• Lykilorð:
  • Akstur án ökuréttar
  • Játningarmál
  • Fangelsi
  • Umferðarlagabrot

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar 2019 í máli nr. S-818/2018:

Ákæruvaldið

(Einar Laxness aðstoðarsaksóknari)

gegn

Sævari Erni Hilmarssyni

(Jón Egilsson lögmaður)

Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglu­stjóranum á höfuðborgarsvæðinu 4. desember 2018, á hendur Sævari Hilmarssyni, kt. [...],[...], Reykjavík, fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa:

1.      Sunnudaginn 20. ágúst 2017 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Vesturlandsveg við Suðurlandsbraut í Reykjavík.

2.      Laugardaginn 18. nóvember 2017 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Breiðholtsbraut við Jafnasel í Reykjavík.

3.      Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Perlukór í Kópavogi.

 

            Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

            Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa.

            Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

            Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

            Ákærði er fæddur í [...]. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. nóvember 2018, á ákærði nokkurn sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2009, og hefur hann hlotið nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir að aka sviptur ökurétti, t.a.m. með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 5. desember 2012, 25. september 2013 og 23. maí 2014. Við ákvörðun refsingar hér er því við það miðað að ákærði hafi nú gerst sekur um að aka sviptur ökurétti í fjórða sinn. Með hliðsjón af framangreindu og dómvenju, sem og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði.

            Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.

            Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

            Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Einar Laxness aðstoðarsaksóknari.

            Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

D Ó M S O R Ð:

            Ákærði, Sævar Örn Hilmarsson, sæti fangelsi í 4 mánuði.

            Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 105.400 krónur.

 

Þórhildur Líndal