Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. maí 2020 Mál nr. S - 2675/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Tanyu Kristrún u Gunnarsdótt ur ( Halldór Þ. Birgisson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, á hendur: fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 16. september 2019, ekið bifreiðinni svipt ökurétti og með 38 km hraða á klukkustund vestur Gvendargeisla í Reykjavík, á móts við hús nr. 80, þar sem leyfður hámarkshraði var 30 km á klukkustund. M. [. ..] Telst brot þetta varða við 2., sbr. 4. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar s em lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig u m lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og er brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærða er f ædd 1986. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 21. apríl 2020 , var ákærða dæmd í 9 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. september 2011, m.a. fyrir akstur svipt ökuréttindum. Ákærða var dæmd til sektar greiðslu með dómi sama dómstóls 9. desember 2015 fyrir akstur svipt ökuréttindum. Nú síðast gekkst ákærði undir sátt fyri r akstur svipt ökuréttindum 9. nóvember 2016 fyrir akstur svipt ökuréttindum. Við ákvörðun refsingar nú verður því miðað við að ákærða sé nú í fjórða sinn gerð refsing fyrir akstur svipt ökuréttindum innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómvenju og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ák ærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Verjandi ákærðu afsalar sér þóknun fyrir verjendastörf í málinu . Engan annan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Gyðu R agnheiði Stefánsdóttur saksóknarfulltrúa . Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Tanya Kristrún Gunnarsdóttir, sæti fangelsi í 60 daga. Björg Valgeirsdóttir