2016. Í uppsagnarbréfi nu er rakið að könnun innri endurskoðunar bankans hefði leitt í ljós að stefnandi h efði með margvíslegum hætti brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stefnda og þeim siðareglum sem væru hluti ráðningarsamnings stefnanda hjá stefnda. Fram kom að stefnandi hefði komið að rekstri fé lags án þess að hafa haft til þess heimild og að það félag hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankanum. Auk þess að 5 stefnandi væri grunaður um refsiverða háttsemi sem tengdist starfi hans hjá bankanum. Þar að auki hafi stefnandi tekið við svörtum greið slum úr hendi félags eða félaga og þannig átt í ólögmætum viðskiptum samhliða starfi sínu. Að endingu var tilkynnt um uppsögnina og að launagreiðslur til stefnanda myndu falla niður þegar í stað. Þá kemur einnig fram í gögnum málsins varðandi umrædda úttek t að stefnandi hefði fengið greidd laun frá Z . fram á mitt ár 2015 og samkvæmt yfirlitum bankareikninga síðast fengið greiðslur frá félaginu um mitt ár 2016. Stefnandi óskaði eftir nánari rökstuðningi fyrir brottvikningu sinni úr starfi hjá stefnda með bréfi 1. febrúar 2017. Óskað var svara innan 15 daga. Er engin svör höfðu borist sendi stefnandi kröfubréf til stefnda 21. febrúar 2017 og var þar krafist launa í 12 mánað a uppsagnarfresti samkvæmt ráðningarsamningi frá 5. nóvember 2015 auk skaðabóta og nam höfuðstóll kröfunnar 16.185.780 krónur . Er það samtala dómkröfu stefnanda í máli þessu. Í bréfi stefnda til stefnanda 10. mars 2017 er að finna svör við bréfi stefnanda 1. febrúar 2017, sem fylgt var eftir með kröfubréfinu 21. febrúar 2017. Þar kom fram nánari rökstuðningur fyrir þeirri óbreyttu afstöðu bankans að réttmætt h efði verið að víkja stefnanda fyrirvaralaust úr starfi, svo sem gert var með áðurnefndu bréfi 29. desember 2016. Af sömu ástæðu var kröfum stefnanda á hendur stefnda alfarið hafnað. M eð bréfi embættis h éraðssaksóknara hinn 25. mars 2019 var stefnanda tilkynnt að mál i því, se m hófst með handtöku stefnanda 1. desember 2016, þar sem stefnandi hafði stöðu sakbornings, hefði verið fellt niður á hendur stefnanda með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ástæða fyrir þeim málalyktum væri sú að á grundvelli fyrirli ggjandi gagna og þeirrar rannsóknar sem hafði farið fram í málinu þætti það sem fram hefði komið ekki gefa nægilegt tilefni til ákæru á hendur stefnanda. II. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að uppsögn hans úr starfi hjá stefnda hafi byggst á rangri ásökun um brot í starfi og sé ólögmæt. Uppsögnin hafi verið byggð á röngum og ósönnuðum ávirðingum. Ekkert réttlæ t i að laun og launatengd gjöld auk hlunninda í 6 uppsagnarfresti hafi ekki verið greidd stefnanda . Fullyrðingar stefnda um annað séu ór ökstuddar og auk þess ósannar og ósannaðar. Þá hafi stefndi , með því að gefa sér rangar forsendur um meint brot í starfi stefnanda , valdið stefnanda miska. Dómkrafa stefnanda sundurliðast með eftirfarandi hætti: Skýring Einingaverð Einingar Samtals Laun jan - des 954.602 12 10.574.413 (frádr. gr. 880.811 kr.) Orlof uppsfr. 954.602 2,15659 2.058.682 Des. uppbót 82.000 1 82.000. - Sími 12.000 12 144.000. - St.aldurslaun 954.602 0,866 826.685. - Skaðabætur 2.000.000 1 2.000.000. - Innh.þóknun 500.000 1 500.000. - Samtals kr. 16.185.780. - Stefnandi vísar til ákvæði s 7.3. í ráðningarsamningi við stefnda frá 5. nóvember 2015 um 12 mánaða uppsagnarfrest. Kröfur stefnanda vegna orlofs og orlofsuppbótar bygg i á sama ráðningarsam n ingi og auk þess á kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins . Desemberuppbót og orlofsuppbót byggir á sömu samningum. Krafa um h lutdeild í starfsaldurslaunum byggi á þokubókun kjara samnings Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins . Krafa um síma kostnað byggi á ákvæðum 7.4. og 7.5 í ráðningarsamningi stefnanda við stefnda. Skaðabótakröfu vegna ólögmætrar uppsagnar byggir stefnandi á almennum reglum samningaréttar, vinnuréttar og skaðabóta réttar. Kr öfu um miskabætur byggir stefnandi á skaðabótalögum nr. 50/1993 , m.a. 26. gr. laganna. U ppsögn hans hafi ekki byggst á nægum efnislegum forsendum og í henni hafi falist ólögmæt meingerð gegn persónu hans og æru. Ekki hafi verið gætt meðalhófs í a ðgerðum stefnda að þessu leyti. Stefnanda hafi verið sagt upp án þess að löglega hafi verið að farið og eigi hann því rétt á launum til loka uppsagnarfrests. Engar sakir sem á stefnanda haf i verið bornar séu það alvarlegar að réttlæ ti fyrirvaralausan brott rekstur án frekari 7 launagreiðslna. Þá hafi stefnandi ekki verið ám i nntur eða gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Stefnandi byggir á því að sá sem vil ji bera fyrir sig brot á ráðningarsamningi verði að sanna að ástæður réttlæti samningsrof. Jafnvel þegar um alvarleg brot í starfi sé að ræða eigi hinn brotlegi almennt rétt á aðvörun áður en til fyrirvaralausrar uppsagnar m egi grípa af hálfu atvinnurekanda. Engin gróf brot hafi verið sönnuð á stefnanda né að hann hafi unnið þau af ásetningi eða vítaverðu gáleys i. Varakröfu sína byggir stefnandi m.a. á 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Dráttarvaxtakröfu sína byggir stefnandi á III. kafla laga um vexti og verðtryggingu einkum 1. mgr. 6. gr. laganna. Varðandi upphafstíma dráttarvaxta er vísað til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991 . Um málskostnaðarkröfu vísar s tefnandi til ákvæða XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum til 129. og 130. gr. laganna. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við lög nr. 50/1988 . III. Mál sástæður stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að stefnandi hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brotið gegn ráðningarsamningi sínum og hafi stefnda því verið heimilt að rifta ráðningu hans án fyrirvara. S é það heimilt án undangenginnar viðvörunnar s amkvæmt almennum reglum vinnuréttar ef um alvarlegt brot á almennum eða sérstökum trúnaðarskyldum starfsmanns sé að ræða. Stefnandi hafi brotið alvarlega gegn skyldum sínum í starfi og það hefði unnið gegn hagsmunum stefnda að hafa stefnanda á fram í starfi. Um heimild til riftunar ráðningarinnar vísar stefndi til gr. 12.2.5 í kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og S amtaka atvinnulífsins . S ambærilegt ákvæði hafi verið að finna í kjarasamningum starfsmanna fjármálafyrirtækja all t frá ráðningu stefnanda árið 2004. Samkvæmt nefndu kjarasamningsákvæði sé heimilt að víkja starfsmanni fyrirvaralaust úr starfi hafi hann brotið starfsreglur fjármálafyrirtækis í verulegu atriði og f alli launagreiðsl ur þá niður þegar í stað. Í samræmi við áskilnað ákvæðisins var trúnaðarmanni stéttarfélags stefnanda haldið 8 upplýstum um málið og hafi hann engar athugasemdir gert við framgöngu stefnda í málinu. Eins er vísað til gr. 9.3 ráðningarsamnings stefnanda við stefnda frá 5. nóvember 2015 til riftuna r ráðningar í ráðningarsamningum stefnanda og einnig í ráðningarsamningi stefnanda frá árinu 2004. Stefnandi hafi verið bundinn af óskráðum starfsreglum banka og sparisjóða frá upphafi starfs síns árið 2004. Þær reglur haf i ætíð gengið út á að tryggja að persónulegir hagsmunir starfsmanna og banka rekist ekki á og að starfsmenn standi ekki í atvinnustarfsemi eða gæti hagsmuna fyrir aðra en þá fjármálastofnun sem þeir starf i fyrir. Þær reglur séu í samræmi við inntak almennra trúnaðarskyldna á vinnumarkaði, sem m.a. legg i bann við því að starfsmenn stundi samkeppnisrekstur við vinnuveitanda sinn. Þ essar skyldur hafi stefnandi gengist undir með ráðningarsamningi árið 2004. Þá haf i kjarasamningar bankamanna ævinlega gert ráð fyrir því að unnt sé að rifta fyrir varalaust starfssamningi ef slík brot séu unnin í starfi enda um að ræða verulegt trúnaðarbrot í starfi. Stefndi hafi yfirtekið réttindi og skyldur samkvæmt upphaflegum ráðningar samningi við stefnanda við samruna X og stefnda, sbr. 3. gr. laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Ráðningarsamningur sé gagnkvæmur samningur þannig að trúnaðarskyldur stefnanda hafi ekki breyst við nefndan samruna. Stefnanda sé því ekki tækt að bera því við að hann hafi ekki haft neinar trúnaðarskyldur við stefnda fyrr en eftir að nýr ráðningarsamningur hafi verið gerður í nóvember 2015. Stefnandi hafði starfað um langt árabil hjá stefnda og forvera hans og hafði verið í stöðu yfirmanns þar sem hann haf i haft mannaforráð og borið ábyrgð á tiltekinni starfsemi innan bankans. Stefnandi hafi því þekkt eða átt að þekkja allar reglur sem hafi gil t á hverjum tíma og varðað heimildir hans til viðskipta og eða starfsemi innan og utan bankans. Stefnandi hafi með framgöngu sinni í starfi brotið gróflega gegn ákvæðum 8.4, 8.5 og 8.7 í ráðningarsamningi frá 5. nóvemer 2015 og hvert og eitt þeirra nægi í sjálfu sér til að réttlæta fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi. Stefnandi hafi þannig nýtt sér upplýsingar og a ðstöðu sem hann hafi haft í starfi , sjálfum sér og félagi sínu til fjárhagslegs ávinnings. Þetta hafi hann gert með því að stofna sérstakt félag, Z , hvers rekstur hafi sérstaklega gengið út á að nýta sambönd stefnanda við bankann. Þannig 9 hafi stefnandi bro tið gegn gr. 8. 4. í ráðningarsamningi, sem kveði meðal annars á um að starfsmanni sé óheimilt að nýta trúnaðarupplýsingar sem hann hafi öðlast í krafti starfs síns, sér og sínum til fjárhagslegs ávinnings. Stefnandi hafi átt nefnt félag í raun einn og með rekstri þess hafi hann hagnast á viðskiptum með leiguhúsnæði á kostnað bankans. Þá hafi tilgangur þess félags m.a. verið að stunda lánastarfsemi. Þessi háttsemi stefnanda feli í sér brot á almennum trúnaðarskyldum starfsmanns ekki síður en sérstökum. Ste fnanda sé ekki tækt að bera því við að tilgangur félagsins Z hafi helgast af byggðasjónarmiðum eða að reksturinn hafi verið með sérstöku leyfi. Að mati stefnda get i stefnandi ekki byggt rétt sinn til bóta á því að fleiri en hann sjálfur hafi mögulega átt þ átt í því að setja á stofn félag þvert á reglur bankans. Engar sannanir haf i verið lagðar fram af hálfu stefnanda um meint leyfi og þá hafi stefnandi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum um aðkomu hans að nefndu félagi, þrátt fyrir að hafa ítrekað verið ámin ntur um að skila inn upplýsingum um atvinnuþátttöku utan bankans og honum verið falið að fylgja því eftir við aðra starfsmenn, sem lutu hans stjórn, að þeir gerðu slíkt hið sama. Það athafnaleysi stefnanda fari gegn gr. 8.5 í ráðningarsamningi, sem kveð i á um að starfsmaður hlýti reglum um tilkynningar vegna viðskipta tengdra aðila og alla eigin starfsemi, Yrði það mati stefnda ekki virt á annan hátt en sem ásetning stefnda til að leyna aðkomu hans að rekstri Z. Þá hafi stefnandi setið í stjórn fyrirtæki s síns á starfstíma og r ekið það í reynd án heimildar eftir að hann hafi gengið úr stjórn þess , en slíkt sé brot á gr. 8.7 í ráðningarsamningi. Fullyrðingar stefnanda um að hann hafi ekki haft aðkomu að Z frá því um mitt ár 2015 stand i st ekki með hliðsjón af gögnum máls . Ljóst sé að þrátt fyrir að fyrrum sparisjóðsstjóri X , C , hafi tekið yfir stjórn félagsins á miðju ári 2015 hafi stefnandi áfram haft fullan og ótakmarkaðan aðgang að öllum reikningum og bankagögnum félagsins. Stefnandi hafi því haft hönd í bagga með þeim rekstri lengur en formleg skráning í stjórn félagsins seg ð i til um. Þannig hafi stefnandi í reynd komið að rekstri félagsins án heimildar og brotið gegn gr. 8.7 í ráðningarsamningi. Þrátt fyrir að stefndi hafi verið handtekinn af lögreglu grunaður um refsivert brot í byrjun desember 2016 hafi stefndi látið stefnanda njóta vafans með því að setja hann í launað leyfi meðan rannsókn á framgöngu hans í starfi hafi farið fram. Það sé því rangt að ekki hafi verið gætt meðalhófs í málinu. Brottvik ning stefnanda hafi byggt á sérstakri könnun innri endurskoðunar bankans á viðskiptum stefnanda. Sú könnun 10 hafi lei tt í ljós að stefnandi hafi átt og rekið fyrrrnefnt félag, Z án heimildar árum saman, þaðan sem hann hafi fengið greidd laun. Það eitt og sér hafi verið brot á ráðningarsamningi hans frá öndverðu. Það félag hafi auk þess notið óeðlilegra hagstæðrar lánafyrirgreiðslu hjá X . Þá ligg i fyrir að félag stefnanda hafi leig t húsnæði af sparisjóðnum á óeðlilega lágu leiguverði frá árinu 2011 og með heimild til framleigu. Z hafi framleigt það húsnæði strax þriðja aðila gegn mun hærri húsaleigu. Á þeim tíma hafi stefnandi einn verið eigandi að Z og hirt allan hagnað af þeim samningum. Ennfremur sýni könnunin fleiri atriði sem varð i óeðlileg og óúts kýranleg tengsl stefnanda við þriðja aðila á sama tíma og hann hafi verið í starfi hjá stefnda . Yrði því ekki annað séð en að stefnandi hafi bersýnilega brotið gegn almennum trúnaðarskyldum starfsmanna í starfi sem bygg i á reglum vinnuréttarins en einnig á sérstökum skyldum samkvæmt ráðningarsamningi. Bótakröfu stefnanda sé mótmælt í heild sinni sem vanreifaðri og ósannaðri. Vísað sé til kjarasamnings um réttindi