Héraðsdómur Reykjaness Dómur 7. september 2021 Mál nr. E - 252/2021 : Kristján A Guðbjörnsson ( Lárus Sigurður Lárusson lögmaður ) g egn Vacation in Iceland ehf. ( Einar Hugi Bjarnason lögmaður ) Dómur Með stefnu þingfestri 3. febrúar sl. höfðaði Kristján A. Guðbjörnsson, kt. , Berghólum 1, Selfossi, mál á hendur Vacation in Iceland ehf., kt. , Mjósundi 10, Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda eru aðallega þær að stefnda, Vacation in Iceland ehf., verði gert að greiða stefnanda 1.208.489 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 297.500 krónum frá 1. febrúar 2019 til 1. mars 2019, af 546.000 krónum frá 1. mars 2019 til 1. apríl 2019, en af 1.208.489 krónum frá 1. apríl 2019 til greiðsludags. S tefnandi krefst þess til vara að stefnda, Vacation in Iceland ehf., verði dæmt til að greiða stefnanda 818.500 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 297.500 krónum frá 1. febrúar 2019 til 1. mars 2019, af 546.000 krónum frá 1. mars 2019 til 1. apríl 2019, en af 818.500 krónum frá 1. apríl 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi kr efst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar en til vara lækkunar á dómkröfum. Fór aðalmeðferð málsins fram þann 1. september sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. 2 Samkvæmt gögnum málsins þá er upphaf þessa máls að Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir setti inn auglýsingu á vef á F acebo o sem hún óskar eftir manneskju í þrif 2 - 3 daga í viku í júlí og ágúst í Grímsnesi. Birtist auglýsin gin þann 11. júlí 2018 kl. 8:19. Þann sama dag, kl. 21:49 , svaraði K og spurði hvort hún væri að athuga með þrif í bústöðunum hjá henni . Þá kvað K að ef svo væri þá væri hún á svæðinu og laus í júlí og ágúst og alveg til í þrif. Líklega daginn eftir svarað i Drífa því að hún væri að hugsa um bústaðina og eitthvað smá í miðstöðinni. Þetta væru kannski 1 - 2 dagar í viku og þau gætu greitt 2.500 krónur á tímann í peningum eða 3.000 krónur uppgefið. Í framhaldi eiga K M m þrif, opnun þjónustumiðstöðvarinnar, óþrif í bústöðum og fleira. Þann 5. september 2018 sendi Drífa skilaboð til K og bað hana að senda henni netfangið sitt svo að hún gæt gert upp við hana fyrir júlí og ágúst. Þá liggja fyrir heilmikil samskipti á sam M stefnanda og Haraldar, stjórnarformanns stefnda , frá 6. nóvember 2018 til 24. júní 2019. Í þeim samskiptum ræða þeir um aðbúnað og þrif á bústöðum í eigu stefnanda, komur og brottfarir leigjenda, viðgerðir, viðhald o.fl. Kemur fram í þeim samskiptum að fyrirsvarsmaður stefnda er mjög sáttur við vinnuframlag stefnanda og konu hans. Ljóst er að fyrirsvarsmaður stefnda og kona hans bjuggu á þessum tíma erlendis og virðist sem stefnandi hafi séð alfarið um umhirðu bústaðanna o g samskipti við leigjendur. Þá kemur ítreka ð fram að stefnandi ýtir á stefnda að greiða sér laun. M K , Önnu, Haraldar, Drífu og Kristjáns frá 10. september 2018 til 25. mars 2019 liggja fyrir þar sem rætt er um vinnu stefnanda fyrir stefnda, ástand bústaða og framlag og tillögur um bættan umbúnað af hálfu stefnanda. Um er að ræða 9 sumarbústaði í eigu stefnda auk þjónustumiðstöðvar með sundlaug og leigðir eru út í gegnum vefbókanir. Yfirlit yfir innborganir til stefnanda þann 19. nóvember 2018, 7. febrúar 2019, 1. apríl 2019 og 24. júní 2019 liggja fyrir, samtals 1.050.000 krónur. Eru þrjár greiðslurnar inn tar af hendi af Reykjavík Warehouse ehf., og ein greiðslan af Haraldi Loga persónulega . Með tölvupósti þa nn 6. nóvember 2018 sendi stefnandi stefnda yfirlit yfir unna tíma fyrir stefnda og við hvað var unnið frá lokum ágúst 2018 til og með nóvember 2018. Með tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 31. desember 2018 sendi stefnandi stefnda 3 yfirlit yfir unnar klukkustundir og við hvað var unnið frá ágúst 2018 til loka desember 2018. Með tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 15. janúar 2019 sendi stefnandi stefnda yfirlit yfir unnar klukkustundir og við hvað var unnið frá ágúst 2018 til og með 15. janúar 2019. Með tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 3. apríl 2019 sendi stefnandi stefnda yfirlit yfir unnar klukkustundir og við hvað var unnið frá ágúst 2018 til og með 28. mars 2019. Að auki fylgdi með tölvupóstunum yfirlit yfir úttektir af hálfu stef nanda. Þann 3. október og 16. október 2019 var stefnda send innheimtuviðvörun og innheimtubréf. Stefna var þingfest þann 3. febrúar 2021. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir aðalkröfu sína á því að hann eigi inni hjá stefnda ógreidd laun fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 30. apríl 2019 að frádregnum 200.000 krónum sem komu inn á höfuðstól kröfunnar þann 24. júní 2019. Stefnandi innti af hendi vinnuframlag á framangreindu tímabili án þess að fá g reidd laun af hálfu stefnda eins og samskipti hans við fyrirsvarsmann stefnda bera með sér . Krafan byggi st á þeirri meginreglu vinnuréttar að vinnuveitanda sé skylt að greiða laun fyrir alla þá vinnu sem starfsmaður inni af hendi. Með hliðsjón af því að st efndi hafi látið undir höfuð leggjast að gera skriflegan ráðningarsamning við stefnanda sé við útreikning kröfunnar miðað við það kaup sem samkomulag náðist um á milli stefnanda og stefnda og hafi ekki verið mótmælt samkvæmt áður framlögðum tímaskýrslum st efnanda og bersýnilega m egi sjá í samskiptum á milli stefnanda og fyrirsvarsmanns stefnda eftir að stefnandi lagði tímaskýrsluna fram. Enginn ráðningarsamningur hafi verið gerður við ráðninguna eða í kjölfar ráðningar, svo sem stefnda hafi verið skylt að g era samkvæmt gr. 1.14. 1 í k jarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar, Verkalýðs - og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Ber stefn di hallann af allri óvissu sem kunni að hljótast af vanræksl u á gerð ráðningarsamnings. Til fulltingis kröfu stefnanda um vinnulaun og tilvistar vinnuréttarsambands á hefðbun dna innstimplun vinnustunda launþega en vanalegt sé að starfsmenn sjái um að halda utan um skráningar vinnustunda sinna fyrir vinnuveitendur og afhendi þær við uppgjör launa . Sé alveg augljóst að sú hafi staðan verið í þessu tilviki enda var þessu 4 fyrirkom ulagi aldrei mótmælt heldur sameiginleg ákvörðun um að notast yrði við þessa tilhögun. Ekki sé hægt að telja það stefnanda til óhags að hafa ekki aðhafst eitthvað við hver mánaðamót eins og venja sé í vinnuréttarsamböndum , enda, eins og áður hafi komið fra m, hafði myndast vinskapur á milli stefnanda og fyrirsvarsmanna stefnda og stefnandi hafi ekki viljað gera þeim það að ýta meira á eftir launagreiðslum sér til handa en hann gerði. Vinnuframlag stefnanda hafi verið umtalsvert og óumdeilt líkt og gögn málsi ns ber i með sér. Mýmörg dæmi í þeim samskiptum sem lögð haf i verið til grundvallar vísa með berum orðum til vinnuframlags stefnanda, svo sem óskir stefnda um að stefnandi innti af hendi ýmsa vinnu, t.a.m. að rukka gesti, leita fólks sem villst hafði, losa fólk sem festist í snjó og s ý na svæðið. Þar að auki m egi sjá í gögnum málsins að verið sé að kenna stefnanda á tölvukerfi, leiðbeina um þrif o.fl. Við þau verkefni sem stefnandi hafi unnið fyrir stefnda notaðist hann við aðstöðu sem stefndi útvegaði . Þvott ur hafi verið þvegin n í þjónustumiðstöð stefnda . Augljóst sé að húsbóndavald stefnda hafi verið til staðar þar sem fyrirsvarsmenn stefnda komu með ýmsar ábendingar, tillögur og ákvarðanir sem stefnanda bar að hlíta. Þá sé augljóst af gögnum málsins að stefnandi hafi ekki borið ábyrgð á áhættu á þeim verkefnum sem hann innti af hendi fyrir stefnda. Þá megi glögglega sjá í gögnum málsins að fyrirsvarsmaður stefnda, Haraldur Logi, viðurkenni hvor t og að þau laun verði greidd við fyrsta tækifæri en þau skilaboð séu frá 27. maí 2019. Enn fremur vís i st til þess að fyrirsvarsmenn stefnda hafi verið skráðir meðmælendur stefnanda þegar hann só tti um núverandi starf sitt hjá Límtré Vírnet og hafi veitt honum góða umsögn ásamt því að stefndu lýstu yfir einskæru þakklæti vegna vinnuframlags stefnanda. Þá taldi stefnandi jafnframt umræddar tekjur fram á skattframtali sínu . Sé því auðséð að vinnusam band á milli stefnanda og stefnda hafi verið fyrir hendi. Samkvæmt tímaskráningu stefnanda séu samtals 85 stundir ógreiddar fyrir janúar, 71 stund fyrir febrúar og 135 stundir fyrir mars. Margfaldast sá tímafjöldi, í heildina 291 vinnustund, með 3.500 kró num. Það ger i í heildina 1.018.500 krónur. Af þeirri fjárhæð dragast svo 200.000 krónur vegna innborgunarinnar þann 24. júní 2019. Krafa stefnanda vegna ógreiddra launa sé því samtals 818.500 krónur. Vísast til þeirrar meginreglu vinnu - , kröfu - og samning aréttar að laun beri að greiða í samræmi við umsamda launataxta. 