Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 13. apríl 2021 Mál nr. S - 567/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Viktor i Pál i Sigríðars yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 7. apríl sl., var höfðað með tveimur ákæru m lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Viktori Páli Sigríðarsyni , kt. , með dvalarstað í fangelsinu á Hólmsheiði. Sú fyrri er gefin út 24. september 2020, á hendur ákærði Viktori ásamt X , en þar sem ekki hefur náðst í meðákærða var þáttur ákærða skilinn frá og er hér dæmdur sérstaklega. Er ákærða þar X fyrir líkamsárás, ofbeldisbrot í nánu sambandi og brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa, aðfararnótt laugardagsins 4. apríl 2020, í sameiningu farið í heimildarleysi inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu X , A , kt. , að á , þrátt fyrir að X hafi verið gert að sæta nálgunarban ni við A skv. ákvörðun lögreglustjóra dags. 22. mars 2020, þannig að X braut upp opnanlegt fag í kjallaraglugga og Viktor skreið inn og opnaði útidyr fyrir X , sem síðan réðst að B , kt. , þar sem þau A lágu sofandi og með því að hafa slegið hann ítrekuðu m hnefahöggum í andlit, höfuð og ofanverðan líkama, og þegar B reyndi að komast undan atlögunni slegið hann í bak, aftanverðan háls og höfuð og sparkað í vinstri upphandlegg hans, en háttsemi X í umrætt sinn fól í sér andlegt ofbeldi og ógnun gagnvart A . B rot ákærða Viktors Páls er talið varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er ákærða í þeirri ákæru einnig gefið að sök kvöldi mánudagsins 6. apríl 2020, verið með í vörslum sínum hnúajárn, þar sem hann var á gangi eftir Norðurgötu á Akureyri, þegar hann var handtekinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr., sbr. c - og lögum um ávana - og fíkniefni: I. miðvikudaginn 3. júní 2020, verið með tvö hnúajárn í vörslum sínum, en hnúajárnin fundust við öryggisleit á ákærða þegar verið var að handtaka hann við á Akureyri. 2 Telst þetta varða við c lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum. II. Með því að hafa sama dag verið með í vörslum sínum 0,78 grömm af MDMA (ecstasy), en efnin fundust á ákærða við nefnda öryggisleit. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. g r. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. III. Með því að hafa miðvikudaginn 3. júní 2020, brotist inn flugstöðvarbygginguna á Akureyrarflugvelli og stolið þaðan ferðagasgrilli að andvirði 12.900 krónur. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . IV. Með því að hafa miðvikudaginn 3. júní 2020, stolið reiðhjóli af gerðinni Merida Crossway 100 hybrid, þar sem það stóð við salernisaðstöðu í Kjarnaskógi á Akureyri við strandblakvöllinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. V. Með því að hafa föstudaginn 22. maí 2020, stolið úr íbúð að á Akureyri, tveimur Bosch skrúfvélum, blárri dúnúlpu, JBL heyrnatólum, rakvél, ýmiskonar fatnaði og kjöti úr ísskáp. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í báðum ákærum er þ ess krafist að ákærði verði dæmdur til refs ingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á hnúajárnum og fíkniefnum . Af hálfu ákærða er þess krafist að honum verði ekki gerð sérstök refsing þar sem um hegningarauka er að ræða. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru m . Er játning hans í samræmi við önnur gögn málsins og verður hann sakfelldur fyrir brot sín , en þau er u í ákæru m réttilega heimfær ð til refsiákvæða. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði nokkurn sakaferil. Þann 29. maí 2015 var ákærði dæmdur í 9 mánaða fangelsi, skilorðs bundið í þrjú ár, fyrir ýmis brot, þ. á m. þjófnað . Þann 25. júní 2019 var ákærði dæmdur fyrir brot ge gn hegningarlögum, vopnalögum og fíkniefnalöggjöfinni og akstur undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökurétti . Skilorðsdómurinn frá 29. maí 2015 var tekinn upp og ákærði dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Þann 2. september 2020 var ákærði svo dæmdur í 12 mánaða fang elsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna , sviptur ökurétt i, vörslur fíkniefna og vopnalagabrot. Öll þau brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir framdi hann fyrir uppsögu þess dóms og verður honum því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsi ngarinnar sem kynni 3 að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum og vopnum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Viktor Páll Sigríðarson, sæti fangelsi í tvo mánuði. Gerð er u upptæk 0,78 grömm af MDMA og þrjú hnúajárn . Ákærði greiði sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 117.800 krónur .