stefnanda án þess að hann sé lagður fram til stuðnings kröfu stefnanda né tilgreint á hvern hát t kjarasamningurinn grundvall i kröfugerðina. Sérstaklega sé mótmælt kröfu um greiðslu orlofsfjár. Ráðningarsamningur stefnanda hafi gert ráð fyrir því að hann héldi óskertum launum alla mánuði ársins, einnig meðan á orlofi hafi staðið . Það hafi því ekki st aðið rök til þess að hann f engi greitt orlofsfé ofan á launagreiðslur allt árið, þannig fengi hann orlof í raun tvígreitt. Krafa um uppsafnað orlof eigi sér heldur ekki stoð í ráðningarsamningi né orlofslögum. Kröfu stefnanda um greiðslu starfsaldurslauna sé einnig mótmælt sem ósannaðri . Ekki sé tilgreint í stefnu á hverju sú krafa byggi né lögð fram gögn henni til staðfestinga r. Krafa um miskabætur á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga eigi sér enga stoð. Stefndi hafi á engan hátt gengið þannig fram gagnvar t stefnanda að jafnað yrði til ólögmætar meingerðar gegn persónu hans eða æru. Stefnandi hafi verið handtekinn af lögreglu án þess að stefndi hefði þar nokkra aðkomu. Stefndi hafi látið stefnanda njóta alls vafa meðan innri endurskoðun bankans, sem starf i skv. 16. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, hafi rannsakað mál hans og grei tt honum laun meðan á þeirri rannsókn hafi staðið . Þá hafi trúnaðarmaður stéttarfélags verið upplýstur um málið. Hafi stefndi, þvert á fullyrðingar stefnanda, sýnt meðalhóf við meðferð málsins og ekkert hafst að sem lagt yrði stefnda til lasts. Stefnda yrði ekki kennt um það að stefnandi hafi verið tekinn höndum í tengslum við rannsókn sakamáls en með því hafi 11 kastljósi f jölmiðla verið varpað á stefnda og kastað rýrð á orðspor stefnda og starfsemi hans að ósekju. Krafa stefnanda um miskabætur úr hendi stefnda eigi sér því enga stoð og ber i að hafna henni. Þá stang i st það á við 130. gr. laga nr. 91/1991 að hafa uppi kröfu um innheimtuþóknun líkt og stefnandi geri. Slík krafa sé ekki lögvarin enda hluti af málskostnaði, yrði á réttmæti kröfu stefnanda fallist í einhverjum efnum. Því ber i þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af þessum þætti kröfu stefnanda. Stefndi hafi í öllum atriðum farið fram með lögmætum hætti við riftun ráðningar stefnanda og brottvikning stefnanda hafi átt sér efnislega stoð. Stefnandi eigi engan rétt til bóta úr hendi stefnda og hafi ekki fært fram sönnur fyrir því að á honum hafi verið brotið og þv í beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndu vísa til áðurgreindra lagaraka um sýknukröfu, almennra reglna vinnuréttar og skaðabótaréttar. Ennfremur laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og reglum sem á þeim byggja, sem og lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002. Krafa um málskostnað í styðst við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Niðurstaða Eins og rakið hefur verið var stefnanda vikið tímabundið frá störfum hjá stefnda 2. desember 2016 og í kjölfarið sagt upp störfum hinn 29. desember s.á. vegna rannsóknar embættis héraðssaksók nara á ætluðum auðgunarbrotum stefnanda í st arfi sínu fyrir stefnda. Svo sem áður greinir lauk rannsókn inni hinn 25. mars sl. með því að málið var fellt niður hjá embætti héraðssaksóknara. Ágreiningur máls þessa stendur þannig um hvort stefndi hafi staðið að uppsögn stefnanda með lögmætum hætti og hvort stefnandi eigi rétt til launa, launatengdra gjalda, auk hlunninda á 12 mánaða uppsagnarfresti, sbr. ráðningarsamning aðila, dagsett an 5. nóv ember 2015 , sem og miskabóta vegna uppsagnarinnar , sbr. dómkröfur máls þessa. Stefnandi byggir dómkröfur sínar fyrst og fremst á því að stefndi hafi staðið að uppsögninni með ólögmætum hætti þar sem hún hafi byggst á röngum og ósönnuðum ávirðingum um ætlu ð brot hans í starfi . Stefnandi telur því að hann eigi rétt á launum í uppsagnarfresti, auk miskabóta, þar sem áv irðingar stefnda hafi byggst á röngum forsendum. Stefndi byggir hins vegar sýknukröfu sína á því að þar sem stefnandi hafi 12 brotið gróflega gegn starfsskyld um sínum hjá stefnda með störfum sínum fyrir einkahlutafélagið Z , ýmist af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, réttlæti það fyrirvaralausa riftun ráðningarsamnings aðila. Svo sem fyrr greinir hóf stefnandi upphaflega störf hjá Y hinn 1 . febrúar 2004 sem þjónustustjóri , sbr. framlagðan