Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 9 . janúar 20 20 Mál nr. S - 3448/2019 : Héraðssaksóknari (Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari) g egn X (Brynjólfur Eyvindsson lögmaður) Dómur I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 13. desember 2019, var höfðað með ákæru héraðs - saksóknara , dags . 3 . júlí sama ár , á hendur X , kennitala [...] , [...] , [...] með því að hafa aðfaranótt sunnu dagsins 21. janúar 2018 að [...] í [...] , haft samræði við A , kenni tala [...] , án hennar samþykkis en ákærði klæddi brotaþola úr sokka buxum og nærfötum og hafði við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og þannig notfært sér að hún gat ekki sp ornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefn drunga. Telst þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kennita la [...] , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, auk vaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 21. janúar 2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, e n síðar dráttavaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað 2 að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögð um málskostnaðarreikningi, að viðbættum vir ðisaukaskatti á málflutningsþóknun, verði þóknun réttargæslumanns ekki Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði neitar sök og gerir þá kröfu aðallega að hann verði sýknaður af ákæru og einkaréttarkröfu vísað frá dómi en til vara að honum verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa og fjárhæð einkaréttarkröfu verði lækkuð. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnar launa til skipaðs verjanda síns og að þau greiðist úr ríkissjóði. Réttargæslumaður, fyrir hönd A , sem hefur rét tarstöðu brotaþola í málinu, gerir kröfu um miskabætur sem greinir í ákæru með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. janúar 2018 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá 26. maí sama ár til greiðsludags. Þá e r gerð krafa um að réttar gæslu manni verði dæmd þóknun úr ríkis sjóði sam kvæmt tíma - skýrslu vegna starfa hans við meðferð máls ins. II. Málsatvik: 1. Aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar 2018 var brotaþoli gestkomandi á heimili vin - konu sinnar, B , að [...] í [...] . Þar var einnig gest komandi fyrrverandi sambýlismaður B í nokkur ár, ákærði í þessu máli. Þau þrjú höfðu fyrr um kvöldið verið að skemmta sér á þorrablóti en farið heim til B eftir blótið þar sem þau drukku áfengi, hlustuðu á tónlist o.fl. Þ á var brotaþoli í síma samskiptum við vin sinn umrædda nótt á meðan hún var í íbúðinni. Tímasetningar atvika eru nokkuð á reiki. Í málinu liggur fyrir að B sofnaði fyrst af þeim þremur í sófanum og verður ráðið af gögnum að ákærði hafi legið við hlið B og hann verið sofandi á þeim tíma. Í fram haldi hafi brota þoli sofnað í sófanum. Brotaþoli vaknaði síðar um morguninn, að hennar sögn með líðan og minningar um að ákærði hefði klætt hana úr að neðan og haft við hana samfarir. Hún var þá ein í stofunni en á kærði og B voru þá komin inn í svefnherbergi. Brotaþoli fór úr íbúðinni grátandi og hringdi í vinkonu sína, C , sem þá var stödd í [...] á [...] . Leiddi það síðan til þess að annar vinur þeirra, D , var fenginn til að koma brota þola til hjálpar. D fann brotaþola nokkru síðar á gangi utandyra og fór með hana á neyðar móttöku slysadeildar Landspítalans í Fossvogi. Næstu daga á eftir greindi brotaþoli sínum nánustu frá meintu broti og leitaði til sál fræðings. Í framhaldi fór hún af landi brott og dvaldi um tíma hjá fyrrgreindri C í [...] en kom til landsins nokkrum vikum síðar og leitaði í framhaldi til lögreglu. 3 Við rannsókn málsins hjá lögreglu gaf brotaþoli skýrslu 8. mars 2018 og 23. apríl sama ár, auk stuttrar skýrslu símleiðis 3. maí það s ama ár. Teknar voru skýrslur af þremur vitnum hjá lögreglu, fyrrgreindum D , B og C , á tíma bilinu frá 20. til 25. apríl 2018. Þá gaf ákærði skýrslu með réttarstöðu sakbornings 26. sama mánaðar. Einkaréttar krafa réttar gæslu manns, fyrir hönd brota þola, b arst lögreglu 16. mars 2018 og var hún kynnt fyrir ákærða við fyrrgreinda skýrslutöku. Rannsókn lögreglu lauk 20. nóv ember 2018 og var málinu vísað til héraðs saksóknara. 2. Meðal rannsóknargagna eru sms - skeyti sem brotaþoli sendi nafngreindum vin i sínum um rædda nótt á tímabili frá klukkan 05:06 til 05:25. Í skeytunum eru ljósmyndir þar sem ákærði sést liggja í sófa og virðist hann vera sofandi. Við hliðina á honum sést í aðra mann eskju undir teppi. Ágreiningslaust er að sú manneskja er B . Í sms - skeyt un um greinir meðal annars að ákærði og B séu steinsofandi. Þá er í öðru skeyti næst á eftir ljós mynd af rauð vínsflösku sem haldið er á og er ágreiningslaust að brotaþoli er sú mann - eskja sem heldur á flöskunni. 3. Samkvæmt skýrslu neyðarmót töku Landspítalans, dags. 21. janúar 2018, leitaði brota þoli á slysadeild að morgni sama dags um tíuleytið og hefur hún auðkennið sjúk - lingur í skýrslunni. Í skýrslunni greinir að sjúklingur hafi komið í fylgd vinar, fyrrgreinds D . Læknisskoðun hafi f arið fram klukkan ellefu sama morgun, auk þess sem blóðsýni hafi verið tekin klukkan 10:50 og 11:50. Í skýrslunni undir liðnum lýsing á broti greinir meðal annars að meint brot hafi verið framið á heimili vinkonu sjúklings, árásarmaður hafi verið vinur og fyrrverandi kærasti vinkonunnar og sjúklingur muni lítið. Undir liðn - um frásögn sjúklings greinir meðal ann ars að brotaþoli hafi vaknað upp í sófa heima hjá vinkonu sinni þar sem fyrrverandi kær asti vinkonunnar hafi verið ofan á henni að hafa við hana sa mfarir um leggöng. Hún hafi ekki verið í sokkabuxum en hún hafi munað óljóst eftir að verið var að taka hana úr sokka buxunum áður. Þá muni sjúklingur ekki meira. Hún muni næst eftir sér vera úti að hringja í vinkonu sína grátandi. Hún hafi þá verið í fö tunum. Hún hafi síðan hringt í vin sinn sem hafi komið með hana á slysa deild. Þessu til viðbótar er samkvæmt frásögn sjúklings merkt í staðl aðan reit í skýrslunni, kyn - mök í leggöng, varðandi kyn ferðis legt framferði árásarmanns. Undir liðnum ástand v ið skoðun greinir meðal annars að sjúklingur hafi verið ró - legur, reynt að gefa skýra frásögn en brostið í grát þegar verið var að fara yfir atburði. Sjúklingur hafi munað lítið eftir atburðum og áfengislykt lagt frá vitunum. Þessu til við - bótar er merkt í staðlaðan reit skýrslunnar man lítið / ekkert varðandi tilfinningalegt ástand 4 sjúklings. Þá er merkt í staðlaðan reit skýrslunnar hrollur varð andi kreppu viðbrögð sjúk - lings. Föt sjúklings hafi verið heil en hún hafi verið í kjól, bol, stuttbuxum og sokk a bux - um, nærbuxum og brjóstahaldara. Engir áverkar hafi verið á sjúklingi. Undir liðnum kven skoðun greinir meðal annars að skoðun ytri kynfæra hafi verið eðlileg, legganga - skoðun hafi verið eðlileg og þreifing grindarholslíffæra hafi verið eðlileg. Í n iðurstöðu - kafla læknis í skýrslunni er stutt samantekt um meint atvik sem var tilefni komu á neyðar - móttöku. Þá greinir einnig að sjúklingur hafi brostið í grát af og til þegar farið hafi verið yfir málið. Hún hafi enga áverka verið með við líkamsskoðun og kvenskoðun, sýni hafi verið tekin o.fl. Skýrslu neyðarmóttöku fylgdi móttökuskýrsla hjúkrunarfræðings, en þar koma fram sömu eða svipaðar upplýsingar um komu sjúklings á neyðarmóttöku og greinir í fyrr - greindri skýrslu neyðarmóttöku. Í móttökuskýrslun ni greinir meðal annars undir liðn um mat á áfengis - /vímuefnaáhrifum að sjúklingur hafi við komu verið þreytt, grátið og áfengis lykt lagt frá vitunum. Í staðlaðri útfyllingu um andlegt og líkamlegt ástand við komu er merkt já við liðina dofi , grát köst/tárast , man lítið/ekkert , skjálfti , hrollur , í hnipri , þreytt og uppgefin . Þá er merkt nei við að sjúklingur hafi verið fjarræn , í til finn - ingalegu jafnvægi og samhengislaus frásögn . Í samantekt skýrslunnar er tekið fram að sjúk lingi hafi við skoðun og í viðtali liðið mjög illa, hún hafi brostið í grát öðru hvoru eftir því sem hún hafi hugsað meira um meint atvik. Skoðun hafi gengið vel og hún gefið góða frásögn af því sem hún mundi eftir. