Héraðsdómur Reykjaness Dómur 3 . jú l í 2019 Mál nr. S - 651/2018 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Margrét Herdís Jónsdóttir ) g egn Stefán Þorvaldur Tómasson (Bjarni Hauksson lögmaður) Dómur Mál þetta , sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð miðvikudaginn 8. maí, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, útgefinni 18. desember 2018 , á hendur Stefáni Þorvaldi Tómassyni, kt. 000000 - 0000 , [...] , fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 4. desember 2017, ekið bifreiðinni [...] austur Bæjarháls og beygt norður Bitruháls án nægjanlegrar aðgæslu eða varúðar og án þess að virða umferðarforgang gangandi vegfaranda á gangbraut þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum og þannig ekið á B , kt. 000000 - 0000 , sem var gangandi eftir gangbrautinni áleiðis vestur Bæjarháls með þeim afleiðingum að B hlaut áverkainnanskúmsblæðingu og höfuðkúpubrot. Mál nr. 007 - 2017 - 74727 Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr., 4. mgr. og 5. mgr. 26. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkost naðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Bjarni Þór Sigurbjörnsson lögmaður, þá kröfu f.h. B [ svo ] , kt. 000000 - 0000 , hér eftir nefndur kröfuhafi, að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa miskabætur samtals að fjárhæð kr. 5.000.000, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 04.12.2017, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/200 1, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum 2 málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Ákærði krefst aðallega sýknu, til vara þe ss að refsing verði felld niður en til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfi. Tryggingamiðstöðin hf. sem tók til varna gegn bótakröfu sbr. 2. mgr. 97. gr. laga nr. 50/1987, krefst þess aðallega að sýknað verði af bótakröfu en til vara að hún verði læk kuð. Tryggingamiðstöðin hf. krefst málskostnaðar úr hendi brotaþola. Málavextir Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst lögreglu tilkynning kl. 10: 09 hinn 4. desember 2017 um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda á mótum Bæjarháls og Bitruháls í Reykjavík . Væri hinn slasaði meðvitundarlaus og með áverka á höfði. Munu fyrstu lögregluþjónar hafa komið á vettvang kl. 10:13 og séð Bitruhálsi við ofangreind gatnamót. Hann lá á akrein fyrir umferð á leið norður Bitruháls, við gangbraut s em liggur þvert yfir Bitruháls. Höfuð hans sneri í norður átt og lá hann beinn á bakinu. Hann var með báðar hendur í úlpuvösum en það er líklegt að hann hafi ekki náð að taka hendurnar upp úr vösunum við höggið og því ekki náð að bera fyrir sig hendurnar v ið fallið. Við fórum að hlúa að manninum. Hann var meðvitundarlaus en með öndun. Sjá mátti blóð koma frá höfði mannsins, n.tt. frá hnakka. Sjúkraflutningamenn komu á vettvang skömmu síðar og var hann í framhaldinu færður í sjúkrabifreið og fluttur á slysa - og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi með forgangi. Kom í ljós að maðurinn heitir B , en það fundust vinnuskilríki á manninum frá Coca Cola með mynd af þeim slasaða. Stefán Þorvaldur Tómasson kom strax til okkar á vettvangi og sagði að hann hefði ekið á m anninn. Stefán var ökumaður á bifreiðinni [...]. Bifreiðin var rétt neðan við slysavettvang. [Bifreiðin] er FordF250 jeppabifreið á stórum hjólbörðum. Á vettvangi var hægur vindur, skýjað og hiti um 4 gráður. Það var myrkur á vettvangi en góð götulýsing. Y firborð vegarins var blautt. Umferð var í meðallagi. [...] Við skoðun mátti sjá að grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur yfir Bitruháls logar á sama tíma og grænt umferðarljós fyrir ökumenn sem eru að aka yfir ofang r eind gatnamót til vesturs og austurs. Það er ekki sér beygjuljós fyrir ökumenn sem aka austur Bæjarháls með gja til vinstri inn á Bitruháls en stöðvar á rauðu ljósi. [Ákærði] kveðst hafa tekið af stað á grænu ljósi og tekið beygjuna, 3 ekki verið á miklum hraða, þegar hann finnur eitthvað lenda á vinstri framhlið bifreiðarinnar. [Ákærði] kveðst svo hafa séð mann l iggja í jörðinni í baksýnisspeglinum og við það stöðvað bifreiðina og hringt í neyðarlínuna. [Ákærði] blés í SD - 2 mæli og var Í málinu liggur skýrsla H rannsóknarlö gregluþjóns, dags. 8. desember 2017. Segir þar að hann hafi farið í Coca cola verksmiðjuna hinn 6. desember og meðal annars skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Brotaþoli var við störf í verksmiðjunni hinn 4. desember. Í skýrslunni segir að klukkan 09:5 út um hlið við Stuðlaháls og ganga svo í vestur, í átt að glerhýsi Vífilfells sem er við Hálsabraut. [...] Við mælingu á [vefsíðunni ja.is] eru um 659 metrar frá hliðinu sem [brotaþoli] fer út um við Stuðlaháls og að Bitruhálsi. Á venjulegum gönguhraða tekur rétt rúmlega eina mínútu að gan ga 100 metra