ráðningarsamning, dagsettan 5. febrúar 2004 . Félagið Z stofnaði stefnandi síðla árs 2010 þegar fyrirséð var að s törfum innan sparisjóðsins myndi fækka á [...] vegna breytinga sem stefndi , sem var þá stærsti hlutahafi sparisjóð s ins , hugðist gera á starfsemi lífeyrisþjónustunnar og nánar var vikið að í málavaxtalýsingu . Samkvæmt framlögðum gögnum málsins var stefnandi eini eigandi og stjórnarmaður félagsins og auk þess skráður framkvæmdastjóri þess frá stofnun félagsins hinn 18. nóvember 2010 og þar til hann hvarf úr stjórn þess hin n 15. júní 2015. Um sama leyti tók s tefndi endanlega yfir starfsemi sparisjóðsins og var nýr ráðningarsamningur gerður við stefnanda hinn 5. nóvember 2015 eftir samruna stefnda og X , sem einnig hefur verið lagður fram fyrir dómi . Einnig fyrir í gögnum málsins samningur á milli stefnda, Arion banka hf., og Z að heimabanka félagsins, dagsettur 29. nóvember 20 15 . M eð honum var stefnanda veittur ótakmarkaður aðgangur að netbanka félagsins og öllum þeim innl áns reikningum, kreditkortum og skjölum sem þar væru vistuð , sem og heimild til að stofna og samþykkja greiðslur , senda inn og skoða rafræn skjöl o.fl. Undir samninginn ritaði C sem stjórnarmaður í Z stefnandi sem notandi aðgangsins og loks tiltekinn starfsmaður stefnda fyrir hönd bankans. Í eldri ráðningarsamningi stefnanda við X var að finna eftirfarandi ákvæði: Brjóti starfsmaður af sér í starfi eða brýtur starfsreglur Sparisjóðsins í verulegu atviki er heimilt að segja honum upp fyrirvaralaust og fellur þá launagreiðsla niður þegar í stað. Þá kom eftirfarandi fram um trúnað stefnanda í samningnum: hvívetna, gegna þeim störfum sem honum eru falin af árvekni og samviskusemi og virða starfs - ann i er óheimilt án leyfis stjórnar Sparisjóðsins að gegna öðru launuðu starfi, reka atvinnustarfsemi eða vera umboðsmaður annarra gagnvart Sp 13 Í 8. kafla yngri ráðningarsamn ings stefnanda við stefnda, dagsettum 5. nóvember 2015, var að finna sambærileg ákvæði um starfsskyldur og trúnað starfsmanna . Í gr. 8.1. var mælt fyrir um eftirfarandi: sér rækilega þau ákvæði laga, reglugerða, fyrirmæla stjórnvalda, starfs - og siðareglna o.þ.h. sem gilda um starfsemi bankans á hverjum tíma. Þá var kveðið á um eftirfarandi í gr. 8.7. í ráðningarsamningnum í kafla um starfs - og siðareglur starfsmanna s tefnda: samhliða þessu starfi, sitja í stjórn fyrirtækis eða stunda atvinnu hjá öðrum aðilum nema með sérstakri fyrirfram skriflegri heimild frá framk v æmdastjóra. Hann má ekki taka nein laun eða hlunnindi sjálfum sér til handa í neinni mynd af þeim, sem eiga viðskipti við bankann, nema með Í gr. 9.3. var síðan mælt fyrir um eftirfarandi: brot á ráðningarsamningi þessum, öryggisreglum, svo og starfs - og siðareglum, getur varðað fyrirvaralausum brottrekstri úr Þá liggur fyrir í málinu úrdráttur úr kjarasamningi samninganefndar bankanna fyrir hönd banka og sparisjóða og sambands ís lenskra bankamanna sem var í gildi frá 1. janúar 2001 til 1. október 2004 og kjarasamningur samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og samtaka atvinnulífsins, sem var í gildi frá 1. október 2015 til 31. desember 2018. Í gr. 11.2.5. í eldri samningnum og gr. 12.2.5. í yngri samningnum var eftirfarandi ákvæði: úr starfi fyrirvaralaust og fellur þá launagreiðsla niður þegar í stað. Formanni hlutaðeigandi starfsmannafélags skal gefinn kostur á að fylgjast með 14 Þá er einnig meðal gagna málsins að finna reglur stefnda um atvinnuþátttöku starfsmanna sinna, sem samþykktar voru af hálfu stefnda hinn 17. maí 2016 , ásamt leiðbeiningum frá regluvörslu stefnda, dagsett um 29. september 2014. Í reglum stefnda um atvinnuþátttöku kemur fram í 1. gr. að tilgangur reglnanna væri meðal annars sá að tryggja að atvinnuþátttaka starfsm a nna hefði ekki neikvæð áhrif á starfsskyldur viðkomandi gagnvart stefnda og til að koma í veg fyr ir hagsmunaárekstra og önnur skaðleg áhrif sem kynnu að leiða af þátttöku starfsmanna í öðrum atvinnurekstri samhliða störfum fyrir stefnda. Í 2. tl. 2. gr. reglnanna var atvinnuþátttaka skilgreind sem þátttaka í atvinnurekstri sem ekki væri á vegum stefnd a, þar sem meðal annars starfsmaður sæti í stjórn eða væri endurskoðandi eða skoðunarmaður og ætti beint eða óbeint a.m.k. 10% eignarhlut í félagi í atvinnurekstri. Um skilyrði fyrir atvinnuþátttöku í 