Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15. apríl 2021 Mál nr. E - 6529/2019 : A ( Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður ) g egn íslenska ríkinu ( Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 23. mars 2021, var höfðað 14. nóvember 2019 af A á hendur ís lenska ríkinu, Reykjavík, til viðurkenningar á bótaskyldu vegna vinnuslyss. S tefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna líkam - stjóns sem stefnandi varð fyrir í vinnuslysi í starfi sínu við skógarhögg hjá Skógrækt ríkisins að Ö þann 18. desember 2012. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi ásamt virðisaukaskatti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál . Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi var við störf sem skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríkisins í Ö 18. desember 2012 þegar mótordrifi n keðjusög sem hann notaði við verk sitt lenti aftan á vinstri fæti hans og hlaut hann af mikið sár á kálfa. Stefnandi hafði hafið störf hjá Skógrækt ríkisins 15. október sama ár og fljótlega fengið þjálfun í meðferð keðjusaga við smærri grisjanir og felli ngu jólatrjáa undir leiðsögn þáverandi verkstjóra í skógi og annars skógar höggs - manns og starfaði í framhaldi af því við grisjun undir leiðsögn þeirra . Þegar slysið varð vann stefnandi ásamt öðrum við að höggva frá skógarbrautum og saga greinar af trjá - bolum nærri jörðu . E ngin vitni voru að slysinu en vinnufélagar stefnanda sem voru skammt undan komu honum til hjálpar . Slysið var þegar í stað tilkynnt lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins. Í frumskýrslu lög reglu kemur fram að þegar lögregla kom að hafi s tefnandi verið kominn inn í sjúkra - bif reið og hafi þá ekki verið til frásagnar um málsatvik þar sem hann hefði fengið sterk 2 verkja lyf. Í samtali við lögreglu 6. febrúar 2013 hafi komið fram að hann myndi ekki ná kvæm lega eða greinilega eftir atvikum . Stefnandi hafi haldið að hann hafi verið að færa keðjusögina af einni trjágrein á aðra, sögin hafi kastast til og hann fallið við það. Í frum skýrslu lögreglu kemur jafnframt fram að á slysdegi hafi lögregl umaðurinn farið á vett vang slyssins ásamt þáveran di skógarverði og þar fundið öryggisvinnubuxur s tefnanda og keðjusögina sem hann hafi verið að nota þegar óhappið varð. Við prófun virtist sögin virka rétt. Buxurnar voru haldlagðar til rannsóknar. Í umsögn Vinnueftirlits ríkisins og skoðunarskýrslu eftirl itsmanns kemur fram að vett vangs rann sókn hafi farið fram daginn eftir að slysið var tilkynnt og að aðstæður hafi þá verið óbreyttar . Um tildrög slyssins segir að slasaði hafi verið að saga nálægt jörðu , s ennilegt sé að sögin hafi rekist í rót eða festar , slegist til og lent í vinstri kálfa hans. Engin vitni hafi verið að slysinu. Fram kemur að notuð hafi verið CE - merkt mótordrifin keðju sög og að slasaði hafi notað allar tilsk i ldar persónuhlífar. Niðurstaða rannsóknar vinnu eftir litsins var sú að gera þyrfti áhættumat fyrir þennan verkþátt . A ðilar stóðu sameiginlega að öflun matsgerðar á afleiðingum vinnuslyssins sam - kvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993 . Í niðurstöðum matsgerð ar B lækni s , dags. 30. júní 2015 , kemur fram að tímabundið atvinnutjón stefnand a samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga sé 100% frá slysdegi 18. desember 2012 til 28. febrúar 2014. Þjáningarbætur samkvæmt 3. gr. laganna miðist við að stefnandi hafi verið rúm liggjandi frá slysdegi til 23. desember 2012 og eftir það batnandi til 28. febrúar 2014, en þann dag var heilsufar stefnanda metið stöðugt. Varanlegur miski samkvæmt 4. gr. laganna var metinn 20 % , varanleg örorka sam kvæmt 5. gr. var metin 35% og hefðbundin varanleg læknisfræðileg örorka 20% . Á grund velli matsgerðar innar greiddi stefndi loka greiðslu slysatryggingabóta til stefnanda vegna vinnuslyssins 30. september 2015. Með bréfi þáverandi lögmanns stefnanda , dags. 9. júní 2016 , var stefndi krafinn um greiðslu frekari bóta þar sem stefndi bæri , með vísan til meginreglna skaðabótaréttar um s ök og ábyrgð vinnuveit a nda , skaðabóta ábyrgð á slysi stefnanda. Með bréfi ríkis lög - manns , dags. 15. desember 2016 , var skaðabótaskyldu stefnda hafnað þar sem slysið yrði fyrst og fremst rakið til aðgæsluleysis stefnanda , en ekki til skorts á leiðsögn um notkun tækja og öryggismál, til bilana eða þess að öryggisbúnaði h efð i verið áfátt , svo sem stefnandi héldi fram . Stefnandi hefur nú höfða ð þetta mál til viðurkenningar á bótaskyldu stefnda, en um hana snýst ágreiningur að ila málsins . 