5 Krafa stefnanda í samræmi við allt framangreint sundurliðast með svofelldum hætti: Vangreidd laun Tímabil Vinnustundir Tímakaup Úttekt Ógreidd laun Janúar 2019 85 klst. 3500 kr. 297.500 kr. Febrúar 2019 71 klst. 3500 kr. 248.500 kr. Mars 2019 135 klst. 3500 kr. 472.500 kr. - 200.000 kr. - 200.000 kr. Samtals: 818.500 kr . Uppsagnarfrestur Tímabil Vinnustundir Tímakaup Ógreidd laun Apríl 2019 97 klst. 3500 kr. 339.500 kr. Desemberuppbót Uppbót Vikur vinnuárs Unnar vikur Samtals 92.000 kr. 45 vikur 16 vikur 32.711 kr. Orlofsuppbót Uppbót Vikur vinnuárs Unnar vikur Samtals 50.000 kr. 45 vikur 16 vikur 17.778 kr. Stefnukrafa samtals 1.208.489 krónur Með tilliti til þess sem að ofan sé rakið er vísað til meginreglu vinnu - , kröfu - og samningaréttar um að vinnuveitanda sé skylt að greiða laun fyrir alla þá vinnu sem starfsmaður innir af hendi. Byggt er á því að aðalstefndi hafi vanefnt bindandi ráðningarsamning við stefnanda með því að greiða ekki umsamin laun, sem og fyrir 6 það vinnuframlag sem sannanlega var innt af hendi , ásamt því að uppfylla ekki aðrar samningsskyldur sínar. Samkvæmt því sem nú h afi verið rakið sé greiðsluskyld a stefnd a ótvíræð. Um sönnun er jafnframt vísað til stjórnunarréttar stefnd a og þess að hann er bókhaldsskyldur að lögum. Verði ekki fallist á a ð stefnanda beri réttur til vinnulauna líkt og að framan greini byggir stefnandi á því til vara að um vangoldnar verktakagreiðslur sé að ræða. Stefnandi krefst því verktakalauna fyrir störf sín í þágu stefnda, enda hafi verið í gildi verksamningur milli að ilanna. Fyrir liggja umfangsmikil samskipti, hvor t tveggja skrifleg og munnleg, um verktöku stefnanda í þágu stefnd a . Þá vísast jafnframt til þess að stefnandi lagði iðulega fram tímaskýrslur sem hann hélt til haga þar sem verkum var lýst og tímafjöldi til greindur. Á þessum grundvelli voru greiðslur inntar af hendi til stefnanda og engin mótmæli hafi verið hreyfð við því fyrirkomulagi af hálfu stefnda. Stefnandi lítur svo á málið að um þetta fyrirkomulag hafi samist, alltént hafi ekki verið samið um anna ð . Til vara verði að líta svo á að um venju í viðskiptum aðila sé að ræða. Framlagðar tímaskýrslur stefnanda hafi verið ígildi reikninga, enda voru greiðslur inntar af hendi til stefnanda á grundvelli þeirra. Því sé fyllilega ljóst að aðilar litu svo á að í gildi væri verksamningur milli aðila. Stefnandi hafi innt af hendi vinnu á grundvelli þessa samnings. Stefndi hafi hins vegar ekki greitt stefnanda nema hluta umsamins endurgjalds og hafi því vanefnt samninginn. Kröfu stefnanda um verktakalaun sé stillt í hóf enda sé ekki krafist greiðslu á útlögðum kostnaði ásamt öðrum gjaldliðum heldur eingöngu vinnuframlags stefnanda. Alls séu ógreiddar verkstundir 291 klukkustund, umsamið tímakaup stefnanda hafi verið ákveðið 3.500 krónur , sbr. m.a. fyrri tímaskýrslur s em stefnandi hefur lagt fram og fengið greitt samkvæmt. Stefnandi eigi því með tilliti til framangreinds inni hjá stefnd a vangreidd verktakalaun að fjárhæð 818.500 krónur . Því til frádráttar k omi greiðsla frá 24. júní 2019, en af 300.000 krónum fóru 200.00 0 krónur til greiðslu vinnu eftir áramót. Eru því eftirstandandi 818.500 krónur sem séu ógreiddar. Ekki sé gerð krafa um laun í uppsagnarfresti, desemberuppbót eða orlofsuppbót í varakröfu. Stefnandi vísar til meginreglu vinnu - , kröfu - og samningaréttar u m að laun beri að greiða í samræmi við umsamda launataxta og vinnuframlag sem sannanlega er innt af hendi. Þá er vísað til kjarasamningsins, aðallega 1., 4. og 12. kafla hans , og jafnframt laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu 7 lífeyr isréttinda, aðallega 1. gr., laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, laga nr. 30/1987 um orlof, aðallega 1. gr., 7. og 8. gr. , og laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms - og slysaforfalla. Þá vísar st efnandi jafnframt til almennra reglna kröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga, til ákvæða samningalaga nr. 7/1936 og til almennra reglna vinnuréttarins hvað varðar kröfu um verktakalaun. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og byggir á að ekki sé um vinnulaunamál að ræða og því ekki unnt að gera kröfu um laun í uppsagnarfresti, desemberuppbót, orlof og fleira, líkt og felist í aðalkröfu stefnanda. Í þessu sambandi sé nærtækast að benda á að engir launaseðlar hafi verið lagðir fram í málinu. Skorað sé á stefnanda að leggja fram afrit af launaseðlum auk gagna sem sýna fram á að greiddir hafi verið skattar af ætluðum launagreiðslum. Ekki kemur til álita að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda vangoldin laun og launatengdar greiðslur, enda engu vinnuréttarsambandi til að dreifa í þessu máli og því óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda í málinu. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar um málsástæður stefnda um varak röfu stefnanda hér að neðan sem eiga við að breyttu breytanda. Stefndi byggir sýknukröfu vegna varakröfu stefnanda á aðildarskorti, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekkert réttarsamband sé á milli stefnda og stefnanda í málinu, h vorki vinnuréttarsamband né verktakasamband. Líkt og rakið sé í málavaxtalýsingu stefnda gerði stefndi munnlegan verktakasamning við [...] , K , um að taka að sér tiltekin störf í þágu félagsins. K eigi ekki aðild að þessu máli og af þeim sökum sé óhjákvæmil egt að sýkna stefnda af dómkröfum stefnanda, enda leiði varnir byggðar á aðildarskorti til sýknu ef á þær er fallist. Sýknukrafan sé einnig á því reist að kröfur stefnanda séu rangar og ósannaðar. Stefndi mótmælir sem órökstuddum, ósönnuðum og röngum stað hæfingum stefnanda um umfangsmikla vinnu stefnanda í þágu stefnda. Ekkert vinnuréttarsamband hafi verið milli aðila, vinnuframlag stefnanda sé með öllu ósannað og stefndi hafi ekki lagt fram neina reikninga vegna vinnu sinnar heldur aðeins einhliða og ósam þykktar tímaskýrslur. Þar sem stefnandi hafi ekki tryggt sér sönnun um vinnuframlag sitt í þágu stefnd a sé óhjákvæmilegt að sýkna stefnd a af kröfum stefnanda. 8 Ef svo ólíklega færi að talið yrði að stofnast hafi til réttarsambands milli stefnanda og stefnda er sýknukrafan einnig á því byggð að stefnandi eigi engar kröfur á stefnda. Stefndi ítrekar að stefnandi hafi ekki lagt fram neina reikninga vegna vinnu sinnar í þágu stefnd a . Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda enda sé útgáfa reikninga forsenda fyrir greiðsluskyldu verkkaupa. Engin lögvarin krafa sé því fyrir hendi á milli málsaðila. Þá sé tímaskýrslum mótmæl t sem röngum. Greitt hafi verið fyrir alla þá vinnu sem K , [...] , hafi innt af hendi í þágu stefnda. Þá séu engi n gögn lögð fram um vöruúttektir K hjá Reykjavík Warehouse ehf. sem þó sé viðurkennt að hafi átt sér stað. Áskilinn sé réttur til að leggja fram frekari gögn sem að þessu lúta á síðari stigum. Varakrafa stefnda um verulega lækkun á dómkröfum stefnanda st yðjist við sömu málsástæður og að breyttu breytanda. Þá sé dráttarvaxtakröfu mótmælt, þ.m.t. upphafstíma hennar. Um lagarök vísar stefnd i til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, þ.m.t. 16. gr. þeirra laga. Þá vísist til meginreglna vinnu - og verktakaré ttar. Um málskostnað vísa r stefnd i til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Skýrslur fyrir dómi. Stefnandi og fyrirsvarsmaður stefnda, Haraldur Logi Hrafnkelsson , gáfu skýrslu fyrir dómi ásamt vitn unum K og Drífu Björk Linnet Kristjánsdóttur. Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því sem þörf krefur við úrlausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Mál þetta snýst um ágreining milli aðila vegna vinnu stefnanda fyrir stefnda við eftirlit og umsjá níu sumarbústaða í eigu stefnda auk þjónustumiðs töðvar og sundlaugar sem eru í Hraunborgum í Grímsnesi. Óumdeilt er og sannað með gögnum málsins að stefnandi starfaði í þágu stefnda frá lokum ágúst 2018 til loka mars 2019. Stefnandi byggir aðalkröfu sína um vangoldin laun á því að hann hafi verið la unþegi hjá stefnda. Hann hafi sent stefnda tímaskýrslur sínar reglulega og aldrei fengið nein andmæli frá stefnda fyrr en í ágúst 2019. Fyrirsvarsmaður stefnda hafi lengst af búið erlendis og því ekki verið á staðnum þegar mest á reyndi. Stefnandi hafi upp lýst