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglu, dags. 14. mars 2018 , reyndust engin líf - sýni frá brotaþola, sem aflað var á neyðarmóttöku, nothæf til DNA - kennslagreiningar. 4. Meðal gagna eru útprentanir af skjáskotum af tvennum sms - skilaboðum ákærða til brota þola umræddan sunnu dag, 21. janúar 2018, klukkan 12:45, s em lög regla aflaði frá brotaþola. Í hinum fyrri greinir: Nenniru að segja mér að þetta hafi verið martröð? Ef ég man þetta rétt þá tek ég því hvað sem þú vilt gera. Í hinum síðari greinir: Disess kræst.. veit ekki hvar á að byrja.. veist að ég dýrka þig, trúi ekki að ég hafi gert þér þetta ojbarasta langar ekki að lifa!!! Þá eru einnig meðal gagna útprentanir af skilaboðum milli C og ákærða á Mess enger á Facebook sama dag klukkan 14:35. Skilaboð C eru svohljóðandi: Láttu [brota þola] í friði, hún hefur s amband við þig ef hún hefur eitthvað við þig að segja , og svar ákærða til C : Oky.. æji C ég veit ekki hvað á að segja.. er skrímsli . 5 . 5 Meðal gagna er matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Þar greinir meðal annars að í þ vagsýni brotaþola hafi mælst amfetamín, tetrahýdrókanna - kanna - bínól hafi ekki verið í mælanl egu magni í blóðinu. Niðurstöður mælinganna sýni að hlutaðeig andi hafi verið ölvaður þegar sýnin voru tekin. Þá sýni niðurstöður mælinganna einnig að styrkur alkóhóls í blóði hafi verið fallandi og nokkur tími, klukkustundir, verið lið inn frá því að dryk kju lauk. Hlutaðeigandi hafi einnig verið undir áhrifum amfetamíns þegar sýni voru tekin og tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi bendi til neyslu kannabis. Einnig er meðal gagna álit sömu rannsóknarstofu þar sem meðal annars greinir að niður stöður úr etanól mælingum hafi sýnt að etanólstyrkur hefði náð hámarki í blóði við - komandi klukkan 10:50. Það styðji niðurstaða úr síðara blóðsýninu. Út frá niðurstöðunni þvags og blóðs hafi verið 1,5, það er jafnvægi hafi verið náð talsvert fyrir klukkan 10:50. styrk etanóls í blóðinu einhvern tímann á undan. Sambærilegur etanólstyrkur í blóð inu hafi því verið a ð styrkur í blóði sé almennt 20 til 25% lægri en í þvagi þar sem þvag sé að mestu leyti vatn. Þessu til viðbótar er tekið fram að sé reiknað til baka með brotthvarfs klukku fyrri sýnatöku eða um klukkan 9:30. Ef reiknað er lengra til baka, allt að fimm og hálfa klukku ví gefnu að drykkju hafi að mestu verið lokið upp úr klukkan 04:00 umrædda nótt. Að því virtu gæti etanólstyrkurinn greindu hafi hlutaðeigandi verið ölvaður milli klukkan 05:25 og 09:09. 6. Meðal gagna er vottorð E sálfræðings, dags. 30. apríl 2018. Þar greinir meðal annars að brotaþoli hafi leitað til E 26. janúar sama ár. Brotaþoli hafi áður verið í sálfræðimeðferð hjá E á tímabili frá nóvember 2014 til mars 2015 vegna kvíða einkenna. Í viðtalinu 26. janúar 2018 hefði brotaþoli greint frá meintu kyn ferðis broti þar sem maður sem hún þekki hefði brotið gegn henni kynferðislega á meðan hún var sofandi heima hjá vinkonu sinni. Henni hefði verið mjög brugðið o.fl. Á næstu dögum eftir meint b rot hafi brotaþoli verið skelkuð og enn að reyna að átta sig á því sem hafði gerst enda aðeins liðnir nokkrar dagar frá meintum atvikum. Brotaþoli hefði rætt atburð inn við sína nánustu og tekið því rólega í skólanum. Brotaþola hafi verið ráðlagt að halda áfram að tala um atburðinn og sækja stuðning til sinna nánustu. Í símaviðtali 14. mars 2018 hefði komið fram að brotaþoli ætti erfitt með svefn og hún hefði verið með óþægi legar minningar frá 6 atburðinum sem sóttu á hana þegar hún reyndi að fara að sofa. E innig hefði hún lýst því að hún hefði ekki náð að höndla álag eins vel og venjulega. 7. Meðal gagna er vottorð F sálfræðings, dags. 25. mars 2019. Þar greinir meðal annars að E sálfræðingur hafi vísað brotaþola til F og hún komið í greiningarviðtal 1. j úní 2018. Í því viðtali hafi hún greint frá meintri nauðgun. Við nánari athugun hafi komið í ljós að hún var með áfallastreitueinkenni en uppfyllti ekki greiningarskilmerki á öllum þáttum áfallastreituröskunar samkvæmt greiningar viðmið um DSM - 5. Brotaþoli hafi verið með einkenni áfallastreituröskunar á nokkrum en ekki öllum þáttum þeirra greiningarviðmiða þar sem sjálfsásakanir og slík neikvæð við brögð um hana sjálfa hafi vantað upp á . Atburðurinn hafi haft mikil áhrif á líðan og dag legt líf brotaþola, hún hafi verið með talsverð einkenni áfallastreitu og til að mynda oft dreymt truflandi drauma, komist í mikið uppnám þegar eitthvað minnti á nauðgun ina og ekki treyst karlmönnum eins vel og hún hefði gert fyrir meinta nauðgun. Brota þoli hafi komið í f imm meðferðarviðtöl og undir lokin hafi hún ekki mælst með einkenni áfalla streitu röskunar. I II. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði neitar sök. Í framburði ákærða kom meðal annars fram að hann, brotaþoli og B hefðu farið saman á þorrablót. Hann og B væ ru fyrr verandi sambýlisfólk og brota - þoli væri sameiginleg vinkona þeirra. Ákærði hefði byrjað að neyta áfengis um hádegis - bil á laugardeginum. Ákærði hefði, ásamt tveimur félögum sínum, náð í brotaþola heima hjá henni og farið heim til B . Þar hefðu þau n eytt áfengis. Faðir B hefði síðan skutlað þeim á þorrablótið. Eftir þorrablótið, þegar klukkan var milli tvö og þrjú um nóttina, hefðu þau látið aka sér með leigubifreið eða skutlara heim til B . Þar hefðu þau neytt áfengis og amfetamíns fram eftir nóttu og verið að tala saman og hlusta á tón list. B hefði sofnað hjá þeim í sófa en hún verið síðar um nóttina komin inn í rúm í svefn herbergi. Ákærði kvaðst hins vegar ekki geta útskýrt hvernig það atvik aðist. Hann kvaðst aðspurður ekki rengja eða útiloka að það væri rétt sem haft var eftir B í lög reglu skýrslu að hann hefði haldið á henni inn í herbergið eftir að hún sofnaði. Honum fyndist það engu að síður ólíklegt að hann hefði getað haldið á henni miðað við vímu ástand hans um nóttina. Ákærði bar um a ð hann og brotaþoli hefðu setið áfram í sófanum en ákærði kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hversu langur tími það var. Ákærði kvaðst muna eftir því að 7 hafa hellt yfir sig rauðvíni. Á einhverjum tímapunkti hefði brota þoli verið að nudda á honum axlirna r og þá hefði hún nokkru síðar verið sofandi. Ákærði kvaðst ekki geta lýst því hvað gerðist á milli þess að hún var að nudda á honum axlirnar og þar til hún sofnaði. Ákærði hefði einhverju síðar gyrt niður um brotaþola sokkabuxurnar og hún þá verið sof an di. Hann hefði þá áttað sig á því að hann væri að gera eitthvað rangt og látið staðar numið. Ákærði kvaðst ekki geta lýst þessu nánar í smá atriðum, hvernig þetta byrjaði eða hvernig því lauk. Um hefði verið að ræða rang hugmyndir sem hann gæti ekki nánar gert grein fyrir eða hvað hefði vakað fyrir sér. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hann hefði gyrt alveg niður um brotaþola og hvort hann hefði gyrt upp um hana aftur eftir á. Þá kvaðst ákærði ekki hafa tekið eftir því hvort brotaþoli hefði rumskað en hann mi nntist þess ekki að það hefði gerst. Ákærði kvaðst vera að reyna að lýsa atvikum fyrir dómi eins vel og hann myndi eftir þeim en hann hefði hins vegar enga minningu um það að hann hefði haft sam farir við brotaþola og því teldi hann að það hefði ekki gerst . Þá kæmi honum ekki til hugar neinar aðstæður eða að ástand hans yrði svo bágborið vegna áfengisneyslu að hann myndi nokkurn tímann brjóta gegn brota þola með slíkum hætti. Ákærði hefði í framhaldi farið inn í svefnherbergi og upp í rúm til B . Þau hef ðu síðan byrjað að hafa sam farir. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því hvort hann var í fötum þegar hann var uppi í rúminu. Hann gæti ekki rifjað upp hvenær hann fór úr fötunum. Þá kvaðst ákærði ekki muna hvernig það atvikaðist að þau B fóru að hafa samfari r. Ákærði kvaðst halda að B hefði verið sofandi þegar hann kom inn í herbergið og hann vakið hana til að hafa við sig samfarir. Þá kvaðst hann halda að hún hefði vaknað og verið vakandi í umrætt skipti þegar þau höfðu sam farirnar. Hann kvaðst hins vegar e kki geta sagt til um hversu langur tími hefði liðið á milli þess að hann fór inn í herbergið og þar til þau byrjuðu að hafa samfarir. Það hefði verið í fram haldi af því að hann gyrti niður um brota - þola. Þá hefði hann ekki sofnað á milli þess að það gerði st og fyrr greindar sam farir með B byrjuðu. Ákærði kvaðst ekki muna hversu langur tími var liðinn frá því að hann var kominn upp í rúm til B og þar til þau heyrðu í brotaþola gráta frammi og síðan rjúka út. Ákærði kvaðst muna eftir því að B hefði beði ð hann að fara á eftir brotaþola en hann svarað því til að hann ætlaði ekki að gera það. Hann hefði verið algjörlega búinn á því eftir áfengis - neyslu, auk þess sem áliðið hefði verið á morguninn. Hann hefði ekki getað hugsað sér að standa upp úr rúminu. Þá kvaðst ákærði ekki muna hvað fór í gegnum huga hans á þessum tíma um það hvað gæti verið að hjá brotaþola. Hann hefði ekki verið viss um það og ekki á þeim tíma sett það í samhengi við það sem á undan var gengið í stof unni. Þær hugsanir hefðu komið fram síðar um daginn, þegar hann vaknaði og var búinn að sofa úr sér. Ákærði kvaðst hafa vaknað á sunnudeginum með vonda tilfinningu um að hann hefði brotið gegn brotaþola með því að gyrða niður um hana. Hann hefði munað eftir að 8 brota þoli fór grátandi út og að hann hefði gyrt niður um hana á meðan hún var sofandi. Hann hefði reynt að ná sambandi við hana en hún ekki svarað símtölum og skilaboðum og kvaðst hann kannast við útprentanir af þeim skilaboðum í málsgögnum, auk skilaboða sem hann fékk frá C . Skila boðin hefði hann sent brotaþola út af undangengnum meint um atvikum sem hann teldi að hefðu gerst, það er að hann hefði gyrt niður um hana, en ekki út af neinu öðru. Tilgangurinn hefði verið að heyra í brotaþola og biðja hana af sökunar. Þetta hefði hví lt þungt á honum, auk þess sem honum hefði liðið illa eftir vímu efnaneyslu næturinnar. Ákærði hefði verið hjá B allan sunnudaginn. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað hefði farið á milli þeirra en þau hefðu eitthvað rætt saman um undangengin atvik. Þá kvaðst ákærði ekki minnast þess að hafa sagt við B á sunnu - deginum, sem haft var eftir henni í lögregluskýrslu, að hann hefði sofið hjá brota þola eða að hann hefði nauðgað henni um nóttina. Ákæ rði margtók fram við skýrslugjöf sína fyrir dómi að minni hans um meint atvik væri gloppótt vegna áfengis - og amfetamínneyslu umrædda nótt og því myndi hann ekki vel eftir atvikum. Þá kannaðist ákærði við að að hafa f arið áður í óminnisástand vegna ví mu efna n eyslu og að hann hefði á umræddum tíma verið og væri enn meðvitaður um að það gæti komið fyrir hann aftur við neyslu slíkra efna . Ákærði var spurður út í framburð sinn hjá lögreglu varðandi það að hann hefði við þá skýrslugjöf ekki verið alveg v iss um atvik næturinnar, og út í ítrekuð svör hans um að hann myndi ekki eftir atvikum o.fl. Ákærði kvaðst kannast við skýrslu gjöf sína fyrir lög - reglu en tók meðal annars fram til skýringar að hann hefði, eftir að hafa gefið skýrslu hjá lög reglu, haft m ikinn tíma til að hugsa um atvik og munur á framburði hans hjá lög reglu og fyrir dómi skýrðist af því. 2. Í framburði brotaþola kom meðal annars fram að ákærði hefði ásamt tveimur vinum sínum sótt hana umrætt kvöld á heimili hennar. Þau hefðu farið heim til B áður en þau fóru þrjú saman á þorrablót. B hefði hún þekkt í gegnum vinahóp úr Háskólanum í Reykja vík. Þá hefði ákærði verið sambýlismaður B í nokkur ár en þau verið hætt saman á þessum tíma. Þau hefðu neytt áfengis heima hjá B áður en farið var á þorra blótið. Klukkan hefði þá verið um hálfátta um kvöldið og faðir B keyrt þau þangað. Ákærði, B og brotaþoli hefðu verið saman á þorrablótinu og neytt tölu vert mikils áfengis. Þá hefðu þau verið að dansa. Þau hefðu tekið leigu bifreið heim til B síðar um nóttina og klukkan þá verið á milli tvö og þrjú. Brotaþoli kvaðst hins vegar ekki muna vel eftir ferðinni heim til B . Þegar þau komu til baka heim til B hefðu þau haldið áfram að neyta áfengis og verið að tala saman. B hefði sofnað fyrst af þeim og h ún verið í sófanum þegar það gerðist. Brotaþoli kvaðst muna eftir sér í eldhúsinu og að hún hefði verið búin að finna vín flösku. 9 Hún myndi eftir sér vera að drekka af víninu. Þá hefði hún verið í síma samskiptum við nafngreindan vin sinn og spurt hann hvo rt hann ætlaði að fara í mið borg ina að skemmta sér. Ákærði hefði á þeim tíma verið liggjandi hjá B í sófanum. Brota þoli hefði tekið ljósmynd af þeim og sent til fyrrgreinds vinar síns með sms - skeyti um klukkan fimm. Hún hefði upplifað það þannig að ákær ði væri sofandi við hlið B . Brota þoli kvaðst að - spurð ekki muna eftir því að hún og ákærði hefðu spjallað saman í sóf anum eftir að B sofnaði og kannaðist hún ekki við framburð ákærða um að hún hefði nuddað á honum herðarnar. Þá kvaðst hún ekki muna efti r því að ákærði hefði hellt yfir sig rauð víni. Brota þoli kvaðst telja að hún hefði örugg lega ákveðið að leggjast í sóf ann en hún myndi hins vegar ekki eftir því að hafa sofnað þar. Hún hefði verið búin að drekka mjög mikið og dáið áfengisdauða eða l ognast út af í sóf anum. Brotaþoli kvaðst vera með tvö stutt minningarbrot í huganum af því sem síðan gerð - ist. Hið fyrra væri að hún hefði verið liggjandi, horft til hliðar og séð ákærða vera að gyrða niður um hana . Sokkabuxurnar og nærbuxurnar hefðu v erið komnar niður á mið lærin. Hið síðara væri að hún hefði legið meira á bakinu og ákærði þá verið ofan á henni að hafa við hana sam farir. Brota þoli kvaðst muna eftir andlitinu á ákærða fyrir framan sig og svip ur inn á honum hefði verið einhvern vegin n ógeðslega skrýtinn . Ástandi sínu lýsti brota þoli nánar þannig að hún hefði verið meðvitundarlaus, augun í henni hefðu bara opnast örlítið og hún rankað við sér en ekki náð að vakna. Hún hefði verið lömuð á meðan þetta átti sér stað og ekki getað hreyft sig eða gert neitt. Hún hefði aldrei áður lent í svona aðstæðum og ekki getað brugðist við þeim, gagnstætt því sem almennt mætti búast við hjá henni ef hún væri vakandi. Það sem eftir stæði væru fyrr greind minningar - brot örstutta stund uns hún missti aftu r meðvitund. Einnig hefði hún á sama tíma fundið fyrir kyn færum ákærða inni í sér og að hann væri að hafa við hana sam farir. Brota þoli kvaðst ekki muna eftir því hvort eða í hvaða fötum ákærði var á þessum tíma eða hvort hann hefði verið ber að ofan. Hú n hefði ekki meðtekið umhverfið í kring um sig á meðan þessi atvik áttu sér stað, þetta hefði birst henni í tunnel vision eða svokallaðri rörsýn. Brotaþoli hefði vaknað einhverju síðar og verið ein í sófanum. Hún hefði verið í fötum, kjól og sokkabuxum, o g búið hefði verið að gyrða upp um hana. Þá hefði hún fundið fyrir því að neðan að hafðar hefðu verið við hana samfarir. Líðanin hefði verið þannig og það ekki leynt sér. Hún hefði farið að hágráta og verið í miklu sjokki. Í hennar huga hefði enginn vafi v erið á því hvað hefði átt sér stað, hvorki þá né síðar, nánar tiltekið að ákærði hefði haft samfarir við hana í sófanum í fyrrgreindu ástandi. Brotaþoli hefði viljað hraða sér hljóð lega út og ekki viljað vekja ákærða og B og mæta þeim. Hún hefði verið grá t andi og ekki gefið sér tíma til að fara í skóna sína, sem voru með reimum. Hún hefði skilið þá eftir og farið í inniskó af einhverjum öðrum og síðan lokað dyrunum laust á eftir sér. Hún hefði ekki orðið vör við ákærða og B vakna. Hún hefði stuttu síðar h ringt í vinkonu sína, C , sem var stödd í [...] , og greint henni frá hvað hefði gerst. C hefði í 10 framhaldi hringt í sameiginlegan vin