Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1 6 . janúar 2023. Málið nr. S - 2396/2022: Ákæruvaldið (Kamilla Kjerúlf saksóknar fulltrú i) gegn Ragnari Guðmundi Ragnarssyni ( Þuríður B. Sigurjónsdóttir lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 6. janúar 2023 og dómtekið 13. sama mánaðar . Málið er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 6. desember 2022 á hendur ákærða, Ragnari Guðmundi Ragnarssyni , [...] , fyrir eftirgreind brot gegn vopnalögum og umferðarlögum , svo sem ákæru var breytt á dómþingi 13. janúar : 1 . Fyrir umferðar - og vopnalagabrot , með því að hafa miðvikudaginn 13. október 2021 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna h enni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni ákærða mældist amfetamín 1200 ng/ml) um gatnamót Nýbýlavegar og Breiðholtsbrautar í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og á sama tíma haft í vörslum sínum piparúðabrúsa og hnúajárn sem lögregla fann við leit í bifreiðinni . Er h áttsemi n talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 1. mgr., c. lið 2. mgr. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 2. Fyri r umferðarlagabrot , með því að hafa þriðju daginn 1 1 . janúar 2022 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti , óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóðsýni ákærða mældist amfetamín 1500 ng/ml, díazepam 160 ng/ml og nordíazepam 185 ng/ml) og á 88 k ílómetra hraða á klukkustund (km./klst.) austur Stekkjarbakka í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn en leyfður hámarkshraði er þar 60 km./klst. Er háttsemi n talin varða við 2., sbr. 4. mgr. 37. gr., 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50 . gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 2 3. Fyrir umferðarlagabrot , með því að hafa fimmtudaginn 10. mars 2022 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og ó hæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóðsýni ákærða mældist amfetamín 445 ng/ml, díazepam 115 ng/ml og nordíazepam 90 ng/ml) austur Vesturlandsveg við Vínlandsleið í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er háttsemin talin varða v ið 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50 . gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 4. Fyrir umferðarlagabrot , með því að hafa föstu daginn 2 2 . júlí 2022 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökur étti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóðsýni ákærða mældist amfetamín 220 ng/ml, díazepam 150 ng/ml og nordíazepam 210 ng/ml) um Sæbraut í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er hát tsemin talin varða vi ð 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50 . gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 5. [...] 6. Fyrir umferðarlagabrot , með því að hafa miðvikudaginn 28. september 2022 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurét ti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóðsýni ákærða mældist amfetamín 220 ng/ml, díazepam 150 ng/ml, oxazepam 140 ng/ml og nordíazepam 210 ng/ml) um Reykjanesbraut við Kaplakrika í Hafnarfirði þ ar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50 . gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 7. Fyrir umferðarlagabrot , með því að hafa þriðjudaginn 4. október 2022 ekið bif reiðinni [... ] sviptur ökurétti og gegn rauðu umferðarljósi á Kalkofnsveg við Geirsgötu í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 3 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga og ti l greiðslu alls sakarkostnaðar . Fyrir dómi játaði ákærði þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. - 4 . og 6. - 7. tö lulið ákæru. Var því farið með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Er af hálfu ákærða krafist væg ustu refsingar og sviptingar ökuréttar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi hæfilegrar þóknunar sér til handa. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. - 4 . og 6. - 7. tölulið ákæru og þar þykir í öllum tilvikum rétt heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann 3. október 2012 undir 200.000 króna sekt fyrir ölvunar - og sviptingarakstur og var sviptur ökurétti í eitt ár. Næst gekkst ákærði 25. maí 2013 undir 60.000 króna sektargreiðslu fyrir sviptingarakstur 13. mars það ár . Þann 18. mars 2016 var ákærði dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið tvö ár, fyrir þjófnað og hylmingu. Sá dómur var tekinn upp með dómi 6. október 2016 og ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, hegningarauka, skilorðsbundið þrjú ár og 450.000 króna sekt fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, m.a. akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og án gildra ökuréttinda. Jafnframt var ákærði sviptur ökurétti í þrj ú ár frá 27. október 2016 að telja. Síðastgreindur dómur var tekinn upp með dómi 14. júní 2017 og ákærði dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Jafnframt var ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Næst var ákærði 14. maí 2019 dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir sviptingarakstur. Með dómi 14. apríl 2021 var ákærða gerður hegningarauki og hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnaðarbrot, vopnalagabrot, brot gegn lyfja - og fíkniefnalöggjöf og umferðarlagabrot, m.a. akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptingarakstur. Af sakavottorði er ljóst að ákærði fékk 15. ágúst 2021 skilorðsbundna reynslulausn í tvö ár á eftirstöðvum 355 daga fangelsisrefsingar samkvæmt dómum 14. júní 2017, 14. m aí 2019 og 14. apríl 2021. Ákærði er í þessu máli sakfelldur fyrir eitt vopnalagabrot og endurtekinn akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Eru öll brotin framin eftir að ákærða var veitt framangreind reynslulausn 15. ágúst 2021. Með brotunum hefur ákærði 4 rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar, sbr. 2. mgr. 81. gr. og 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Ber samkvæmt því að ákveða ákærða refsingu í einu lagi fyrir þau brot sem hann er nú dæmdur fyrir og með hliðsjón af óafplánaðri 355 daga refsingu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með dómi þessum er ákærði í fimmta skipti sakfelldur fyrir akst ur undir áhrifum vímuefna og í sjötta skipti fyrir sviptingarakstur. Samkvæmt framansögðu og að tekn u tilliti til greiðr ar játning ar ákærða og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða vægast ákveðin fangelsi í tvö ár og níu mánuði. Er ekki efni til að skilorðsbinda þá refsingu. Ákærði hefur unnið til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga. Með hliðsjón af sakaferli ákærða ber að svipta hann ökurétti ævilangt frá dóms birtingu að telja. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað. Er annars vegar um að ræða 935.019 krónur í útlagðan sakarkostnað samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins og hins vegar þóknun Þuríðar B. Sigurjónsdóttur skipaðs verjanda ákærða. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykir þóknun verjand a hæfilega ákveðin 210.924 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ÓMSORÐ : Ákærði, Ragnar Guðmundur Ragnarsson, sæti fangelsi í tvö ár og níu mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá dóms birtingu að telja. Ákærði greiði 1.1 45.943 krónu r í sakarkostnað, þar með talda 210.924 króna þóknun Þuríðar B. Sigurjónsdóttur skipaðs verjanda síns. Jónas Jóhannsson