3 Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu í síma . V itni báru samstarfsmenn hans umrætt sinn, þeir C , D , E , F og G , þáverandi skógarvörður , auk þess sem E lög - reglu maður bar vitni í síma. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því a ð slys hans sé að rekja til vanbúnaðar og sakar stefnda og það sé því bótaskylt samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar. Þrátt fyrir áfall stefnanda við slysið rek i hann minni til óvæntrar fyrirstöðu við sögun á trjágrein og þess að keðjusögin hafi kas tast til þannig að hann hafi misst jafnvægið í hálku á jörðinni. Engu líkara hafi verið en að keðjusögin stæði á sér og hafi hún ekki hætt að snúast er sögun var hætt og rofa sleppt við fallið . Enginn hafi þá verið við hlið stefnanda eða mjög nálægt honum . Stefnandi kveður það vera rangt og ósannað að hann hafi sýnt af sér gáleysi . A ð - stæður í skóginum hafi ekki verið góðar, einkum fyrir óvana menn. Ósannað sé að stefnandi hafi fengið góða tilsögn hjá reyndum skógarhöggsmönnum og að hann hafi verið látinn s itja námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög. Hann hafi ekki fengið fullnægjandi leiðbeiningar og tel ji að óásættanlegt sé að starfsmenn sem ekki hafi setið námskeið séu settir í verkefni sem fel i st í notkun svo hættulegra verkfæra. Með slíku fyr irkomulagi sé vinnuveitandi að brjóta gegn þeim lögum og reglum sem gild i um að búnað og öryggi starfsmanna á vinnustöðum, m.a. 25. gr. reglugerðar nr. 920/2006 , um að atvinnurekandi skuli tryggja að starfsmaður fái nægilega þjálfun og tilsögn sem sniðin s é að vinnuaðstæðum hans og starfi um leið og hann sé ráðinn til starfa. N okkrum dögum eftir slys stefnanda hafi verkstjóri sent alla vinnumenn á öryggisnámskeið í Hvera gerði. Stefnandi h afi einungis unnið um mjög skamman tíma hjá Skógrækt ríkisins eða í i nnan við ár , sem ófaglærður launþegi , og h af i fengið litla sem enga tilsögn um notkun tækja og öryggismál. S lysið megi að verulegu leyti rekja til þess hve illa hann hafi verið upp lýstur um þá hættu sem gæti skapast af því tæki sem hann hafði undir höndum . Sam - kvæmt 13. gr. laga nr. 46/1980 sk uli vinnuveitandi tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Þá sk uli hann s amkvæmt 14. gr. sömu laga gera starfsmönnum sínum ljósa slysa - og sjúkdómshættu, sem vera kunni bundi n við starf þeirra. Hann sk uli að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að vinn a störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af. Skyldur atvinnurekenda fel i st fyrst og fremst í að tryggja að vinnu sé hagað þannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar 4 og hollustuhátta, sbr. 37. og 42. gr. laganna. S kyldur atvinnurekanda í þessum efnum séu tíundaðar í II. kafla reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja, þ .á m. um gerð á hættu - mats (4. gr.), um forvarnir (5. gr.) og um umgengni og viðhald hættulegra tækja (6. gr.) og séu á kvæði 7. gr. og 8. gr. reglugerðarinnar til fyllingar 14. gr. laga nr. 46/1980, um að starfsmenn skuli fá þjálfun í viðbrögðum við hættu , sem notkun tækis k unni að hafa í för með sér. Alla þessa þætti hafi skort í tilviki stefnanda. Í 1. og 2. mgr. 65. gr. a í lögunum sé mælt fyrir um skyldu atvinnurekanda til að gera sérstakt áhættumat, sbr. einnig reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og fra mkvæmd vinnu verndar starfs á vinnustöðum. S amkvæmt 5. gr. reglugerðarinnar skuli vera öryggis - vörður og öryggisnefnd í slíku fyrirtæki og meðal starfsskyldna öryggisvarða sé að kynna starfs mönnum þá áhættu sem á vinnustaðnum sé að því er varð i öryggi þei rra og heilsu. Kynna skuli fyrir starfsmönnum efni áætlunar fyrirtækisins um öryggi og heilbrigði á vinnu stað, þ.