þeirra, D , og hann komið á bifreið og sótt brotaþola og farið með hana á neyðar móttöku síðar um morg un inn. Brotaþoli kv aðst hafa verið stjörf í bifreiðinni og átt erfitt með að meðtaka það sem sagt var. Aðspurð fyrir dómi um samskipti við D í bifreiðinni og frásögn um meint brot kvaðst hún ekki kannast við þá lýsingu sem höfð var eftir D hjá lögreglu að hún hefði sagt honu m í bifreiðinni umræddan morgun að hún hefði vaknað og ýtt ákærða frá sér. Brotaþoli kvaðst ekki telja þessa lýsingu vera rétta hjá D og þá væri hún úr öllu sam hengi við meint atvik. Hún hefði verið í algjöru losti þegar hún var með D í bif reið inni og v erið mjög óskýr. Þá kvaðst hún muna mjög lítið eftir ökuferðinni með honum í bif reiðinni á leið á neyðarmóttöku. Varðandi tímasetningar og umgjörð atvika að öðru leyti kvaðst brotaþoli ekki muna vel eftir því sem gerðist heima hjá B . Minningar hennar um atburði næturinnar væru mjög gloppóttar, þar með talin væri ferðin heim til B af þorrablótinu óljós. Það skýrðist af mikilli áfengis neyslu. Aðspurð fyrir dómi kvaðst brotaþoli kannast við að hafa neytt amfetamíns um nóttina, auk áfengis. Kannabisefna hef ði hún ekki neytt umrædda nótt en það efni sem fannst í þvagi hennar gæti hins vegar verið vegna eldri neyslu. Brotaþoli kvaðst ekki hafa orðið vör við það að B færi úr stofunni inn í svefn herbergið og hún vissi ekki hvernig það hefði gerst. Hún hefði ekk i vaknað við ákærða inni í stof unni og hún hefði líklega verið meðvitundarlaus í einhvern tíma áður en ákærði braut gegn henni. Hið sama ætti við um ástand hennar í einhvern tíma eftir meint brot, þegar búið var að gyrða upp um hana og ákærði var kom inn inn í rúm til B . Minn ingarbrot um meint kynferðis - brot ákærða væru hins vegar mjög skýr og líðan hennar á eftir eins og áður greinir. Tíma - setningar sem hún hefði til við mið unar varð andi atvik væru fyrr greind sms - skeyti með ljósmyndum sem hún sendi v ini sínum áður en hún sofn aði og síðan hvað klukkan hefði verið þegar hún vaknaði upp með fyrr greind um hætti, sem leiddi svo til þess að hún hringdi í C og veitti henni upplýsingar um staðsetningu með for ritinu WhatsApp. Klukkan hefði þá verið um níu um morguninn. Á sunnudeginum, eftir að brotaþoli var kominn heim til sín, hefði hún verið í sam - skiptum við C á Skype. Ákærði hefði einnig ítrekað reynt að hafa samband við hana með því að senda henni skilaboð á Facebook og sms - skeyti, auk þess sem hann hefði reynt að hringja í hana. Hún hefði hins vegar ekki viljað vera í samskiptum við hann og hún hefði greint C frá því. Þá hefði C , með hennar samþykki, látið ákærða vita af því og hann hætt að hafa samband. Einnig kvaðst brotaþoli aðspurð fyrir dómi kannast við út prentanir af skila boðum frá ákærða frá umræddum degi í gögnum málsins. Brotaþoli kvað sér hafa liðið mjög illa andlega eftir meint brot. Hún hefði verið í sjokki og ekki meðtekið nema að litlu leyti það sem sagt var við hana á neyðarmóttöku. Ákærði hefði verið fyrrum sambýlismaður vinkonu hennar og hún ekki verið tilbúin á þessum tíma að leita til lögreglu. Fyrrgreind fíkniefnaneysla um nóttina hefði einnig haft áhrif á afstöðu hennar á þessum tíma og hún verið smeyk út af því. Þá hefði henni verið 11 tjáð að gögn neyðarmóttöku yrðu geymd í níu vikur frá komu hennar þangað. Hún hefði því ákveðið þarna, í samráði við C og fleiri, að fara og vera hjá henni í [...] . Það hefði gert henni gott og þegar hún kom til baka til Íslands hefði ekkert annað komið til greina en að leita til lögreglu, auk þess sem hún hefði ráðfært sig við réttargæslumann sinn í aðdra ganda þess. Brotaþoli kvað nokkurn tíma hafa liðið frá meintu broti uns hún ræddi við B . Það hefði verið eftir að hún kom til baka frá [...] . Brotaþoli tók fram að B hefði sent henni sms umræddan sunnudag eftir meint brot og spurt hana hvort allt væri í lagi. Brota þoli hefði gert sér grein fyrir því að það sem gerðist gæti verið mikið áfall fyrir B . Hún hefði hins vegar ekki áttað sig á því hvort B vissi eða hana grunaði eitthvað um atvik næturinnar. Hún hefði því fengið C til að fara fyrst til B og ræða við hana og segja henni frá ef hún vissi ekki af því sem gerð ist og einnig til að sækja skóna o.fl. sem hún skildi eftir. Eftir samtal C og B hefði brotaþoli frétt að B væri búin að kaupa nýjan sófa og ástæðan væri sú að hún hefði ekki getað hugsað sér a ð eiga gamla sófann þar sem hið meinta brot var framið. Brotaþoli hefði nokkru eftir þetta rætt sjálf við B . Í samtalinu hefði komið fram að B hefði heyrt í brotaþola grátandi og á leið út úr íbúðinni umræddan sunnudag. B hefði sagt ákærða að fara á eftir henni en hann ekki viljað það. B hefði á sunnudeginum spurt ákærða út í það sem gerðist og hann svarað að eitthvað brenglað eða kynferðislegt hefði gerst um nóttina. B hefði einnig spurt hann hvort eitthvað hefði verið á milli hans og brotaþola um rædda nó tt, daður eða kossar, en hann sagt nei við því. Ákærði hefði síðan sagt við B að hann hefði nauðgað brota þola og að hann hefði notað það orð í því samtali. B hefði því vitað um atvikin en viljað bíða eftir að brotaþoli kæmi til hennar og að þær ræddu sama n. Um andlega vanlíðan eftir meint brot og leiðir til að takast á við það kvaðst brotaþoli hafa greint nánustu aðstandendum frá meintu broti og þeir veitt henni mikinn stuðning. Ferðin til [...] hefði gert henni gott, eins og áður greinir. Hún hefði fyrst um sinn ekki áttað sig á einkennum þess að líðan hennar væri ekki eðlileg. Það hefði hins vegar runnið upp fyrir henni síðar á árinu, þegar hún hélt samkvæmi fyrir bekkjarfélaga. Þá hefði þyrmt y fir hana í samkvæminu. Einnig hefði hún leitað til E sálfræðings, sem hefði áður verið með hana í viðtölum út af öðru. Henni hefði í fram haldi verið vísað til F sálfræðings, sem hefði tekið við með ferð inni. Í ljós hefði komið að hún væri með mörg einken ni áfalla streitu röskunar. Hún hefði átt erfitt með svefn, dreymt atvik og á hana sótt erfið minn inga r brot um meint brot þegar ákærði var að gyrða niður um hana. Hún hefði til að mynda upplifað það heima hjá sér að hún gæti ekki klætt sig úr að ofan áðu r en hún klæddi sig úr að neðan. Þá hefði hún ekki getað hugsað sér að vera í nánu sam bandi með neinum í langan tíma á eftir. Það hefði verið fyrst eftir um ár frá meintu broti sem hún hefði getað farið að hugsa sér slíkt. Síðan hefðu vaknað upp minningar um meint brot eftir að hún hóf að stunda kynlíf aftur. Einnig hefði hún fundið fyrir öðrum breytingum 12 og vanlíðan. Þannig hefði hún ekki átt eins auðvelt og áður með að treysta fólki og hún hefði oft verið hrædd við að vera innan um aðra. Þá hefðu hugsani r um að hún kynni að verða fyrir grófu ofbeldi frá öðrum leitað á hana o.fl. Meðferð hjá F hefði gert henni gott og líðanin batnað. Meðferð væri hins vegar ólokið. Bakslag hefði komið í líðan hennar þegar hún sá til ferða ákærða fyrir tilviljun í miðborgin ni á menn ingar nótt 2019. Hún hefði þá orðið miður sín, falið sig og látið vini koma til að sækja sig og fara með sig heim. 3. C gaf skýrslu vitnis. Í framburði C kom meðal annars fram að hún og brotaþoli væru nánar vinkonur. Þá þekkti hún til ákærða í gegnum vin konu sína, B . C hefði umræddan morgun verið í [...] þegar brota þoli hringdi í hana. C hefði strax áttað sig á því að eitthvað væri að. Brotaþoli hefði verið í miklu uppnámi og átt erfitt með að tala. C hefði í símtalinu reynt að róa hana nið ur og fá hana til að segja sér hvað væri að. Það hefði verið mjög erfitt. Fram hefði komið að eitthvað alvarlegt hefði gerst og að hún væri stödd utan dyra í [...] eftir að hafa hlaupið út frá einhverjum stað. Þá minnti C að í símtalinu hefði komið fram að brotaþoli væri skólaus. Eitthvað hefði komið fram um einhvern strák og C fengið það á tilfinninguna að eitthvað kynferðislegt hefði gerst. C hefði í framhaldi náð sambandi við vin sinn, D , og beðið hann að sækja brota þola. D hefði í fram haldi