Héraðsdómur Suðurlands Dómur 1. nóvember 2019 Mál nr. S - 519/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn Gunnhild i Líf Egilsdótt ur ( Snorri Sturluson lögmaður) og Y ( Þorgils Þorgilsson lögmaður) Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 24. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 16. september sl., á hendur Gunnhildi Líf Egilsdóttur og Y , I. gegn ákærðu báðum fyrir nytjastuld með því að hafa í samverknaði, aðfaranótt laugardagsins 6. júlí 2019, í heimildarleysi og óleyfi tekið bifreiðina þaðan sem hún stóð á bifreiðastæði utan við A á Selfossi og hagnýta sér síðan bifreiðina til aksturs en bifreiðin fannst síðar sömu nótt við bæinn B í Flóahreppi. Telst brot ákærðu varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. gegn ákærðu báðum fyrir nytjastuld með því að hafa í s amverknaði, aðfaranótt laugardagsins 6. júlí 2019, í heimildarleysi og óleyfi tekið bifreiðina þaðan sem hún stóð við bæinn B í Flóahreppi og hagnýta sér síðan bifreiðina til aksturs en bifreiðin fannst síðar sömu nótt utan vegar á veginum að B . Telst brot ákærðu varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. III. gegn ákærðu báðum fyrir nytjastuld með því að hafa í samverknaði, aðfaranótt laugardagsins 6. júlí 2019, í heimildarleysi og óleyfi tekið bifreiðina þaðan sem hún stóð utan v ið sumarhús XX í landi C í Flóahreppi og hagnýta sér síðan bifreiðina til aksturs en ákærðu voru saman á bifreiðinni er lögregla stöðvaði aksturinn á Suðurlandvegi við D í Flóahreppi síðar sömu nótt. Telst brot ákærðu varða við 1. mgr. 259. gr. almennra h egningarlaga nr. 19, 1940. IV. gegn ákærðu Gunnhildi Líf fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 6. júlí 2019, ekið bifreiðinni um D og Suðurlandsveg í Flóahreppi, án gildra ökuréttinda, ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega ve gna neyslu róandi/slævandi lyfja og óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa alprazólams (100 ng/ml í blóði). Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 44. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. 2 Þess er krafist að ákærðu bæði verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og ákærðu Gunnhildi Líf verði gert að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum. Við þingfestingu málsins mætti ákærða, Gunnhildur Líf, ásamt skipuðum verjanda sínum, Snorra Sturlusyni lögmanni, og ákærði, Y , ásamt skipuðum verjanda sínum, Þorgils Þorgilsson lögmanni. Ákærð u viðurkenn d u bæði skýlaust að hafa gerst sek um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausra játninga ákærð u og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning þeirra væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð u h afa gerst sek um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærð u hafa með háttsemi sinni unnið sér til refsinga r . Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a Gunnhildur Líf fjórum sinnum áður sætt refsingu , þar af tvisvar sinnum fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna ásamt öðrum brotum. Þann 12. júní 2019 var ákærðu Gunnhildi Líf gert að sæta fangelsi í 4 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, m.a. fyrir vörslu fíkniefna, fíkniefnaakstur og akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Þá var ákærða svipt ökurétti í 5 ár frá 17. september 2019. Þann 9. október 2019 var ákærða Gunnhildur Líf dæmd til greiðslu sektar fyrir fíkniefnaakstur og akstur án gildra ökuréttinda og var ákærða svipt ökurétti í tvö ár frá 17. september 2024. Sakaferill ákær ðu hefur að öðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ber að taka ofangreindan skilorðsdóm upp og dæma með hinum nýju brotum, og ákveða refsingu ákærð u í einu lagi með vísan til 77. og 78. gr. sömu laga. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða Y , hefur ákærði þrisvar sinnum áður sætt refsingu. Þann 29. maí 2019 var ákærða gert að sæta fangelsi í 8 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, m.a. fyrir þjófnaðarbrot, húsbrot, gripdeildarbrot, ölvunar - og fíkniefnaakstur, sviptingarakstur o.fl. Þá var ákærði sviptur ökurétti í 3 ár frá 29. maí 2019. Sakaferill ákærð a hefur að öðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu . Með broti því sem lýst er í ákæru hefur ákærð i rofið skilorð síðastgreinds dóms og ber að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Refsing ákærð u Gunnhildar Lífs er hæfilega ákveði n fangelsi í 6 mánuði. Að virtum atvik um máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærð u þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Refsing ákærða Y er hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til sakaferils og ungs aldurs ákærð a, þykir rétt að fresta fullnustu sjö mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum h aldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að svipta ákærðu Gunnhildi Líf ökurétti í 1 ár, frá 17. september 2026. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærðu Gunnhildi Líf til greiðslu sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 189.311 kr. auk þóknunar skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, sem er hæfilega ákveðin 350.000 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða Y til greiðslu sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, sem er hæfilega ákveðin 350.000 kr. að te knu tilliti til virðisaukaskatts auk ferðakostnaðar sem nemur 39.840 kr. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð a , Gunnhildur Líf, s æti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði, Y , sæti fangelsi í 10 mánuði en fresta skal fullnustu sjö mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar fa lla niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða, Gunnhildur Líf, er svipt ökurétti í 1 ár frá 17. september 2026. Ákærða, Gunnhildur Líf, greiði sakarkostnað, samtals 539.311 kr ónur , þar af þóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 350.000 kr ónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts . 4 Ákærði, Y , greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 350.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts auk ferðakostnað verjanda sem nemur 39.840 krónum. Hjörtur O. Aðalsteinsson