á m. áhættumat þess, forvarnaraðgerðir og neyðaráætlun. Ennfremur ber i starfs mönnum að fá nauðsynlega fræðslu og þjálfun með tilliti til aðbú naðar, hollustu - hátta og öryggis á vinnustað. Við starf sitt hafi stefnandi farið eftir þeim takmörkuðu fyrir mælum sem honum h afi verið gefin og hafi hegðun hans við starfið ekki verið ó - venju leg. Því sé mótmælt sem ósönnuðu a ð stefnandi hafi haldið söginni fyrir aftan sig. Sögin hafi hafnað aftan við fótlegg hans er hann hafi runnið í ísingu, með þeim af - leiðingum að blað hennar hafi hafnað í kálfa hans. Lögregla og Vinnueftirlit ríkisins hafi komið á vettvang í kjölfar slyssi ns en ekkert vitni hafi v erið að slysinu. Í umsögn v innueftirlitsins komi fram að um sé að ræða tak markaða úttekt og að vinnuveitandi stefnanda hafi ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, en í henni eigi m.a. að vera sérstakt áhættumat með ti lliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfinu ásamt áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Gefin hafi verið fyrirmæli af hálfu v innueftirlitsins og frestur veittur til 8. mars 2013 , með vísan til reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnu - verndar starfs á vinnustöðum . Þá byggi stefnandi einnig á því a ð orsök slyssins hafi verið bilun í tækinu og að k eðju sögin hafi snúist áfram eftir að stefnandi hafi sleppt rofa á henni. Vinnuveitanda hafi borið að láta rannsaka þetta atriði sérstaklega þar sem að þessu hafi verið vikið í fyrstu skýrslu stefnanda og atvik h efðu getað bent til þess að eitthvað slíkt hefði gerst. Sam kvæmt viðteknum venjum í vinnuslysum hvíli sönnunarbyrðin fyrir því að tæki sé í l agi við slíkar aðstæður á vinnuveitanda . Í grein 1.2.4 í I. viðauka reglugerðar nr. 5 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað komi fram að vél skuli hafa stjórntæki sem geri það kleift að stöðva hana á öruggan hátt. Í sérstöku ákvæði um hreyfanleg vélknúin ha nd verk færi í grein 2.2 sé áskilið að slík verkfæri skuli vera þannig gerð að ekki sé hætta á að vél fari í gang án ásetnings og/eða að hún sé áfram í gangi eftir að stjórnandi sleppi handföngum. Ö ryggisbúnaði hafi að öðru leyti verið verulega áfátt . Ö ryg gisþræðir sem stöðv i keðju sagir hafi einungis verið að framanverðu í vinnubuxum stefnanda . Stefnandi hafi af þessum sökum orðið fyrir tjóni sem hægt hefði verið að komast hjá ef öryggisbúnaður hefði verið fullnægjandi. Hafi rannsókn Vinnueftirlitsins á orsök slyssins eða aðstæðu m á slysstað að ein - hverju leyti verið áfátt ber i stefndi , í samræmi við margstaðfesta dómaframkvæmd , halla af skorti á upplýsingum í málinu um atriði sem get i haft áhrif á sakarmat og t alin verði ó ljós. Þ á beri að leggja til gru ndvallar frásögn stefnanda af málsatvikum. S tefndi beri skaða bóta ábyrgð á tjóni stefnanda sem rakið verð i til vanbúnaðar keðjusagarinnar og sakar vinnuveitanda. Á grundvelli ólögfest ra meginreglna íslensks skaðabótaréttar um sök og vinnuveit a ndaábyrgð sé þess krafist að bótaskylda stefnda verði viðurkennd. Kröfur stefnanda styðj i st við skaðabótalög nr. 50/1993, með síðari breytingum , auk almennra ólögfestra reglna skaðabótaréttar um sök og vinnuveit a ndaábyrgð. Einnig á kvæð i laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, reglu gerðar nr. 367/2006 um notkun tækja og reglugerðar nr. 1005/2009 um vélar og tækni legan búnað. U m heimild til að hafa uppi viðurkenningarkröfu sé vísað til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og um málskostnað til XXI. kafla sömu laga , einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra. Stefnandi sé ekki virðisaukaskatt s skyldur aðili s amkvæmt lögum nr. 50/1988 og ber i því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við á kvörðun málskostnaðar. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir málatilbúnaði stefnanda og kröfum á honum reistum. Byggt sé á því að stefndi beri ekki skaðabótaábyrgð vegna líkamstjóns stefnanda, enda verði slysið ekki rakið til aðgæsluleysis stefnda. Ekki hafi skort á leiðsögn um notkun tækja og öryggismál hafi verið í lagi. Þá hafi keðjusög sem stefnandi hafi notað til verksins virkað á réttan hátt. Ekkert hafi verið að aðs tæðum á vettvangi. 6 Stefndi hafni því að skort hafi á leiðbeiningar til stefnanda um vinnulag, öryggismál og hættur sem skapast gætu af notkun keðjusagarinnar. Atvikið hafi orðið um hávetur í seinni hluta desember. Staðhæfingum um að aðstæður hafi verið slæmar sé mótmælt. Aðstæður hafi verið góðar og þægilegri en jafnan sé við grisjun að v etri í þéttum skógi, enda þótt það hafi verið snjór og hálka á vegum. Stefnandi hafi fengið góða tilsögn hjá reyndum skógarhöggsmönnum og fengið að reyna sig á verkefnum við hæfi á fyrstu vikum ráðningartímans. Allir starfsmenn Skóg ræktar ríkisins sem vin n i með keðjusagir sé u sendir á námskeið hjá Land búnaðarhá - skóla Íslands , , sem haldin séu tvisvar til þrisvar á ári. Eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að halda sér stakt námskeið fyrir hvern starfs - mann strax í uppha fi ráðningar og því get i liðið nokkrir mánuðir þar til tækifæri gef i st til að senda starfsmann á námskeið , eins og í tilviki stefnanda . Í þeim tilvikum t aki verk - stjóri að sér að leiðbeina starfsmanni um notkun keðjusaga, öryggisatriði og vinnubrögð við gr isjun áður en hann hef ji vinnu með keðjusög. F arið sé yfir sömu tækni - og öryggis - atriði og gert sé á fyrrgreindu námskeiði. V iðkomandi fái því sömu kennslu og f ái st á námskeiðunum í einkakennslu og þurfi að fara yfir ákveðið lesefni um notkun keðju saga. Þ etta lesefni hafi verið lagt fyrir stefnanda auk þess sem það liggi ávallt frammi á starfsstöðinni í Hvammi og sé öllum starfsmönnum aðgengilegt. Þ áverandi að stoðar - skógar vörður og þáverandi verkstjóri hafi annast þjálfun stefnanda. F arið hafi verið yfir það með honum hvernig keðjusögin virkar, hvernig eigi að grisja, hvernig eigi að bera sig að, hvað ber i að varast o.s.frv. Á ratuga þekking og reynsla liggi að baki þjálfun starfs - manna hjá Skógrækt ríkisins og ljóst sé að enginn f ái að taka að sér ver kefni með keðju - sög nema haf a fengið tilheyrandi tilsögn og teljast tilbúinn til þess að vinna verkefni þar sem reynir á notkun slíks hættulegs tækis. Leiðsögnin sem stefnandi hafi fengið um notkun keðjusaga hafi verið maður - á - mann, sem ætti að taka því fr am að sitja námskeið þar sem nemendur sitji og hlust i en fá i takmarkaða verklega reynslu. Stefnandi hafi fengið leiðsögn og verklega reynslu samhliða. Við leiðsögnina hafi verið farið eftir atriðum sem kom i fram í tveimur kennslubæklingum um notkun keðjusa ga og skógarhöggs tækni. Þ ví sé hafnað að stefnandi hafi ekki fengið nægilega kennslu og tilsögn um notkun tækja sem hann notaði við vinnu sína eða að á hafi skort að hann væri upplýstur um öryggismál. Þ ví sé enn fremur mótmælt að hann hafi ekki verið uppl ýstur um þá hættu sem gæti skapast af því tæki sem hann h afi haft undir höndum. Ljóst sé að 7 þjálfun in sem stefnandi hafi hlotið hjá Skógrækt ríkisins hafi ekki verið minni en sú sem f ái st á fyrr greindum námskeiðum um trjáfellingar og grisjun með keðjusög. Stefndi mótmæli því að öryggisbúnaði hafi verið ábótavant. Öryggisbuxur og stíg vél stefnand a hafi verið sömu gerðar og notaðar séu á Norðurlöndum , af gerðinni MHG Husquarna Class 1, EuroTest 20 m/s protection. Buxur og stígvél hafi verið varin að framan eins og venja sé, með kevlum, sérstöku sterku efni, því sama og sé í skotheldum vestum, og virki sem hlífðarbúnaður . Það eigi að koma í veg fyrir að menn skerist þótt þeir reki sagir í fætur sér. Efnið sé mjög þungt og aldrei haft aftan á buxum, aðeins að framan, enda eigi ekki að vera með keðjusög fyrir aftan sig sé farið eftir réttum að ferðum