stefnda um þörf á viðhaldi í bústöðunum, umgengni gesta og nauðsynlegar ráðstafanir sem hafi þurft að sinna og hafi stefndi þakkað stefnanda fyrir og óskað 9 eftir því við hann að hann sæi um viðhald, undirbúning og móttöku gesta og að gera sumarbústaði na klára. Aldrei hafi verið gerð athugasemd við vinnuframlag stefnanda á meðan á sambandi þeirra stóð. Þegar stefnandi hafi gengið eftir því að fá uppgjör vegna vinnu sinnar hafi fyrirsvarsmaður stefnda borið fyrir sig skort á reiðufé og því hafi greiðslur til hans dregist. Stefndi mótmælir kröfum stefnanda og segir að ekki sé um vinnulaunamál að ræða. Engir launaseðlar hafi verið gefnir út og því ekki um vinnuréttarsamband að ræða. Þá sé ósannað að um verktakasamband hafi verið að ræða milli stefnanda og stefnda en stefndi hafi samið um vinnu í verktöku við sambýliskonu stefnanda. Þá hafi aldrei verið gefnir út neinir reikningar af hálfu K sem hafi í raun tekið að sér starfið. Í málinu er óumdeilt að K svaraði auglýsingu frá Drífu, einum eiganda stefnda, um miðjan júlí 2018 og úr varð að hún tók að sér þrif í þjónustumiðstöð sem fylgdi sumarbústöðum í eigu stefnda í Hraunborgum í Grímsnesi í júlí og ágúst 2018. Kvað vitnið K því sambandi hafa lokið í ágúst 2018 en stefndi hafi gert upp við hana að fullu me ð úttektum í mat og sundferðum fyrir fjölskyldu stefnanda og úttektum í heildsölu stefnda, Warehouse ehf. Ekkert liggur þó fyrir um uppgjör þetta í gögnum málsins. Þá kvaðst vitnið Drífa Björk hafa greitt vitninu K með peningum en engin gögn hafa verið lög ð fram um þær greiðslur, hvorki úttektir af reikningi né aðrar sannanir. Stefnandi kvaðst hafa hitt fyrirsvarsmann stefnda í byrjun september 2018 og um hafi samist að stefnandi tæki að sér vinnu við þrif, afhendingu og þvotta vegna níu sumarbústaða í Hr aunborgum fyrir stefnda sem var þinglýstur eigandi sumarbústaðanna. Fyrir dóminum kvaðst vitnið K hafa hafnað því algjörlega að taka að sér frekari vinnu fyrir stefnda en hún hafði þá þegar innt af hendi í júlí og ágúst þar sem hún var í [...] á meðan á þv í stæði. Mótmælti hún því harðlega fyrir dóminum að greiðslur inn á reikning stefnanda hafi verið að hennar beiðni þar sem þær myndu skerða lífeyrisbætur sem hún var þá þegar á. Hún hafi einfaldlega ekki gert neinn vinnusamning við stefnda eftir ágústlok 2 018. Það hafi verið stefnandi sem gerði samninginn við stefnda. Það staðfesti stefnandi einnig fyrir dóminum. Hann hafi ekki verið í neinu starfi, hann hafi búið í sumarhúsi sínu á sama svæði og sumarbústaðir stefnda voru og gat því tekið þessa vinnu að sé r. Hann kvað vinskap hafa orðið með þeim fjórum og hann hafi ekki gengið á eftir greiðslum mánaðarlega þar sem fyrirsvarsmaður stefnda hafi upplýst hann um að það væri þröngt í búi fjárhagslega 10 hjá stefnda. Kvaðst stefnandi hafa litið á það sem vinargreiða að ganga ekki hart á eftir greiðslum þar sem hann hafi ekki verið í fjárþröng. Stefnandi staðfesti fyrir dóminum að hann hafi talið sig vera launþega og m.a. gert grein fyrir greiðslum stefnda til sín á skattframtali vegna tekna fyrir árið 2019. Í gög num málsins liggur fyrir að í upphafi hafi stefnandi samþykkt að sjá um sumarbústaðina fyrir stefnda eftir að þjónustumiðstöðin lokaði í ágúst 2018 og fyrirsvarsmaður stefnda og kona hans dvöldu á Tenerife. Eftir þá viku kvaðst stefnandi hafa hitt Harald L oga og þeir gengið frá því að stefnandi tæki að sér umsjón sumarbústaðanna. Kvaðst stefnandi hafa farið fram á að hann yrði launþegi og settur á launaskrá en Haraldur sagst ekki vilja greiða launatengd gjöld. Það hafi verið í október eða nóvember 2018. Haf i Haraldur talað um að stefnandi fyllti út einhverjar nótur og ætlaði að sýna stefnanda hvernig ætti að gera það en úr því hafi aldrei orðið. Kvað K fyrir dóminum að Haraldur hafi ætlað að sýna þeim hvernig ætti að fylla út reikninga en þegar til átti að k oma hafi Haraldur verið erlendis og aldrei innt þau eftir því. Í gögnum málsins liggur fyrir að þann 6. nóvember 2018 bað stefnandi stefnda um netfang hans svo að hann gæti sent honum tímaskýrslu fyrir unnar stundir og úttektir. Sendi stefnandi stefnda þ essar upplýsingar þann sama dag fyrir unnar klukkustundir frá 20. ágúst 2018 til og með 6. nóvember s.