3. gr. reglnanna kom fram að meginreglan væri sú að a tvinnuþátttaka væri óheimil. Yfirmaður gæti veitt starfsmanni undanþágu til atvinnuþátttöku að því gefnu að hún teldist ekki í andstöðu við tilgang reglnanna. Þá kom fram að starfsmaður skyldi senda yfirmanni beiðni um undanþágu á viðeigandi eyðublað i í þe im tilvikum er hann hæfi störf fyrir bankann, áður en atvinnuþátt taka hans hæfist og við breytingar á starfsskyldum viðkomandi , þótt samþykki hefði áður verið veitt. Samþykkti yfirmaður undanþágubeiðni starfsmanns skyldi hann senda eyðublaðið á regluvörslu , ásamt rökstuðningi og upplýsingum um sérhver skilyrði sem hann kynni að setja fyrir samþykki sínu. Þá v ar mjög áþekkar reglur að finna í leiðbeiningum frá regluvörslu stefnda en þar kom fram að starfsmenn stefnda sem hygðust taka þátt í atvinnurekstri eða gegna annarri vinnu samhliða starfi sínu hjá stefnda, þyrftu að fá til þess leyfi fyrirfram hjá bankastjóra eða framkvæmdastjóra síns sviðs og að til þátttöku í atvinnurekstri teldist það að sitja í stjórn félags, að þiggja laun frá öðru fyrirtæki en s tefnda og að eiga virkan eignarhlut í félagi, nánar tiltekið að eiga beint eða óbeint 10% eða meira af hlutafé í félagi, stofnfé eða atkvæðisrétt eða eiga annarra hagsmuna að gæta sem væru þess eðlis að viðkomandi hefði umtal s verð áhrif á stjórnun annars f élags. Í gögnum málsins liggur fyrir úrdráttur úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna frá árinu 2014 . Í sérstökum kafla sem varðar starfsemi X koma fram ýmsar athugasemdir af hálfu nefndarinnar vi ð starfsemi sparisjóðsins , meðal annars við að ekki vær i fyrir hendi listi yfir 15 venslaða aðila í samræmi við skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins á vensluðum aðilum og 27. gr. starfsreglna stjórnar. Stefnandi gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvað stjórnendum X hafa verið fullkunnugt um stofnun og starfsemi Z, allt frá upphafi. Þá neitaði stefnandi því aðspurður alfarið að Z hefði notið betri kjara hjá X heldur en almennt tíðkaðist. Aðspurður hvort hann hefði getið aðkomu sinnar að félaginu á sérstöku eyðublaði kvað stefnandi yfirlit yfir alla aðila sem tengdust starfsmönnum sjóðsins hafa verið gert á hverju ári og þar ávallt hafa verið getið um Z og tengsl stefnanda við félagið. Þett a fyrirkomulag hafi verið viðhaft alveg frá því að stefnandi starfaði hjá Y og síðan X . Tengsl hans við félagið hefðu þannig verið tilkynnt á hverju ári og áðurnefndur listi lagður fyrir stjórn sjóðsins. Þá bar stefnandi jafnframt um að hann hefði fengið g reidd laun frá Z samhliða starfi sínu hjá X . Aðspurður um hvort stefnandi hefði komið að rekstri Z eftir að hann hætti í stjórn félagsins um mitt ár 2015 , kvað stefnandi að hann h efði fallist á það að beiðni C að hafa aðgang að netbanka félagsins til að greiða tilfallandi reikninga en að hann hefði ekki farið með neins konar stjórnunarheimildir fyrir hönd félagsins. Aðkoma stefnanda að félaginu eftir að hann hóf störf fyrir stefnda hafi þannig ekki falist í öðru en þessu. Þá kvaðst stefnandi ekki hafa þeg ið laun frá Z fyrir þessi tilteknu störf. Aðspurður hvort hann hefði tilkynnt um það til stefnda, þegar hann fékk aðgang að heimabanka Z haustið 2015 í því skyni að greiða reikninga f. h. félagsins, þá hefði hann engan látið vita af því hjá bankanum , enda hafi hann ekki talið það tilkynningarskylt . Aðspurður um hvort sá starfsmaður er ritaði undir samning um mastersaðgang Z að netbanka, fyrir hönd stefnda, hefði verið yfirmaður stefnanda, kvað hann þann aðila aldrei hafa verið yfirmann sinn. C fyrrum spar isjóðsstjóri X gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Í máli hans kom fram að hann hefði tekið við Z sumarið 2015 eftir að hann hætti störfum hjá sparisjóðnum og að þá hefði legið fyrir að þurft hefði að segja upp starfsmönnum hjá félaginu og ljúka samningum við þá aðila sem höfðu keypt þjónustu af því. Hann hafi samið við Z sem voru fyrst og fremst einhverjar leigugreiðslur, greiðslur á rafmagnsreikningum og símareikningar o .þ.h. sem hefði þurft að gre iða en ekkert sem væri stórt í sniðu m . Þá kvað hann s tefnand a ekki hafa haft aðkomu að stjórnun félagsins á þessum tíma og að Z hefði ávallt notið hefðbundinna kjara hjá X . 