Héraðsdómur Reykjaness Dómur 16 . október 2019 Mál nr. S - 926/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Margrét Herdís Jónsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Miroslaw Robert Margol (Kári Valtýsson lögmaður) Dómur : Mál þetta, sem dómtekið var 1 9 . september sl., höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 12 . júlí 201 9 á hendur ákærða, Miroslaw Robert Margol , kt. [...] , [...] , Kópavogi ; blekkingarskyni og án heimildar, notað dælulykil í eigu A , kt. [...] , til að greiða fyrir bensín, samtals að fjárhæð kr. 51.427, - í sex tilvikum : Telst háttsemi þessi varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Mál 007 - 2017 - 47197 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa. Tilvik Dagsetning Staðs etning Fjárhæð kr. 1 30.12.2016 Atlantsolía, Kópavogsbraut 115, Kópavogi 7.502, - 2 25.03.2017 Atlantsolía, Kópavogsbraut 115, Kópavogi 8.524, - 3 13.04.2017 Atlantsolía, Skemmuvegi 2 - 4, Kópavogi 9.705, - 4 06.05.2017 Atlantsolía, Skemmuvegi 2 - 4, Kópavogi 9.556, - 5 29.06.2017 Atlantsolía, Skemmuvegi 2 - 4, Kópavogi 8.418, - 6 23.07.2017 Atlantsolía, Skemmuvegi 2 - 4, Kópavogi 7.722, - Samtals fjárhæð kr. 51.427, - 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærð a hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og niðurstaða: Við þingfestingu máls þessa 19 . september sl. játaði ákærði sök. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til re fsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Verður v ið ákvörðun refsingar tekið mið af þeirri staðreynd og einnig skýlausri játningu ákærða. Samkvæmt því og að broti ákærða virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Eftir atvikum þykir rétt að en fresta fullnustu refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á grundvelli sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða sakarkostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Kára Valtýssonar lögmanns, sem eftir umfa ngi málsins þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómso r ð: Ákærði, Miroslaw Robert Margol , sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Kára Valtýssonar , 1 26.480 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Kristinn Halldór sson