náð í br otaþola og farið með hana á neyðar móttöku. C hefði síðan rætt við D um það hvað hefði gerst. Einnig hefðu þær C verið í samskiptum á Skype síðar sama dag og hún greint betur frá því sem gerðist. C hefði reynt að hug hreysta hana. Ákærði hefði sama dag ver ið að reyna ná sambandi við brota þola og hún verið í uppnámi út af því. Þá kannaðist C við útprentun af net samskipt um í málinu í því sam bandi. Betri mynd hefði fengist af meintum atvikum eftir því sem leið á daginn og síðar. Brota þoli hefði verið miðu r sín þarna og næstu daga á eftir. Í framhaldi hefði verið af ráðið að hún kæmi til hennar til Barce lona til að dvelja hjá henni um tíma. Það hefði gert henni gott. Miðað við það sem C vissi um málið, byggt á endursögn brotaþola o.fl., hefði brota - þoli sofnað í áfengisvímu í sófa. Ákærði hefði klætt hana úr að neðan og haft við hana sam farir á meðan hún var í móki. Brotaþoli hefði átt erfitt með að ræða við B um meint atvik. Nokkru eftir að C kom til baka til Íslands, líklega í mars 2018, hefði hún fari ð til B og sótt skó brotaþola, sem urðu eftir, og um leið rætt við hana um meint atvik . Í því samtali hefði meðal annars komið fram að B hefði vaknað um ræddan morgun við það að brota þoli hljóp út úr húsinu. Þá hefði B greint henni frá því að hún hefði ræ tt við ákærða á sunnudeginum og spurt hann hvað væri í gangi. Ákærði hefði verið í ójafnvægi og sagt við B að hann héldi að hann hefði nauðgað brota þola um nótt ina. B hefði notað það orð í samtali þeirra. Einnig hefði komið fram að B hefði skipt um sóf a í íbúðinni eftir meint atvik. 13 Brotaþoli væri lítil í sér en hún hefði ætlað að harka þetta af sér. Síðar hefðu farið að koma fram ákveðin einkenni hjá henni sem virtust tengjast meintu broti. Þá hefði C fengið símtal frá brotaþola á menningarnótt í ágúst 2019 og henni þá verið mikið niðri fyrir eftir að hafa séð ákærða á förnum vegi. Hún hefði af því tilefni farið í mið borgina og sótt brotaþola. Líðanin hefði þá ekki verið góð og C þætti ljóst að meint brot hefði enn áhrif á brotaþola. Brotaþoli fen gi hins vegar góðan stuðning frá vinum, auk þess sem hún hefði leitað til sálfræðings. 4. B gaf skýrslu vitnis. Í framburði B kom meðal annars fram að hún, ákærði og brotaþoli hefðu komið heim til B um klukkan eitt um nóttina eftir að hafa verið saman á þorrablóti. Þau hefðu setið saman í sófa, hlustað á tónlist og neytt áfengis. Hún hefði síðan farið að sofa og í minningunni hefði klukkan þá verið um þrjú. Sig hefði minnt að hún hefði boðið góða nótt og farið inn í rúm en orðið ljóst, síðar, að hún hefð i sofnað í sófanum. Þetta atriði hefði skýrst betur fyrir henni eftir að hafa séð ljósmyndir sem teknar voru um nótt ina. Hún hefði vaknað um morgun inn og þá verið í rúm inu sínu. Ákærði hefði verið að hafa við hana samfarir. Á sama tíma hefði hún heyrt b rota þola grát a og að hún var á leiðinni út úr húsinu . Hún hefði orðið hissa. Fyrst hefði sér dottið í hug að brota þoli hefði vaknað upp við að heyra í henni og ákærða þar sem þau voru að hafa samfarir og að brotaþoli hefði ef til vill tekið það nærri s ér út af ein hverju á undan á milli brotaþola og ákærða, svo sem hugsanlegs daðurs eða kossa, eftir að B var farin að sofa. Hún hefði spurt ákærða hvort hann vildi ekki fara á eftir brota þola og athuga hvað væri að. Það hefði hann hins vegar ekki gert og þau farið aftur að sofa. Síðar sama dag, þegar þau vöknuðu, hefðu þau bæði verið með þynnku og þeim ekki liðið vel. Skór brotaþola hefðu enn verið í íbúðinni og B frétt frá móður sinni, búsettri í sama húsi, að útidyrnar hefðu verið skildar eftir opna r. B hefði gengið á ákærða með svör um hvað hefði gerst. Ákærði hefði ekki sagst vita það en sagt á einhverjum tíma punkti í samtalinu að hann héldi að eitthvað kyn ferðis lega brenglað hefði gerst milli hans og brotaþola. Hann hefði ekki vitað meira eða e kki svarað henni neinu meira með það. Ákærði hefði verið leiður og ólíkur sjálfum sér þennan dag. Hann hefði grátið og haldið sig að mestu inni í svefn herbergi. Það að ákærði grét umræddan dag heima hjá henni hefði verið óvenjulegt og hún hefði ekki séð þ að gerast áður hjá honum. Þetta hefði gefið henni tilefni til að spyrja hann út í atvik en hann hefði ekki getað gefið henni skýr svör. Hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað ákærði hefði sagt við hana í þessu sambandi eða hver svör hans hefðu verið en þó væ ri skýrt í minn ingunni að hann hefði notað orðin kynferðislega brenglað þegar hann var að reyna að útskýra fyrir henni undangengin atvik. Hann hefði hins vegar ekki virst muna eftir atvikum. Það að ákærði myndi ekki vel eftir atvikum eða hefði verið í óm innisástandi eftir áfengisneyslu hefði hins vegar ekki verið 14 óvenju legt þar sem slíkt hefði áður komið fyrir hjá honum. Þá kvaðst B hafa keyrt ákærða heim síðdegis sama dag. B kvaðst hafa rætt þessi atvik og meint brot við C og vinkonur sínar einhvern tí mann seinna þegar þær hittust. Í þeim samtölum hefði komið fram að eitthvað hefði verið gert á hlut brotaþola . Hún kvaðst hins vegar ekki muna nánar um hvað var rætt í því sambandi en tók fram að minni hennar væri almennt ekki gott og hún ætti erfitt með a ð r i fja u pp atvik í smáatriðum. Þá kannaðist B ekki við það að hafa skipt um sófa í íbúðinni út af meintu kynferðisbroti. Hún hefði skipt um sófann af því að hann hefði verið slitinn og blettóttur . Þá hefði það verið tilviljun að henni áskotnaðist annar só fi frá vinkonu sinni. Nánar aðspurð um skýrsl u sína hjá lög reglu kvaðst B hafa munað atvik betur á þeim tíma og hún greint satt og rétt frá. Hún kvaðst í því sambandi þó ekki kannast við, þrátt fyrir að það kæmi að einhverju leyti fram í lögreglu skýrslu hennar, að ákærði hefði sagt við hana á um ræddum sunnu degi að hann hefði haft samfarir við brotaþola , sofið hjá henni eða að hann hefði nauðgað henni eða hann notað orðið nauðga í samtöl um þeirra. Þá kann aðist hún ekki við að hafa greint öðrum frá s líkum um mælum ákærða. B kvaðst hafa reynt að útskýra þessi samskipti sín við ákærða um ræddan sunnu dag fyrir lögreglu. Hún hefði því tekið til orða með þessum hætti við skýrslu tökuna. Það sem væri rétt í þessu væri að þetta hefði allt verið mjög óljóst hjá ákærða . H ann hefði ekki vitað hvað gerðist og hann hefði ekki lýst neinum kynmökum en hann hefði hins vegar notað orðin kyn - ferðislega brenglað þegar hann var að reyna að útskýra þetta , eins og áður greinir. Þá sagði B að það væri rétt haft eftir henni hjá lögreglu að ákærði hefði um ræddan sunnudag greint henni frá því að hafa haldið á henni inn í rúm eftir að hún sofnaði í sófanum. 5. D gaf skýrslu vitnis. Í framburði D kom meðal annars fram að hann væri vinur brota þola og C . Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ákærða, en hann hefði hitt hann í samkvæmum. D hefði vaknað upp umræddan morgun við það að C hringdi í hann. Í símtalinu hefði komið fram að eitthvað væri að hjá brotaþola og spurt hefði verið hvort hann gæti f arið og sótt hana. Hann hefði drifið sig af stað á bifreið og verið í sam skiptum við C á meðan, auk þess sem hún hefði sent honum upp lýsingar um hvar brotaþoli gæti verið. Það sem hann vissi á þessum tíma hefði verið að hann væri að leita að brota þola eftir að hún hefði verið í samkvæmi heima hjá ein hverjum. Þá hefði komið fram í sam - skiptum hans og C að eitt hvað hefði verið að gerast hjá brotaþola og það verið tilefni þess að hún hringdi í hana í miklu uppnámi. C hefði nefnt við hann hvað mögulega g æti hafa gerst í því sambandi. Hann hefði hraðað sér á staðinn en síma sambandið rofnað á leiðinni. Hann hefði leitað að brotaþola og séð hana nokkru síðar á göngu. Hún hefði verið léttklædd en skólaus, að því er hann minnti, kalt hefði verið úti og auðvel t að finna hana. 15 Brotaþoli hefði verið í miklu sjokki og grátið. Greinilegt hefði verið að eitthvað alvar legt hefði gerst hjá henni. Hún hefði getað talað við