og miðað við tímasetningu á tilkynningu sem er 10:09 er hægt að álykta að [brotaþoli] hafi gengið beint þar sem leið lá að Í málinu liggur skýrsla G rannsóknarlögregluþjóns, dags. 24. janúar 2018. Þar segist hann hafa verið kallaður á vettvang og hafi þá verið búið að flytja brotaþola á sjúkrahús greinileg ákoma fannst framan á bifreiðinni en á plastsvuntu neðan við stuðara á vinstra Í málinu liggur vottorð I , sérfræðings í bráðalækningum,. dags. 28. desember 2017. Þar segir meðal annars að brotaþoli haf komið á bráðamóttöku í Fossvogi kl. 10:38 hin n innan eðlilegra marka. Blóðsykur var eðlilegur. Hann blæddi úr smá sári yfir kúlu vinstra megin á hnakka. Við taugaskoðun hreyfði hann báðar hendur við sársaukaáreiti, sa gði Tölvusneiðmyndir af heilanum sýndu heilablæðingu [...] og höfuðkúpubrot. Tölvusneiðmyndir af hál shrygg sýndu ekki brot, tilfærslu eða mjúkvefjubólgu. [...] Tekið var blóðsýni úr brotaþola. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands 4 í lyfja - og eiturefnafræði, dags. 28. desember 2017, mældist í því tetrahydrókannabínól 1,4 ng/ml. Í málinu liggur vottorð, dags. 6. maí 2019, undirritað af dr. med. J , sérfræðingi í taugasjúkdómum. Í ýtarlegu vottorðinu segir meðal annars að brotaþoli hafi, níu vikum eftir atvikið, hinn endurhæfingar vegna síns heilaskaða. Við komu var hann með veruleg einkenni áunnins heilaskaða, ekki síst skert minni og einbeitingu, eins og nánar er lýst í umsögn taugasálfræðings [...]. Við komu var hann einnig með greinilega vinstri helftarlömun. Hann var þó uppigangandi en með hjálpartæki (fyrst göngugrind, síðar hækjur) en sleppti gönguhjálpartækjum fljótlega (var þó lengst af með eina hækju). Síðan var hann smám saman betur sjálfbjar ga varðandi hreyfigetu, hann stundaði mestmegnis sjálfsæfingar í sal seinni helming dvalarinnar og styrktist smátt og smátt, úthald jókst og jafnvægi batnaði líka við þjálfunina, hægt og sígandi. Við útskrift var hann þó enn með væg einkenni vinstri helfta rlömunar og hann telur sig enn í dag ekki vera kominn með þann líkamlega styrk, úthald og líkamlegu færni sem hann hafði fyrir slys. Hann kvartaði einnig lengi vel og þótt ástandið skánaði talsvert eftir því sem á leið var hann við útskrift enn ekki laus v ið þessi auknu þreytueinkenni og skert úthald. Fyrstu vikurnar stórefuðumst við um að hann gæti búið heima, en það tókst, einkum vegna þess að hann fékk mikla aðstoð og stuðning frá móður sinni, með máltíðir, heimilisstörf svo og aðstoð við að komast af st að á morgnana í endurhæfingu á dagdeildina o.þ.h. Líklegast hefði [brotaþoli] þurft að leggjast inn á legudeild fyrst ef móðir hans hefði ekki verið til staðar til þess að aðstoða hann. Í upphafi mætti hann illa, hann kom of seint nánast alla daga, hafði a lltaf einhverja afsökun, en átti greinilega í miklum erfiðleikum með að skipuleggja sig. Hann hefur líka farið milli þjálfunarliða í dagskránni vegna eirðarleysis og afsakað sig með því að vera þreyttur og/eða illa upplagður, en þó ekki nýtt sér að hvíla s ig hér á deildinni milli þjálfunarliða. Hann átti erfitt með að sinna flestum verkefnum, sem dæmi má nefna að í byrjun gat hann alls ekki leyst Sudoku þraut af einföldustu gerð, en færni við þetta og önnur hugræn verkefni fór hægt og sígandi batnandi í leg unni. Matargerð gekk líka erfiðlega, hann skorti yfirsýn og þurfti í byrjun leiðsögn og eftirlit, jafnvel við einföldustu verkefni. Við komu gat hann ekki heldur leyst einföldustu verkefni í CogniPlus tölvustýrðu þjálfunarforriti hjá taugasálfræðingum, en þessi árangur er í samræmi við slaka frammistöðu á fyrsta taugasálfræðilega matinu sem var framkvæmt í byrjun febrúar 2018. Það sást líka greinilega þegar [móðir brotaþola] þurfti að snúa aftur 5 til sinna starfa í Þýskalandi, nokkrum vikum síðar, að [brotaþ oli] lenti í verulegum vandræðum fyrstu vikurnar. Hann grenntist, var oft illa til fara og sinnti ekki líkamlegum þrifum nægilega og mæting á dagdeildina að morgni (sem hafði batnað undir stjórn móður hans) versnaði verulega á ný. Þó tókst [brotaþola] smám saman, með miklu átaki ásamt stuðningi og eftirliti iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðinga Grensásdeildar, að ná betri endurmati taugasálfræðinga, hefur [brotaþoli] náð heilmi klum framförum í vitrænni getu með markvissri þjálfun í langan tíma, sem er að sjálfsögðu ánægjulegt. Árangurinn verður enn greinilegri í samanburði við verulega vitræna skerðingu [brotaþola] þegar hann kom á dagdeildina (og enn verra ástand á fyrri hluta meðferðar á bráðadeildum, fyrstu daga og vikur eftir slys.) Þó voru greinilegir veikleikar enn til staðar við útskrift. Það hafði hægt verulega á framförum, sameiginleg niðurstaða meðferðarteymisins var, að ekki væri komist öllu lengra í bili, og þess vegn a voru meðferðaraðilar sammála um að það væri tímabært að láta reyna á starfsendurhæfingu sem næsta skref, í framhaldi af dvölinni hér. Eftir mjög langa dagdeildardvöl, í samtals 7 ½ mánuð (að vísu með tveimur hléum) útskrifast [brotaþoli] heim til sín. Ha nn er enn furðu óáttaður á köflum en er þó að hamast við að reyna að ná áttum. Eftir útskrift af Grensásdeild hefur lítið gerst. Beiðni var send til Virk starfsendurhæfingarsjóðs til mats og væntanlega til starfsendurhæfingar í framhaldi af því mati. Eftir langa bið komst [brotaþoli] í fyrsta matsviðtal 22. 