1 Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6 . október 2021 Mál nr. E - 470/2021 : J. Brynjólfsson ehf. ( Húnbogi J. Andersen lögmaður) gegn Sverri Hermannssyni ( Þorsteinn Einarsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 20 . september 2021, var höfðað 2 2. janúar 2021 af J. Brynjólfssyni ehf., Skipholti 50 C í Reykjavík, gegn Sverri Hermannssyni, Skógarnesi í Borgarnesi. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða honum 12.400.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. apríl 2020 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi krafðist frávísunar málsins í greinargerð , en féll frá þeirri kröfu undir rekstri málsins svo sem fram kemur í þingbók frá 14. apríl 2021. I Helstu málsatvik Með kaupsamningi 1. nóvember 2018 keypti Iðnó ehf. allt hlutafé í Hvalfirði ehf. sem var meðal annars eigandi Hótel Glyms í Hvalfi r ði. Seljendur voru annars vegar Undir jökli ehf., sem var eigandi 25% hlutafjár, og hins vegar Góð b irting ehf. sem var eigandi 75% hlutafjár. Fram kom í grein 2 í kaupsamning num að kaupverð fyrir hlutaféð væri ein króna . Í grein 4 v ar gerð nánari grein fy rir forsendum kaupverðs og kom þar meðal annars fram að kaupandi tæki yfir veðskuldir Hvalfjarðar ehf. sem næmu samtals 370.000.000 króna og viðs k iptaskuldir félagsins að hámarki 5.000.000 króna, sbr. nánar grein 4.3. Þá kom fram að kaupandi yfirtæki allar ábyrgðir seljandans Undir j ökli ehf. sem tengist félaginu, þar með talið ábyrgð á veðskuldum að fjárhæð 100.000.000 króna, og skyldu kaupandi og seljendur tryggja sameiginlega að Undir j ökli ehf. yrði komið undan ábyrgð eigi síðar en 1. desember 2018 , sbr. nánar grein 4.4. Samdægurs gerðu aðilar samkomulag þar sem gerðar voru breytin g ar á greinum 4.3 og 4.4 , en grein 4.3 var breytt með þeim hætti að yfirteknar veðskuldir Hvalfjarðar ehf. skyldu samtals ne ma 360.000.000 krón a . Skjölin voru undirrituð fyrir hönd kaupanda og seljenda. Þá vottaði Jón G. Zoega lögma ður bæði skjölin. 2 Meðal gagna málsins er reikningur frá Innveri ehf., dagsettur 22. janúar 2019, og eru greiðendur tilgreindir sem stefndi, Undir Jökli ehf. og Góð b irting ehf. Reikningurinn nam samtals sölulaun vegna sölu á öllu hlutafé í einkahlutafélaginu: Hvalfjörður ehf., kt. 700300 - 331 0. Söluverð kr. ð fyrir Innver ehf. Það er ágreiningslaust að stefnda var fyrst sendur þessi reikningur með tölvuskeyti Jóns Gun nars Zoega frá 30. mars 2020. Samdægurs sendi lögmaður stefnda mótmæli vegna reikningsins og kom þar meðal annars fram að stefndi, Undir jökli ehf. og Góð birting ehf. stæðu ekki í skuld við Innver ehf. og að félagið hefði ekki veitt þeim neina þjónustu ve gna sölu á hlutafé í Hvalfirði ehf. Þá væru fullyrðingar um ætlað samkomulag rangar. Lögmaður stefnanda sendi stefnd a innheimtubréf 23. nóvember 2020 þar sem krafist var greiðslu samkvæmt reikningnum . Til stuðnings kröfunni var vísað til fyrrgreinds reikni ngs og þess að fjárhæðin væri í samræmi við umsamin sölulaun vegna sölu á öllu hlutafé í Hvalfirði ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár 29. apríl 2020 var Innver ehf. sameinað J. Brynjólfssyni ehf . og var nafni sameinaðs félags breytt í J. Brynjólfsson ehf. sem er stefnandi essa máls. Aðila greinir í verulegum atriðum á um málsatvik, þar með talið um samskipti sín á milli, aðkomu Jóns Gunnars Zoega að viðskiptum tengdum sölu á Hvalfirði ehf. og hvort samið hafi verið um greiðslu þeirra á