hann og verið skýr. Hann hefði í fyrstu reynt að hugga hana og finna út hvað hefði gerst en ha nn hefði ekki almennilega náð því hvað það hefði verið. Samtal þeirra hefði ekki verið langt, en hún hefði þó lýst því sem gerðist eða hvernig hún hefði upplifað það. Hann hefði ákveðið að keyra af stað og fara með brota þola á neyðarmóttöku. Brota þoli he fði róast á leiðinni og þau rætt saman á leið inni en hann hefði ekki viljað fara nákvæm lega út í atvik til að valda henni ekki frekari van líðan. Það sem komið hefði fram hefði verið nóg fyrir hann. Hann hefði viljað að hún færi fyrst á neyðar móttöku, o g fylgt henni þangað. Að því búnu hefði hann keyrt hana heim. Nánar að spurður kvaðst D ekki muna vel hverju brotaþoli greindi honum frá um ræddan morgun varð andi meint kynferðisbrot eða hvaða orð hún notaði í því sambandi. Hann gæti ekki með góðu móti gr eint frá því hverju hún hefði lýst. Að ein hverju leyti skýrðist það af því að hann hefði verið í símasamskiptum við C áður en hann fann brotaþola. Þær tvær hefðu talað saman og C síðan verið í sambandi við hann. Þá hefði brota þoli verið í uppnámi og ekki alveg vitað hvað hún vildi gera. Í hans huga hefði legið fyrir að brotaþoli hefði orðið fyrir kynferðisárás og hann hefði viljað fara með hana á neyðar móttöku. Þá hefði hún verið sam þykk því. Aðspurður út í það sem haft var eftir honum í lögregluskýrs lu, um að brotaþoli hefði sagt honum um morguninn þegar hann hitti hana að hún hefði vaknað með ákærða ofan á sér og ýtt honum frá sér og hún síðan farið út, kvaðst D telja að það gæti mögulega verið rétt lýsing. Frásögn hennar í bifreiðinni hefði verið sk ýr og þau hefðu ekki átt erfitt með sam skipti fyrir utan það að hún hefði grátið og verið í sjokki. 6. H læknir gaf skýrslu vitnis og gerði grein fyrir aðkomu sinni að máli brotaþola á neyðarmóttöku, samskiptum við hana umræddan morgun, læknis skoðun og tímasetn ing - um varðandi sýnatökur o.fl. H kvaðst muna vel eftir brota þola og umræddri læknis - skoðun. Kvenskoðun hefði verið eðlileg og ekkert mark vert komið fram en engar ályktanir væri unnt að draga af því um meint atvik. Brota þoli hef ði reynt að greina frá atvikum en átt erfitt með að rifja þau upp. Þegar reynt var að fara yfir það sem gerðist hefði það svo komið fram smám saman. Þá hefði hún verið í upp námi og grátið þegar atvik voru rifjuð upp. Í heildina hefðu atvik verið óljós þar til hún vakn aði upp. Það sem hefði komið fram í viðtalinu um atvik hefði verið skráð í skýrslu neyðar móttöku og staðfesti H skýrsluna. 7. G hjúkrunarfræðingur gaf skýrslu vitnis símleiðis um aðkomu sína að máli brotaþola á neyðarmóttöku. G kvaðst ekki muna vel eftir umræddu máli en gerði grein fyrir 16 móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings sem fylgdi skýrslu neyðar móttöku. Í skýrslunni kom fram að brotaþoli hefði verið þreytt, áfengislykt verið af henni, og hún grátið öðru hvoru. Þá hefði það veri ð mat sitt að brotaþoli hefði gefið skýra frásögn af því sem hún mundi eftir um meint atvik. 8. E sálfræðingur gaf skýrslu vitnis. E gerði nánar i grein fyrir vottorði sem hún gaf út 30. apríl 2018 vegna meðferðar brotaþola. Í viðtali 26. janúar 2018 hefði verið farið yfir líðan brotaþola vegna frásagnar hennar um meint kynferðis brot. Megináherslan hefði verið á að reyna að koma í veg fyrir að hún myndi þróa með sér áfallastreitu og hún hefði fengið ráðgjöf í því sambandi. Í símaviðtali 14. mars sama ár hefði komið fram að brota - þoli ætti enn í erfiðleikum með svefn og óþægilegar minn ingar sæktu á hana o.fl. Í við tali 23. maí 2018 hefði hún enn glímt við vanlíðan , martraðir og óþægilegar endur minn ingar. Þá hefði hún verið hrædd við að sjá ákærða o g henni liðið illa innan um stráka. E hefði metið þetta sem hugsanleg einkenni áfallastreitu brotaþola, enda hefði þá hefði verið liðið meira en mánuður frá atburði. Hún hefði því talið rétt að vísa brota þola í meðferð hjá F sál fræð ingi. 9. F sálfræð ingur gaf skýrslu vitnis og gerði nánari grein fyrir vott orði sem hún gaf út 25. mars 2019 vegna meðferðar brotaþola. Í framburði F kom meðal annars fram að hún hefði hitt brotaþola fyrst 1. júní 2018, eftir að brotaþoli hafði verið í meðferð hjá E . Hún hefði lagt fyrir brotaþola sál fræði leg próf. Brotaþoli hefði upp fyllt flest grein - ingarskilmerki áfallastreituröskunar en sjálfsásakanir vantað upp á. Hún hefði hins vegar verið með talsverð einkenni áfallastreitu röskunar. Hún hefði verið að fá martrað ir, óvelkomnar hugsanir og verið mjög hrædd við að rekast á ákærða á förnum vegi. Þá hefði hún verið með mikið vantraust í garð karlmanna. Klínískt mat hefði sam rýmst niðurstöðum úr matinu en í meðferðinni hefði aðallega verið unnið með minn ingar. Brotaþ oli hefði sýnt mikil tilfinningaleg viðbrögð og oft hefði þurft að taka hlé í viðtölunum því að brotaþoli hefði komist í uppnám og farið að gráta. Þá hefði henni liðið illa á milli viðtala. Brotaþoli hefði lokið fimm viðtölum fram til haustsins 2018 og ást and hennar verið orðið betra. Hún hefði hins vegar aftur leitað til F í viðtal í lok ágúst 2019. Tilefnið hefði verið það að hún hefði óvænt séð til ákærða á förnum vegi og brugðið mjög við það. Það hefði samrýmst því sem áður hefði komið fram um að hún ót taðist að hitta ákærða og það raungerst þrátt fyrir að áður hefði verið búið að reyna að æfa eða undirbúa viðbrögð við slíku með myndaskoðun o.fl. 17 10. I , sviðsstjóri við rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eitur efnafræði, gaf skýrslu vitnis. I gerði grein fyrir og staðfesti niðurstöðu mats gerðar, dags. 13. apríl 2018, um efni og mæligildi alkóhóls og fíkniefna í blóði og þvagi brota þola. Þá gerði I einnig grein fyrir og staðfesti niðurstöðu álits, dags. 25. sama mán aðar, þar sem lagt var m at á alkóhólstyrkleika í blóði brotaþola nokkrum klukku stund um áður en blóðsýni voru tekin. Í framburði I kom meðal annars fram að alkóhólstyrkur í blóði brota þoli hefði að alk óhólstyrkleiki hafi verið á bilinu 2,9 dag inn, miðað við þá forsendu að áfengisneyslu hefði verið lokið um eða jafnvel fyrir klukkan fjögur. Að því virtu megi ganga út frá því að brota þoli hafi verið ölvuð og mjög ölvuð á tímabili frá klukkan fimm eða hálfsex og fram til klukkan rúm lega níu um morgun inn. Hafi áfengis neyslu hins vegar lokið klukkan hálfsex leiði það til lægra mæli - gildis en að framan greinir en miðað við forsendur sé ekki unnt að reikna út með neinni vissu hvert mæligildið hafi verið. Í þvagsýni brotaþola hafi fundist leifar af umbrotsefni kanna bis, svokölluð tetra - hýdró kanna bín ólsýra, og hún verið frekar lág í þvaginu. Það geti bent til kannabis neyslu mörg um klukku stundum eða jafnvel sólarhringum áður en blóð sýni var tekið. Þar sem efnið hafi verið um brotsefni og það aðeins komið fram í þvagsýni, en ekki í blóðsýni, hafi brotaþoli ekki verið undir áhrifum kannabis á þeim tíma þegar sýnið var tekið. Þá sé ekki unnt að segja til um með nokkurri vissu hvenær sú neysla hafi átt sér stað. Í blóðsýni brota þola hafi einnig mælst 60 ng/ml af amfeta míni. Um sé að ræða mjög lágt mæli gildi amfeta míns. Almennt lág marks mæligildi rannsóknar stofunnar sé 20 ng/ml varð andi slíkt e fni. Almennt hafi amfetamín örvandi áhrif á neytanda en alkó hól slæv andi áhrif en ekki sé unnt að meta það nákvæmlega hvernig efnin hafi áhrif hvort á annað. I V. Niðurstöður: Ákærði neitar sök. Ítarlega hefur verið gerð grein fyrir framburði á kærða og brota - þola fyrir dómi, auk annarra vitna, sbr. III. kafla. Þá hefur að nokkru verið gerð grein fyrir rannsókn lögreglu og sakargögnum, sbr. II. kafla. Í málinu er ágreiningslaust að ákærði, brotaþoli og B voru umrædda nótt saman á heimili hinnar s íðastgreindu í fram - haldi af þorra blóti. Óumdeilt er að þau þrjú neyttu áfengis og voru ölvuð um nóttina. Þá verður ráðið af framburði ákærða og brotaþola að þau tvö hafi einnig neytt amfetamíns sömu nótt. Fyrir liggur að B sofnaði á undan ákærða og brota þola í sófa í stofunni. Einnig 18 verður ráðið af fram burði ákærða og brotaþola, sem samrýmist ljós mynd um í máls gögn - um, að ákærði hafi í fram haldi lagst til hvílu við hlið B í sófanum. Þá verður ráðið af fram burði brota þola, sem einnig samrýmist ljósmyndum í málsgögn um, að hún hafi verið vak andi í einhvern tíma eftir það á meðan B og ákærði lágu hlið við hlið í sófanum, að minnsta kosti á tímabili frá klukkan 05:06 til klukkan 05:25, miðað við gögn um sms - skeyti brotaþola og nafngreinds vinar h ennar. Tíma setn ing á töku um ræddra ljós mynda, sem voru sendar með sms - skeytunum, liggur hins vegar ekki fyrir en leiða má líkur að því, út frá öðrum atvikum eins og þau birtast í málsgögnum, að mynd irnar hafi verið teknar um svipað leyti og þær voru sendar. Með hliðsjón af því sem að framan greinir bendir allt til þess að brotaþoli hafi lagst til hvílu og sofnað í sóf anum í fram haldi af send ingu sms - skeytanna. Ákærði og B voru þá í sófanum, eins og að framan greinir. Þá er ágrein ingslaust að ákærði klæddi brotaþola úr sokkabuxum í sófanum á meðan hún var sofandi, og þar með nokkru eftir að hún lagðist til hvílu. Þá má leiða líkur að því að B hafi á þeim tíma verið komin inn í svefnherbergi, en að mati dómsins er óupplýst hvernig það atvikað ist. Ákærði kannast við að hafa klætt brotaþola úr sokkabuxum en neitar því hins vegar að hafa klætt hana úr nærbuxum og haft við hana samræði í sóf - anum, eins og greinir í verkn aðar lýsingu ákæru, gagnstætt framburði brota þola. Stendur þar orð gegn orð i. Framburður brotaþola fyrir dómi hefur í meginatriðum verið skýr og einlægur að því marki sem hún man eftir atvikum. Skýrslugjöf hennar fyrir dómi við aðalmeðferð bar þess greinileg merki að upp rifjun hennar á meintu broti og öðrum atvikum er henni mj ög þungbær. Þá sam rýmist fram burður brotaþola fyrir dómi framburði hennar hjá lögreglu. Hið sama á við um frásögn hennar umræddan morgun á neyðar móttöku. Framburður hennar hefur því verið stöðugur í öll um meginatriðum. Brotaþoli man atvik að nokkru fram að því að hún fór að sofa. Hún hefur greint frá fyrr greind um síma samskiptum við vin sinn um klukkan fimm og því að ákærði hafi sofn - að hjá B og sam rýmist það fyrr greindum gögnum um síma samskipti og send ingu ljós - mynda. Hún hafi í fram hald i sofn að eða lognast út af mjög ölvuð í sóf anum. Brota þoli man hins vegar ekki vel hvar eða hvenær hún fór að sofa eða í hvaða líkams stellingu. Þá hefur hún ekki getað borið um það hvernig það atvikaðist að B fór úr sóf anum. Bendir þetta til þess að hún hafi verið mjög ölvuð þegar hún lagðist til svefns. Fram burður brota - þola um framan greind atriði ber þess skýr merki að hún hefur greint frá atvik um eins og hún man þau og ekkert í framburði hennar bendir til þess að hún hafi verið að geta í eyðurnar. Brotaþoli hefur frá upphafi borið um það að hafa sofnað í sófa og síðan vaknað eða rumskað við það að ákærði var að draga niður um hana sokka buxurnar og síðan að hafa við hana sam farir í leggöng. Hún hefur borið um tvö greinileg minn ingarb rot í þessu sam bandi. Hið fyrra var þegar hún horfði á það frá hlið þegar ákærði var að klæða hana 19 úr að neðan. Hið síðara var þegar hún var liggjandi á bak inu og hann að hafa við hana sam farir. Brota þoli lýsti þessum minningar brotum með skýr um og afgerandi hætti, meðal annars með lýsingu á ófrýnilegum andlits svip ákærða þegar hann hafði við hana meintar sam farir. Þá lýsti hún því hvernig hún fann fyrir ákærða inni í sér á sama tíma, og var fram burður hennar mjög af gerandi um þetta. Þe ssu til við bótar lýsti brota þoli því með skýrum og afgerandi hætti, þegar hún vakn aði á eftir, hvernig hún fann það á lík ama sínum að búið var að hafa við hana sam farir í leggöng. Hér er um að ræða tilfinningu sem almennt má gera ráð fyrir að kona finni fyrir í lík ama sínum við þessar aðstæður. Þá hefur brotaþoli borið um það að sokkabuxurnar og nærbuxurnar voru gyrtar upp um hana þegar hún vaknaði með fyrr greind minningar brot og líkamlega líðan. Er því ekki líklegt að brota þoli hafi verið að ge fa sér að fyrrgreind atvik hafi gerst eða að eitthvað hafi truflað minni hennar sem ekki eigi sér stað í raunveruleikanum, gagnstætt því sem fremur gæti átt við ef hún hefði vaknað með buxurnar niður um sig, en svo var ekki, eins og áður greinir. Framburður brotaþola um viðbrögð og líðan umræddan morgun eftir meint brot sam - rýmist framburði ákærða og vitnisins B . Samkvæmt því liggur fyrir að brotaþoli leit aði skjótrar út göngu úr hús næðinu í beinu framhaldi af því að hafa vakn að í uppnámi með f yrrgreind minn ingarbrot, auk þess sem hún fór grátandi út úr húsnæðinu og skildi skóna sína eftir. Einnig liggur fyrir, samkvæmt framburði vitnisins C , að brotaþoli var í miklu uppnámi í símtali stuttu síðar. Þá verður ráðið að ástand brotaþola hafi ver ið með svip - uðum hætti síðar um morguninn samkvæmt framburði vitnisins D þegar hann kom að henni um morg un inn og átti við hana samskipti í bifreiðinni. Þessu til viðbótar samrýmist þetta gögnum neyðar móttöku og framburði vitnanna H læknis og G hjúkrunar fræðings um andlega líðan brota þola síðar sama morgun. Allt framangreint styður framburð brotaþola um að brotið hafi verið gegn henni kynferðislega eins og greinir í ákæru. Framburður D hjá lögreglu, sem borinn var undir hann fyrir dómi, um ætlaða frá sögn brotaþola í bifreiðinni, að hún hefði vaknað við ákærða ofan á sér og ýtt honum af sér, er ekki í nægjanlegu samræmi við málsatvik eins og ákærði og brotaþoli hafa lýst þeim. Þá ber einnig að líta til þeirra aðstæðna sem voru uppi umræddan morgun og á stands brotaþola þegar hún kom inn í bifreið ákærða. Að því virtu er afar ósennilegt að hún hafi verið í ástandi til að bera um atvik með nokk urri nákvæmni. Þá var ekkert vikið að atvik - um með þessum hætti í skráðri frásögn brotaþola á neyðar móttöku stut tu síðar. Einnig ber að líta til þess að D var við skýrslugjöf fyrir dómi í raun ekki viss um hvort fram - burður hans um þetta hjá lög reglu væri að öllu leyti réttur eða nægjanlega ná kvæmur. Að þessu virtu verður ekki talið að fyrrgreint meint misræmi rýr i framburð brota þola svo nokkru máli skipti fyrir úrlausn máls ins. Samkvæmt gögnum neyðarmóttöku og framburði fyrrgreinds læknis voru engir áverkar á brotaþola við kvenskoðun. Að mati dómsins styður þetta framburð brotaþola 20 um að hún hafi verið sofan di þegar meint brot var framið. Hún hafi því ekki verið spennt og ekki streist á móti. Þá dregur það ekki úr gildi framburðar brotaþola þótt ekki hafi fundist hjá henni not hæf lífsýni til DNA - kennslagreiningar. Bendir þetta til þess að ákærði hafi ekki ha ft sáðlát við meintar samfarir við brotaþola. Samræmist það einnig því sem síðar gerðist um morguninn og er óumdeilt í málinu, nánar tiltekið að ákærða var unnt að hafa sam farir við B . Samkvæmt matsgerð og áliti rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnaf ræði og framburði vitnisins I fyrra blóðsýnið var tekið klukkan 10:50 umræddan morgun. Að því virtu var hún undir tölu verðum áhrifum áfengis á þeim tíma. Þá liggur fyrir álit ra nn sóknarstofunnar á því hvert hafi verið ölvunar ástand brota þola umræddan morgun, reiknað aftur í tímann. Sam - kvæmt því sem greinir í fyrrgreindum gögnum frá rann sóknar stofunni og framburði I er ljóst að brotaþoli var talsvert mikið ölvuð fyrr um mo rguninn og nóttina, alkóhól í blóði alkóhóls hafi verið nokkru lægra hafi drykkju lokið síðar. Þá liggur fyrir að brotaþoli var með lágt mæligildi af amfetamíni í fyr ra blóð sýninu, 60 ng/ml, en ekki mælanlegt í hinu síðara blóð sýni. Bendir þetta til þess að hún hafi einnig verið undir áhrif um amfetamíns á fyrr greindu tímabili og það haft samverk andi áhrif á ölvunarástand brotaþola, sbr. framburð I . Að mati dómsin s styðja þessi gögn og fram burður I það sem fram hefur komið hjá brotaþola um að hún hafi verið mjög ölvuð og sofnað ölvunar svefni í sófanum og að ástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við meintri hátt semi ákærða, eins o g nánar greinir í ákæru. Þessu til viðbótar liggur fyrir, samkvæmt framburði vitnisins C , sem samrýmist vottorðum og framburði sálfræðinganna E og F , að brotaþoli hefur í langan tíma átt erfitt andlega frá því að meint brot var framið. Að mati dómsins st yður þetta einnig framburð brotaþola um meint brot ákærða. Framburður ákærða er um margt óskýr um meint brot og önnur atvik máls. Hann hefur kannast við að hafa gyrt niður um brotaþola þegar hún var sofandi og að hann hafi verið með vonda tilfinningu þ egar hann vaknaði undir hádegi umræddan sunnudag. Þá hefur framburður hans um atvik að öðru leyti fyrir og eftir meint brot verið fremur óskýr. Af framburði hans verður ráðið að minni hans um atvik sé gloppótt og það skýrist af fyrr greindri vímu efnaneysl u. Framburður ákærða fyrir dómi hefur ekki að öllu leyti verið stöðugur þegar litið er til framburðar hans hjá lögreglu. Fyrir dómi hefur ákærði vísað því á bug að hann hafi haft samræði við brotaþola rænulausa eins og greinir í ákæru. Því til skýr ingar h efur ákærði vísað til þess að hann hafi engar minningar um að slíkt hafi gerst. Framburður ákærða um þetta er hins vegar ekki að öllu leyti skýr. Af framburðinum verður einnig ráðið að ákærði telji eða leggi til grundvallar að það geti ekki verið að hann h afi brotið kynferðislega gegn brotaþola eins og greinir í ákæru og það sé vegna almennra 21 viðhorfa hans og/eða fyrri vináttu hans og brotaþola. Ákærði telji að það geti ekki verið að hann myndi nokkurn tímann sýna af sér slíkan dómgreindarbrest undir áhrifu m áfengis. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu voru svör hans um að hann væri viss um hvað hefði í raun og veru gerst eða ekki gerst ekki eins afger andi og þau voru fyrir dómi. Sam kvæmt lög regluskýrslunni, sem var tekin upp í hljóði og mynd, var ákærð i oft ekki viss um hvað hefði gerst milli hans og brotaþola og mundi ekki eftir atvikum og voru svör hans eftir því. Þegar framburður ákærða fyrir dómi er borinn saman við framburð hans hjá lögreglu er ljóst að hann hefur tekið breyt ingum í framan greind u tilliti. Fyrir dómi kannaðist ákærði við framburð sinn hjá lög reglu en tók fram að hann hefði farið betur yfir málsatvik í huganum frá því að hann gaf skýrslu hjá lög reglu. Að mati dómsins er hæpið að byggja á slíkum skýringum og eru þær haldlausar. Að framan greindu virtu liggur fyrir að framburður ákærða hefur ekki verið nægjanlega skýr og stöðugur og dregur það úr gildi framburðarins við sönnunar matið, sbr. 115. gr. laga nr. 88/2008 um með ferð sakamála. Við mat á framburði ákærða verður einnig að líta til gagna um sms - skila boð hans til brotaþola umræddan sunnudag klukkan 12:45, sem og skilaboð hans til C sama dag klukkan 14:45 á Facebook, sbr. fyrrgreinda umfjöllun í lið I/4. Að mati dóms ins er ekki sennilegt í almennu tilliti að slík skilaboð skýrist af því einu að ákærði hafi gyrt niður buxurnar á brotaþola. Þvert á móti benda skilaboðin til þess að ákærði hafi gengið mun lengra og hann hafi í raun haft aðrar og meiri minningar um meint brot en hann hefur fengist til að gangast við. Að þessu virtu dregur efni skilaboðanna úr gildi framburðar ákærða fyrir dómi en skilaboðin styðja fremur framburð brotaþola um meint brot. Þessu til viðbótar hefur vitnið B borið um það að ákærði hafi umræddan sunnu dag, eftir hádegi, kannast við það að hafa ge rt eitthvað kynferðislega brenglað við brota þola og þá hafi hann verið miður sín og grátið. Það hafi verið óvenjulegt í fari ákærða, en fyrir liggur að þau voru sambúðarfólk í fjögur eða fimm ár. Þá hefur ákærði í fram burði sínum fyrir dómi kannast við þ að að hafa viðhaft þessi ummæli við B , auk þess sem af framburði hans verður ráðið að honum hafi liðið illa andlega umræddan sunnudag. Að mati dóms ins benda þessi ummæli og líðan ákærða á þessum tíma til þess að hann hafi gert sér grein fyrir því að hann hefði brotið með alvarlegum hætti kynferðis lega gegn brotaþola. Að mati dómsins draga þessi atriði úr gildi framburðar ákærða fyrir dómi en styðja fremur framburð brotaþola um meint brot. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að framburður brotaþola fyrir dómi hafi verið afar trúverðugur og hann eigi sér stoð í öðrum gögnum málsins. Framburður brota þola hefur því mikið sönnunargildi og verður lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Hið sama á við um framan greind atriði sem rakin h afa verið til stuðnings fram - burði brota þola. Hið gagn stæða á hins vegar við um framburð ákærða. Framburður hans hefur hvorki verið stöð ugur né í nægjanlegu samræmi við gögn málsins . E r það mat 22 dóms ins að fram burður ákærða sé í meginatriðum ótrúverðu gur og á honum verði síður byggt við úrlausn málsins, ef frá eru talin þau fyrrgreindu atriði í framburði hans sem styðja framburð brotaþola . Að öllu þessu virtu er það mat dómsins að gegn neitun ákærða sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi og er hún rétt heimfærð til 2. mgr. 194. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breyt ingar. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að um var að r æða mjög alvarlegt brot sem beindist gegn kynfrelsi ungrar konu, sem var vinkona ákærða, og í aðstæðum þar sem hún átti að vera örugg. Var því um að ræða mikinn trúnaðarbrest. Horfir þetta til refsi - þyng ingar, sbr. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennr a hegningarlaga. Samkvæmt fram - burði brotaþola sjálfs og vitnisins C , sem og fyrrgreindum vottorðum og fram burði sál - fræð inga, er ljóst að brotaþoli hefur orðið fyrir talsverðu andlegu tjóni. Horfir þetta til refsi þyng ingar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. söm u laga greinar. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu en ákærði á sér að öðru leyti ekki málsbætur. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 644/2015 og 154/2016 verður refsing ákærða ákveðin fang elsi í tvö ár og sex mánuði. Ákærði verður dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. síðari breytingar. Tjón brotaþola er mikið og er það stutt gögnum frá sálfræðingum, eins og áður greinir. Að þess u virtu og með vísan til framan greindra sjónar miða sem hafa verið rakin um ákvörðun refs ingar, auk dómvenju, þykir fjár hæð miska bóta hæfi lega ákveðin 1.800.000 krónur, með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta miðast við 26. maí 2018 en þá var liðinn mánuður frá því að ákærða var kynnt bótakrafan við skýrslu töku hjá lögreglu. Með hliðsjón af úrslitum málsins verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað vegna með ferðar þess hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi, þ ar með talin m áls varnar - laun skipaðs verjanda síns , Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, vegna vinnu á rann sóknar - stigi og fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 1.200.000 krón ur að með töldum virðis - aukaskatti, og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþ ola, Sigurðar Freys Sig urðs - sonar lög manns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast af tíma skýrslu, 1.159.400 krónur að meðtöld um virðisaukaskatti, auk 263.670 króna í annan sakar - kostnað sam kvæmt yfir liti ákæru valds ins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 23 D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Ákærði greiði A 1.800.000 krónur í miskabætur, auk vaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 21. janúar 2018 til 26. maí sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Á kærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 1.200 .000 krónur, þóknun skip aðs réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 1.159.400 kró nur, og 263.670 krónur í annan sakarkostnað. Daði Kristjánsson