02. 2019. vinnufæran og vill fara að vinna en helstu spurningamerki varðandi vinnugetu eru varðandi cognitiva getu sem ekki verður unnið með í starfsendurhæfingu og ekki er möguleiki að bjóða honum stakar vinnuprófanir á vegum Virk og telst starfsendurhæfing in eftir að komast þar að sé oft enn lengri i fist ekki eins löng hjá [brotaþola], þar sem svo virðist sem hann eigi hreinlega fullt í fangi með að sinna grundvallar Athöfnum Daglegs Lífs (ADL) og sinna hvers dagsþáttum eins og að versla, taka til mat, þrif o.þ.h. Allt bendir til að hann hafi sjálfur mjög takmarkað innsæi í sitt ástand, sem í raun gerir mikla en dulda fötlun enn meira dulda. Miðað við niðurstöður matsins hjá Virk, ásamt árangri þjálfunar að Gre nsási, þá eru horfurnar á að [brotaþola] takist að snúa aftur til starfa mjög lélegar, en að sjálfsögðu verðum við að láta á það reyna, hvort tilraun til 6 fram hafi far ið gríðarlegur fjöldi rannsókna á brotaþola, svo sem tölvusneiðmyndatökur af höfði ásamt heilariti og taugasálfræðileg möt og eru ýmsar niðurstöður þeirra raktar. heilaskaða er mesta vandamál [brotaþola] og það sem hindrar hann mest í lífi og starfi, eins og reynt hefur verið að gera skil á í nánast öllum köflum í þessu læknisvottorði. ii) Hreyfifærni, líkamlegur kraftur og úthald hefur enn ekki komið til baka að fu llu. Að vísu gekk máttminnkun í vinstri líkamshelmingi, sem var ennþá veruleg og greinileg þegar [brotaþoli] kom á endurhæfingardeildina í febrúarbyrjun 2018, að verulegu leyti til baka og [brotaþoli] gat gengið án hjálpartækja, nokkra kílómetra í rólegum takti. Hann þreytist þó mun [meira] nú en áður og hvorki meðferðarteymið að Grensási né [brotaþoli] sjálfur treystum honum í líkamlega krefjandi störf vegna þessa eins og er. iii) Brenglun á saltbúskap [vegna] skertrar myndunar ACHT (corticotropíns) í heil adingli, sem olli natríumskorti í blóði (hyponatremíu) greindist snemma í ferlinu og var meðhöndlað með sterkri vökvainntöku ásamt [lyfjagjöf]. Svo virðist sem heiladingull hafi endurheimt getu sína til að mynda ACTH, því við gátum hætt [lyfjagjöfinni] en saltbúskapur, þar með talið magn Natríums í blóði, hélst samt innan eðlilegra marka. Þó er óvíst hvort heiladingulsstarfsemin hafi náð sér algerlega á strik, þar sem væg skerðing á getu heiladinguls til hormónasvörunar getur m.a. orsakað þreytu, slen og sk ert úthald, en þetta eru einkenni sem getur verið mjög erfitt að aðgreina frá einkennum vitrænnar skerðingar t.d. vegna áunnins heilaskaða. iv) Flog [...]. [Brotaþoli] fékk alflog stuttu eftir innlögn á gjörgæsludeild á slysdegi og einnig mýoklóníur rúmleg a viku síðar eins og lýst er. Reynt var að sleppa [brotaþola] við langtíma flogalyfjagjöf, en þegar hann fékk alflog á ný í páskafríi í Póllandi í apríl 2018, fjórum mánuðum eftir slys, varð ljóst að hann þurfti að vera á langtíma flogalyfjameðferð í a.m.k . 2 ár, en líklegast mun lengur eða jafnvel ævilangt. v) Akstursbann. Eftir flogakastið ríkir bann við akstri bifreiðar ríkir bann við akstri bifreiðar í 1 ár að jafnaði. Þetta varð til þess að ekki var hægt að framkvæma ökumat á [brotaþola] í dvölinni að Grensási. [Brotaþoli] fór í tölvustýrt ökuhæfnismat hjá taugasálfræðingum á Grensási, en náði ekki tilskildum árangri á öllum undirþáttum prófsins. Þess vegna mælti [...] taugasálfræðingur með hefðbundnu ökumati, til nánari mats á ökugetu. [Brotaþoli] er e nn í ökubanni, vegna ófullnægjandi frammistöðu í tölvustýrða ökuhæfnismatinu og þar sem hann hefur enn ekki farið í hefðbundið ökumat. Við munum bjóða honum að fara í slíkt ökumat, nú þegar ár er liðið frá síðasta flogi, en ef hann fær aftur flog þýðir það akstursbann á ný að jafnaði í eitt ár. Þetta takmarkar enn 7 frekar hugsanlegt vinnuval [brotaþola], en flest störf sem hann hefur unnið hingað til voru einmitt sem bílstjóri eða á akstur á lyftara. vi) Skert starfsgeta og mikil óvissa með starfsendurhæfing u er bein afleiðing hinnar vitrænu skerðingar vegna áunnins heilaskaða eftir slysið. Þegar við ekki sáum fram á frekari framfarir í taugasálfræðilegri þjálfun og í þjálfum á vitrænni getu hjá iðjuþjálfa, eftir óvenju langt meðferðartímabil (7 ½ mánuð, að v ísu með hléum vegna ferða til Póllands í tvígang, um páskana og í sumarfrí), var það ljóst að [brotaþoli] situr uppi með talsverðar varanlegar afleiðingar heilaskaðans. Mikil óvissa ríkir um starfsendurhæfingu hans þar sem Virk vísaði honum frá, þeir töldu að þeir gætu ekki aðstoðað hann neitt og mæltu með að starfsendurhæfing að Reykjalundi [yrði] reynd. Hann er enn í bið eftir að komast þar að. vii) Lífsgæði [brotaþola] verða að sjálfsögðu verulega skert til frambúðar vegna heilaskaðans, skertrar færni og allar hamlandi afleiðingar á líf og störf [brotaþola] sem þessi heilaskaði hefur haft í för með þurft að þola gríðarlegan skammtíma miska vegna umrædds umferðarslyss, enda þurfti hann að dvelja á gjörgæsludeild í tvær vikur eftir slysið, þar af í öndunarvél í 11 daga. Einnig voru afleiðingar heilaskaðans á bráðastigi það alvarlegar að starfsfólk sjú krahússins þurfti að ráða utanaðkomandi starfsmann (öryggisvörð) til samfelldrar yfirsetu fyrstu vikurnar eftir að hann vaknaði upp á ný eftir langvarandi meðvitundarleysi. Einnig má telja það hluta af bráðamiska fyrir [brotaþola] að þurfa að upplifa, þega r hann loksins fór að ná áttum, hve mikil einkum hin vitræna færnisskerðing vegna heilaskaðans var, auk máttminnkunar í öllum líkamanum (stjarfaferlömun), en með enn meiri einkenni frá vinstri líkamshelmingi (vinstri stjarfahelftarlömun). 2) Það er erfitt að meta hvenær s.k. stöðugleikapunkti var náð hjá [brotaþola]. Þó urðu framfarir mun hægari (þ.e.a.s. takmarkaður eða nær enginn árangur af frekari tilraunum til þjálfunar) síðustu mánuði dagdeildardvalar [brotaþola]. Þess vegna telur undirritaður að stöðu gleikapunkti hafi verið náð um það leyti sem [brotaþoli] útskrifaðist af dagdeild Grensásdeildar þann 01.10.2018. 3) Þegar fór að hægja verulega á framförum, varð æ greinilegra að [brotaþoli] mun sitja uppi með töluverðan langtíma miska og varanlega fötlun og örorku. Það sem skiptir öllu máli í þessu mati er, að þótt að hreyfigeta, þar með talin göngugeta [brotaþola], hafi að verulegu leyti gengið til baka, er miklu alvarlegri dulin fötlun enn til staðar sem mun gerbreyta lífi, lífskjörum og lífsgæðum hjá u ngum áður stálhraustum manni. Ytra útlit við fyrstu kynni [gæti] platað þann sem hittir [brotaþola] til að halda að 8 hann hafi náð allþokkalegum bata. Þó kemur í ljóst að hann á erfitt með að rekja m.a.s. einföldustu staðreyndir einnig frá atburðum fyrir sl ysið (eins og t.d. hvenær hann bjó í hvaða landi og hvað hann starfaði við á hverjum stað). Dulin fötlun af þessu tagi er oft mun verri að bera, þar sem [brotaþoli] getur heldur ekki búist við skilningi né stuðningi frá umhverfinu, sem engan veginn gerir s ér grein fyrir hve alvarlegar afleiðingar heilaskaðans eru. Það er skýr vísbending að Virk starfsendurhæfingarsjóður treystir sér ekki til að reyna starfsendurhæfingu, eftir að hafa hitt [brotaþola] og kynnt sér gögn málsins. Það er óvíst með öllu hvort sé rhæfðri starfsendurhæfingu að Reykjalundi muni takast að koma [brotaþola] í gang með einhverja atvinnu, þó ekki sé nema hlutastarf í mjög takmörkuðu starfshlutfalli. Mat hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði gefur ekki tilefni til bjartsýni; að mati undirritað s eru meiri líkur en minni að [brotaþoli] muni vera óvinnufær, að langmestu eða trúlegra öllu leyti, það sem hann á eftir ólifað. Eitt augnablik, þegar keyrt var á fullfrískan og hraustan ungan einstakling, sem hafði að lífsstíl að kynnast heiminum með fer ðalögum og ævintýramennsku og með því að ferðast milli landa og þannig kynnast landi, þjóð og menningu á hverjum stað, hefur gerbreytt lífi hins slasaða. Eftir tímabil með mjög alvarlegum bráðamiska, þar sem talið gjörgæsludvöl með meðferð í öndunarvél, ef tir langt tímabil bráðameðferðar og óvenju langt endurhæfingartímabil, samtals upp undir 10 mánuði frá slysi (og þá á enn eftir að reyna starfsendurhæfingu), situr hann eftir með gríðarlega dulda fötlun, eins og lýst er hér að ofan. Þetta ber að hafa í hug a, þegar skammtíma og langtíma miski, vitræn geta, andleg líðan, færni, starfsgeta og örorka [brotaþola] vegna umferðarslyssins þann 04.12. Skýrslur fyrir dómi Ákærði sagðist hafa verið við akstur umræddan morgun og átt erindi á Bitruhál s. Hann hefði ekið austur Bæjarháls og ætlað sér að beygja til vinstri inn á Bitruháls. Hann komið hefðu tvær bifreiðar komið úr gagnstæðri átt og ákærði ekið ofurlítið ú t á rólega af því að aðstæður voru mjög slæmar, það var mikið dimmviðri, rigningarúði og myrkur og lýsing ekki góð, og ég tók beygjuna mjög rólega og þegar ég kem eigi nlega bara inn á Bitruhálsinn þá skellur eitthvað á frambretti bílsins og sökum dimmviðris þá sá ég ekki nákvæmlega hvað það var, og held áfram rólega og finn að þetta er ekki 9 eðlilegt, það er eitthvað sem fer aftureftir bílnum svo ég stoppa og stekk út, þ á sé ég mann liggja í götunni rétt fyrir aftan bílinn og ég eiginlega gríp símann eins og skot, hringi í Neyðarlínuna og þar sem ég er að hlaupa að manninum liggjandi í götunni þá er ég búinn að ná sambandi við Neyðarlínuna og gat gefið þeim upplýsingar um líðan mannsins, hann var andandi og hreyfði sig og þeir báðu mig um að bara láta hann eiga sig og koma ekki við hann og það komu tveir menn að, báðir Íslendingar, og annar þeirra kastaði yfir hann peysu þar sem hann var frekar illa klæddur og svo biðum vi ð þarna bara var spurður hvar á götunni bifreið hans hefði verið þegar eitthvað hefði skollið á henni. eð framhjólið þvert yfir gangstéttina og af því ályktaði ég að hann hefði bara verið á gangstéttinni þegar hann skall á bílnum, þetta er svona plastbretti á bílnum, bíllinn er á stórum dekkjum og hann bara skall á þessu plastbretti og seig svona aftur með bílnum, ég var í raun og veru á mjög eiginlega um leið og ég kem inn á Bitruhálsinn þá kemur hann frá sem sagt vinstri og skellur á hægri hlið bílsins og hann skellur á bílnum bara rétt fyrir framan þar sem ég sit teldi brotaþola hafa gengið á hlið bifreiðarinnar sagðist ákærði halda að hann hefði hlaupið, og bætti við að brotaþoli hefði verið með hendur í vösum. Ákærði sagðist ekki hafa tekið eftir ljósunum fyrir gangandi vegfarendur þegar hann hefði verið kominn út á gatnamótin, en eftir atvikið hefði hann athugað málið og séð þá ljósin sem eru hinumegin við götuna, sem eru æt luð þessum gangbrautarljósum, þau eru í mikilli fjarlægð, þar eru svona þrjátíu fjörutíu metra í burtu, hinumegin við gangbrautina sem eru yfir Bæjarhálsinn. Og þennan staur fann ég eiginlega ekki fyrr en ærði sagðist ekki hafa tekið eftir gangbrautinni og kvaðst telja að hann hefði aldrei ekið þarna áður. Hugsanlega einhvern 10 væri gangbraut, þegar ég beygði þarna, en é g sá það náttúrulega þegar ég var að beygja að þarna var gangbraut og ég fór bara varlega yfir þá gangbraut, en það endaði Ákærði sagðist hafa verið m eð öll lögboðin ljós tendruð á bifreiðinni umrætt sinn. Ákærði sagðist hafa haft ökuréttindi í um fjörutíu og fimm ár og væri með öll hugsanleg Ákærði sagðist hafa verið í góðu ástan svefn. Hann kvaðst telja sig hafa farið eins varlega og hægt hefði verið og sýnt alla þá illa með sig og brotaþola. S ér hefði liðið illa út af þessu. Hann hefði meðal annars aflað endurmenntun sem er völ á og það er bara gert til þess að [...] svona geti ekki komið fyrir B , brotaþoli, sagðist ekkert muna eftir málinu og ekkert eftir umræddum degi. Á Brotaþoli sagði að yfirleitt hefði hann nýtt kaffihlé í vinnunni til að borða eða hvíla sig. Yfirleitt hefði hann varið hléinu á vinnustaðnum. Sérstaklega spurður sagðist hann ekki hafa farið út að hlaupa. Brotaþoli sagðist alltaf hafa verið varkár en far ið hratt yfir. Brotaþoli sagði að fyrir þetta atvik hefði hann stundum neytt kannabiss en hefði ekki gert það síðan. Hann kvaðst ekki muna hvenær hann hefði gert það síðast fyrir atvikið. Brotaþoli sagðist hafa verið með ADHD frá því hann var barn. Brota þoli sagðist hafa fengið höfuðáverka og hefði glímt við þunglyndi eftir það. Nú Vitnið C sagðist hafa komið akandi Bitruháls til suður s og ætlað að beygja vestur Bæjarháls. Myrkur hefði verið og rigning eftir því sem vitnið minnti. Pallbifreið hefði nn það er bara einhver hrúga, bíllinn bara verið maður og svo fór ég að bara að fylgjast með þessu í fréttum þarna á eftir, hvort 11 Auglýst hefði verið eftir vitnum og vitnið gefið sig fram. n eftir að hann er kominn yfir gangbrautina, ég er að mæta honum akkúrat þarna hann er eiginlega kominn sko yfir gangbrautina, eða á gangbrautinni eða já kominn yfir gangbrautina, svo við það, þegar i hægt á bifreiðinni áður en Bifreiðin hefði ekki verið á mikilli ferð. Vitnið var spurt hvort það, sem vitnið hefði séð gerast, hefði orðið á gangbrautinni hann he fði farið á hliðina þá hlýtur maðurinn að hafa kastast til hliðar [...], ég ímynda mér það, [...] Fyrir mér finnst mér það eins og hann kæmi bara undan miðjum bílnum Vitnið hefði verið hugsanlega hundrað metra frá gatamótunum eða svo. Vitni ð sagðist ekki hafa séð neinn mann á ferli við gangbrautina, hvort gangandi né hlaupandi. Vitnið D lögregluþjónn sagði lögreglu hafa komið á vettvang og hafa séð mann liggjandi á götunni. Hún hefði þegar farið að sinna honum en þegar sjúkraflutningamenn Vitnið sagði að brotaþoli hefði ver ið meðvitundarlaus. Hann hefði verið með hendur í vösum. Vitnið sagði að ákærði hefði verið í uppnámi en þó rólegur og vel viðræðuhæfur. Vitnið sagði að myrkur hefði verið og blautt yfir, en þó ekki rigning eftir því sem vitnið minnti. Umferð hefði verið Borið var undir vitnið sem það hefði skráði í skýrslu sína um að götulýsing væri góð. Vitnið sagðist ekki muna það lengur en þetta væri rétt ef það hefði verið skráð í skýrsluna. Vitnið staðfesti skýrslu sína. 12 Vitnið E lögregluþjónn sagðist hafa komið á vettvang, hitt þar ákærða og farið farið með brotaþola á sjúkrahús. Vitnið sagði að frekar dimmt hefði verið á vettvangi . Vitnið F lögregluþjónn sagðist hafa komið á vettvang til aðstoðar sem rannsóknarlögreglumaður og hefði þá verið búið að flytja brotaþola af vettvangi. Þykir ekki ástæða til að rekja framburð vitnisins frekar. Vitnið G lögregluþjónn kvaðst hafa komið á vettvang til rannsóknar. Engin ummerki hefðu verið á götunni, hemlaför eða slíkt, en auðkennt hefði verið hvar brotaþoli hafði legið. Vettvangurinn væri ljósastýrð krossgatnamót með mörgum akreinum. Bifreið ákærða hefði verið á beygjuljósi til vinstri. Bifreið ákærða hefði verið flutt til skoðunar Vitnið sagði að línur sem afmörkuðu gönguleiðarlínur. Vitnið sagði að miðað við það hvar brotaþoli lá, samkvæmt merkingum á vettv angi, ögn norðan við gönguleiðarmerkinguna, hefði hann að mati vitnisins verið á gangbrautinni þegar ekið hefði verið á hann. Um þetta gæti hann þó ekki fullyrt með vissu. Á stuðara bifreiðarinnar hefði verið nýlegt nuddfar og ef það hefði verið eftir umræ tt atvik teldi akreina þarna norður Bitruhálsinn og sem að fær þá stoð líka í kannski hvar merkt er við sem ég taldi vera ákomustað á bílnum og hvar hann lá þá finnst mér líklegast að hann hafi bara rétt lent í Vitnið H lögregluþjónn sagðist hafa komið að málinu sem rannsóknarlögregluma ður. Þegar vitnið hefði komið á vettvang hefði lögregla verið komin þangað og sjúkralið verið að flytja brotaþola meðvitundarlausan brott. Vitnið sagði að ákærði hefði verið í uppnámi á vettvangi og hefði verið kallaður í skýrslutöku síðar. Á vettvangi he fði verið rætt við ákærða og því næst hefðu ferðir brotaþola verið kannaðar, en hann hefði verið að koma af vinnustað sínum. Eftirlitsmyndavélar hefðu frá Vífilfelli og g 13 óskýrar en göngulag brotaþola virtist eðlilegt, eðlilegur gönguhraði. Gatnamótin sjálf sæjust ekki á upptökunum. Vitnið sagði að þegar grænt ljós logaði á umferðina austur vestur logaði einnig grænt gönguljós yfir Bitruháls, en ákærði hefði komið austur Bæjarháls og verið á leið norður Bitruháls. Vitnið I , sérfræðingur í bráðalækningum , staðfesti vottorð sitt. Vitnið sagð i brotaþola hafa verið með mjög skerta meðvitund við komu á sjúkrahúsið. Ómskoðun hefði hvorki leitt í ljós innvortis blæðingu né loftbrjóst. Sneiðmynd hefði sýnt blæðingu í heila og einnig hefði brotaþoli verið með höfuðkúpubrot. Vitnið J , sérfræðingur í taugasjúkdómum , staðfesti vottorð sitt. Vitnið sagði brotaþola ekkert muna eftir slysdeginum. Brotaþoli myndi eftir deginum áður og næst nokkurum vikum síðar. Vissi vitnið því lítið um atvikið sjálft. Samkvæmt gögnum hefði brotaþoli fengið höfuðkúpubrot yfir gagnaugablað og hvirfilblað, innanskúmsblæðingar víða í heilanum. annars fengið flog og hafi þurft að svæfa hann. Brotaþoli hafi fengið hækkaðan innankúpuþrýsting og þegar létt hafi verið á svæfingunni hefði þrýstingurinn hækkað og þá þurft að svæfa brotaþola aftur. Hefði tekið nær tvær vikur að ráða bót á þessu og taka brotaþola úr öndunarvél. Eftir það hefðu tekið vikur þar sem brotaþoli hefði þurft vaktmann yfir sér allan sólarhringinn. Loks hefði brotaþoli farið á dagdeild á Grensá si þangað og hefði alls ekki getað verið á dagdeild ef móðir hans hefði ekki getað tekið sér leyfi úr vinnu til að aðstoða hann við daglegt líf fyrstu vikurnar. Þegar hún hefði farið vitræn skerðing, sem sem sagt skerðing í [allri] hugsun, yfirsý n, minni, að ná áttum, að geta skipulagt sig, allt þetta var gjörsamlega í rúst þegar hann kom og tók langan tíma að byggja upp að hluta til en eftir útskrift, og hann útskrifaðist frá okkur í seinni hluta september 2018, reyndar síðustu tvo þrjá mánuði, t vo mánuði eða svo á deildinni hafði 14 lítil breyting orðið til hins betra, hann er áfram með sína vitrænu skerðingu og þar að auki skert innsæi í eigin vandamál sem gerir þetta ennþá verra, hann áttar sig ekki nógu mikið á veikleikunum, telur sig vera betri en hann er og getur ekki metið rétt hvað væri það fyrirvara hvort það sé átta, tíu eða tólf ára, en þið skiljið hvað ég meina. Hann er að mörgu leyti eins og barn og hefur innsæi eins og barn. Áttar sig á heilmiklu, af því að hann hefur tekið framförum, eins og barn þá telur hann sig átta sig á meira en hann í raun og veru gerir, en þett a er það umfangsmikill heilaskaði, að vísu hefur ekki verið tekin tölvusneiðmynd eða segulómun eftir janúarbyrjun en þetta var svo sláandi mynd, bæði hefði orðið að komast með hraði á sjúkrahús. er svo dulin fötlun, hann gengur um keikur, hress, brosir, kann svona einfalda frasa á pólsku og ensku, kunni fleiri mál þau þurrkuðust út bara bók staflega. Hans lífsstíll var dálítið svona ævintýralegur, að ferðast um og vinna fyrir sér í nokkurum löndum, í Evrópu [...] og kynnast fólki og menningu á staðnum, [...]. Það er stór spurning hvort hann geti sinnt starfi, [...] því hann hefur líka þreytu, svona heilaþreytu svokallaða, og minnkað úthald og minnkað þrek og minnkað þol, sem er bein afleiðing af heilaskaðanum og það getur setið eftir í mörg ár, fimm ár eða lengur og jafnvel ævilangt að einhverju leyti. Svo það er spurning, stór spurning, hvort að hægt sé að finna eitthvað starf sem er nógu lítið krefjandi, líkamlega og andlega, til að hann geti sinnt því í hlutastarfi í einhverju litlu starfshlutfalli, eða, mér finnst það allt eins líklegt að hann muni aldrei geta unnið, þetta er það lúmsk og þ bak við og spyr dýpra, hann getur ekki skrifað tölvupóst Vitnið sagði að brotaþoli glímdi við dæmigerðar afleiðingar höfuðhöggs eins og hann hefði fengið. Stundum yrði meiri hreyfifötlun en brot málsins og væru niðurstöður sínar í öllum meginatriðum óbreyttar. 15 inn orsök þeirra erfiðleika sem brotaþoli ætti við að glíma. Niðurstaða Ljóst er að ákærði ók bifreið sinni umræddan morgun austur Bæjarháls í Reykjavík og beygði til norðurs inn á Bitruháls. Þar varð brotaþoli fyrir bifreiðinni. Með vottorði I læknis og skýrslu m hans og J læknis fyrir dómi er sannað að við það hlaut brotaþoli þá áverka sem í ákæru greinir. Fyrir liggur að brotaþoli var á þessum tíma starfsmaður í verksmiðju Coca - Cola European Partners Ísland ehf. á Stuðlahálsi 1. Þar var brotaþoli við störf um morguninn en gert var klukkustundar hlé á vinnunni og hann gekk út um hlið vinnustaðarins kl. 10:01 . Átta mínútum síðar barst lögreglu tilkynning um að ekið hefði verið á brotaþola . Samkvæmt lögreglu skýrslu eru 659 metrar frá hliðinu að gatnamótunum og verður af þessu dregin sú ályktun að brotaþoli hafi gengið sem leið lá að gatnamótunum á eðlilegum göng uhraða. Sjálfur kveðst brotaþoli ekkert muna eftir atvikinu og þykir engin ástæða vera til að bera brigður á það. Ákærði kveðst ekki hafa séð brotaþola fyrr en hann sá hann liggja í götunni. Hefur þannig enginn borið fyrir dómi af eigin sjón hvar nákvæmle ga brotaþoli var staddur þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Fyrir liggja hins vegar í málinu ljósmyndir, bæði af brotaþola þar sem hann liggur á götunni og af merkingum sem lögregla setti upp, eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús, til marks um hva r hann lá þegar að honum var komið. Af myndunum að dæma hefur brotaþoli legið um metra fyrir norðan gangbrautina, vel vestan við miðju akreinarinnar. Ákærði sagði við lögreglu á vettvangi að hann hefði fundið eitthvað skella á vinstri framhlið bifreiðar si nnar og fyrir dómi sagði hann eitthvað hafa skollið á frambretti hennar. Vitnið G lögregluþjónn sagði nýlegt nuddfar hafa verið á stuðara bifreiðarinnar og ljósmynd er lögregla tók á vettvangi sýnir nýlegt nudd á plastsvuntu neðan við vinstra stuðarahorn b ifreiðarinnar. Ljóst er að brotaþoli kom úr austri, en hann hafði yfirgefið vinnustað sinn á Stuðlahálsi stuttu áður, eins og rakið hefur verið. Þótt ekkert verði fullyrt með vissu um hvert brotaþol i hugðist fara umræddan morgun, ef nokkurt sérstakt, er ga ngbrautin á eðlilegri gönguleið þess sem kemur vestur Bæjarháls eins og hann gerði. Þegar á framanritað er horft og þá einkum það hvar brotaþoli lá eftir að hann varð fyrir bifreiðinni, sem ákærði kvaðst hafa 16 ekið rólega, þykir mega leggja til grundvallar að brotaþoli hafi verið á gangbrautinni þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Sá tími sem leið frá því brotaþoli yfirgaf vinnustað sinn og þar til hann varð fyrir bifreiðinni bendir til þess að hann hafi farið þangað á eðlilegum gönguhraða . Ekki er vitað um n einn sem tók eftir honum áður en hann varð fyrir bifreið ákærða. Þegar að brotaþola var komið á götunni var hann með hendur í vösum. Ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að hann hafi farið sérstaklega óvarlega þannig að ráðið geti úrslitum í málinu. Í blóðsýni úr brotaþola mældist tetrahydrókannabínól , 1,4 ng/ml . Sú niðurstaða gerir ekki að verkum að líta verði svo á að líkur séu á að hann hafi farið óvarlega á ferð sinni svo máli skipti. Samkvæmt 4. og 5. mgr. 26. gr. umferðarlaga má ökumaður, við beygju á vegamótum , ekki valda gangandi vegfaranda, sem fer yfir akbrautina, sem beygt er inn á, hættu eða óþægindum. Við gangbraut skal ökumaður bíða eftir gangandi vegfaranda, sem er á gangbrautinni á leið yfir akbrautina, þótt umferð sé að öðru leyti heimil í akstursstefnu ökumannsins. Ef gangbrautin er við vegamót og ökumaður kemur að henni úr beygju á vegamótunum, skal hann aka hægt og bíða meðan gangandi vegfarandi, sem er á gangbrautinni eða á leið út á hana, kemst fram hjá. Óumdeilt er í málinu að þegar grænt umferðarljós lýsir fyrir gangbrautina lýsir einnig grænt fyrir umferð austur og vestur Bæjarháls. Af því sem rakið hefur verið verður að leggja til grundvallar að brotaþoli hafi farið um gangbrautina þegar ákærði ók bifreið sinni að henni. Við þær aðstæður ber ökumanni samkvæmt 4. mgr. 26. gr. umferðarlaga að gæta þess að valda gangandi vegfaranda hvorki hættu né óþægindum og honum ber, samkvæmt 5. mgr. sömu greinar , að bíða meðan gangandi vegfarandi, sem er á gangbrautin ni eða á leið út á hana, kemst fram hjá. Ákærði ók bifreið sinni þannig að brotaþoli varð fyrir henni á leið sinni yfir götuna. Í lögregluskýrslu er aðstæðum lýst svo að myrkur haf i verið en góð götulýsing , y firborð vegarins hafi verið blautt . Fyrir dómi lýsti ákær ði aðstæðum þannig að þær hefðu verið mjög slæmar, mikið dimmviðri og myrkur , rigningarúði og lýsing ekki góð . Erfiðar aðstæður kalla á sérstaka varkárni ökumanns og má hafa í huga að s amkvæmt 1. mgr. 36. gr. umferðarlaga skal ökuhraða jafnan miða við aðst æður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skal þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ö kutækinu og geti stöðvað það á 17 þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir. Þá segir í d lið 2. mgr. sömu greinar að sérstök skylda hvíli á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður áður en komið sé að gangbraut. Þá kemur fram í 1. mgr. 4. gr. umferðarlaga sú almenna regla að vegfarandi skuli skal sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu. Ákærði kveðst hafa ekið rólega yfir gatnamótin enda hafi aðstæður verið slæmar. Ekki er ástæða til að efast um að ákærði hafi ekið rólega. Engu að síður fór svo að hann ók bifreið sinni á gangandi vegfaranda, sem hann tók ekki eftir fyrr en allt var um garð gengið. Þegar á allt framanritað er horft er óhjákvæmilegt að virða ákærða þetta til stórfells gáleysis og verður háttsemi hans heimfærð undir 1., 4. og 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1987 og 219. gr. laga nr. 19/1940 en í ljós i dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 625/2013 verður 1. mgr. 4. gr. umferðarlaga metin svo almennt orð uð að hún verði ekki talin viðhlítandi refsiheimild . Ákærði hefur ekki sakaferil. Hann er kominn á sjötugsaldur og enginn vafi er á að málið hefur verið honum mjög erfitt. Eftir atvikið hefur hann leitað endurmenntunar sem ökumaður. Hann hefur að mati dómsins skýrt hreinskilnislega frá málavöxtum frá sínum bæjardyrum. Hins vegar varð tjón brotaþola mjög verulegt. Þegar á allt er horft verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í þrjátíu daga en fullnus tu hennar verður frestað og niður falli hún að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði er bótaskyldur við brotaþola. Fyrir liggur miskabótakrafa brotaþola og er hún byggð á a lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Með vottorði og skýrslu J læknis fyrir dómi er sannað að brotaþoli varð fyrir verulegu óafturkræfu tjóni við atvikið. Hann var ellefu daga í öndunarvél og mánuðum saman á dagdeild á Grensási. Hann glímir við vitræna skerðingu og er að mati læknisins nú eins og barn í vitrænum þroska. Möguleikar hans á að vinna fyrir sér eru mjög takmarkaðir. Ljóst er að atvikið hefur í för með sér miklar og vafalaust þungbærar breytingar í lífi brotaþola. Samkvæmt gögnum málsins hefur tryggingafé lag ákærða þegar greitt brotaþola tæplega sex milljónir króna en þær greiðslur eru ekki vegna miska samkvæmt a lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Ekki er skilyrði þess að heimild a. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga verði beitt að sýnt sé fram á að miski tjónþola yrði vanbættur ef einungis yrðu greiddar bætur á grundvelli 3. og 4. gr. laganna. Þegar á allt er horft verður ákærða gert að greiða brotaþola fjórar milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greini r en bótakrafa mun hafa verið birt ákærða 24. janúar 2019. Brotaþola var skipaður réttargæ z lumaður og verður honum ekki dæmd sérstök fjárhæð vegna málskostnaðar. Ákærða verður gert að greiða 1.117.240 18 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns og 1.054.000 króna þóknun skipaðs réttargæzlumanns brotaþola, Berglindar Glóðar Garðarsdóttur lögmanns, en hvortveggja þóknunin er ákveðin með virðisaukaskatti. Við munnlegan málflutning var lýst yfir af hálfu sækjanda að annar sakarkostnaður væri 43.900 krónur auk 67. 773 króna ferðakostnaðar brotaþola. Ákærða verður gert að greiða þennan kostnað. Gætt var 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvaldsins fór Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi með málið. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði, Stefán Þorvaldur Tómasson, sæti fangelsi í einn mánuð. Fullnustu refsingarinnar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði B fjórar milljónir króna ásam t vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4 . desember 20 1 7 til 2 4. febrúar 20 19 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 1.117.240 króna málsvarnarlaun skipa ðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns og 1.054.000 króna þóknun skipaðs réttargæzlumanns brotaþola, Berglindar Glóðar Garðarsdóttur lögmanns , og 111.673 króna annan sakarkostnað. Þorsteinn Davíðsson