1 Árið 2019, föstudaginn 5. júlí , er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, sem háð er að Austurvegi 4, Selfossi, af Ragnheiði Thorlacius, héraðsdómara, kveðinn upp í máli nr. S - 51 /20 19 : Ákæruvaldið ( Friðrik S. Björgvinsson , aðstoðarsaksóknari ) gegn Kort Þórssyni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) svofelldur d ó m u r : Mál þetta var þingfes t 21. mars 2019 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð 2 4 . júní sama ár. Málið er höfðað með ákæru h éraðssaksóknara , dags. 21. febrúar 2019 , á hendur ákærða, Kort Þ ó rssyni, fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 2. september 2018 í lögreglubifreið á leiðinni frá Eyrarbakka og á lögreglustöðina við Hörðuvelli á Selfossi, veist með ofbeldi að lögreglumanninum A , sem var við skyldustörf, og bitið hana í hægri framhandlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skýrt mar og aðlæga bólgu fyrir miðjum handlegg. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og gre iðslu alls sakarkostnaðar Ákæruvaldið gerir þær kröfur sem í ákæru greinir. Ákærði krefst þess a ðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa . Þá kr efst verjandi ákærða málsvarnarla una. Helstu mál avextir Upphaf máls þessa má rekja til afskipta lögreglu af ákærða á móts við [...] á Selfossi aðfaranótt sunnudagsins 2. september 2018. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að ákærði hafi brugðist illa við afskiptum lögreglu og hafi lögreglumenn á vettvangi kallað eftir aðstoð. Hafi 2 ákærði í framhaldinu verið handtekinn og settur í handjárn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og fluttur í lögreglubifreið á lögreglustöðina á Selfossi. Í málinu liggur frammi læknis vottorð slysa - og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 9. september 2018, undirritað af B lækni. Í vottorðinu kemur fram að lögreglu maðurinn A , brotaþoli í máli þessu, hafi komið á slysa - og bráðamóttöku sjúkrahússins 2. september 2018, og g reint frá því að hún hafi verið bitin af skjólstæðingi. Þá segir í vottorðinu Lýsing á áverkum: Hægri framhandleggur. Var bitinn þar en var í peysu. Skýrt mar og aðlæg bólga fyrir miðjum handlegg. Nokkru við það eru nokkrir rauðir punktar eða bólgubletti r, gætu samrýmst tannaförum. Ekki rof á húðinni, ekkert blætt svo ekki ábending A uk ákærða gáfu skýrslur við aðalmeðferð málsins brotaþoli , A lögreglumaður , vitnin og lögreglumennirnir C , D , E og B læknir. Framburður ákærða og vitna verður ekki rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins. Forsendur og niðurstaða Við upphaf aðalmeðferðar kom fram að háttsemi sú sem ákærða er gefi n að sök í ákæru átt i sér stað eftir að ákærði var handtekinn og færður í lögreglubifreið á móts við [...] á Selfossi, en ekki á leiðinni frá Eyrarbakka eins og segir í ákæru. Þrátt fyrir það þykir mega leggja dóm á málið en ákæruvaldið leiðrétti ákæru að þessu leyti og þá varð vörnum ekki áfátt af þessum sökum, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt framburði brotaþola, lögreglumannsins A , og lögreglumannanna C og E fyrir dómi , haf i ákærði verið mjög æstur á vettvangi við [...] og ekki hlýtt ítrek uðum fyrirmælum lögreglu. Fyrir liggur að ákærði var í framhaldinu handtekinn, handjárnaður fyrir aftan bak og settur í aftursæti lögreglubifreiðar, nánar tiltekið fyrir aftan farþegasæti að framan. Við hlið ákærða í lögreglubifreiðinni á leið á lögreglust öð sat brotaþoli í máli þessu en vitnið C lögreglumaður ók lögreglu bifreiðinni umrætt sinn. Ákærða er gefið að sök að hafa bitið brotaþola , lögreglumanninn A , í hægri framhandlegg þar sem brotaþoli var við skyldustörf í lögreglubifreiðinni á leið á lögreglustöð. Ákærði neitar sök en hefur þó viðurkennt að hafa bitið brotaþola en vísar til neyðarréttarsjónarmiða. Kvað brotaþoli að um hafa verið að ræða ósjálfráð viðbrögð við miklum sársauka í kjölfar þess að brotaþoli hafi haldið ákærða niðri og ýtt olnbog anum að gagnau ga ákærða þar sem hann hafi setið handjárnaður í aftursæti lögreglubifreiðarinnar . Meðal gagna málsins er upptaka úr lögreglubifreiðinni í hljóði og mynd sem sýnir ákærða og brotaþola í aftursæti lögreglubifreiðarinnar, nánar tiltekið hefst upptaka þegar lögreglubifreiðin 3 er kyrrstæð á móts við húsið [...] á Selfossi, þ.e. eftir að háttsemi sú sem ákærða er gefin að sök átti sér stað. Á upptökunni , sem dómari hefur kynnt sér, má m.a. heyra ákærða biðja brotaþola afsökunar á því að hafa bitið hana. Fyrir dómi lýsti b rotaþoli atvikum inni í lögreglubifreið á þann veg að fljótlega eftir að lögreglubifreið inni var ekið af stað frá [...] hafi ákærði orðið mjög æstur og verið á hreyfingu , djöflast í bifreiðinni, eins og brotaþoli orðaði það. Hafi ákærði m.a. sparkað með vinstri fæti í ökumann lögreglubifreiðarinnar , þ.e. á milli framsæta bifreiðarinnar . Ákærði hafi ekki sinnt tilmælum brotaþola um að sitja kyrr í sætinu og hún þá tekið ákærða í frekari tök með því að þrýsta ákærða með handleggnum upp að hurða r karmi bifreiðarinnar . Kvaðst brotaþoli hafa gripið til framangreinds til að tryggja eigið öryggi og öryggi ökumanns , vitnisins C . Brotaþoli kvað st aðspurð hvorki hafa þrýst á háls eða gagnauga ákærða. Brotaþoli kvaðst umrætt sinn hafa verið í tveimur peysum en hafa fundið fyrir bitinu sem hafi skilið eftir sig far og mar. Í framhaldinu hafi ökumaður, vitnið C , stöðvað bifreiðina á Austurvegi og fæ rt framsæti bifreiðarinnar farþegamegin niður í þeim tilgangi að skorða ákærða betur í aftursætinu. Þá liggur fyrir að í framhaldinu tók vitnið D lögreglumaður við akstri lögreglubifreiðarinnar á móts [...] og kom fram í skýrslu hennar fyrir dómi að hún hafi kveikt á myndavél lögreglubifreiðarinnar áður en akstur hófst . Vitnið C lögreglumaður kvaðst fyrir dómi hafa séð þegar ákærði beit brotaþola. Umrætt sinn hafi engin umferð verið og hann því getað fylgst me ð því sem átti sér stað í aftursæti lögreglubifreiðarinnar samhliða akstri. Hafi brotaþoli þurft að keyra ákærða út í hurð til að tryggja aðstæður og taldi vitnið að brotaþoli hafi umrætt sinn notað handlegg sinn og hafi þunginn komið á öxl, höfuð og háls ákærða sem hafi verið á ferð og flugi í bifreiðinni, eins og vitnið orðaði það. Vitnið C kvað ákærða hafi verið ölvað an og mjög æstan. Í málinu liggur frammi áverkavottorð ritað af vitninu B lækni , byggt á gögnum frá slysa - og bráðamóttöku Heilbrigðiss tofnunar Suðurlands þann 2. september 2018. Vitnið staðfesti vottorðið fyrir dómi en samkvæmt því sást við skoðun skýrt mar og bólga á framha n dlegg brotaþola sem og rauðir punktar eða bólgublettir sem gæt u samrýmst tannaförum. Vitnu nu m og lögreglumönnunum D og E ber saman um að ákærði hafi verið mjög æstur í aðdraganda umræddrar árásar ákærða í lögreglubifreiðinni. Kom fram hjá vitninu E að skap ákærða hafi verið sveiflukennt. Ákærði hafi verið til skiptis æstur í skap i og árásargjarn e n róast inn á milli og því hafi verið erfitt að treysta viðbrögðum hans. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnisins C má ætla að ástand ákærða að þessu leyti hafi verið óbreytt eftir að í lögreglubifreiðina kom , en vitnin báru um það fyrir dómi að ákærði ha fi verið æstur og 4 brotaþoli kvað ákærða ekki hafa hlýtt ítrek uð um fyrirmælum hennar um að sitja kyrr í lögreglubifreiðinni. Að öllu framansögðu virtu, framburði ákærða fyrir dómi og með vísan til þeirra áverka sem brotaþoli hlaut umrætt sinn , þykir sanna ð að ákærði hafi bitið brotaþola í handlegginn eins og nánar er lýst í ákæru. Ekki er dreginn í efa sá framburður ákærða að hann hafi fundið til í umrætt sinn , þ.e. við það að brotaþoli beitti ákærða tökum til að róa hann niður í lögreglubifreiðinni eins og brotaþoli lýsti í skýrslu sinni fyrir dómi. Hins vegar er í þessu sambandi til þess að líta að í umrætt sinn veittist ákærði að lögreglumanni , sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar , og var þegar atvik áttu sér stað við skyldustö rf . Samkvæmt því og öllu sem að framan er rakið eru að m ati dómsins ekki skilyrði til að fallast á það með ákærða að viðbrögð hans , þ.e. að bíta brotaþola, hafi verið óviljaverk eða helgast af neyðarvörn . Með vísan til þess verður ákærði sakfelldur samkvæm t ákæru og er háttsemi hans þar rétt færð til refsiákvæða . Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða hefur ákærði þrívegis áður sætt refsingu. Þann 8. maí 2015 var ákærða með dómi gerð sekt vegna fíkniefnalaga brots. Þann 4. október 2016 gekkst ákærði undir sektargerð lögreglustjóra vegna ölvunaraksturs og var jafnframt sviptur ökurétti í tíu mánuði. Loks var ákærði með dómi 2. mars 2018 dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og 235.000 króna sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga, 45. og 45. gr. a umferðarlaga nr. 50/198 7 og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Var um að ræða hegningarauka við sáttina frá 4. október 2016. Með broti því sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir hefur ákærði rofið skil orð dómsins frá 2. mars 2018 og er því með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, refsing sem ákærði hlaut í því máli tekin upp og dæmd með í máli þessu. Samkvæmt því og með vísan til 77. gr. sömu laga, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga, en rétt þykir að fresta fullnustu refsingar ákærða og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlag a . Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt yfirlit i héraðssaksóknara, þ.e. vegna kostnað ar við læknisvottorð að fjárhæð 13.212 krónur. Þá skal ákærði greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögma nns, sem þyk ja hæfilega ákveðin 400.520 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og 22.000 krónur í ferðakostnað verjanda. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: 5 Ákærði, Kort Þórsson , sæti fangelsi í 90 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þess a að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði all a n sakarkostnað, samtals 435.732 krónur, þa r af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 400.520 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og 22.000 krónur í ferðakostnað verjanda . Ragnheiður Thorlacius