Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 8 . júlí 2019 Mál nr. S - 73/2019 : Héraðssaksóknari Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir g egn X Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Dómur Mál þetta , sem dómtekið var 28. maí sl. að loknum munnlegum málflutningi , er höfðað með tveimur ákærum. Fyrri ákæran er útgefin af héraðssaksóknara 7. febrúar 2019 á hendur X , kennitala 000000 - 0000 , , A , kennitala 000000 - 0000 , að k völdi föstudagsins 29. apríl 2016 á þáverandi heimili ákærða að : 1. Fyrir nauðgun, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við A en ákærði A með því að notfæra sér að hann var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Af þessu hlaut A litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. 2. Fyrir brot gegn blygðunarsemi, með því að hafa í myndsamtali í farsím a sínum í gegnum samskiptamiðilinn Skype við B sýnt henni, og stúlkum sem með henni voru staddar, A , sem var meðvitundarlaus, kynfæri hans og rass og þá háttsemi ákærða sem lýst er í ákærulið 1, og auk þess að hafa tekið myndir af framangreindu á farsíma s inn, sem hann sendi B sama kvöld og A þann 2. maí 2016, í gegnum samfélagsmiðla. Með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi A og B . Telst háttsemin sem lýst er í ákærulið 1 . varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemin sem lýst er í ákærulið 2 . við 209. gr. sömu laga. D , kt. 000000 - 0000 , f.h. sonar síns A , kt. 000000 - 0000 , sem sviptur er sjálfræði, er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1.500.000 kr. Krafi st er vaxta af fjárhæðinni skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 29. apríl 2016, en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómara eða skv. síðar framlögðum 2 Síðari ákæran var gefin út af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 12. febrúar líkamsárás með því að hafa, sunnudaginn 18. desember 2016, framan við skemmtistaðinn , , veist með ofbeldi að C , kt. 000000 - 0000 , og slegið hann einu hnefahöggi í andlit með þeim afleiðingum að C hlaut opið 2 sm sár við vinstri augabrún. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. Í ákæru nni lögmaður, lagt fram skaða - og miskabótakröfu f.h. C , kt. 000000 - 0000 , þar sem þess er krafist að ákærða verði gert að greiða C skaðabætur og miska samtals kr. 207.400, - með 4,5% vöxtum frá 18. desember 2016 og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en þá með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um þókn un vegna réttargæslu úr hendi sakbornings skv. mati réttarins, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Krafist er þess jafnframt að dráttarvextir leggist við höfuðstól dómkröfu og réttargæsluþóknunar á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 12 mánuðum e ftir upphafsdag Í báðum tilvikum er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Með bréfi r íkis s aksóknara 7. febrúar 2019 var h éraðssaksóknara falin dómsmeðferð ofangreinds máls, með vísan til 5. mgr. 21. gr. og 143. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Við þingfestingu 18. mars sl. voru ákærumál þessi á hendur ákærða sameinuð með heimild í 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði neita r sök og krefst aðallega sýknu og frávísunar bótakrafna, en til vara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing ákærða verði þá skilorðsbundin að öllu leyti. Þá er þess krafist til vara að bætur verði lækkaðar verulega. Loks er gerð krafa um greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða úr ríkissjóði. I Um fyrri ákæru á hendur ákærða 3 Ákæra sem gefin er út 7. febrúar sl. er tvískipt. Í 1. ákærulið er ákærða gefið að sök kynferðisbrot gegn A þannig að varði við 2. mgr. 194. gr. almennra h egningarlaga. Í 2. ákærulið e r ákærða gefið að sök brot gegn blygð un arsemi gagnvart B og A með nánar tilgreindum hætti þannig að varði við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt skýrslu lögreglu hófst rannsókn málsins eftir tilkynningu frá , sem er heimili fyrir fólk með alvarlegar skerðingar, þar sem brotaþoli A var búsettur. Hafði b rotaþoli strokið úr fimmtudagskvöldið 28. apríl 2016, en skilað sér heim aftur rúmum sólarhring síðar. V aknaði þá grunur hjá starfsmönnum heimilisins um að brotaþoli hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Meðal rannsóknargag n a er skýrsla Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og fylgigögn , en þangað leitaði brotaþoli 4. maí 2016. Þá liggja fyrir s kjáskot af farsímum brotaþola og ákærða og úrprentun af Facebook - samskiptum þeirra. Sömuleiðis gögn er varða afritun og öflun gagna af símum og frá samskiptamiðlum brotaþola beggja og ákærða. Skýrslur fyrir dómi Ákærði kom fyrir dóm og kvað brotaþola A vera gamlan vin sinn. Þeir umgengju st ekki mikið en töluðu oft saman í síma. Ákærði kvaðst vita að brotaþoli væri á einhverju heimili en ekki hvers vegna. Ákærði kannaðist við að brotaþoli hefði komið í heimsókn á umræddan dag og þeir hefðu fengið sér pizzu og farið eitthvað út. Brotaþo li hefði komið undir hádegi og dvalið hjá sér fram á kvöld. Ákærði mundi eftir því að brotaþoli hefði misst meðvitund heima hjá sér og taldi að brotaþoli hefði tekið lyf úr eigu föður s í ns. Ákærði kvað föður sinn hafa verið í íbúðinni en verið inni í herbe rgi allan tímann. Ákærði kannaðist og við að hafa hringt í lögreglu um kvöldið en mundi ekki hvers vegna. Um myndsamskipti og myndir sem liggja fyrir í málinu kvaðst ákærði kannast við að hafa tekið þær myndir þar sem hann sjálfur sést á mynd með brotaþol a . Sömuleiðis myndir af brotaþola berum að neðan, en kvaðst ekki muna eftir að hafa tekið aðrar myndir eða myndband . Játaði ákærði að hafa átt samskipti við brotaþola og sent honum myndir sem liggja frammi í gögnum málsins þremur dögum eftir heimsóknina. Á kærði bar fyrir sig minnsleysi um flest það er samskipti þessi varðar, bæði væri langt um liðið og þá hefði hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Ákærði taldi þó að hann hlyti að muna eftir að hafa sett á brotaþola ef hann hefði gert það. 4 Þ á kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa verið í samskiptum við brotaþola B á þessum tíma. Sig rámaði í eitthvað af þessu, en ekki allt. Ákærði kvaðst þó muna eftir að h a f a talað við einhvern á Skype þetta kvöld, en ekki hvern. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa tekið myndir sem liggja fyrir í málinu, þ.e. skjáskot af Skype frá B , og kunni engar skýringar á því hvers vegna brotaþoli B hefði haft þær myndir í sínum fórum. Þá neitaði ákærði að hafa haft í hótunum við hana vegna þessa. Ákærði kvaðst ekki hafa verið í samskiptum við hana frá því að hann varð edrú í byrjun árs 2017. Aðspurður gat ákærði ekki skýrt misræmi í skýrslum sem af honum voru tekn ar hjá lögreglu. Aðspurður gerði ákærði grein fyrir uppeldisaðstæðum sínum og þeim breytingum sem orðið hafa á högum hans frá því að þau atvik urðu sem málið varðar. Brotaþoli A kvaðst fyrir dómi þekkja ákærða gegnum aðra. Um atvik málsins sagðist brotaþol a svo frá að hann hefði verið í stroki. Hann hefði talað við ákærða fyrr um daginn og farið til hans, þar sem ákærði var heima hjá föður sínum. Þeir hefðu pantað sér pizzu og farið á rúntinn. Ákærði hefði boðið sér lyf til kaups og hann hefði jánkað því, s vo myndi hann ekkert meira fyrr en hann hefði verið kominn í lögreglubíl. Hann hefði svo séð myndir af sér á F acebook , á M essenger, kannski tveimur dögum síðar, og á I nstagram, my n dir af sér buxnalausum með . Þá kvað brotaþoli marga hafa sagt sér frá því að þeir hefðu séð þessar myndir og hlegið að þeim. Faðir brotaþola, D , gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Hann upplýsti að brotaþoli hefði verið í stroki er atvik urðu og því hefði verið fylgst með notkun brotaþola á samfélagsmiðlum, til að finn a hann. Starfsmenn hefðu gert það og látið sig vita. Hann hefði svo haft samband við lögreglu til að stöðva dreifingu þessara mynda. D gerði grein fyrir persónulegum aðstæðum brotaþola A , m.a. að hann hefði frá öndverðu átt við vandamál að stríða . Han n væri einhverfur, og ofvirkur með tengslaröskun. Brotaþoli hefði verið í vistun frá aldri og væri nú sjálfræðissviptur. Þá greindi hann frá því að brotaþoli hefði eftir þessi atvik tekið upp á því að meiða sjálfan sig og af þeim sökum hefði hann ítrek að þurft að fara á bráðamóttöku og lent á geðdeild í einhver skipti. B kvaðst fyrir dómi ekki þekkja brotaþola A en þekkja til hans gegnum ákærða. Hún kvaðst hafa verið vinur ákærða þegar þessi atvik urðu og þá hefði ákærði verið í neyslu. Hún kvað tvær v inkonur sínar, E og F , hafa verið með sér þetta kvöld og séð í síman um umrædd samskipti. Nánar lýsti vitnið því sem hún sá í síma sínum þannig að brotaþoli A hefði verið útúrdópaður í sófanum hjá ákærða, hann hefði og 5 ákærði hefði verið að taka myndir af honum. Myndir af þessu hefði ákærði sent sér í myndsamtali. Ákærði hefði hlegið að brotaþola A sem var meðvitundarlaus og lá á gólfinu. Kvaðst vitnið hafa séð ákærða ýta brotaþola í gólfið. Hún kvaðst hafa séð ákærða girða niður um brotaþola og t aka myndir af honum, kynfærum hans og rassi . Kvaðst vitnið hafa tekið skjáskot af því. Ákærði hefði svo sagst ætla að fá sér ís og sótt hann og á brotaþola. Vitnið kvað ákærða hafa þótt þetta mjög fyndið. Vitnið kvaðst hafa sagt ákærða að þetta vær i ekki í lagi og hún hefði tekið skjáskotin til að færa þau lögreglu. Þá kvað hún vinkonu sína , E , einnig hafa séð þe t ta. Þá kvað vitnið sig ráma í að hafa séð þessar myndir á samfélagsmiðlum, þar sem ákærði h a fði þá deilt þeim. Vitnið staðfesti að hafa se nt lögreglu myndir sem liggja fyrir í gögnum málsins. G , faðir ákærða , gaf símaskýslu við aðalmeðferð málsins. Vitnið kannaðist við að brotaþoli A hefði verið á heimili sínu í umrætt sinn. Vitnið kvaðst muna sérstaklega eftir því að þá hefði verið farið í lyfjabudduhans og tekin þaðan taugalyf, lyri c a . Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa hitt brotaþola þetta sinn , hann hefði sjálfur verið inni í herbergi. H , starfsmaður í , kvaðst fyrir dómi hafa verið á vakt þegar brotaþoli kom heim eftir strok. Starfs menn hefðu tekið eftir samskiptum brotaþola við ákærða nokkrum vikum áður en þetta gerðist, en sakir erfileika brotaþola , m.a. í samskiptum almennt, hefð i verið fylgst með F acebook - samskiptum hans, í samráði við forráðamenn hans. Eftir að brotaþoli kom he im þetta sinn hefðu starfsmenn skoðað samskipti við ákærða og þeir séð myndir sem liggja fyrir í málinu og ákveðið að taka skjáskot af þeim þar sem þeir töldu brotaþola líklegan til að eyða þeim. Í framhaldinu hefði verið haft samband við foreldra brotaþol a og lögreglu. I , starfsmaður , kom fyrir dóm. Vitnið minnti að það hefði verið á vakt er brotaþoli kom úr stroki og kvaðst muna eftir þessum atvikum. Vitnið kvað brotaþola hafa verið syfjað an og sagst hafa tekið lyf , lyrica . Vitnið kvaðst muna eftir m yndum og samskiptum brotaþola sem hefðu verið skoðuð , m.a. af og myndir af brotaþola meðvitundarlausum og fleira. Vitnið kvað starfsmenn Vinakots hafa séð þær á F acebook í síma brotaþola og eitthvað af myndum hefði einnig verið á Instragram . Þeim hefði verið brugðið og rætt við foreldra hans og reynt að ræða við brotaþola um þetta einnig. 6 F gaf símaskýrslu í málinu og upplýsti að hún hefði verið á með E og B þegar atvik málsins urðu , í lok apríl 2016 . Hana rámaði í þetta. Kvaðst vitnið muna eftir því að þær hefðu verið á víde ó tali við ákærða, sem væri vinur B . Hann hefði þá verið með brotaþola A sem hefði verið meðvitunarlaus eða sofandi , í fötum . Kvaðst hún hafa séð það en ekki meira. B hefði verið í samtali við ákærða. Þær hefðu verið þrjár saman í heberginu en hún hefði ekki séð á símann, hefði ekki langað til að horfa á þetta. Hinar tvær hefðu þó sagt henni að ákær ð i hefði sett á brotaþola en hún hefði ekki horft á það . Vitnið kvaðst kannast við brotaþola, hefði verið með honum í meðferð , og kannast einnig lítil l ega við ákærða, en vitnið kvaðst ekki lengur vera í samskiptum við þetta fólk. J læknir gaf símaskýrslu við aðalmeðferð og staðfesti að hafa skoðað brotaþola og gefið út vottorð þar um. Kvað læknirinn að áverki sem sást á endaþarmi brotaþola hefði ekki verið gróinn þegar hann skoðaði brotaþola og gæti stafað af því að eitthvað hefði verið sett upp í endaþarm brotaþola. Þetta svæði sagði læknirinn gróa mjög hratt. Niðurstaða Ákærði neitar sök hvað varðar báða liði ákærus kjals. Ákærði hefur fyrir dómi greint frá því að brotaþoli hafi heimsótt hann á heimili föður hans í lok apríl 2016 og dvalið þar fram á nótt. Sömuleiðis að brotaþoli hafi þá tekið inn lyf sem voru til á heimilinu og orðið rænulaus. Þá liggur og fyrir að á kærði fór út með brotaþola þetta kvöld og hringdi á lögreglu. Þegar lögregla kom þar að var brotaþoli kaldur og dópaður og var þá færður heim til sín. Ákærði kvaðst fyrir dómi muna eftir því að hafa verið í Skype - samskiptum við einhvern þetta kvöld, en ek ki hvern. Þá hefur hann gengist við því að hafa átt samskipti við brotaþola nokkrum dögum síðar gegnum Facebook. Útprentun þeirra samskipta hefur að geyma samtal þeirra í milli er varða atvik þetta kvöld og myndir sem ákærði sendi brotaþola, af honum sofan di eða meðvitundarlausum, berum að neðan í niðurlægjandi aðstæðum. Framburður ákærða fyrir dómi var ekki í fullu samræmi við það sem fram kom við rannsókn málsins, auk þess sem frásögn hans af atvikum hjá lögreglu tók stöðugum breytingum. Í fyrstu neitaði ákærði öllum sakargiftum. Síðar gekkst ákærði við því hjá lögreglu að hafa tekið myndir sem liggja fyrir í gögnum málsins utan þá sem sýnir íspinnann. Í síðustu skýrslutöku lögreglu kannaðist ákærði við að hafa sent B , vinkonu 7 sinni, einhverjar myndir geg num samskiptaforritið Snaphat. Þá kvaðst ákærði hjá lögreglu ekki hafa verið í neyslu á þessum tíma, öndvert við það sem hann bar fyrir dómi. Sem fyrr segir játaði ákærði fyrir dómi að hafa sjálfur tekið og sent myndir, m.a. af brotaþola rænulausum og beru m að neðan. Ákærði kvaðst þá aðspurður ekki kannast við að hafa tekið myndina sem sýnir , en hann rámaði í að hafa rætt við einhvern á Skype þetta kvöld og verður framburður hans um það fyrir dómi ekki skilinn öðruvísi en svo að hann teldi sig mögulega hafa sent þá mynd áfram gegnum samfélagsmiða. Ákærði neitaði að hafa sett á brotaþola. Brotaþoli man lítið eftir atvikum utan þess að hafa neytt lyfja og orðið rænulaus. Eru gögn málsins og framburður vitna til þess fallin að renna stoðum undir það í sjálfu sér, þá sérstaklega framburður starfsmanna er tóku á móti honum eftir strokið og skýrsla lögreglu um afskipti af brotaþola aðfaranótt laugardagsins 30. apríl 2016 er honum var ekið heim. Sömuleiðis skýrsla Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðiso fbeldis en samkvæmt henni greindi brotaþoli frá atvikum með sama hætti þar og endranær. Þá mundi brotaþoli eftir að hafa séð umræddar myndir af sér á samfélagsmiðlum. Um það sem fram fór á heimili föður ákærða þetta kvöld hafa verið færð fram til sönnunar gögn er sýna samskipti brotaþola og ákærða á samskiptamiðlum eftir atvikið, m.a. samtal og myndir sem ákærði hefur kannast við að hafa sent brotaþola. Eru þessi gögn til þess fallin að renna stoðum undir sakarefni málsins. Hluti þessara gagna eru myndir sem B afhenti lögreglu. Fyrir dómi kvaðst B hafa séð brot ákærða berum augum í myndsamtali við ákærða þetta kvöld. Framkoma ákærða gagnvart brotaþola hefði gengið fram af sér og því hefði hún tekið skjáskot meðan á samtalinu stóð. Liggja þær myndir fyrir í gögnum málsins. Sagðist hún hafa séð ákærða setja á brotaþola þar sem hann lá rænulaus. Framburður hennar fyrir dómi var skýr og greinargóður og í samræmi við gögn málsins. Þá er framburður F f yrir dómi til þess fallinn að styrkja frásögn B af atvikum. Þá liggur fyrir skýrsla frá Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítala en þangað leitaði brotaþoli 4. maí 2016 og hafði þá haft blæðingar úr endaþarmi og ekki getað haft hægðir. Sýndi skoðun læknis, sem staðfest var fyrir dómi, nýlega sprungu í endaþarmsopi. 8 Að öllu framaritu ðu virtu, framburði vitna og gögnum málsins, telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi haft í frammi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. lið ákærunnar og háttsemi hans þar rétt heimfærð til refisákvæðis. Í 2. lið ákæru er ákærða gefi ð að sök brot gegn blygðunarsemi gangvart brotaþola A og B . Ákærði hefur viðurkennt að hafa sent A myndir sem liggja frammi í gögnum málsins, þar á meðal mynd af brotaþola meðvitundarlausum og berum að neðan. Sömuleiðis hefur ákærði viðurkennt að hafa sent honum mynd af . Þá hefur brotaþoli B afhent lögreglu myndir, sem hún kvaðst hafa tekið sem skjáskot í myndsamtali við ákærða það kvöld sem brot í 1. ákærulið átti sér stað, myndir sem sýna brotaþola A . Með vísan til þess sem áður var rakið um 1. ákæruli ð og framburðar vitnisins F verður talið sannað að ákærði hafi í myndsamtali við brotaþola B sent henni þessar myndir, sem hún festi með skjáskotum og afhenti lögreglu síðar. Að þessu virtu ásamt framburði vitna og gögnum málsins er sannað að ákærði hafi f ramið þá háttsemi sem í 2. ákærulið greinir. Eru brot hans þar rétt heimfærð til refisákvæðis. II Í seinn a ákæru skjali er ákærða gefin að sök líkamsárás sunnudaginn 18. desember 2016, framan við skemmtistaðinn í . Í kæruskýrslu þess máls, sem dagsett er 21. desember 2016, segir að brotaþoli C hafi þá komið á lögreglustöð til að leggja fram kæru vegna líkamsárásarinnar. Er þar greint frá atvikum eins og brotaþoli lýsti þeim , og að auki nafngreindi brotaþoli þá sem vi tni nokkra félaga sína sem hefðu verið með sér er þetta gerðist. Þá kemur fr a m að brotaþoli hafi upplýst að vinkona hans, K , sem hefði verið á staðnum hefði þekkt einn af þeim sem var með árásarmanninum , hafi sá heitið L . Hún hefði strax í kjölfar árásarin nar sett sig í samband við þenn mann og spurt hvað sá héti sem hefði slegið brotaþola. Hann hefði þá sjálfur tekið árásina á sig og ekki viljað gefa upp nafn árásarmannsins. Hann hefði svo sjálfur fundið nefndan L á Facebook og þannig haft uppi á ákærða. M eðal gagna málsins er læknisvottorð um meiðsl brotaþola. Einnig ú tprentuð samskipti við L á F acebook og ljósmyndir af ákærða þar sem hann er staddur í . Skýrslur fyrir dómi. 9 Ákærði kvað fyrir dómi mögulegt að hann hefði verið niðri í bæ þetta kvöld, e n það væru þrjú ár síðan. Kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa kýlt mann fyrir framan . Brotaþoli C kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið á þetta kvöld með vinum sínum. Þegar út var komið hefði verið kallað á sig með nafni úr hópi stráka. Svo hefði komið að sér drengur og hann fengið á sig högg. Brotaþoli sagðist ekki hafa þekkt þessa stráka, árásin hefði verið algerlega óvænt og hann hefði aldrei séð árásarmanninn áður. Hann hefði fengið högg á gagnauga vinstra megin og farið á spítala. Br otaþoli kvaðst hafa verið þarna með vinum sínum, K , M , N og fleirum. Ein n þeirra, O , hefði tekið myndir sem lægju fyrir í málinu og þá hefði K þekkt mann í þessum hópi, L , og sett sig í samband við hann strax í framhaldi af þessu. Þau hefðu þannig fundið ú t nafn árásarmannsins, gegnum Facebook - síðu þess manns, L . K kom fyrir dóminn. Vitnið kvaðst muna eftir þessu kvöldi. Hún hefði verið stödd á vettvangi með brotaþola og fl e irum. Hún hefði verið að ræða við einhvern og séð þetta út undan sér. Að botaþoli v ar kýldur í andlitið. Árásarmaðurinnn hefði verið með L , sem hún kvaðst þekkja til. Hún hefði því sent skilaboð til hans en hann þá tekið á sig sökin a sjálfur. M kom fyrir dóminn. Hann kvaðst hafa verið á þetta kvöld með brotaþola, K, N, O og fleirum. Eftir lokun staðarins hefði fólk safnast saman fyrir framan staðinn. Þá hefði hann séð strák kýla brotaþola upp úr þurru á gagnaugað. Fólk hefði þá safnast saman en árásarmaðurinn hlaupið í burtu. Einhver hefði þó tekið mynd af honum. Hann hefði séð þá my nd og það hefði verið árásarmaðurinn. Sjálfur hefði hann farið með brotaþola upp á spítala, en úr honum hefði blætt. O kom fyrir dóminn. Vitnið kvaðst muna eftir þessum atvikum og að hafa þá tekið myndir. Hún hefði verið í hóp i gamalla bekkjarfélaga sinna fyrir utan , þar á meðal brotaþola og K . Hún hefði séð strák koma og kýla C , að tilefnislausu, og þetta hefði gerst til hliðar við sig. Hún hefði þó ekki séð höggið sjálft. Hún hefði svo tekið myndir af stráknum. Þá hefði hann ásamt fleirum verið kom i nn lengra inn í götuna, mögulega framan við . Hún hefði elt strákinn með símann sinn og tekið myndir og svo sent þær beint til brotaþola C . Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa séð hvar höggið lenti nákvæmlega en þó í andliti brotaþola . M gaf símaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Hann kannaðist við að hafa verið á staðnum með vinum sínum. Þegar staðnum hefði verið lokað hefði hann verið í hópi vina sinna þegar að þeim komu strákar. Einn þeirra hefði tekið tilhlaup og stokkið á 10 brotaþola og kýlt hann í andlitið að tilefnislausu svo að úr blæddi. Vitnið kvaðst hafa séð þetta. Vitnið kvaðst hafa reiðst við þetta, enda brotaþoli besti vinur sinn og reynt að nálgast árásarmanninn til að ræða við hann en verið stöðvaður. Þá kvað vitnið að einhverj ir aðrir úr sínum hópi hefðu elt árásarmanninn og talað við hann. Hann hefði sagst vera undir lögaldri og beðið um að verða látinn í friði. Þetta hefði verið þar sem veitingastaðurinn var. K hefði kannast við einhvern úr hópnum og þau hefðu fundið út ú r því á Facebook hver árásarmaðurinn var. L kom fyrir dóminn. Vitnið kannaðist við að hafa verið með ákærða á að minns t a kosti tvisvar í desember þetta ár, en kvaðst ekki muna eftir neinum samkiptum varðandi líkamsárás eða eftir slagsmálum. Þá kvaðst hann ekki kannast við neina K . Hann kvaðst ekki hafa kýlt neinn sjálfur. Niðurstaða Ákærði neitar sök og ber við minnisleysi um atvik, en neitar því ekki að hann kynni að hafa verið niðri í bæ þetta kvöld. Þá kvaðst vitnið L hafa a.m.k. tvisvar í desembe r 2016 verið með ákærða á . Brotaþoli lýsti atvikum fyrir dómi með sama hætti og hann gerði í öndverðu hjá lögreglu í desember 2016. Þá hafa vitnin K. M. M og O öll borið fyrir dómi að hafa séð brotaþola kýldan í andlitið að tilefnislausu. Vitnið O sagð ist hafa náð mynd af gerandandum og með hana í höndunum og gegnum kunningsskap K við vitnið L , sem einnig var á staðnum, hefðu þau fundið ákærða á Facebook, og þannig komist að nafni hans. Er það mat dómsins að með framburði þessara vitna, gegn neitun ákær ða, sé komin fram lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærunni og hún þar rétt heimfærð til refsiákvæðis. III Ákvörðun refsingar Ákærði er fæddur . Samkvæmt framlögðu sakavottorði var ákærði dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði fyrir líkamsárás í lok árs 2016. Til refsiþyngingar horfir að líkamsárás ákærða var tilefnislaus. Þá verður til þess litið að kynferðisbrot það sem ákærði vann gegn brotaþola A var alvarlegt og niðurlægjandi og beindist gegn manni sem er minni máttar og taldi ákærða vin sinn. Á móti kemur að ákærði var enn á barnsaldri er hann vann þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir. Þá verður litið til 11 þess að ákærði hefur nú snúið lífi sínu t il betri vegar. Verður því sérstaklega litið til 1., 2., 4., 5., 6. og 8. tl. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar. Að framansögðu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Að virtum atvikum máls ins og að teknu tilliti til þess annars vegar hver dráttur hefur orðið á meðferð málsins, sem ákærða verður ekki um kennt, og þess að ákærði hefur á þeim tíma sem liðinn er frá atvikum náð að koma lífi sínu á réttan kjöl, þykir rétt að fresta fullnustu ref singar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. IV Miskabótakrafa vegna brotaþola A Af hálfu lögráðamanns brotaþola er krafist miskabóta að fjárhæð 1.50 0.000 krónur auk vaxta. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun fjárhæðar miskabóta verður litið til sömu sjónarmiða og höfð voru til hliðsjónar við ákvörðun refsingar og þykja þæ r hæfilega ákveðnar 1.000.000 króna ásamt vöxtum sem í dómsorði greinir. V Miskabótakrafa brotaþola C Brotaþoli C krefst skaða - og miskabóta að fjárhæð 207.400 krónur auk vaxta. Brotaþoli gerir kröfu um greiðslu 6.200 króna vegna komu á bráðadeild LSH og 1.200 króna vegna reiknings heimilislæknis. Ekki hafa verið lögð fram fullnægjandi gögn hvað þessa þætti bótakröfunnar varðar og er þeim því hafnað. Brotaþoli á rétt á bótum úr hendi ákærða samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun f járhæðar miskabóta verður tekið tillit til sömu sjónarmiða og höfð voru til hliðsjónar við ákvörðun refsingar og þykja þær hæfilega ákveðnar 200.000 krónur ásamt vöxtum sem í dómsorði greinir. Jafnframt verður ákærða gert að greiða brotaþola 305.660 krónur vegna lögmannsaðstoðar við að halda kröfunni fram. VI Eftir niðurstöðu málsins verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 , sem nemur alls 2.668.740 krónum, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, á rannsóknarstigi og fyrir dómi, 2.023.680 krónur að 12 virðisaukaskatti meðtöldum, og þóknun Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns, réttargæslumanns brotaþola A , 56 9.160 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum auk annars sakarkostnaðar sem samkvæmt yfirlitum lögreglu nemur 75.900 krónum. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár en fresta skal fullnustu refsingar innar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði D , f.h. sonar hans, A , 1.000.000 króna með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 29. apríl 2016 til 7. apríl 2019, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr., s.l. frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C 200.00 0 krónur með vöxtum skv. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1983, sbr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 18. desember 2016 til 7. apríl 2019, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. , sbr. 6. gr. , s.l. frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði g reiði C jafnframt 305.660 krónur vegna lögmannsaðstoðar við að halda kröfunni fram. Ákærði greiði sakarkostnað málsins, 2.668.740 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 2.023.680 krónur, og þóknun Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns, réttargæslumanns brotaþola A , 569.160 krónur. Bergþóra Ingólfsdóttir