16 Aðspurður um áðurnefnda lista um aðila tengda starfsmönnum sparisjóðsins, sem að sögn stefnanda hefðu verið lagðir fyrir stjórn sjóðsins á hverju ári, kvað C rétt að slíkir list a r hefðu árlega verið lagðir fyrir stjórn sparisjóðsins. Nánar tiltekið hefðu þar verið tilgreindir aðila r o g félög tengd stjórnendum og stjórnarmönnum sparisjó ðsins og kvaðst hann greinilega muna eftir nafni Z á umræddum listum og að um þetta hefði verið bókað í fundargerðum sparisjóðsins. Aðspurður hvaða skýringar hann ætti á því að gagnrýnt hefði verið í rannsóknarskýrslu Alþingis um hrun sparisjóðanna frá árinu 2014 að listi yfir venslaða aðila hefðu ekki verið fyrir hendi hjá X , kvað C listann ekki hafa verið til sem slíkan en engu að síður bókað í fundargerðarbók um að hann væri lagður fram. Aðspurður um greiðslu sem stefnandi fékk árið 2016 frá Z . kv að C að líklegast hefði stefnandi lagt út fyrir einhverjum vörum fyrir félagið, t.a.m. prentara, en félagið hefði ekki verið með VISA kort og þannig stundum verið nauðsynlegt að leggja út fyrir vörum í þágu þess. Fyrir dómi bar einnig vitni E , yfirmaður innri endurskoð unar deildar stefnda frá 2008 til árslok a 2018 , sem ritaði áðurnefnt minnisblað í tengslum við þá úttekt er stefndi lét gera á lífeyrisþjónustu bankans á [...] . Aðspurð um þau óvenju hagstæðu lána kj ör sem Z . á að hafa notið hjá X kvað hún félagið haf a verið með ótímabundið yfirdráttarlán hjá sparisjóðnum en venjulaga væru slík lán tímabundin. Þá hefðu engar tryggingar verið lagðar fram til tryggingar yfirdráttarláninu en þetta hefði vakið athygli innri endurskoðunar. A ðspurð um atriði er ra kin voru á minnisblaðinu, dagsettu 8. desember 2016, varðandi þátttöku stefnanda í starfsemi Z eftir að hann hætti í stjórn félagsins og stefndi og X sameinuðust, kvað E jafnframt að stefnandi hefði ekki brugðist við því þegar óskað hefði verið eftir því v orið 2016 að starfsmenn lífeyrisþjónustu nnar á tilkynntu stefnda um aðra atvinnuþátttöku sín a . Þá hefðu engar tilkynningar verið til um atvinnuþátttöku stefnanda fyrir þann tíma og innri endurskoðun því ekki getað skoðað það sérstaklega. Þá kom einnig fram í máli E að ótvírætt væri að aðgangsheimildir stefnanda að heimabanka Z eftir að hann hætti að sögn afskiptum af félaginu, fælu í sér atvinnuþátttöku í skilningi reglna bankans. Eins og að framan greinir átti stefnandi sæti í stjórn félagsins frá st ofnun þess 18. nóvember 2010 til 15. júní 2015 og var jafnframt framkvæmdastjóri og eini eigandi félagsins á þeim tíma. Samkvæmt orðskýringum 2. gr. reglna stefnda um atvinnuþátttöku starfsmanna sinna og raktar eru að framan teljast framangreind störf til atvinnuþátttöku í skilningi reglnanna. Eftir að stefnandi hætti í stjórn Z sumarið 17 2015 sinnti hann áfram ákveðnum störfum í þágu þess , sem að hans sögn fólust einkum í að greiða ýmsa reikninga, eins og fram kom í skýrslu stefnanda og vitna fyrir dómi. Sam kvæmt ráðningarsamningi stefnda við X bar stefnanda að fá leyfi stjórnar sparisjóðsins til að gegna öðru launuðu starfi og reka atvinnustarfsemi . Engin gögn hafa verið lögð fram af hálfu stefnanda sem sýna fram á að stjórn sparisjóðsins hafi veitt stefnand a formlegt leyfi til að starfa fyrir einkahlutafélagið Z eins og t.a.m. afrit úr fundargerðarbókum sjóðsins , en bæði stefnandi og C , fyrrum sparisjóðsstjóri X , héldu því fram fyrir dómi að bókað hefði verið í fundargerðarbókum sjóðsins um lista yfir venslaða aðila þar sem getið var um tengsl stefnanda við félagið. Í ráðningarsamningi stefnanda við stefnda frá 5. nóvember 2015 var jafnframt mælt fyrir um að starfsmanni væri óheimilt að stunda atvinnu hjá öðrum aðilum nema með sérstakri fyrirfram skriflegri heimild frá framkvæmdastjóra . Ljóst er að stefnanda var veittur áðurnefndur mastersaðgangur að heimabanka Z . hinn 29. nóvember 2015 eftir að hann hafði lát ið af störfum sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins til að taka að sér ákveðin verkefni sem C hefði beðið hann um að s inn a . Þá bar stefnandi fyrir dómi að hann hefði ekki látið neinn hjá stefnda vita af þ essum störfum sínum fyrir Z. Ennfremur þyk ja framlögð málsgögn sýna fram á að stefnandi hafði ennþá afskipti af Z eftir að nafni félagsins var breytt í Q leigufélag ehf. en á framlögðu yfirliti dagsettu 30. ágúst 2017 yfir banka upplýsingar félagsins kemur fram að umboðshafi banka reiknings þess sé stefnandi. Í framburði stefnanda fyrir dómi kom fram að hann hefði þegið laun frá Z á þeim tíma er hann var eigandi, framkvæmdastjóri og í stjórn félagsins frá 2010 til 2015 og sinnti samhliða störfum fyrir X . Þrátt fyrir að stjórn X kunni að hafi vi tað af störfum stefnanda fyrir félagið verður stefnandi að bera hallan n af því að geta ekki sýnt fram á það með óyggjandi hætti að svo hafi verið , andstætt því sem fram kemur í skýrslu um fall sparisjóðanna um að lista yfir venslaða aðila hafi alfarið vant að í starfsemi X . Með þessu þykir sýnt að stefnandi hafi ekki uppfyllt trúnaðarskyldu r sínar samkvæmt ráðningarsamning i sín um við X . Samkvæmt því sem að framan hefur verið rakið þykir þannig sýnt að stefnanda, fyrst sem starfsmanni X og síðar sem starfsmanni stefnda, bar í störfum sínum fyrir báða aðila að tilkynna annars vegar til stjórnar og hins vegar til framkvæmdastjóra um þau störf sem hann sinnti í þágu einkahlutafélagsins Z samhliða aðalstarfi sínu . Þá þykir jafnframt að mati dómsins sýnt að stefnanda hafi mátt vera ljóst, sbr. ákvæði 18 ráðningarsamningsins og reglna stefnda um atvinnuþátttöku starfsmanna, að þau störf sem hann sinnti fyrir Z samrýmdust ekki starfsskyldum hans hjá stefnda, enda upplýsti hann stefnda ekki um þau o g þannig lá ekki fyrir skriflegt leyfi næsta yfirmanns stefnanda til að sinna þeim störfum. Í fyrirliggjandi málsgögnum um þá úttekt sem innri endurskoðun stefnda gerði á starfsemi lífeyrisþjónustu X kemur fram að stefnandi þáði greiðslur frá Z a.m.k. fr am á mitt ár 2015 og síðast um mitt ár 2016. Í vætti C fyrir dómi kom einnig fram að stefnandi hefði fengið greiðslu frá Z árið 2016 vegna endurgreiðslu útlagðs kostnaðar . E ngin gögn hafa hins vegar verið lögð fram fyrir dómi sem sýna fram á að stefnandi hafi lagt út fyrir tilfallandi kostnaði í þágu félagsins og að framangreind greiðsla til hans frá Z á þessum tíma hafi samsvarað þeim kostnaði. Í ljósi framangreinds verður þannig að leggja til grundvallar að stefnandi hafi þegið greiðslur fyrir störf sín hjá Z árið 2016 þeg a r hann hafði að eigin sögn hætt afskiptum af félaginu. Í málatilbúnaði stefnda er því haldið fram að stefnandi hafi valdið X og síðar stefnda tjóni með háttsemi sinni , t.a.m. með framleigu húsnæðisins að Þá er einnig f ullyrt af hálfu stefnda Z hafi notið óvenju hagstæðra kjara hjá X en þessu neituðu bæði stefnandi og C fyrrum sparisjóðsstjóri í skýrslutökum fyrir dómi. Að mati dómsins þykja framlögð málsgögn ekki sýna fram á þe ssar staðhæfingar stefnda með fullnæg j andi hætti . Til að mynda liggja engin gögn fyrir um lánskjör á yfirdráttarláni sem Z hafði hjá X . Í ljósi framangreinds verða þessar staðhæfingar stefnda að teljast ósannaðar eins og mál þetta liggur fyrir dóminum . Hins vegar þykir að mati dómsins liggja nægilega ljóst fyrir að stefnandi braut gegn ákvæðum ráðningarsamnings síns við stefnda frá 5. nóvember 2015, sem og kjarasamningsákvæðum og reglum stefnda um atvinnuþátttöku , með því að sinna áfram störfum í þágu Z eftir að hann hætti formlega afskiptum a f félaginu um mitt ár 2015 og þiggja greiðslur fyrir, án þess að fá tilskilin leyfi til þessa frá framkvæmdastjóra eða næsta yfirmanni sínum hjá stefnda. Dómurinn telur , samkvæmt öllu því sem að framan greinir , að riftun stefnda á ráðningarsamning i við s tefnanda hafi verið lögmæt þar sem stefnandi hafi brotið gegn framangreindum starfsskyldum sínu m, sbr. ákvæði 8.7 . í ráðningarsamningi hans, og að þau brot hafi réttlæt t fyrirvaralausa uppsögn stefnanda úr starfi hjá stefnda, sbr. gr. 9.3 . í ráðningarsamningi og gr. 12.2.5 í kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og samtaka atvinnulífsins . 19 Með vísan til þess sem rakið hefur verið ber að sýkna stefnda af öllum dóm kröfum stefnanda. Með hliðsjón af atvikum máls þessa í heild si nni þykir rétt að hvor aðili um sig verði látinn bera sinn kostnað af málinu. Vegna embættisanna og veikindaleyfis dómara hefur uppkvaðning dóms dregist umfram frest s amkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Dómari og aðilar eru s ammála um að ekki sé þörf á endurflutningi málsins. Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómso r ð: Stefndi, Arion banki hf. , er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður milli aðila fellur niður . Þórður Clausen Þórðarson