Héraðsdómur Austurlands Dómur 1 2 . j anúar 2021. Mál nr. S - 225/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Ev u Marý Þórönnudótt u r Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 7. janúar 202 1 , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 26. nóvember sl. , á hendur Evu Marý Þórönnudóttur, kennitala , , : ,, fyrir hótanir, með því að hafa mánudaginn 4. maí 2020, hótað A , kt. , að skaða ungt barn hennar, með eftirfarandi skilaboðum sem hún sendi henni með færslu á samfélagsmiðlinum facebook, en hótanirnar ullu því að A óttaðist um líf, heilbrigði og velferð sín og fjölskyldu sinnar: Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærð a ver ði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . I. Mál þetta barst héraðsdómi 7. desember sl. og var fyrirkall dómsins útgefið 8. sama mánaðar. Fyrirkallið var birt á lögheimili ákærðu 28. desember sl. Við þingfestingu málsins, 7. janúar sl., s ótti ákærð a ekki þing og boðaði eigi lögmæt forföll. Var málið þá dómtekið að kröfu fulltrúa ákæruvalds með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Þykir mega jafna framangreindri útivist ákærð u til játningar h ennar með vísan til ofangreindrar lagagreinar, enda fer sú niðurstaða að mati dómsins ekki í bága við rannsóknargögn lögreglu, og þar á meðal framburðarskýrslu ákærðu hjá lögreglu þann 9. o któber sl. Telst brot ákærð u því nægjanlega sannað, en það er réttilega heimfært til la gaákvæða í ákæru. II. Ákærð a , sem er fædd á árinu , hefur samkvæmt sakavottorði áður verið dæmd til refsinga r , en síðast var hún dæmd þann 28. maí 2020 fyrir umferðarlagabrot, þ. á m. fyrir endurtekin n fíkniefna - og sviptingarakstur, en einnig fyrir brot gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni. Var refsing ákærðu vegna þessa ákvörðuð 60 daga fangelsi, en refsingin var skilorðsbundi n til tveggja ára . A ð auki var ákærða svipt ökurétti tímabundið. Það brot ákærðu sem hér er til meðferðar framdi hún áður en hinn síðast greindi dómur yfir h enni var kveðinn upp. Ber því að taka þann dóm upp og gera ákærðu refsingu í einu lagi s amkvæmt 60. gr., sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Að þessu virtu þyki r refsing ákærðu hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi , sem eftir atvikum þykir fært að skilorðsbinda líkt og segir í dómsorði. Samkvæmt gögnum féll enginn kostnaður til af hálfu lögreglustjóra vegna þessa málareksturs. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, Ev a Marý Þórönnudótt i r, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum ef á kærða heldur almennt skilorð 57. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. g r. laga nr. 22/1955.