Héraðsdómur Reykjaness Dómur 10 . janúar 2020. Mál nr. S - 2034/2019 : Ákæruvaldið ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Ásbjörn Þorvaldsson ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var þingfest 7. janúar 2020 og dómtekið í dag. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 7. nóvemb er 2019 á hendur ákærða, Ásbirni Þorvaldssyni, kt. [...] , [...] , Kópavogi fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 30. mars 2019, utandyra við [...] í Kópavogi, sparkað í kvið lögreglumanns nr. 12 - 13 og hótað honum lífláti á meðan lögreglumaðurinn var þar við skyldustörf. Er háttsemin í ákæru talin varða vi ð 1. mgr. 106 . gr. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Við fyrirtöku málsins í dag féll ákæruvaldið frá þeim þætti ákæru er lýtur að líflátshótun gagnvart lögreglumanni nr. 12 - 13. Ákærði krefst þess a ð honum ekki gerð sérstök refsing en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Á dómþingi í dag j átaði ákærði þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru eins og henni hefur nú verið breytt . Var því farið með málið samkvæmt 164. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum má ls, er sannað að hann hafi greint sinn sparkað í kvið lögreglumanns nr. 12 - 13 á meðan lögreglumaðurinn var við skyldustörf, svo sem nánar greinir í ákæru og er háttsemi n þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 29. maí 2019 dæmdur til greiðslu 199.000 króna sektar fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni, 2 jafnframt því sem hann var sviptur ökurétti í tólf mánuði. Ber því nú að d æma h onum hegningarauka samkvæmt reglum 78. gr. almennra hegningarlaga . Í mál inu liggur fyrir að ákærði var undir áhrifum vímuefna og í geðrofskasti þegar hann framdi brot sitt. Þótt fallast megi á að ástand ákærða geti skýrt viðbrögð hans gagnvart lögreglu umrætt sinn getur það ekki réttlætt framkomu hans gagnvart lögreglumanni nr . 12 - 13 þannig að til álita komi beiting 15., 16. eða 17. gr. almennra hegningarlaga, svo sem byggt er á af hálfu ákærða. Í málinu liggur og fyrir að umrætt spark kom í varnarvesti lögreglumannsins og varð honum ekki meint af. Að gættu m þessum atriðum og m eð hliðsjón af greiðri játningu ákærða fyrir dómi þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í einn mánuð, sem rétt þykir að skilorðsbinda þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsupp kvaðningu haldi ákærði almennt skilorð 57. g r. almennra hegn ingarlaga, sbr. 4. g r. laga nr. 22/1955. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Er hér aðeins um að ræða þóknun Bjarna Hólmars Einarssonar verjanda ákærða við rannsókn og meðferð málsins og þykir hún með hliðsjón af eðli og umfangi máls hæfilega ákveðin 210 . 8 00 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ Ákærði, Ásbjörn Þorvaldsson , sæti fangelsi einn mánuð, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá dóms uppkvaðningu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði í sakar kostnað 210 . 8 00 króna þóknun verjanda síns, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns . Jónas Jóhannsson