milli. II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi leitað til Jóns G unnars Zoega lögmanns sem sérhæfði sig í lögfræðiþjónustu og ráðgjöf , sem og fyrirtækjasölu. Rekstur l ögmannsins hafi á þeim tíma fari ð fram undir merkjum einkahlutafélag sins Innver s ehf. sem hafi síðar sameinast J. Brynjólfssyni ehf. Byggt er á því að stefndi hafi leitað til stefnanda þar sem hann hafi viljað selja einkahlutafélagið Hvalfjörð ehf. sem haf i þá verið í 25% eigu Undir jökli ehf., og 75% eigu Góðrar birtingar ehf. M eðal eigna Hvalfjarðar ehf. hafi verið Hótel Glymur og hafi hlutafé þess samtals numið 68.000.000 króna. Tekið er fram að stefndi sé fyrirsvarsmaður beggja félaga og meðal eigenda þeirra. Lögð er áhersla á að stefnandi hafi fundið kaupanda að Hvalfirði ehf. og s éð um alla skjalagerð vegna viðskipta með félagið . Í þeim efnum er vísað til fyrrgreinds kaupsamnings og samko m ulags á milli Undir j ökli ehf. og Góðrar birtingar ehf. sem se ljenda og Iðnó ehf. sem kaupand a . Fram komi í skjölunum að söluverðmæti félagsins hafi numið 360.000.000 króna og hafi kaupandinn yfirtekið skuldir sem námu þeirri fjárhæð , enda þótt kaupverðið hafi verið tilgreint sem ein króna. Vegna vinnu stefnanda hafi verið gefinn út reikning ur 22. janúar 2019 og hafi fjárhæðin verið í 3 samræmi við samkomulag hans við stefnda . Samkomulagið hafi verið gert munnlega þegar stefnandi tók fyrrgreint félag til sölu. Þá hafi fjárhæðin tekið mið af vinnu stefnanda við að finna kaupanda að félaginu , samning s gerð og fleir a . Við munnlegan málflutning byggði stefnandi á því að yrði ekki fallist á að samkomulag væri um þá fjárhæð sem krafist er , bæri í öllu falli að gera stefnda að greiða lægri fjárhæð, sbr. 28. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Til stuðnings kröfu stefnanda er vísað til meginreglna kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga , sbr. lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup og lög nr. 42/2000 um þjónustukaup. Þá er vísað til meginreglu samningaréttar um skul d bindinga r gildi lo forða og skyldu til að efna samninga , sbr. lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. III Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi leggur áherslu á að hann hafi ekki leitað til Jóns G unnars Zoega lögmanns fyrir hönd Innvers ehf. og falið honum að leita að kaupanda að Hvalfirði ehf. Þá hafi samningur um sölu hlutafjár í félaginu ekki komist á fyrir tilstilli lögmannsins eða stefnanda. Aðkoma lögmannsins að söluferlinu hafi aðeins verið fyrir tilstilli forsvarsmanna Iðnó s ehf. og k unni lögmaðurinn að hafa komið að gerð kaupsamnings fyrir tilstilli þeirra . Þá hafi sú forsenda seljenda að Iðnó ehf. tæki yfir ábyrgð Undir jökli ehf. á veðskuldum Hvalfjarðar ehf., sem upphaflega námu 100.000.000 króna, og að Landsbankinn samþykkti að fe lla niður ábyrgð félagsins verið rædd við lögmanninn. Ha nn hafi boðið Undir jökli ehf. og Góð ri birtingu ehf. að sinna þeirri vinnu sem nauðsynleg væri til að uppfyllt væri það skilyrði fyrir sölu hlutafjárins að fyrstgreint félag yrði leyst undan ábyrgð á veðskuld inni . F élögin tvö hafi samþykkt að greiða lögmanninum sanngjarna þóknun í samræmi við vinnuframlag hans vegna þessa , en þóknunin skyldi aðeins greidd ef vinnan skilaði þeim árangri að ábyrgðin yrði felld niður. Lögmaðurinn og stefnandi hafi í engu unni ð að þessu og s é því engin skuld til staðar. Lögð er áhersla á að hvorki hafi verið samið við lögmanninn né stefnanda um að greidd yrðu sölulaun vegna sölu á hlutafé í Hvalfirði ehf. Vísað er til þess að reikningur sem krafa stefnanda sé byggð á hafi verið gefinn út á stefnda, Undir jökli ehf. og Góð a birting u ehf. Það hafi ekki verið rökstutt í stefnu af hverju einum af þremur ætluðum greiðendum samkvæmt fyrirliggjandi reikningi hafi verið stefnt en ekki öllum. Þá sé óljóst hvort stefnandi telji að þeir hafi borið pro rata eða sameiginlega ábyrgð á greiðslu reikningsins. Hvað sem því líður sé erfitt að skilja hvers vegna stefnandi tel ji að stefnda beri persónulega að greiða stefnanda sölulaun vegna sölu á hlutafé í eigu Undir jökli ehf. og Góðra r birtinga r ehf. Stefndi ber i ekki ábyrgð á ætluðum skuldbindingum einkahluta félaga nna og h afi engin rök verið færð fyrir ætlaðri ábyrgð hans. Byggt er á því að sýkna beri stefnda vegna aðildarskorts þar sem kröfunni sé ranglega beint að honum , sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi hafi ekki verið eigandi hlutafjár í Hvalfirði 4 ehf. og hafi ekki falið stefnanda að vinna fyrir sig persónulega vegna sölu þess hlutafjár sem sannarlega var í eigu fyrrgreindra tveggja félaga. Stefndi beri , sem eigandi hlutafjár í Undir jökli ehf., að sjálfsögðu ekki ábyrgð á ætlaðri vinnu stefnanda . Lögð er áhersla á að s tefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi samið við stefnda um greiðslu launa eða þóknunar og fari fjarri að sýnt hafi verið fram á slíkt. Það er einnig byggt á því að stefnandi geti ekki haft uppi kröfur í málinu, enda hafi hvorki stefndi né fyrrgreind tvö einkahlutafélög átt í samskiptum við Innver ehf. eða stefnanda vegna sölu á umræddu hluta fé. Leiði það jafnframt til sýknu stefnda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Verði ekki talið að aðildarskortur leiði til sýknu er byggt á því að samningi sé ekki til að dreifi á milli aðila og hafi hvorki verið samið við stefnanda né lögmanninn Jón G unnar Zoega um sölu hlutafjár í Hvalfirði ehf. Vísað er til þess að um störf lögmannsins gildi ákvæði laga nr. 77/1998 um lögmenn. Samkvæmt 24. gr. laga nna sé lögmanni rétt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín og sk uli umbjóðanda ger ð grein fyrir hvert endurgjald gæti orðið. Stefnda og þeim einkahlutafélögum sem seldu hlutafé í Hvalfirði ehf. hafi aldrei verið gerð grein fyrir því að stefnandi eða lögmaðurinn hygðust krefja st greiðslu fyrir ætlaða þjónustu eða sölulauna að fjárhæð 12.400.000 krónu r . Sem lögmanni hafi Jóni G unnari borið að tryggja sér sönnu n í þessum efnum og hefði verið rétt að gera um það sérstakan samning. Þá sé krafan hvað sem öðru líður óeðlilega há og í engu samræmi við ætlað vinnuframlag lögmannsins , en ekki hafi verið lögð fram vinnuskýrsl a vegna ætlaðrar vinnu hans. Beri í öllu falli að lækka kröfu stefnanda verulega . Stefndi mótmælti þeirri málsástæð u stefnanda sem var hreyft við munnlegan málflutning, að það bæri í öllu falli að gera stefnda að greiða lægri fjárhæð , sem of seint fram kominni, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. IV Niðurstaða Aðila greinir á um hvort stefnda sé skylt að greiða stefnanda skuld sem nemur samtals 12.400.000 krónum samkvæmt reikningi sem stefnda var sendur 30. mars 2020. Eins og ra kið hefur verið er m álatil búnaður stefnanda á því byggður að stefndi hafi samþykkt að greiða lögmanninum Jóni Gunnari Zoega 10.000.000 króna auk virðisaukaskatts vegna aðstoðar við sölu á hlutafé í Hvalfirði ehf. Fram kom í skýrslu lögmannsins fyrir dómi a ð hann og stefndi hefðu verið vinir til langs tíma og hefðu þeir s amið munnlega um þá þóknun sem um ræðir . Hann hefði innt af hendi vinnu í tengslum við viðskiptin og meðal annars unnið drög að kaupsamningi sem starfsmaður hans hefði sett upp. Fram kom í s kýrslu stefnda að hann hefði átt ýmis samskipti við lögmanninn í gegnum tíðina . Rætt hefði verið að lögmaðurinn leitaðist við að tryggja að ábyrgð Undir jökli ehf. á skuld við Landsbankann yrði aflétt í tengslum við viðskiptin. Ekki hefði verið rætt um þóknun til lögmannsins en slíkt hefði komið til álita hefði ábyrgðinni verið aflétt , sem varð 5 ekki raunin. Sigurður Ólafsson, forsvarsmaður Iðnó ehf. , sem keypti hlutafé í Hvalfirði ehf. , gaf einnig skýrslu fyrir dómi . Fram kom að kaupandi hefði óskað efti r aðkomu lögmannsins að skjalagerð vegna viðskiptanna og hefði hann talið seljendur sátta við það. Vitnið kvaðst ekki vita hvort lögmaðurinn hefði tekið að sér vinnu í tengslum við ábyrgð Undir jök li ehf. á veðskuld, en staðfesti að Landsbankinn hefði ekki enn sem komið er samþykkt nýjan greiðanda eða ábyrgðaraðila vegna skuldarinnar . Eins og rakið hefur verið byggir stefndi á því að um aðildarskort sé að ræða , sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, þar sem ekki hafi komist á réttarsamband milli hans og s tefnanda . Gögn málsins bera ekki með sér að stefndi hafi óskað eftir því að stefnandi aðstoðaði hann við að finna kaupanda að Hvalfirði ehf. og samið munnlega um fasta þóknun vegna þessa. Þá verður fremur ráðið af skýrslu forsvarsmanns Iðnó ehf. að aðkoma lögmannsins hafi verið að hans frumkvæði sem kaupanda og að seljendur hafi ekki gert athugasemd við það. T il þess er að líta að vinna við þau skjöl , sem lögmaðurinn kveðst hafa komið að , fór fram í þágu aðila að kaupsamningnum, það er í þágu Iðnó ehf. sem kaupanda og einkahlutafélaganna Undir jökli ehf. og Góðrar birtingar ehf. sem seljenda. Áður hefur verið rakið að í þeim reikningi sem krafa stefnanda er byggð á, voru síðargreind einkahlutafélög tilgreind sem greiðendur auk stefnda. Mál þetta var hins vegar eingöngu höfðað gegn stefnda . Við munnlegan málflutning sk ýrði lögmaður stefnanda að í ljósi mótmæla einkahlutafél aganna við greiðsluskyldu væri kröfu um þóknun eingöngu beint gegn stefnd a með vísan til munnlegs samkomulags milli hans og lögmannsi ns. Að öllu virtu telur dómurinn ekki hafa verið sýnt fram á að stefndi hafi skuldbundið sig munnlega til að greiða stefnanda þóknun vegna sölu á hlutafé í Hvalfirði ehf. eða að hún hafi verið þeirrar fjárhæðar sem krafist er. Þ ess er að gæta að lögmanninu m var í lófa lagið að ganga tryggilega frá samkomulagi þess efnis ef þannig var samið, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 29. október 2015 í máli nr. 191/2015. Samkvæmt þessu hefur ekki verið sýnt fram á að stofnast hafi réttarsamband milli aðila og v erður stefndi þegar af þeirri ástæðu sýknaður a f kröfum stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 . Samkvæmt úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefn an da gert að greiða stefnda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn eins og nánar greinir í dómsorði. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Sverrir Hermannsson, er sýkn af kröfum stefnanda, J. Brynjólfssonar ehf. Stefn an di greiði stefnda 800.000 krónur í málskostnað. 6 Ásgerður Ragnarsdóttir (sign )