á. Þann 19. nóvember 2018 millifærði stefndi af reikningi Reykjavík Warehouse ehf., inn á bankareikning stefnanda, 250.000 krónur. Í nóvember 2018, en ó dagsett, upplýsir stefnandi Harald um að óuppgerðar séu um 6 - 700.000 krónur og vill vita hvort þetta verði ekki örugglega lagt inn á hann. klárum þetta hratt er það ekki í g gamlársdag 2018, kvaðst stefnandi standa við loforð sín og klára frágang á húsunum þegar áramótafólkið sé farið og þá vilji þau hætta þessu. Í sama tölvupósti upplýsir stefnandi um kvartanir, bilað wc og st öðuna á gaskútum um áramótin. Þá bað stefnandi fyrirsvarsmann stefnda að vera á vaktinni því að stefnandi væri með gesti í mat á gamlárskvöld og vildi frá frið fyrir útköllum ef þau væru ekki nauðsynleg. Þann 31. desember 2018 sendi stefnandi stefnda tím askýrslur með tölvupósti fyrir unnar klukkustundir fram til 31. desember 2018. Kemur fram í þeim pósti að unnar klukkustundir séu 340 á 3.500 krónur klukkustundin eða samtals 1.190.000 krónur. 11 Sama dag svaraði stefndi stefnanda og kvaðst vera búinn að skoð a þetta og ætlaði að hringja í stefnanda. Í janúar 2019 upplýsti stefnandi stefnda um að fólk væri að koma í eitt húsanna og spyr stefndi hvort stefnandi gæti reddað þeim og gert klárt. Þá eru mikil samskipti á þessum tíma um aðkomu að húsunum, frágang g esta og samskipti við gesti og innheimtur á leigugjaldi. Drífa biður þau um að senda á þau tímana svo að hægt verði að klára uppgjör og þakkaði þeim hjartanlega fyrir starfið og að það hafi verið ómetanlegt að hafa getað treyst á þau þennan tíma. Þann 15 . janúar 2019 sendi stefnandi stefnda yfirlit yfir unnar klukkustundir til og með 15. janúar 2019. Þann 24. janúar 2019 upplýsir stefnandi stefnda um ástandið á sumarbústaðasvæðinu, það sé mikið frost, mikil snjókoma og ófært en á sama tíma sé fólk að ko ma í húsin. Spyr stefnandi að því að ef stefndi verði ekki kominn til landsins 1. febrúar hvort hann eigi að gera húsin klár fyrir næstu gesti, sem stefnandi þáði. Þá er spurtí pósti frá 25. janúar 2019 hvort stefnandi sé tilbúinn að taka að sér marsmánuð . 31. janúar bað stefnandi stefnda að gera sér greiða og fara með posann og rukka það fólk sem var að koma í bústaðina. Þann 7. febrúar 2019 lagði stefndi 250.000 krónur inn á reikning stefnanda. 11. febrúar biður stefndi stefnanda að sjá um skipti í húsi 6 sem stefnandi samþykkir. Í byrjun mars 2019 spyr stefnandi stefnda hvort hann vilji fá tímaskýrslu fyrir hluta af janúar og febrúar eða allt saman í lok mars. Svaraði stefndi því að það mætti vera eins og hentaði stefnanda best. Á þessum tíma má sjá á s amskiptum aðila að mikið er um bókanir og stefnandi enn að vinna að því að bókanir gesta geti gengið upp. Þann 1. apríl 2019 lagði stefndi inn á bankareikning stefnanda 250.000 krónur. Þann 27. maí 2019 ítrekaði stefnandi við stefnda að ógreiddar eftirst öðvar væru 1.100.000 krónur eins og komið hafi fram í fyrri tímaskýrslum og spyr stefnda hvort þessi laun verði ekki greidd og fannst skrýtið að heyra ekkert frá stefnda eftir að hann kom til landsins frá Tenerife. Sama dag svaraði stefndi stefnanda og sag ði að ekkert hefði breyst nema að það væri til lítið af reiðufé eins og væri og segir að auðvitað muni hann greiða þeim allt sem stefndi skuldaði. Ef það sleppi kvaðst stefndi vera þakklátur. Þann 19. júní 2019 spurði stefnandi stefnda hvort það yrði resti n eða innáborgun sem kæmi og svaraði stefndi að hann myndi reyna að henda sem mestu 12 inn á stefnanda. Þá bað hann um reikningsupplýsingar stefnanda og lagði inn á hann þann 24. júní 2019 300.000 krónur. Með tölvupósti frá stefnda til stefnanda þann 18. ágú st 2019 kemur fyrst fram að stefndi mótmælir tímaskráningu stefnanda. Kom það einnig fram hjá vitninu K fyrir dóminum að mótmæli hafi komið fram í lok sumars 2019. Eins og öll þau samskipti sem rakin eru að framan bera með sér var stefnandi í sambandi við fyrirsvarsmann stefnda en einnig liggur fyrir í gögnum málsins hópspjall allra viðkomandi þar sem bæði vitnin Drífa og K tjá sig en það sem snýr að framkvæmdum og m óttöku gesta við sumarbústaðina er á milli stefnanda og fyrirsvarsmanns stefnda. Er því sannað að stefnandi vann þau verk sem hann krefur stefnda greiðslur fyrir. Stefndi er þinglýstur eigandi sumarbústaða og þjónustumiðstöðvar