Héraðsdómur Reykjaness 2 4. október 2019 Mál nr. S - 943/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Hlyn i Þór Helgas yni (Steinbergur Finnbogason lögmaður) Dómur : Mál þetta, sem var tekið til dóms 18. október 2019, höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 16. júlí 2019, á hendur Hlyni Þór Helgasyni, kt. 000000 - 0000 , [...] ; ,, f yrir umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 24. febrúar 201 9 , ekið bifreiðinni [...] suður Reykjanesbraut, Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum lyfja og ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (í blóði ákærða mældist alprazólam 28 ng/ml, klónazepam 105 ng/ml, amfetamín 125 ng/ ml, MDMA 150 ng/ml og tetrahýdrókannabínólsýra 5,0 ng/ml) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega umrætt sinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a ., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga n r. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er jafnframt krafist að ákærða verði g ert að sæta sviptingu ökuréttar skv . 1. mgr. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/19 93 og lög nr. 66/2006. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök og var farið með mál þetta sa mkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við fra mlögð sakargögn, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Háttsemi 2 ákærða varðar við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir auk 1. sbr. 2. mgr. 44. gr . sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/ 2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. Ákærði er fæddur í [...] og hefur tvisvar sinnum áður sætt refsingu samkvæmt framlögðu sakavottorði . Ákærði gekkst undir sektargerð lögreglustjóra 25. september 2015 þess efnis að hann sam þykkti greiðslu 140.000 króna sektar og að sæta eins árs ökuréttarsviptingu fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með sektargerð lögreglustjóra 8. október 2018 samþykkti ákærði greiðslu sektar að fjárhæð 260.000 krónur og að sæta tveggja ára ökur éttarsviptingu fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Samkvæmt framangreindu um sakaferil ákærða og að brotum hans virtum, sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , og með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Með vísan til framangreinds ber, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að svipta ákærða ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Á grundvelli sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem , samkvæmt framlögðu yfirliti sækjanda og með stoð í öðrum gögnum málsins , nemur 243.238 krónum . Þá greiði ákærði þóknun skipaðs verjand a síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 105.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði , Hlynur Þór Helgason , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 348.638 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, 105.400 krónur að meðtöldum virðis aukaskatti. Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir