Héraðsdómur Austurlands Dómur 10. mars 2021 Mál nr. S - 17/2021 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A og B Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2. m ars 2021, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni, 26. janúar sl., en móttekin ni 8. f ebrúar sama ár, á hendur A , kt. , , og B , kt. , , ; ,, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, framin í og í , með því að hafa, mánudaginn 16. nóvember 2020, í sölu - og dreifingarskyni, haft í vörslum sínum eftirtalin fíkniefni: 1. A : 181,78 gr af marihuana, sem fundust við leit í bifreið ákærðu, , en bifreiðin var stöðvuð skammt innan við kauptúnið á og 641,7 gr af marihuana, sem fundust við leit á heimili ákærðu, í íbúð á 1. hæð að , . 2. B : 56,23 gr af kókaíni og 0,23 gr af amfetamíni, sem fundust við leit á heimili ákærða, í íbúð nr. 207 að , . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðsl u alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verð i upptæk framangreind 56,23 gr af kókaíni, 0,23 gr af amfetamíni og 823,48 gr af marihuana, sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr . reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. 2 Að síðustu er þess krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög, að ákærða A verði dæmd til að sæta upptöku á peningum sem fundust við leit í á ður nefndri bifreið hennar, kr. 25.000 og ákærði B verði dæmdur til að sæta upptöku á peningum sem fundust við leit á áður nefndu heimili hans, kr. 85.000. Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðbóta hinna haldlögðu verðmæta frá haldlagninga rdegi til upptökudags. I. Fyrir dómi hafa ákærðu skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru, Jafnframt samþykkt u ákærðu ofangreindar kröfur ákæruvalds um upptöku. Játning ar ákærðu er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu, þ. á m. efna - og munaskýrslur, framburðarskýrslur og ljósmyndir. Með játningu m ákærðu, sem ekki er ástæða til að efa að sé u sannleikanum samkvæm ar , er að áliti dómsins nægjanlega sannað að þau hafi bæði gerst sek um þá háttsemi, sem greinir í ákæru , 1. g 2. tölulið , e n brot þeirra er u þar og réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. II. Ákærð a A , sem er ára , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingum. Í máli þessu hefur ákærð a verið fundin sek um ávana - og fíkniefnalagabrot . Ber að ákvarða refsingu h ennar m.a. með hliðsjón af alvarleika lýstrar háttsemi , og þ. á m. að um nokkurt magn var að ræða og að háttsemin a viðh afði hún m.a. í sölu og dreifingarsk y ni, sbr. 1. t l. 1. m gr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærð u að þessu virtu hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi . Í ljósi skýlausrar játning ar ákærðu , iðrunar, hnökralauss sakaferils og þess að hún var samvinnuþýð við frumrannsókn málsins og hefur að undanförnu samkvæmt læknis vottorði tekið vel á sínum málum , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveim ur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi h ún almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 3 Ákærði B , sem er ára, hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingum. Í máli þessu hefur ákærði ve rið fundinn sek ur um ávana - og fíkniefnalagabrot. Ber að ákvarða refsingu hans m.a. með hliðsjón af alvarleika háttsemi nnar , og þ. á m. að um nokkurt magn sterkra fíkniefna var um að ræða og að hann viðh afði háttsemina m.a. í sölu og dreifingarsk y ni, sbr. 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærð a að þessu virtu hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi. Í ljósi skýlausrar játningar ákærð a , iðrunar, hnökralauss sakaferils og þess að hann var samvinnuþýður við frumrannsókn málsins og loks í ljósi aldurs hans þá þykir fært að fresta fullnustu refsingar hans og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi h ann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákæ rð u sk u l u sæta upptöku á þeim fíkniefnum og fjármunum sem tilgreind eru í ákæru, sbr. efna - og munaskrár lögreglu nr. 44.882 - 4 , og þá með vísan til nefndra lagaákvæða. Samkvæmt yfirlýsingu fulltrúa ákæruvalds fyrir dómi lei d di engan kostnað af rekst ri þes sa máls. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærð a , A , sæti fjögurra mánaða fangelsi , en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi h ún almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði , B , sæti þriggja mánaða fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum fr á uppkvaðningu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærð u sæti upptöku á þeim fíkniefnum og fjármunum sem tilgreind eru í ákæru, sbr. efna - og munaskrár lögreglu nr. 44.882 - 4.