í Hraunborgum í Grímsnesi o g Haraldur Logi Hrafnkelsson stjórnarmaður og annar eigandi. Telur dómurinn því kröfunni vera beint að réttum aðila. Stefndi kveður samninga hafa verið gerða við K og því sé stefnandi ekki réttur aðili að málinu og beri því að sýkna stefnda vegna aðildarskorts. Eins og fram hefur komið tók vitnið K að sér þrif í þjónustumiðstöðinni og eftir atvikum í sumarbústöðum frá miðjum júlí til þriðju viku í ágúst 2018 en þá lokaði þjónustumiðstöðin. Á sama tíma fóru eigendur stefnda í vikufrí til Tenerife og báðu stefnanda og konu hans um að sinna bókunum og þrifum á sumarhúsunum á meðan sem og þau gerðu. Samkvæmt framburði vitnisins K er þessi vinna hennar fyrir stefnda full greidd. Samkvæmt stefnanda fyrir dóminum samdi hann við Harald Loga um að taka að sér þrif og fleira við sumarhúsin í byrjun september 2018 en þá hafi fjölskylda Haraldar ákveðið að flytja til Spánar. Stefndi heldur því fram að samið hafi verið við vitnið K en hún neitaði því fyrir dóminum og kvaðst [...] . Hún hafi hins vegar getað hlaupið til og aðstoðað stefnanda við að skúra eða skipta á rúmum þegar mest var að gera en annars hafi hún ekki komið að þeirri vinnu sem innt var af hendi fyrir stefnda. Í lj ósi allra þeirra samskipta milli stefnanda og stefnda, og gegn mótmælum vitnisins K og framburði stefnanda sjálfs fyrir dóminum, telur dómurinn stefnda ekki hafa sýnt fram á að stefnandi hafi ekki verið viðsemjandi hans. Þá liggur fyrir og er 13 ómótmælt að v innan hafi verið í þágu stefnda og hann notið góðs af. Verður þessari málsástæðu stefnda um aðildarskort því hafnað. Þá verður að skera úr um það hvort um vinnuréttarsamband milli aðila hafi verið að ræða eða verktakasamning. Enginn ráðningasamningur ligg ur fyrir í málinu né reikningar sem stafa frá stefnanda. Í málinu liggur fyrir að stefnandi sendi stefnda reglulega tímaskráningar fyrir unnar klukkustundir fyrir hvern mánuð auk þess sem stefnandi gaf upp hjá skattyfirvöldum innborganir stefnda inn á reik ning hans vegna tekjuársins 2019. Aldrei kemur fram í tímaskýrslum né tölvupóstum að virðisaukaskattur eigi að leggjast ofan á ógreiddar vinnustundir eins og ber að gera þegar um verktakavinnu er að ræða. Þá talaði stefnandi um greiðslu á launum við Harald í skriflegum samskiptum þeirra. Þessu til viðbótar gaf Haraldur Logi stefnanda meðmæli vegna starfa hans hjá stefnda þegar stefnandi sótti um vinnu hjá öðru fyrirtæki. Þá kvað stefnandi, fyrir dóminum, að hann hafi litið á sig sem launþega en ekki verktak a. Haraldur Logi hafi rætt það við sig að hann skyldi láta stefnanda fá möppu til að skrá tímana sína í en af því hafi aldrei orðið. Þá kvað vitnið K að Haraldur hafi ætlað að kenna þeim að fylla út reikninga en af því hafi aldrei orðið. Samkvæmt kjarasam ningi milli Samtaka atvinnulífsins, Flóabandalagsins o.fl., grein 1.14, hvílir sú skylda á vinnuveitanda að gera skriflegan ráðningarsamning við starfsmann. Var það ekki gert í máli þessu. Verður stefndi að bera hallann af því. Þá liggur ekkert fyrir í mál inu sem sýnir fram á eða staðfestir að um verktöku af hálfu stefnanda hafi verið að ræða. Ber stefndi hallann af þessum sönnunarskorti. Í réttarsambandi aðila í vinnurétti er meginreglan sú að um launþegasamband sé að ræða. Undanþága frá því er verktaka. Megininntak verktöku er að unnið sé ákveðið verk, verkið sé aukastarf, verktaki útvegi tæki og tól og verktakinn sé sjálfstæður í sínum störfum. Í máli þessu liggur fyrir að stefnandi var ekki í öðru starfi, í einhverju tilvika lagði hann sitt snjóruðnings tæki til við snjómokstur en að öðru leyti lagði stefndi fram öll tæki sem sneru að þrifum og þjónustu. Þá var stefnandi bundinn af bókunum gesta í sumarhúsin en þær voru á ábyrgð stefnda. Af þessu verður ráðið að ekki var um verktakasamning að ræða. Stefnd i byggir einnig á því að enginn ráðningarsamningur hafi verið gerður og því sé ósannað að stefnandi hafi verið launþegi. Skyldan um gerð ráðningarsamnings hvílir á vinnuveitandanum. Þrátt fyrir að sú krafa sé gerð um formbundna ráðningarsamninga verður að meta í hverju tilviki 14 fyrir sig hvaða réttaráhrif það hefur að slíkur samningur er ekki í lögbundnu formi. Í þessu máli vann stefnandi sannanlega í þágu stefnda frá ágústlokum 2018 fram í marslok 2019 án hléa. Er því ekki fallist á það með stefnda að ósann að sé að um launþegasamband hafi verið að ræða þrátt fyrir skort á samningsgerð sem var á valdi stefnda að gera. Verður þessari málsástæðu stefnda því hafnað. Af öllu framansögðu liggur fyrir að um ráðningarsamband var að ræða milli stefnanda og stefnda. Í gögnum málsins liggur fyrir að stefndi lýsti því yfir, eftir að hafa fengið sendar tímaskýrslur frá stefnanda, að hann myndi greiða honum fyrir unna vinnu. Aldrei var gerð athugasemd við fjölda klukkustunda, einingaverð eða vinnuframlag stefnanda eða sa mbýliskonu hans, K . Í nóvember 2018 sagði Haraldur Logi: stefnanda en lítið reiðufé sé ti l. Þann 15. janúar 2019 skrifar vitnið Drífa og biður stefnanda að senda þeim tímana svo að þau geti gert upp við þau. Þá ítrekar vitnið K í tölvupósti að tímakaupið hafi verið umsamið 3.500 krónur á klukkustund. Stefnandi greiddi í þremur greiðslum athugs emdalaust samtals á árinu 2019 800.000 krónur sem var vegna vinnu á árinu 2018. Athugasemdir við tímafjölda stefnanda og tímaskýrslu komu fyrst fram í ágúst 2019 og gegn mótmælum stefnanda eru þau mótmæli of seint fram komin. Þá hefur stefndi ekki sýnt fr am á hvaða tímar eru oftaldir eða hafi ekki verið unnir. Af öllu framangreindu virtu telur dómurinn að stefnandi hafi sýnt fram á með nægjanlegum hætti að stefndi hafi gert samning við hann og að um ráðningarsamning hafi verið að ræða en ekki verktakasamni ng. Þá viðurkenndi stefndi í skriflegum samskiptum aðila á árinu 2019 að hann myndi gera upp við stefnanda samkvæmt framkomnum tímaskýrslum. Er stefndi bundinn af þeim yfirlýsingum sínum. Í stefnu er gerð krafa um greiðslu á 85 klst. í janúar 2019, 71 kls t. í febrúar 2019 og 135 klst. í mars 2019. Samtals er gerð krafa um greiðslu á 1.018.500 krónum að frádreginni innborgun frá stefnda að fjárhæð 200.000 krónur, sem greidd var 24. júní 2019, eða samtals 818.500 krónur. Þá er gerð krafa um laun í uppsagnarf resti í apríl, 97 klst., samtals 339.500 krónur. Samkvæmt gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að það hafi verið með samþykki beggja að stefnandi hætti störfum hjá stefnda í lok mars 2019. Ekkert kemur fram um að um uppsagnarfrest sé að ræða. Gegn 15 mót mælum stefnda verður þessari kröfu stefnanda hafnað. Stefnandi gerir kröfu um desemberuppbót í 16 vikur af 45 vikum samkvæmt kjarasamningi. Stefndi mótmælti þessari kröfu sem slíkri en ekki fjárhæðinni. Samkvæmt gögnum málsins hætti stefnandi störfum í lok mars 2019. Kröfu hans um laun í uppsagnarfresti hefur verið hafnað en krafan um desemberuppbót byggist á því að sú krafa verði tekin til greina fyrir þann tíma einnig. Verður krafan tekin til greina í ljósi þess að stefndi hætti störfum í lok mars 2019 og er stefnda gert að greiða stefnanda 24.528 krónur í desemberuppbót. Sömu rök eiga við um orlofsuppbót sem stefnandi gerir kröfu um og verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 13.332 krónur í orlofsuppbót. Eins og málatilbúnaður stefnanda er verður ek ki annað ráðið en að vinna stefnanda fyrir stefnda fram til áramóta sé að fullu uppgerð. Stefnandi gerir launakröfur fyrir janúar, febrúar og mars 2019, allt að frádregnum 200.000 krónum greiddum 24. júní 2019. Þann 24. júní 2019 lagði fyrirsvarsmaður stef nda inn á stefnanda 300.000 krónur. Verður niðurstaða máls þessa því byggð á því. Að þessum niðurstöðum fengnum eru ekki efni til að taka aðrar kröfur stefnanda til úrlausnar. Skal stefndi, Vacation in Iceland ehf., greiða stefnanda, Kristjáni A. Guðbjör nssyni, 756.360 krónur. Stefnandi gerir kröfu um dráttarvexti af mánaðarlegri fjárhæð frá 1. febrúar 2019 til greiðsludags. Eins og mál þetta liggur fyrir telur dómurinn að endanlegur gjalddagi hafi ekki legið fyrir fyrr en við starfslok sem voru 1. apríl 2019. Skal stefndi því greiða stefnanda dráttarvexti frá 1. apríl 2019, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 til greiðsludags. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Vacation in Iceland ehf., skal greiða stefnanda, Kristjáni A. Guðbjörnssyni, 756.360 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. apríl 2019 til greiðslu dags. Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. 16 Ástríður Grímsdóttir