Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 13. janúar 2021 Mál nr. S - 208/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri ) g egn Halldór i Þór Svavarss yni Dómur I Mál þetta, sem þingfest var 7. janúar 2021 og dómtekið þann sama dag, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsettri 1. desember 2020 á hendur , , , fyrir þjófnað, með því að hafa að kveldi sunnudagsins 17. maí 2020, í auðgunarskyni brotist inn í bifreiðina , þar sem hún stóð í sunnanverðum Skötufirði, með því að brjóta hliðarrúðu hennar og stolið þaðan lyklum, ökuskírteini, sólgleraugum af gerðinni Ray Ban og radarvara af gerðinni Cobra, allt að óþekktu verðmæti. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II Ákærði mætti ekki við þingfes tingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 17. desember sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um mála vexti vísast til ákæruskjals og gagna málsins. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Sakaferill ákærða hefur e kki áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu Refsing ákærða er hæfilega ákveðin 2 fangelsi í 30 daga. Að virtum atvikum máls þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Halldór Þór Svavarsson, sæti fangelsi í 30 daga. F resta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Bergþóra Ingólfsdóttir