Héraðsdómur Suðurlands Dómur 3 0 . mars 2021 Mál nr. S - 58/2021 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi ) g egn Sigurð i Frey Péturss yni (enginn) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 11. mars sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 1. febrúar sl., á hendur Sigurði Frey Péturssyni, [...] I. fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. maí 2019 að Áshamri 22, Vestmannaeyjum, veist að A , og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að A hlaut mar við vinstra auga. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 19 40 með síðari breytingum. (319 - 2019 - 1710) II. fyrir gripdeild með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 17. desember 2019 þar sem hann var staddur á [...] Vestmannaeyjum tekið ófrjálsri hendi yfirhafnir í fatahengi í anddyri staðarins og gengið með þær út. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. (319 - 2019 - 5629) III. fyrir líkamsárás með því að hafa síðdegis miðvikudaginn 11. mars 2020 að Áshamri 22, Vestmannaeyjum, veist að A , og slegið hann í andlitið. Telst b rot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 með síðari breytingum. (319 - 2020 - 1098) Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: 2 Vegna ákæruliðar I. er þess krafist að hálfu A , að ákærði verði dæmdur til að greiða honum fjárhæð kr. 639.500, - auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. maí 2019 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakra fan var kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Vegna ákæruliðar III. er þess krafist að hálfu A , að ákærði verði dæmdur til að greiða honum fjárhæð kr. 639.500, - auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. mars 2020 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafan var kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu la ga til greiðsludags. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 12. febrúar sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til ref singar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna ofbeldisbrota. Þann 5. júlí 2002 var ákærði fundinn sekur bæði um minniháttar og meiriháttar líkamsárás og honum gert að sæta fangelsi í fjóra m ánuði, skilorðsbundið til þriggja ára. Þann 1. júní 2005 var ákærði meðal annars fundinn sekur um minniháttar líkamsárás og honum gert að sæta fangelsi í fimm mánuði, skilorðsbundið til fjögurra ára. Þann 10. febrúar 2010 var ákærði fundinn sekur um stórfe llda líkamsárás og honum gert að sæta fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið til fimm ára. Þann 29. desember sama ár var ákærði fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni og honum gert að sæta fangelsi í tólf mánuði . Þann 20. júlí 2013 var ákærða veitt reyns lulausn á eftirstöðvum refsingar, 180 daga . Þann 8. september 2011 var ákærða gerð sekt vegna þjófnaðar. Þá var ákærða þann 13. júlí 2012 gerð sekt vegna húsbrots. Þann 22. apríl 2013 var ákærða gerð sekt vegna fíkniefnalagabrots. Þá var ákærða þann 26. ma í 2014 gerð sekt vegna umferðar - og fíkniefnalagabrota og hann jafnframt sviptur ökurétti. Hafði ákærði með brotum sínum rofið skilyrði framangreindrar reynslulausnar en refsingin var ekki dæmd upp. Loks var ákærði þann 29. nóvember 2018 fundinn sekur um b rot gegn valdstjórninni. Var honum þá gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. c. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum teljast brot ákærða skv. I og III lið ákæru ítrekuð. Með brot um þ eim sem lýst er í ákæru hefur 3 ákærði rofið skilorð síðastgreinds dóms og ber að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í ein u lagi sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til sakaferils ákærða þykir rétt að fresta fullnustu þriggja mánaða refsingarinnar og s kal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirlitum lögreglu samtals 15.238 kr. Með brotum sínum hefur ákærði bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola, en ótvírætt verður að telja að í háttsemi ákærða felist ólögmæt meingerð gagnvart brotaþola í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir hæfilegt að ákærði greiði brotaþola 40 0.000 kr. í miskabætur og skulu bæturnar bera vexti og dráttarvexti eins og greinir í dómsorði. Í bótakr öfum er jafnframt höfð uppi krafa um lögfræðikostnað. Hann verður ekki dæmdur sem skaðabætur, en rétt er hins vegar að ákærði greiði brotaþola málskostnað, sem er hæfilega ákveðin n 1 5 0.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Samkvæmt gögnum máls ins voru bótakröfur brotaþola birtar fyrir ákærða þann 29. janúar 2020 og þann 21. júlí 2020. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Sigurður Freyr Pétursson, sæti fangelsi í sex mánuði. F resta skal fullnustu þriggja mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 15.238 krónur. Ákærði greiði brot aþola , A , miskabætur að fjárhæð 400.000 kr., auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 200.000 kr. frá 2. maí 2019 til 29. febrúar 2020, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. g r. sömu laga til greiðsludags og vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001 af 200.000 kr. frá 11. mars 2020 til 21. ágúst 2020, 4 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greið i brotaþola 150.000 krónur í málskostnað, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason.