Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 28. febrúar 2022 Mál nr. S - 429/2021 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 1. febrúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 14. október 2021, á hendur X , kt. , , Akureyri, gegn maka og barnaverndarlagabrot, með því að hafa föstudagskvöldið 4. desember 2020, á heimili sínu og fyrir utan heimili sitt að á Akureyri, ráðist að eiginkonu sinni Y , kt. og syni Z , kt. , þar sem þau voru inni á baði íbúðarinnar og konan að hreinsa tár framan úr andliti sonar þeirra, gripið í hnakka hennar og þvingað höfuð hennar niður að vaskinum og ítrekað talað niðurlægjandi til hennar fyrir framan soninn og síðan þegar hún ætlaði af heimilinu með drenginn til vinafólks hennar, varnað þ eim útgöngu og gripið í hendur drengsins og dregið hann til sín og ýtt konunni út um útidyrahurð íbúðarinnar og reynt að loka hurðinni. Konan varnaði því að hann gæti lokað hurðinni með því að setja fót sinn á milli stafs og hurðar og komst þannig aftur i nn í íbúðina og drengnum tókst að losna og hlaupa út í bifreið vinar þeirra sem var kominn fyrir utan húsið til að ná í konuna og barnið. Ákærði tók þá aftan í hnakka konunnar og sló höfði hennar tvisvar til þrisvar utan í hurðakarminn á útidyrahurðinni o g síðan ýtti hann framan á brjóstkassa hennar með þeim afleiðingum að hún féll aftur á bak inn í íbúðina, þannig að hún lenti á bakinu og hnakki hennar lenti á flísalögðu gólfinu í forstofunni. Síðan hljóp ákærði út úr íbúðinni og reyndi að ná til sonar þ eirra sem sat inni í bifreið vinar þeirra sem hafði læst bílnum og fyrir utan bílinn ýtti hann aftur við konunni sem féll í götuna. Meðan á þessu öllu stóð kallaði ákærði konu sína allskonar ónöfnum meðal annars hóru, allt í áheyrn drengsins. Afleiðingar þessa fyrir brotaþola Y voru þær að hún hlaut þreifieymsli á hnakka, hrufl á hægra hné og marblett á vinstra hné. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum og 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. b arnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls 2 Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda . Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er ré ttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði hefur hreinan sakaferil. Ákærði er nú sakfelldur fyrir líkamsárás, stórfelldar ærumeiðingar gegn maka og barnav erndarlagabrot. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að brotið beindist að nákomnum , sbr. 3. mgr. 70 . gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þókn anir skipaðs verjanda síns og tilnefnds réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi , eins og þær ákveð a st í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fjóra mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 340.626 krónur í sakarkostnað, þ. m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Arnar Blöndal Jóhannssonar lögmanns, 209.250 krónur og þóknun tilnefnds réttar gæslumanns brotaþola , Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, 97.650 krónur.