um líkamsbeitingu og meðferð keðjusaga. Nánast séu óþekkt slys þar sem sagað sé aftan í fótleggi og því sé ekki gerð krafa um að öryggislag nái allan hringinn. Sá h lífðar búnaður sem stefnandi hafi klæðst hafi verið eins og vera bar og virkað sem skyldi, enda hafi það verið staðfest bæði af lögreglu og v innueftirlitinu. Því sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu að orsök slyssins hafi verið bilun í tæki og því hafnað að at vik hafi getað bent til þess að bilun hefði átt sér stað og stefnda borið að láta rannsaka það sérstaklega. Keðjusögin sem stefnandi hafi notað hafi verið vottuð og af gerðinni Komatsu. V élin ha fi verið rannsökuð og prófuð strax eftir óhappið í viðurvist lögreglu og hafi reynst vera í lagi. M eðal annars hafi verið rannsakað hvort stæði á gikknum þegar honum var sleppt og hvort keðju b remsan virkaði eins og hún átti að gera. Ekkert hafi reynst athugavert við vélina, enda b úi Skógrækt ríkisins yfi r fyrsta flokks búnaði sem yfirfarinn sé reglulega. Stefndi hafn i því að um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna líkamstjóns stefnanda sé að ræða. Slysið verði fyrst og fremst rakið til aðgæsluleysis stefnanda en ekki til skorts á leiðsögn um notkun tækja og öryggismál, bilana í tækjabúnaði eða þess að öryggisbúnaði hafi verið áfátt. Ósannað sé að slysið verði rakið til slíkra atriða. L íklegt sé að slysið hafi orðið þar sem stefnandi hafi ekki fylgt þeim fyrirmælum sem fyrir hann hafi verið lögð. Eitt af því fyrsta sem nýjum starfsmönnum sé kennt er að sjá alltaf blaðið á söginni, hafa fullt vald á henni með báðum höndum og ek ki í neinum tilfellum halda söginni fyrir aftan sig á meðan hún er í gangi. Hafna verð i kröfu stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu. F ramangreind ályktun um orsök slyssins fái stuðning í skýrslu v innueftirlitsins og lögreglu . Þ að eina sem v innueftirlitið hafi gert athugasemd við hafi verið að ekki væri fyrir hendi skriflegt áhættumat fyrir þennan verkþátt . Ö ryggisreglur vegna skógarhöggs 8 og meðferð keðjusaga hafi verið til og hafi önnur útgáfa þessara reglna meðal annars verið aðgengileg á heimasíðu Skógræktarinnar e r atvik máls þessa hafi orðið . Starfsemin og aðstæður á vinnustað hafi verið í samræmi við lög . Slysið verði ekki rakið til atriða sem verið hafi á valdi stefnda að hlutast til um. Stefnandi hafi ekki leitt líkur að því að skilyrði skaðabótaábyrgðar stefnda séu upp fyllt og því verð i að sýkna stefnda af viðurkenningarkröfu stefnanda. Til stuðnings kröfu um málskostnað vís i stefndi til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 . Niðurstaða Stefnandi krefst í máli þessu viðurkenningar á skaðabóta skyldu stefnda vegna vinnuslyss síns við skógarhögg 18. desember 2012 . Með matsgerð sem ekki er ágreiningur um og öðrum gögnum hefur stefnandi sýnt fram á að af vinnu slysinu hlaut hann varanlegt líkams tjón . Hann hefur því lögvarða hagsmuni af því að fá dæmt um skaða bótaskyldu stefnda og eru skilyrði til að gera viðurkenninga rkröfu uppfyllt, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . E ngin vitni voru að slysinu og er stefnandi einn til frásagnar um það atvik. Samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins um frásögn stefnanda í kjölfar slyssins og í skýrslu hans fyrir dómi féll hann við er keðju sögin sem hann vann með kastaðist skyndilega til og n æst man hann eftir því að hann lá á jörðinni með mikið sár á vinstri kálfa. Hvernig það atvikaðist að sögin hafnaði í vinstri kálfa hans man hann ekki og það mundi h ann ekki heldur er hann ræddi við lögreglu fá ein um vikum eftir slysið . Stefnandi telur að rekja megi slysið til þátta sem stefndi beri sakar ábyrgð á . S kort hafi á leiðsögn um notkun tækja og öryggismál og lögbundið áhættumat hafi ekki verið fyrir hendi. Þá hafi ö ryggisbúnaði verið áfátt þar sem buxur hafi aðeins verið varðar að framan , aðstæður hafi verið slæmar vegna hálku og vélin hafi að líkindum verið biluð. S tefndi telur slysið ekki verða rakið til atriða sem verið hafi á valdi stefnda að hlutast til um. Stefnandi h eldur því fram að hann h afi ekki fengið fullnægjandi leiðbeiningar og tel ur að óásættanlegt sé að starfsmenn sem ekki hafi setið sérstök námskeið séu settir í verk efni sem felist í notkun svo hættulegra verkfæra . Af hálfu stefnanda var lögð fram við aðalmeðferð greinargerð C skógarhöggsmanns um vinnuslysið. Þar er gerð grein fyrir því í hverju þjálfun stefnanda og þriggja annarra nýrra starfsmanna fólst á 13 tilgreindum vinnu dögum í október og nóvember 2012. S amkvæmt færsl un um fór þá fram bein 9 kennsla í meðferð keðjusaga, öryggisbúnaði, grisjun og spilvinnu og kvað C í skýrslu sinni fyrir dómi þar byggt á samtímafærslum sínum í dagbók. Í greinargerð hans segir að báðir leiðbeinendur h afi haft umtalsverða reynslu af skógarhöggi og hann sjálf ur hafi einnig lok ið kennaranámi og hafi reynslu af kennslu. Þeir hafi ákveðið að taka kennsluna mjög föstum tökum, vanda ha na og gefa sér nægan tíma í beina kennslu og fylgja henni stöðugt eftir við hefðbundna vinnu . Nýju starfsmennirnir hafi við kennslu í grisjun fengið það námsefni sem til hafi verið og farið hafi ver i ð yfir meðferð keðjusaga og öryggisbúnað. Úti í skógi hafi leiðbeinendur sýnt rétt handtök með jöfnu millibili og þess utan hafi þeir fylgst með og komið með ábendingar. Valdir hefðu verið mjög aðgengilegir reitir til verklegrar kennslu. Þá er því lýst í greinargerðinni a ð byrjað var á verkinu sem unnið var að þegar slysið varð 3. desember 2012 og er framvindu verksins lýst allt til slysdagsins 18. d esember s.á. Þá hafði stefnandi unnið við skógarhögg undir leiðsögn í fulla tvo mánuði. Í skýrslu sinni fyrir dómi lýsti stefnandi þjálfun sinni svo að þáverandi yfir - verkstjóri og vitnið C hefðu kennt fjórum nýliðum nokkrar grundvallarreglur um meðhöndlun á keðjusögu m og kynnt þeim einhver rit. Þ eir hefðu fyrst horft á og svo sama dag fengið að prófa sjálfir og verkstjórar fylgst með, en þeir farið að vinna sjálfstætt eftir þrjá daga. Nefndi stefnandi í skýrslu sinni að bæði hefði skort á og praktík í kennslu nni , en tiltók ekki nánar hvernig betur hefði mátt standa að kennslu hans og þjálfun . Samkvæmt framburði vitnisins G , fyrrum skógarvarðar , fyrir dómi standa námskeið í Landbúnaðar há skólanum í Hveragerði í þrjá daga og eru að miklu leyti verkleg þjálfun. Bóklegi hlutinn sé um öryggisatriði og tækni sagar, en yfir það námsefni hafi verið farið við þjálfun stefnanda. Þegar litið er til þess sem upplýst er um tíðkanlega þjálfun skógarhöggs manna og upplýsing a í greinargerð C og framburði hans og annarra vitna fyrir dómi um kennslu og þjálfun stefnanda verður ekki fallist á skort hafi á leiðbeiningar og þjálfun stefnanda áður en honum var falin umrædd vinna með keðjusög . Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir a ð áhættumat liggi ekki fyrir og er það niðurstaða rann sóknarinnar að gera þurfi áhættumat um þennan verkþátt . Í 1. mgr. 65. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir að atvinnurekandi beri ábyrgð á því að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og í 2. mgr. sömu lagagreinar er Vinnueftirliti ríkisins gert skylt að hafa eftirlit með því að slík á ætlun sé gerð. Í skoðunarskýrslu eftirlitsmanns vinnueftirlitsins 19. desember 2012 segir lega áætlun um öryggi og heilbrigði, en í henni eigi 10 meðal annars að vera sérstakt áhættumat með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og á hættu þátta í vinnuumhverfinu ásamt áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Gefin voru fyrirmæli um að bætt yrði úr þessu fyrir 8. mars 2013. Stefnandi byggir á því að stefndi beri sakarábyrgð á slysinu þar sem hann hafi vanrækt ábyrgð sína á því að gera sérstakt á hættu mat fyrir þennan verkþátt samkvæmt 1. mgr. 65. gr. a í lögum nr. 46/1980. Þar segir að a tvinnurekand i beri ábyrgð á að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta skuli á hættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnu um - hverfi. Við gerð áhættumatsins skuli sérstaklega litið til starfa þar sem fyrirsjáanlegt sé að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna sem sinni þeim sé meiri hætta búin en annarra starfs manna . - og heilsuáætlun Skógræk sem aðgengileg er á vefsíðu stofnunarinnar og staðfesti vitnið G fyrir dómi að skjalið væri afrakstur vinnu í tilefni af fyrrnefndum fyrirmælum vinnueftirlitsins í kjölfar slyssins . Meðal þess sem þar kemur fram er að Skógræktin meti aðstöðu, tæk i og búnað reglu lega til að tryggja að allar öryggiskröfur séu uppfylltar og að ætlast sé til þess að allir starfsmenn og verktakar á vegum stofnunarinnar kynni sér öryggisreglur, sem hafi það að markmiði að koma í veg fyrir óhöpp og slys. Öryggisreglur na r eru birtar með skjalinu, annars vegar almennar reglur og hins vegar önnur útgáfa sérstakra öryggisregl na um skógarhögg og meðferð keðjusaga. Varðandi athugasemd vinnueftirlits ins um vöntun á áhættumati fyrir þennan verk þátt verður að horfa til þess að s tefndi kveður síðastn efndar reglur , , þegar hafa verið fyrir hendi á vinnustað stefnanda þegar slysið varð. Staðfesti vitnið G það fyrir dómi , en tók fram að þessar r eglur hefðu ekki verið kallaðar áhættumat . Hann upplýsti jafnframt að farið hefði verið yfir efnið með stefnanda og öðrum nýliðum við þjálfun þeirra og þeim sérstaklega bent á að kynna sér reglurnar og annað lesefni um skógarhöggstækni og meðferð keðjusaga sem þeim var þar til reiðu. Í ö ryggisreglunum er ítarlega í máli og myndum farið yfir hættur og öryggisatriði við umræddan verkþátt og þar segir meðal annars a ð keðjusög sé hættu legasta tæki skógarhöggsmannsins. Einnig að algengasta orsök meiðsla sé að sögin slái þegar efsti partur hen nar rekist í mótstöðu . Ö ryggisútbúnaður eins og keðjubremsan komi ekki í veg fyrir þetta högg, sem geti orðið hraðara en mannleg viðbrögð ráði við , og að flest meiðsli séu djúpir skurðir á hendur, fætur og höfuð . S tanda skuli stöðugum fótum þegar keðjusög er notuð og hafa hæfilegt svæði í kringum sig til að geta unnið í 11 góðri vinnustellingu. Þar segir að f lest meiðsli séu tengd þreytu og hættu að saga þegar þú verður þreyttur . Þetta lesefni kannaðist stefnandi við í skýrslu sinni fyrir dómi, þó að hann segðist ekki hafa gefið sér mikinn tíma til að kynna sér þa ð. Þá kvaðst hann hafa gert sér grein fyrir því hvaða hættur fylgdu verkinu og þ ess vegna hafa gætt þess að hafa slysa bindi á sér ef slys yrðu . Hann taldi þó meðvitund um hættu tækisi og kvaðst hafa verið orðinn þreyttur þegar slysið varð undir lok dags. Að framangreindu virtu verður að telja upplýst að fyrir slysið lágu fyrir og höfðu sér stak lega verið kynntar fyrir stefnanda þær öryggisreglur sem máli skipta varðandi áhættu og ö ryggi við þetta tiltekna verk. Þessar öryggisreglur voru síðar færðar í skriflega á ætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Verður ekki betur séð en að hin lögboðna á ætlun fullnægi í þeim búningi þeirri lagaskyldu að henni fylgi sérstakt áhættumat fyri r þennan verkþátt. Eru atvik að þessu leyti ólík atvikum í máli Landsréttar nr. 89/2020 , sbr. dóm réttarins 31. mars 2021 . Sú vanræksla stefnda í máli þessu að færa ekki þ essar öryggis reglur, sem kynntar höfðu verið stefnanda og hafa samkvæmt efni sínu að geyma sér stakt áhættumat fyrir verkið , inn í skriflega áætlun sína um öryggi og heilbrigði á vinnu stað fyrr en eftir slysið gat ekki átt þátt í því hvernig fór eins og atvikum er háttað. Þykir stefndi hafa sýnt fram á að vafalaust sé að o rsakatengsl milli slyss stefnanda og van rækslu stefnda að þessu leyti séu ekki fyrir hendi . Skaðabótaábyrgð á slysinu verður því ekki lögð á stefnda af þe ssu m sökum . Svo sem rakið hefur verið hér að framan var þegar í stað haft samband við lögreglu og Vinnueftirlit r íkisins þegar slysið varð og gerði hvor aðili um sig sjálfstæða rann sókn á atvikinu og gerði um það skýrslu , þa r á meðal um aðstæður á vettvangi og öryggis búnað sem stefnandi notaði. Samkvæmt því , sem annars vegar greinir í skýrslu lög reglu og hins vega r kom fram fyrir dómi um skoðun eftirlitsmanns vinnueftirlitsins , könnuðu báðir aðilar virkni keðjusagarinnar sem stefnandi notaði. Rannsókn beggja aðila leiddi í ljós að keðjusögin hefði verið í lagi og að hún hefði virkað eins og til væri ætlast. Með því að kalla strax til vinnueftirlit og lögreglu og fá rannsókn á ástandi vélarinnar hefur stefndi axlað ábyrgð sína sem vinnuveitandi og eigandi tækisins á því að sýna fram á að keðjusögin og öryggisbúnaður hennar hafi verið í lagi þegar stefnandi slasaðist. Sönnunar byrði fyrir hinu gagnstæða hvílir því á stefnanda, en hann hefur ekki sýnt fram á að tækið hafi verið bilað og verður því hafna ð málsástæðu hans þar að lútandi. Í fyrrnefndri skýrslu Vinnueftirlits ríkisins segir um slysið að sennilegt sé að sögin hafi rekist í rót eða festar, slegist til og lent í vinstri kálfa stefnanda. Einnig að snjór 12 hafi verið á jörðu og hrímísing þannig að hált hafi verið. Ályktun vinnueftirlits ins um á stæður slyssins og lýsing á aðs tæðum á slysstað rímar þannig vel við lýsingar stefnanda sjálfs á atburðum , eftir því sem hann rekur minni til. Við aðalmeðferð hélt stefnandi því fram að stígvél hans hefðu verið sleip og að hann minnti að beðið hefði verið um betri skófatnað. Þó að fram kæmi í stefnu að stefnandi teldi sig hafa runnið til í hálku þegar vélin kastaðist til var því ekki haldið fram að hálum stígvélum væri um að kenna fyrr en við aðalmeðferð , en s tefndi hreyfði þá e kki and mælum gegn því að sú málsástæð a kæmist að í málinu . F ramburður stefnanda um þe ssi atriði fékk ek ki eindreginn stuðning í framburð i vitna fyrir dómi num . Upplýst er að stefnandi notaði sérstök öryggisstígvél með stáltá og vörn að framan ætluð til skógarhög gs og verður lagt til grundvallar að það hafi verið vi ðeigandi fótabúnaður við verkið . Fyrir liggur að vinnueftirlitið gerði engar athugasemdir v ið stígvélin fremur en við annan búnað stefnanda, heldur tók það fram í fyrrnefndri skýrslu sinni að stefnandi hefði notað allar tilskildar persónuhlífar. Þá þykir nægilega upplýst í gögnum málsins, og er það stutt með framburði fyrrum skógarvarðar fyrir dómi, að vinnubuxur með vörn að framanverðu, svo sem þær sem óumdeilt er að stefnandi klæddist þegar slysið varð, teljist fullnægjandi öryggisbúnaður við slíka vinnu á jörðu niðri. Buxur og stígvél voru einnig rann sökuð af lögreglu og fylgja ljósmyndir af búnaðinum skýrslu hennar um vinnuslysið. Fyrir dómi tók vitnið C fram að vetur væri venjulegur tími fyrir skógarhögg og að frosin jörð væri kostur. Vinna við þennan sama skógarstíg hafði staðið yfir í um tvær vikur þegar slysið varð síðdegis í desembermánuði og þ ekkti stefnandi aðstæður þar vel. U pplýst þyki r að hált hafi verið í skóginum þegar slysið varð , en ekki verður f allist á það með stefnanda að hálka n hafi s k ap að svo óv iðunandi e ða slæmar aðstæður að þær hefðu átt að hamla vinnu þar við skógarhögg . Verður s kaðabótaá byrgð á slysinu samkvæmt þessu ekki lögð á stefnda vegna óviðunandi aðstæðna á vinnustað eða vegna þess að fatnaði eða öðrum persónuhlífum s tefnanda hafi verið áfátt. Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að slys stefnanda verði hvorki rakið til sakar starfsmanna vinnuveitanda hans né til bilunar í tæki eða vanbúnaðar að öðru leyti sem stefndi beri ábyrgð á . Verður því kröfu st efnanda um viðurkenningu á skaðabóta skyldu stefnda á tjóni stefnanda af völdum slyssins hafnað . Stefnand a hefur verið veitt gjafsókn í málinu . Eru þegar af þeirri ástæðu og með hliðsjón af stöðu aðila ekki efni til annars en að fella niður málskostnað mill i aðila . A llur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin málflutningsþóknun 13 lög manns hans , Guðbjargar Benjamínsdóttur , sem ákveðin er samkvæmt dómvenju án virðis auka skatts og með hliðsjón af tímaskráningu lögmannsins, 1.200.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin mál - flutningsþóknun Guðbjargar Benjamínsdóttur lögmanns , 1.200.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir