Héraðsdómur Austurlands Dómur 6. nóvember 2019 . Mál nr. S - 18/2019: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) (Kári Valtýsson lögmaður) gegn A (Þórður Már Jónsson lögmaður) I. Mál þetta, sem dómtekið var 10. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 4. apríl, en einnig með framhaldsákæru, útgefinni 9. maí sl., á hendur A , [...] , [...] , [...] ; [...] , með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. janúar 2019, utandyra á [...] , [...] , á móts við hús nr. [...] , ráðist að B , kt. [...] svo þeir féllu báðir í götuna og síðan sparkað í höfuð hans, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli í liðum efst í brjó sthrygg og roða á hægra eyra, auk þess sem hann varð fyrir tímabundinni jafnvægisskerðingu og tímabundinni skerðingu á skyni og krafti í öllum hægri hluta líkama. Telst háttsemin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytinga rlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Í málinu gerir brotaþoli B kröfu um að ákærða verði gert að greiða skaða - og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 1.000.000, með vöxtum skv. 8. g r. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 13.01.2019, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá þeim degi er tjónþola er sannarlega kynnt krafan, til greiðsludags. Þá er þess krafis t að ákærða verði gert að greiða brotaþola tekjutap að fjárhæð kr. 7.161 og útlagðan kostnað að fjárhæð kr. 32.266. Þess er einnig krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða a ð mati réttarins, að viðb ættu m 24% virðisaukaskatti, fyrir að halda fram bótakröfu sinni. Höfuðstóll kröfunnar sundurliðast þannig: 2 1. Miskabætur skv. 26. gr. skaðabótalaga kr. 1.000.000 - 2. Tekjutap á veikindatímabili kr. 97.161 - 3. Sjúkrako stnaður kr. 32.266 - Samtals kr. 1.129.427 - Málið var þingfest 21. maí sl., en við fyrirtöku þann 20. júní neitaði ákærði refsiverðri sök, líkt og við aðalmeðferð málsins. Skipaður verjandi, Þórður Már Jónsson lögmaður, krefst þess að ákærði verði sýknaður af refsikröfu ákæruvalds, en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Verjandinn krefst þess jafnframt að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, en til vara að hún verði stórlega lækkuð. Loks krefst verjand inn þess að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði og þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun hans. II. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum eru helstu málsatvik þau að aðfaranótt sunnudagsins 13. janúar 2019 voru ákærði, A , og brotaþoli, B , á dansskemmtun í [...] , í heimbyggð þeirra á [...] . Á meðal gesta voru eiginkona brotaþola, vitnið C , en einnig frændi ákærða, vitnið D . Á meðal starfsmanna á skemmtuninni var vitnið E . Óumdeilt er að áfengi var haft um hönd á dansskemmtuninni og að ákærði og brotaþoli voru báðir undir áfengisshrifum undir lokin, og að rétt fyrir kl. 03:30 hafi komið til skammvinns atgangs þeirra í millum í anddyri félagsheimilisins. Verður ráðið að brotaþoli hafi haldið á vínglasi er þetta gerðist og hafi af þeim sökum lítillega skvest á föt hans, en að í framhaldi af því hafi komið til orðaskipta með þeim, en þá einnig fyrir utan [...] . Liggur fyrir að þessum samskiptum lauk eftir að vitnið E , sem m.a. gegndi dyravörslu umrædda nótt, brást við og skakkaði leikinn. Af gögnum verður ráðið að eftir o fangreindan atburð hafi brotaþoli ásamt nefndri eiginkonu sinni, C , haldið heim á leið fótgangandi og að þau hafi þá lagt leið sína um Skólaveginn. 2. Samkvæmt gögnum hafði ákærði í tvígang átt í útistöðum við ættingja sína skömmu fyrir ofangreindan atbur ð og þá með þeim hætti að lögreglumenn töldu ástæðu til að grípa í taumana. Um þessi afskipti liggur m.a. fyrir upptaka úr 3 vettvangsmyndavél lögreglu, en hún hefst kl. 03:00:21, en lýkur kl. 03:12:42. Á upptökunni má m.a. sjá að snjór er á vettvangi, þar á meðal á akbrautum, en ráðið verður að atvik máls hafi gerst skammt frá [...] . Í frumskýrslu F lögregluvarðstjóra segir frá því að þegar hinir síðastgreindu atburðir gerðust hafi ákærði verið í æstu skapi, en einnig ölvaður. Segir frá því í skýrslunni að í greint sinn hafi ákærði verið í samskiptum við bróður sinn, sem hafi reynt að koma honum heim , en jafnframt að þeir hafi báðir afþakkað frekari afskipti lögreglumannanna. Í frumskýrslunni greinir frá því að skömmu eftir fyrrnefnd afskipti hafi lögreglumenn á ný komið að atgangi þeirra bræðra, en að þá hafi ákærði látið ófriðlega. Vísað er til þes s að ákærði hafi m.a. sparkað að bróður sínum, en einnig í nálægt grindverk. Greint er frá því að vegna þessa hafi ákærði verið tekinn tökum og að hann hafi þá róast og lofað því að fara heim með föður sínum, vitninu G , sem hafi verið á vettvangi á bifreið sinni. Fram kemur að á vettvangi hafi í greint sinn einnig verið vitnið D . Vegna þessa hafi afskiptum lögreglu af ákærða lokið í það sinnið, en helst verður ráðið að ákærði hafi á þeirri stundu haft uppi þá fyrirætlun að líta við í [...] og þá áður en han n færi til síns heima. Er þetta í samræmi við fyrrnefnda vettvangsupptöku lögreglu. Fyrir liggur að eftir að þetta gerðist hafi komið til þeirra samskipta, með ákærða og brotaþola í anddyri félagsheimilisins, sem áður var lýst. 3. Eins og áður sagði fór brotaþolinn B ásamt eiginkonu sinni, C , frá [...] eftir lýst samskipti við ákærða, og er óumdeilt að þau hafi gengið eftir það áleiðis til síns heima og því farið um [...] . Liggur fyrir að á þessari stundu hafi ákærði verið farþegi í bifreið föður síns, se m hafi verið að aka dansgestum til síns heima, þ. á m. vitninu D . Hafi bifreiðinni þannig verið ekið um götur kauptúnsins, en nærri gatnamótum [...] og [...] hafi ákærði komið auga á brotaþola og konu hans og farið út úr bifreiðinni og gengið til þeirra, e n eftir það hafi komið til þeirra samskipta sem mál þetta er af risið. 4. Í frumskýrslu lögregluvarðstjórans segir frá því að hún hafi verið í lögreglubifreið ásamt H lögreglumanni, á leið austur [...] , þegar þau hafi séð til brotaþola þar sem hann hafi legið á akbrautinni, á móts við hús nr. [...] , og að klukkan hafi þá verið 03:37. Í skýrslunni segir að á vettvangi hafi auk brotaþola verið áðurnefnd vitni, þ.e. C , D og G , svo og ákærði. Í skýrslunni e r haft eftir eiginkonu brotaþola, C , að þau 4 hjónin hafi verið á heimleið eftir dansleikinn í [...] og því hafi þau gengið um nefnda götu, en við þær aðstæður hafi bifreið stansað hjá þeim. Þá um leið hafi ákærði komið æðandi út úr bifreiðinni og farið að þ eim, en síðan hafi hann sparkað fótunum undan brotaþola þannig að hann hafi fallið á akbrautina. Í kjölfar fallsins hafi ákærði sparkað í höfuð brotaþola. Skráð er í skýrslunni að á vettvangi hafi vitnum að mestu borið saman um atburðarásina, en ekki er ná nari umfjöllun um þetta atriði í skýrslunni. Í nefndri skýrslu segir frá því að brotaþoli hafi verið vankaður á vettvangi og því hafi verið kallað á sjúkralið, sem hafi flutt hann í sjúkrabifreið til læknis til frekari skoðunar. 5. Samkvæmt rannsóknargögn um lögreglu var ákærði handtekinn á vettangi, kl. 03:40. Um ástand ákærða er skráð í handtökuskýrslu, að sjáöldur hans hafi verið samandregin, jafnvægið óstöðugt og framburður ruglingslegur. Nánar segir um ákærða að hann hafi verið í annarlegu ástandi og s ýnilega mikið ölvaður. Tekið er fram að áverkar á ákærða hafi verið litlir, en ekki er tiltekið hvar þeir hafi verið. Fram kemur að ákærði hafði verið vistaður í fangaklefa lögreglustöðvar um stund, en ekki er getið um búnað hans eða muni. Í nefndri skýrsl u segir að ákærði hafi verið leystur úr haldi lögreglu þá um morguninn, kl. 06:20, og að honum hafi í framhaldi af því verið ekið til síns heima. III. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu var brotaþolinn B yfirheyrður um sakarefni máls þess þann 15. janú ar 2019. Í kjölfarið voru vitnin C og D yfirheyrð, þann 21. janúar, og loks var ákærði yfirheyrður um sakarefnið, þann 24. janúar sama ár. 2. Nefndar skýrslur voru teknar upp með hljóði og eru viðeigandi diskar þar um með málsgögnum ákæurvalds. IV. 1. Ákærði, A , skýrði frá því við yfirheyrslu hjá lögreglu að undir lok umrædds dansleiks í [...] hafi hann verið mjög ölvaður, og að fyrir utan félagsheimilið hafi hann átt í útistöðum við bróður sinn, en að ekki hefði verið um alvarlegan atgang að ræða. 5 Ákæ rði kvaðst eftir þessi viðskipti á ný hafa farið inn í anddyri félagsheimilisins, en að við þær aðstæður hafi hann rekist utan í brotaþola, B , sem þá hafi verið á útleið. Ákærði staðhæfði að brotaþoli hefði brugðist við með því að hrinda honum til og þá þa nnig að hann hefði hnotið við, en við það hefði hann rekið höfuð sitt í hurðina. Ákærði sagði að hann hefði í raun ekki hlotið áverka vegna þessa háttalags brotaþola og bar að ekki hefði komið til frekari atgangs þeirra í millum. Vísaði hann til þess að ko na brotaþola, vitnið C , hefði gripið í taumana og leitt brotaþola út, og þá með þeim orðum að þau væru að fara til síns heima. Ákærði bar að um svipað leyti hefði haft við brotaþola umrædda nótt, en vegna þessara orða hefði hann brugðist við og elt brotaþola út og þá í þeim tilgangi að fá skýringu á þeim. Ákærði bar að þessi áform hans hefðu endað á þann hátt að hann hefði verið dreginn inn í bifreið sem faðir hans, vitnið G , ók. Ákærði kvaðst eftir þetta hafa verið í bifreiðinni og þannig ekið um kauptúnið, en í tiltekinni beygju hafi hann séð til ferða brotaþola þar sem hann hafi verið á gangi með vitninu C . Ákærði sagði að auk ölvunaráhrifa hafi hann er þetta gerðist ver ið í æstu skapi og þá vegna fyrrnefndrar framkomu brotaþola og því hefði hann stokkið út úr bifreiðinni og farið til hans. Kvaðst ákærði strax hafa innt brotaþola eftir því hverju fyrrnefnd framkoma hans hefði sætt, en bar að brotaþoli hefði þá endurtekið móðgunaryrði sín. Við lögregluyfirheyrsluna lýsti ákærði framhaldinu heldur í mig, þannig að ég dett með honum, það var náttúrulega fljúgandi hálka. Ég dett með honum með þeim afleiðingum, að hann dettur þarna, skall með hausinn í götuna og ég dett og þá ský st undan og ég sparka eða dett þannig með löppina í hausinn á honum og það er verið að kalla það að ég hafi sparkað í hausinn á honum. ég dett og skauta svona undan mér o fara að sparka í hann, það er bara ekki séns. Ég var náttúrulega aldrei að fara að meiða Við yfirheyrsluna áréttaði ákærði að í greint sinn hefði hann aðeins ætlað að fá að vita um tilefni fyrrnefndr a viðbragða og orða brotaþola í anddyri félagsheimilins skömmu áður. 6 Við yfirheyrsluna lét ákærði þau orð falla að hann hefði í raun verið trylltur á vettvangi og hafi hann því verið handtekinn og færður í lögreglubifreið. Ákærði greindi frá því að dagin n eftir þennan atburð hefði hann hringt til brotaþola og beðið hann afsökunar á framkomu sinni. Fyrir dómi neitaði ákærði refsiverðri sök og hafnaði bótakröfu brotaþola. Staðhæfði ákærði að hann hefði í raun aldrei ráðist á brotaþola, en að tilgangur hans Frásögn ákærða fyrir dómi var í aðalatriðum með líkum hætti og fram hafði komið hjá honum við rannsókn málsins hjá lögreglu. Ákærði skýrði frá því að hann hefði verið mjög ölvaður á umræddum dansleik, en að auki hafi hann átt í deilum við sambýliskonu sína og af þeim sökum verið miður sín, en einnig æstur. Ákærði bar að bróðir hans hefði blandast í mál hans, en áréttaði að í raun hefði þar ekki verið um nein illindi að ræða. Fyrir dómi staðfesti ákærði efni vettvangs myndbands lögreglu og sagði að með Fyrir dó mi áréttaði ákærði fyrri frásögn um viðskipti sín við brotaþola í anddyri félagsheimilisins undir lok dansleiks, en bar að orsökin hefði í raun verið óvarkárni þeirra beggja. Ákærði sagði að annar hvor þeirra hefði verið með glas í hendi þegar þetta gerðis t og hafi eitthvað skvest á föt hans. Ákærði sagði og að einhver gagnkvæm orð hefðu fallið vegna þessa, en að hann hafi ætlað að ekki yrðu frekari eftirmálar og því hefði hann snúið sér frá brotaþola, en að þá hefði brotaþoli ýtt á bakið á honum með þeim a fleiðingum að höfuð hans hefði rekist í útihurðina. Ákærði kvaðst hafa kennt til vegna þessa, en í raun ekki fengið neina áverka. Ákærði staðhæfði að í kjölfar þannig: ... þá verð ég bara bjálaður og ég var ekkert í góðu ástandi fyrir út af mér og vegna þessa atburðar, en hann kvaðst minnast orða vitnisins C , sem hún hefði látið falla við b Ákærði áréttaði að eftir lýstan atburð hefði hann farið í bifreið föður síns, sem þá hefði verið að aka dansgestum til síns heima. Ákærði kvaðst minnast þess að vitnið D 7 hefði verið í bifreiðinni þegar faðir hans hefði ekið frá félagsheimilinu við [...] , en að síðan hefði verið ekið um [...] og [...] og niður [...] og eftir það aftur á [...] . Hann lýsti C fram hjá Ákærði kvaðst því hafa farið út úr bifreiðinni, sem þá hefði verið n ær kyrrstæð, en eftir það lagt leið sína til brotaþola og C . Um hugarástand sitt á þessari stundu hafði frekar brjálaður. ... náttúrulega verður maður reiður, ég var mjög brjálaður, já, en ég var ekkert brjálaður Ákærði sagði að hann hefði gengið til brotaþola og C og náð tali af þeim um 10 - spyr hann (brotaþola) af hv aftur, vildi bara fá þetta á hreint inhvern veginn svona hring og hann dettur aftur Nánar aðspurður kvaðst ákærði ekki geta sagt t il um hvort þeir hefðu sleppt Það var ætlan ákærða að um 30 sek. til 60 sek. hefðu liði ð frá því að hann kom að brotaþola í greint sinn og þar til þeir féllu saman á akbrautina með lýstum hætti. Ákærði sagði að þegar hann hafi staðið á fætur hefði vitnið C strax haft á orði að aðst hafa andmælt þessum orðum C 8 Fyrir dómi neitaði ákærði því alfarið að hann hefði verið með hnúajárn í greint sinn. Fyrir dómi kvaðst ákærði e kki hafa skýringu á ásökun C . Hann fullyrti að hann hefði þannig ekki óviljandi sparkað eða rekið fót sinn í höfuð brotaþola í greint sinn eða þá þannig að um minnisglöp af hans hálfu væri að ræða um þessa atburði. Ákærði kvaðst hins vegar hafa hugleitt þe tta daginn eftir og verið með efasemdir um atvik máls og þá vegna fyrrgreindra orða C á vettvangi og þ. á m. hvort orð hennar ættu við og ég sparkaði Ákærði skýrði fyrrnefnd orð sín við yfirheyrslu lögreglu með þessum hugleiðingum sínum, en áréttaði að öðru leyti hina fyrri frásögn um að í fyrstu hefði verið um að ræða or ðaskipti, en síðan gagnkvæm tök og að eftir það hefði hann og brotþoli fallið á akbrautina og loks að hann hefði aldrei sparkað í brotaþola í þessum viðskiptum. Ákærði vísaði til þess að brotaþoli hefði verið undir áhrifum áfengis þegar atvik máls gerðust á vettvangi áréttaði ákærði að þar hefði verið fljúgandi hálka og smá snjókoma. Þá kvaðst hann hafa verið á spariskónum og ætlaði að svo hefði einnig verið með brotaþola. Ákærði sagði að í fyrstu hefði hann ekki áttað sig á því að brotaþoli hefði orðið fyrir áverkum við fallið, og staðhæfði m.a. í því sambandi að þrátt fyrir að brotþoli hafi legið á akbrautinni hefði hann haldið áfram að viðhafa fyrrgreind móðgunaryrði. Ákærði sagði að veru hans á vettvangi hafi lokið eftir að hann var færður í lögreglubifreið. Ákærði áréttaði frásögn sína hjá lögreglu, um að hann hefði rætt við brotaþola kvöldið eftir atburðinn og bar að hann hefði verið leiður yfir honum, en jafnframt hefði hann vilj að grennslast fyrir um líðan hans. Ákærði kvaðst í raun ekkert hafa þekkt til brotaþola í greint sinn. 2 Brotaþolinn B skýrði frá því fyrir dómi að undir lok umrædds dansleiks hefði hann gengið áleiðs út úr [...] , en þá haldið á glasi. Hann sagði að nok kur hópur fólks hefði verið í anddyrinu og við þær aðstæður hefði hann rekist utan í ákærða með þeim 9 afleiðingum að skvettist upp úr glasinu og á þá báða. Brotaþoli kvaðst hafa verið hreyti í þetta gerðist, en bar að vegna þessa hefðu þeir átt í orðaskaki og rifrildi, sem hefði lokið þegar konan hans, vitnið C , hefði komið að og bar að þau hefðu eftir það farið saman út úr húsinu og haldið heim á leið. Brotaþoli sagði að er þau hefðu verið komin aðeins frá félagsheimilinu hefði dyravörðurinn E varað þau við með því að kalla til efðu fylgt þessum ráðum og verið komin áleiðis inn [...] þegar þau hefðu séð bifreið kom á móti þeim. Við lögregluyfirheyrslu lýsti brotaþoli framhaldinu og þar með háttsemi ákærða A stekkur út úr bílnum, hleypur að mér og ég man ekki hvort að ég datt eða hvort að hann hrint mér, en það næsta sem ég veit er að hann öskrar á mig og svo finn ég bara að hann kemur bara og þrumar í hnakkann á mér, sparkar, og sparkar fast því að ég dett alveg út þarna í einhvern tíma og er alveg ruglaður, gufuruglaður Fyrir dómi lýsti brotaþoli atvikum máls nánar þannig að bifreið vitnisins G hefði í greint sinn stansað við hlið þeirra hjóna, en áður en það gerðist hefði ákærði farið út úr henni. Þá hefði að auki og skömmu síðar nefndur G , svo og vitnið D , komið út úr bifreiðinni. Brotaþoli staðhæfi að ákærði hefði strax á vettvangi verið mjög æstur og bar að Brotaþoli sagði að þrátt fyrir þennan atgang ákærða hefðu þau haldið för sinni áfram og þá með þeim orðum að samskiptum þeirra við ákærða væri lokið og að þau væru að fara heim. Hann sagði að fyrrnefnd vitni hefðu einnig beðið ákærða að hætta afskiptasemi sinni. Brotaþoli sagði að ákærði hefði ekki sinnt þessu he ldur fylgt þeim orðaskak þarna, Brotaþoli staðhæfði að innan við mínúta hafi liðið frá því að ákærði kom að þeim hjónum í greint sinn þegar ákærði hefði brugðist enn frekar við og sagð þess að neinn fyrirvari hafi verið á hrindingu ákærða, þ. á m. átök, en sagði að ef til ér, það getur eða ég dett svona á hliðina og leggst svo yfir á bakið og hann er þarna hoppandi 10 ákærði hefði í greint sinn fallið til jarðar og þá með honum, en hann lýsti athæfi Brotaþoli greindi frá því að á vettvangi hefði verið troðinn snjór, en ekki verið flughálka þar sem hann féll á akbrautina. Brotaþoli bar og að ástæðan fyrir falli hans í upphafi hefði verið af þrennum toga, þ.e. ölvun hans, að ákærði hrinti honum og að hann hefði verið á spariskónum. Þá staðhæfði brotaþoli að í fallinu hefði höfuð hans upplifi þetta Fyrir dómi sagði brotaþoli að eftir að hann gaf skýrslu sína hjá lögreglu hefði atburðarásin rifjast frekar upp fyrir honum, enda hefði hann enn verið ringlaður við skýrslugjöfina. Staðhæfði brotaþoli að þegar ákærði h rinti honum í greint sinn hefðu Jafnframt kvað hann konu sína hafa verið við hlið hans þegar þetta gerðist og bar að hún hefði allan tímann reynt að stilla til friðar. Þá sagði hann að bifreið vitnisins G hafi verið í um 10 m fjarlægð. Brotaþoli kvaðst minnast þess að þegar lögreglumenn voru komnir á vettvang þá ekki meir fyrr en ég er kominn inn í sjúkrabíl og hitti lækni á [...]. Brotaþoli kvaðst aldrei hafa séð ákærða bera hnúajárn á vettvangi. Hann staðfesti á hinn bóginn orð ákærða um að hann hefði haft símasamband við sig um kvöldmatarleytið daginn eftir og að hann hefði þá lýst iðran sinni, en þá án þess að nefna fótsparkið. Fyrir dómi lýsti brotaþoli afleiðingum þess höfuðhöggs sem hann varð fyrir umrædda nótt. Hann kvaðst þannig hafa fengið heilahristing og af þeim sökum verið óvinnufær um tíma. Að auki kvaðst hann hafa þjáðst af alvarlegu einbeitingar - og þrekleysi og bar að hann hefði enn ekki náð fullri heilsu. Hann staðhæfði að afleiðingar höfuðhöggsins hefðu og haft veruleg áhrif á allt líf hans, þ. á m. fjölskyldulíf, en einnig á andlegt heilsufar. 3. Vitnið C , fædd 1 [.. .] , lýsti fyrir dómi samskiptum eiginmanns síns, brotaþola, og ákærða í [...] með líkum hætti og hér að framan hefur verið rakið. Vitnið kvaðst þó 11 ekki hafa séð upphaf þeirra. Vitnið sagði að þeir tveir hefðu verið svolítið æstir, og þá sérstaklega ákærði , en einnig hafi þeir báðir verið ölvaðir. Vitnið kvaðst einnig hafa fundið aðeins til áfengisáhrifa í greint sinn. Vitnið staðfesti og frásögn brotaþola um viðvörunarorð dyravarðar. Fyrir dómi skýrði vitnið frá því að þau hjónin hefðu verið komin um 500 m frá félagsheimilinu og bar að þau hefðu þá verið á leið inn [...] , nærri húsi nr. [...] , þegar það veittu því athygli að bifreið vitnisins G ók á mót þeim. Vitnið lýsti því sem næst A , og vindur sér a ð okkur og ætlar bara að æða í B og er bara mjög æstur og ógnandi og ætlar bara að ráðast á hann, ætlum bara að reyna að halda áfram, en hann heldur alltaf áfram að elta okk ur, kannski 20 - Vitnið skýrði frá því að þegar atburður þessi gerðist hefði verið dimmt, en góð Vitnið skýrði frá því að á meða n á ofangreindum samskiptum stóð hefðu vitnin D og G komið á vettvang og bar að þeir hefðu báðir beðið ákærða að láta af háttsemi sinni og að koma með þeim aftur inn í bifreiðina. Við nefnda lögregluyfirheyrslu bar vitnið að þegar ákærði hefði ekki hlusta ð á föður sinn, vitnið G , hefði sá síðarnefndi boðið þeim hjónum að koma með sér í bifreiðina, jafnframt því sem hann hefði boðist til að skutla þeim heim. Vitnið bar að brotaþoli hefði af þessu tilefni spurst fyrir um deili á G , en bar að um svipað leyti og ætlaði vitnið að hann hefði talið að reynum að halda áfram að labba, en hann (ákæ rði) stoppar ekkert og hann ætlar bara að halda áfram að reyna að æða í B og við komumst þarna aðeins áfram og svo, en ég er ekki alveg viss hvort að B datt eða hvort að A reif eitthvað í hann eða þeir tókust eitthvað á, og B sem sagt lendir í götunni og l iggur þar, sem sagt á bakinu, og A r 12 Vitnið sagði að nær öruggulega hafi brotaþoli verið í spariskónum sínum þegar atburður þessi gerðist, en vitnið sagði að snjór og hálka hefði verið á vettvangi, en e kki úrkoma. hann (ákærði) rífur eitthvað í B hvort brotaþoli hefði getað fengið áverka sína við fallið á akbrautina svaraði vitnið: nhverja hringi í kringum hann (brotaþola), mjög æstur, Og svo nær hann bara að sparka í höfu Nánar aðspurt fyrir dómi og þá í ljósi vitnisburðar við skýrslugjöfina hjá lögreglu áréttaði vitnið að fyrst eftir komu ákærða hefði hann verið að rífa og ýta í brotaþola og ætlaði að það hefði verið þannig áður en brotaþoli féll á götuna og að ákærði hafi stað, þarna þar sem hann B dettur, og það verður til þess að hann re nnur, það var hálka hvort að það var af því að hann reif í hann, ég er ekki alveg 100% viss um það, en það kemur samt út frá þessum ryskingum, aðspurt minntist vitnið þess ekki að ákærði hefði einnig fallið á akbrautina í viðskiptunum við brotaþola. Fyrir dómi kvaðst vitnið hafa beðið ákærða án árangurs að fara af vettvangi eftir að brotaþoli hafði fallið á akbrautina, en það lýsti síðan athæfi ákærða nánar þannig: A svona undir sig, svona eitt skref, svona eins og tilhlaup og lætur bara vaða í hnakkann á B þar sem hann liggur í götunni, eins og að hann sé bara að B þar s em að hann er líka að hann nennti ekki þessu rugli. B fékk varla tækifæri til þess að stan da upp og D og G hafi báðir séð þetta, B vankast við þetta og getur ekki staðið upp og er bara ruglaður og 13 ð hringja í sjúkrabíl, en ég var ekki með síma þannig að G lánaði mér síma til að hringja og ég næ sambandi við Neyðarlínuna Vitnið ætlaði að um 30 sekúndur hefðu liðið frá því að ákærði kom að þeim í greint sinn á [...] þar til brotaþoli féll á akbrau tina. Þá var það ætlan vitnisins að um 3 - 5 mínútur hefðu liðið frá því að ákærði kom fyrst að þeim og þar til hann sparkaði í brotaþola, en hafði þó fyrirvara á tímasetningunni. Vitnið staðhæfði að mikil læti hafi verið í ákærða á vettvangi eftir nefnt fótaspark hans og bar að af þeim sökum hefði það átt í erfiðleikum með að tala í símann. Vitnið kvaðst einnig minnast þess að ákærði hefði neitað því að hafa sparkað í brotaþola, en bar að hann hefði verið mjög æstur í þeirri orðræðu sinni og minntist þess að hann hefði m.a. haft á orði að brotaþoli væri að gera sér upp ástand sitt. Vitnið sagði að málalokin hefðu verið með þeim hætti að þeir lögreglumenn sem komið hafi á vettvang hefðu kallað til sjúkralið, jafnframt því sem þeir hefðu handtekið ákærða. V itnið kvaðst ekki hafa farið með sjúkrabifreiðinni sem flutti brotaþola af vettvangi, en bar að það hefði þá um nóttina átt orðastað við lækni og þá um það sem gerst hafði. 4. Vitnið D , fæddur [...] , kvaðst fyrir dómi hafa verið á umræddum dansleik í [... ] , og bar að við lok hans hefði það fundið til áfengisáhrifa. Vitnið kvaðst hafa hitt frænda sinn, vitnið G , fyrir utan félagsheimilið, sem þá hefði verið við akstur á eigin bifreið. Vitnið kvaðst hafa þegið far hjá G og því sest í aftursæti bifreiðar hans , en bar að um svipað leyti hefði sonur G , ákærði í máli þessu, einnig sest í aftursætið og farið fram Vitnið greindi frá því að G hafi ekið um götur kauptúnsins, og sagði að þegar þeir hefðu verið staddir innarle ga í plássinu hefði ákærði beðið föður sinn um að stöðva bifreiðina. Vitnið kvaðst líkt og G hafa reynt að ræða við ákærða og fá hann til að ákærði hefði stokkið út. Um svipað leyti kvaðst vitnið hafa veitt því eftirtekt hvar brotaþoli og vitnið C voru á gangi þarna skammt frá. 14 Vitnið skýrði frá því við lögregluyfirheyrslu að ákærði hefði hlaupið fram fyrir bifreiðina, en bar að atburðarásin h efði verið hröð eftir það. hleypur að honum og ræðst á hann og hérna slær hann í götuna og sparkar í hann en það kvaðst á nefndri stundu hafa verið inni í bifreiðinni, um 4 - 5 m frá vettvangi, ki geta sagt til nákvæmlega, en ég tel að hann hafi slegið hann í höfuð, en ég sá það ekki nákvæmlega sló brotaþola. Vísaði vitnið til þess að langt væri um liðið frá þessum atburði og áréttaði að það hefði verið undir áhrifum áfengis. Þá kvaðst vitnið hafa munað atvik máls öllu skýrar við skýrslugjöfina hjá lögreglu. Fyrir dómi áréttaði vitnið að það hefð i enn verið inni í bifreiðinni er það hefði séð ákærða sparka með öðrum fætinum í höfuð brotaþola þar sem hann hafi legið á akbrautinni, en bar að það atvik hefði gerst snöggt. Fyrir dómi var vitninu kynnt frásögn þess hjá lögreglu um athæfi ákærða, en hú n lögre gluyfirheyrsluna var vitnið jafnframt innt eftir því hvort það hefði séð ákærða var við þ væri um misminni að ræða, að hann hefði séð ákærða sparka í höfuð brotaþola. Um skýringu á þessu misræmi vísað vitnið til áðurnefndra orða sinna, en það kvaðst heldur ekki hafa rætt við nokkurn aðila um atvik máls fyrir utan konu sína daginn eftir sem þá hefði hringt á heimili brotaþola til þess að kanna með líðan hans. Vitnið skýrði frá því að í greint sinn hefði það farið út úr fyrrnefndri bifreið, líkt og G , en það kvaðst m.a . hafa reynt að tjónka við ákærða og róa hann, en án árangurs. Vitnið bar að eiginkona brotaþola, C , hefði hringt eftir aðstoð, en jafnframt kvaðst það hafa fylgst með því er hún hefði aðstoðað brotaþola við að rísa á fætur og sagði: 15 skjótt á vettvang og nefndi í því sambandi 1 - 2 mínútur. Vitnið kvaðst hafa veitt því eftirtekt að ákærði var handtekinn, en eftir það hefði það farið af vettvangi. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða með hnúajárn umrædda nótt. 5. Vitnið G , fæddur [...] , skýrði frá því fyrir dómi að það hefði verið á eigin bifreið fyrir utan [...] umrædda nótt er nokkrir aðilar hefðu komið að máli við það og óskað eftir heimakstri. Vitnið sagði að þetta hefði lei tt til þess að vitnið D og félagi hans hefðu komið inn í bifreiðina, en hann í framhaldi af því ekið inn [...] , en þar, á móts við lögreglustöðina, hefði það séð til ferða sonar síns, ákærða. Vitnið kvaðst hafa tekið ákærða tali og hafi hann haft á orði að klæddur, í skyrtu eða peysu, hefði það boðið honum far. Vitnið kvaðst síðan hafa ekið upp [...] a, en þar hefði félagi vitnis ins, D , farið úr bifreiðinni, en síðan hefði það ekið inn [...] og niður [...] og síðan aftur niður á [...] , þar sem það hafi beygt út eftir og þá með þeirri ætlan að fara aftur í [...] og þá til þess að ná þar í konu D og annað fylgdarlið til þessa að aka þeim til síns heima. Vitnið bar að þegar það hefði beygt með greindum hætti inn á [...] hefði ákærði tilkynnt að hann vildi fara út úr bifreiðinni, en þá jafnframt út ú r bifreiðinni um svipað leyti og það hefði séð til brotaþola og vitnisins C þar sem þau hafi verið á gangi rétt fyrir framan bifreiðina og því hefðu þau verið á leiðinni inn [...] . Vitnið kvaðst ekki hafa vitað um samskipti ákærða og brotaþola í anddyri fé lagsheimilisins skömmu áður, en það hafi þekkt til C og vitað deili á brotaþola. Um eru B og C þar á gangi, komin rétt framhjá bílnum sko, og A vindur sér eitthvað að þess um B til þess að eiga einhver orðaskipti við hann, sem að ég heyrði ekki hvað var, en ég fór samt út úr bílnum því að ég vissi ekki hvert málið var að stefna og ég sagði einmitt við C og þennan B hvort að ég ætti ekki bara að keyra þeim heim svo yrði ekker t vesen, en B vildi ekkert koma í bílinn, vildi ekki tala við mig og fór að hafa einhver orðaskipti við A Fyrir dómi lýsti vitnið ástandi brotaþola á nefndri stundu, en að auki hafði það kið ölvaður, og þegar þau eru við bílinn að þá fór ég út úr bifreiðinni vinstra megin og býðst til að 16 keyra þeim heim, og ætlaði þá bara að hjálpa henni ( C ) við að koma B Vitnið sagði að brotaþoli hefði ekki haft vilja til þess að þiggja boðið, þrátt fyrir að C hafi reynt að fá hann til þess. Vitnið sagði að þegar þessi samskipti gerðust hefði ákærði staðið fyrir aftan bifreiðina, en staðhæfði að atburðarásin hefði síðan verið með þeim hætti að C og brotaþoli hefðu gengið aftur af stað, en þá ja fnframt átt einhver orðaskipti við ákærða. Við nefnda lögregluyfirheyrslu lýsti vitnið þessum samskiptum A spurði hann (brotaþola) einhvern tímann í aðdragandanum hinn A í hann, ég sá ekki nákvæmlega aðdragandann að því, nema að ég sé bara að þeir falla báðir við. B dettur aftur fyrir sig í götuna og A svona dettur á rass g atið og nær að standa upp strax aftur. Og þá er C , hún var alveg við B allan tímann sko, og hún beygir sig eitthvað yfir hann og A fer að þeim, en ég veit ekkert almennilega aðdragandann, en C segir að hann purt við skýrslutökuna kvaðst vitnið ekki hafa séð A slá eða sparka í B Fyrir dómi var vitnið ítrekað spurt um lýst orðaskipti o g aðdraganda þess þegar C og brotaþoli) bara af stað inn [...] að á þessari stundu hefði ákærði verið á akbrautinni, aðeins fyrir aftan bifreiðina, en að farþeginn D hefði aftur á móti g svona á eftir þeim, þá sé ég að A tekur B nni semsé togast B niður af gagnstéttinni B snýst einhvern veginn, og ég veit það er það að hún ( C ) kippir eitthvað í ha að falla aftur fyrir sig á bakið og hnakkann 17 ekkert akkúrat höfuðið lenda, en hann bara stei nliggur og hann var náttúrulega mjög valtur á fótunum sko og C Vitnið áréttaði að ákærði hefði í greint sinn einnig fallið á akbrautina, en þá á hliðina. Vitnið bar að ákærði hefði náð að bera aðra h öndina fyrir sig og síðan strax staðið aftur á fætur. Nánar aðspurt um tildrög lýsts atburðar kvaðst vitnið helst ætla að við nefndar fyrir því að þeir féllu báðir. Vitnið kvaðst þannig ekki hafa séð raunveruleg átök með þeim eða að ákærði hafi verið að ráðast á brotaþola fyrir fallið, en bar að öll atburðarásin hefði auk þess verið mjög hröð. Vitnið kvaðst strax eftir fall brotaþola og ákærða hafa hlaupið til og þá til þes s að athuga hvað gerst hafði og bar að það sama hefði vitnið D gert. Vitnið sagði að því hefðu þau fjögur verið hjá brotaþola í greint sinn, þ.e. það sjálft, vitnin D og C , svo og ákærði. Að þessu leyti staðfesti vitnið m.a. efni skýrslu sem það hafði gefi ð hjá lögreglu, en staðhæfði jafnframt að ákærði hefði verið argur þegar þetta gerðist, en Vitnið kvaðst hafa veitt því eftirtekt að eftir fallið hefði brotaþoli verið ringlaður, en samt haft vilja til að standa á fætur, en að C hefði beðið hann um að gera það ekki. Vitnið skýrði frá því Aðspurt um háttsemi ákærða eftir fall brotaþola á akbrautina staðhæfði vitnið að Vitnið sagði að C hefði í greint sinn látið einhver orð falla á vettvangi og bar að hún hefði m.a. verið að skammast í ákærða fyrir að hafa tekið í brotaþola, en vitnið vettvan þessum síðustu orðum C . Í því sambandi áréttaði vitnið fyrri orð sín um atburðarásina og þar á meðal að ákærði hefði staðið nærri vettvangi eftir að brotaþoli hafði fallið á akbra utina og nefndi í því sambandi um tvo metra. Vitnið sagði enn fremur að hált hefði verið á vettvangi þegar það hefði hlaupið til til að athuga með brotaþola og sagði: 18 Vitnið áréttaði að það hefði aldrei séð ákærða sparka í brotaþola og þá ekki þar sem hann hefði legið á akbrautinni eftir fallið og ætlaði að það hefði ekki getað farið fram hjá því. Áréttaði vitnið enn fremur að það hafi all an tímann verið á vettvangi og m.a. hefði það lánað C síma þegar hún hefði hringt á lögregluna eða Neyðarlínuna. Eftir það kvaðst vitnið hafa farið inn í bifreið sína og fært hana til þar sem hún hefði verið á miðri akbautinni. Vitnið sagði að lögreglan he fði komið á vettvang eftir um 3 - 4 mínútur og bar að þá hefði C B arið þá kemur Vitnið kvaðst aldrei hafa séð ákærða handleika hnúajárn umrædda nótt. Við lok yfirheyrsluskýrslu sinnar hjá lögreglu greindi vitnið frá því að daginn eftir umræddan atburð hefði ákærða liðið illa yfir því hvernig mál hefðu fa rið, en af þeim sökum kvaðst það hafa ráðlagt honum að hringja til brotaþola. 6. Vitnið E , fæddur [...] , kvaðst hafa verið við dyravörslu á umræddum dansleik í [...] . Vitnið kvaðst er þetta gerðist hafa þekkt ákærða um langa hríð, en einnig haft kynni af brotaþola, en vitnið nefndi þá báða félaga sína. Vitnið skýrði frá því að við lok dansleiksins hefði það verið við innri hurð anddyris og þannig m.a. fylgst með því þegar brotaþoli og vitnið C gengu áleiðis út úr húsinu. Vitnið sagði að um sama leyti hefði ákærði verið að ganga inn í anddyrið, en þá að utan. Vitnið sagði að almenn áfengisdrykkja hefði verið á dansleiknum. rásandi, en af þeim sökum hefði C verið honum til stuðnings. Vitnið kvaðst hafa ætlað að ákærði hefði einnig verið ölvaður, en hann hefði verið fremur valtur í hreyfingum. Vitnið lýsti samskiptum ákærða og brotaþola í greint sinn og atvikum máls og þeir svona rétt rekast á, öxl í öxl. Mér fannst eins og B hefði lagt hönd á bakið á honum og sagt fyrirgefðu. Og þá fýkur nú í A og hann fór í vasann og náði í eitthvað og mér fannst þetta vera eins og ró eða rær, en hann setur þetta strax í vasann aft ur og ég sá hann aldrei notað 19 á eftir brotaþola út úr húsinu, en í sama tíma hefði annar dyravörður komið þar að og hafi hann reynt að hindra för ákærða, en ákærði þá br ugðist við með því að gefa honum vitnið G , verið í bifreið sinni við félagsheimilið og kvaðst það hafa rætt við það og mælst til þess að það færi með ákærða heim þar sem hann Vitnið sagði að G hefði tekið vel í þessa málaleitan og bar að það hefði ekki haft frekari afskipti af ákærða þessa nótt. 7. Vitnið F lögregluvarðstjóri kvaðst fyrst hafa haft afskipti af ákærða umrædda nótt fyrir utan [...] mál hafi verið leyst með þeim hætti að ákærði hefði lofað að halda heim með bróður að skömmu eftir þessi a fskipti hefði lögreglan á ný talið ástæðu til að hafa afskipti af ákærða og bróður hans, nánar tiltekið á [...] þar sem þeir hefðu verið í kýtingi og hafi bróðir ákærða reynt að tjónka við hann. Um atvik máls vísaði vitnið til áðurgreinds vettvangsmyndskei ðs lögreglu, en staðfesti jafnframt að snjór hefði verið á vettvangi þegar atburðurinn gerðist. Vitnið staðhæfði að erfitt hefði verið að eiga við ákærða í þeim ham sem hann hefði verið í og bar að hann hefði m.a. ekki farið eftir neinum fyrirmælum, en han n hefði m.a. brotið grindverk á vettvangi. Vitnið sagði að afskiptum lögreglu í greint sinn hefði lokið á þann veg að ákærði hefði fallist á að fara í bifreið til föður síns og þá með þeirri ætlan að hann færi til síns heima. Vitnið bar að skömmu eftir h inn síðastgreinda atburð hefði lögreglan verið kölluð til og þá vegna þess atburðar sem lýst er í áðurrakinni frumskýrslu og varðað hafi ákærða og brotaþola. Vitnið staðfesti efni skýrslunnar fyrir dómi, að því frátöldu að það treysti sér ekki til að fully rða um hvort vitnið D hefði haft orð á því á vettvangi að ákærði hefði sparkað í brotaþola. Vitnið bar að ástand ákærða í greint sinn hefði verið svipað og í hin fyrri skipti umrædda nótt, þ.e. hann hefði verið ölvaður og æstur og til leiðinda. Vitnið kvaðst í raun engin afski pti hafa haft af brotaþola í greint sinn og bar að sjúkrabifreið hefði komið mjög fljótlega á vettvang. 8. H lögreglumaður kvaðst hafa verið við störf umrædda nótt og orðið var við að pta lögreglu af ákærða á Skólaveginum og var frásögn þess sambærileg og áðurnefnds 20 lögregluvarðstjóra. Vitnið sagði að hin síðustu afskipti lögreglu hafi orðiðu.þ.b. hálfri klukkustund eftir að hann fór í bifreiðina til föður síns. Vitnið bar að við komu l ögreglu á vettvang hefði ákærði hallað sér að nálægu grindverki, en brotaþoli legið á var ljóst af lýsingu þeirra sem þarna voru, að þarna hafði A veist að þeim sem þarn a A hefði farið út úr bílnum og ráðist fyrirvarlaust að árásarþola og í rauninni sparkað undan honum fótunum og í framhaldi af því sparkað í hann, í höfuðið eða bak, í greint sinn, en í þess stað strax handtekið ákærða og fært hann í lögreglubifreið. Vitnið sagði að ástand brotaþola hafi í fyrstu verið bágborið, en að við komu sjúkraflut ningamanna hefði hann staðið á fætur og þannig farið inn í sjúkrabifreiðina. 9. I héraðslögreglumaður kvaðst hafa verið að störfum umrædda nótt og haft afskipti af ákærða í tvígang. Í fyrra sinnið hafi ákærði átt í útistöðum við tengdaföður sinn á [...] o g hafi þá verið ölvaður og æstur, en þó róast á milli og hafi afskiptum þess lokið án eftirmála. Vitnið kvaðst síðar um nóttina hafa haft tal af ákærða eftir að hann hafði átt í útistöðum við brotaþola. Vitnið bar að ákærði hefði verið mjög æstur við kom u lögreglu á vettvang og hafi hann verið handtekinn og færður í lög r eglubifreið. Vitnið sagði að miklar skapsveiflur hafi verið með ákærða eftir handtökuna. 10. Vitnið J lögreglumaður staðfesti rannsóknargögn og þar á meðal áðurgreinda yfirheyrsluskýrslu. V. 1. Á meðal rannsóknargagna er vottorð Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, sem skráð er af K lækni, þann 28. febrúar 2019. Vottorðið varðar komu brotaþola á sjúkrahúsið umrædda nótt, en um ástand hans og áverka segir m.a.: Við komu er hann drukkinn , en viðræðuhæfur. Færir sig sjálfur af sjúkrabörum yfir á sneiðmyndabekkinn. Hann er með eðlileg lífsmörk og það eru engin áverkamerki á höfði eða annars staðar á líkamanum. Pupillusvörun eðlileg, direct og indirect. 21 Sneiðmynd sýnir ekki merki um áverka. Hann var observaraður fram á morgun. Var skýr og áttaður og ekki með neurologisk einkenni. Við meðferð málsins kom fram að eiginkona brotaþola, vitnið C , hefði verið í símasambandi við nefndan lækni umrædda nótt, en í læknisvottorðinu er haft eftir vitnin líklegast vankast af þeim sökum, en hvorki rotast né kastað upp, en að borið hafi á minnisleysi. Í vottorðinu segir að brotaþoli hafi kúgast í sjúkrabifreiðinni, en ekki gubbað, en Man sjálfur ekki eftir því að hafa fengið spark í höfuðið og segist sífellt Greint er frá því í vottorðinu að brotaþoli taki inn lyfið Venialfacin 75 mg x1. Um nánari lækn isskoðun og um ástand brotaþola, en einnig áverkamerki, segir í vottorðinu: Mjög óstöðugur og þarf stuðning tveggja við gang. Heldur litlu sem engu jafnvægi sjálfur. Á fótum, en getur setið með því að styðja sig við með báðum handleggjum. Hálshreyfingar góðar, en áberandi eymsli í liðum efst í brjósthrygg. Ekki hreyfiskerðing né stífni í hálsi og ekki að sjá ytri áverkamerki, nema kannski að hæ. eyra rauðara en það vinstra. Augu starandi og með augntin til hliðar í ystu stöðu (áfengisáhrif?) Æðateikn á hæ . hljóðhimnu, sem sést ekki vinstra megin. Ekki blæðing í eyrum. Sjónsvið hæ auga virðist skert, eða þá að sjón minnkuð, því nemur illa hreyfingu beint f. framan sig, en sér þó hreyfingu koma inn í sjónsvið til jaðra. Vinstra auga og sjónsvið eðlileg. Pupi llur bregðast lítið við ljósi og nánast óbreyttar í gegnum skoðun og augu afar starandi. Ekki hægt að meta hvort (hann) sjái tvöfalt, þar sem (hann) getur ekki svarað til um það. Áberandi minnkaður kraftur í hæ. efri og neðri útlimum Skyn áberandi minnkað í öllum hæ. líkamshelmingi neðan hálss. Reflexar mjög tormetnir bilateralt. Babinski óræður bilateralt, en verulega skert skyn hæ. iljar. Brjóstkassi og kviður án áverkamerkja. 22 2. Við meðferð málsins fyrir dómi voru af hálfu réttargæslumanns lögð fram fl eiri læknisvottorð um brotaþola, þ. á m. vegna fjarvista hans frá vinnu. Í læknisvottorði, sem dagsett er 21. janúar 2019, segir að brotaþoli hafi verið óvinnufær með öllu á tímabilinu frá 22. 29. janúar. Er vísað til þess að brotaþoli hafi fengið heilah þarfnast frekari tíma til að hvíla heila. Í læknisvottorði, sem dagsett er 2. ágúst 2019, segir að brotaþoli hafi komið á eigin vegum til þess að fá ráðleggingar. Haft er eftir brotaþola að hann hafi fengið slæmt höfuðhögg við líkamsárás í byrjun ársins og að hann hafi eftir það þróað með sem virðast vera post concussional heilkenni: Höfuðverki, svimakennd og þreytu, pirring og viðkæmni fyrir miklu áreiti. Tekið er fram að brotaþoli hafi verið með fyrri sögu um þunglyndi og hafi af þeim sökum tekið inn lyfið Venlafaxine 75 mg daglega. Loks segir að samtal læknis og brotaþola hafi varðað veikindaleyfi þess síðarnefnda frá vinnu og um endurhæfingu hans. Í læknisvottorði, sem dagsett er 23. ágúst 2019, segir að brotaþoli hafi verið óvinnufær með öllu á tímabilinu frá 12. ágúst til 1. september það ár. Í læknisvottorði, sem dagsett er 30. ágúst sama ár, segir að brotaþoli hafi verið óvinnufær að hluta á tímabilinu frá 2. september og a ð óvíst sé um vinnufærni. Í læknisvottorði, sem dagsett er 25. september nefnt ár, segir að brotaþoli hafi komið á eigin vegum vegna versnandi höfuðverkjakasta, sem leiði aftan frá hvirfli og niður í hnakka. Tekið er fram að brotaþoli hafi verið áttaður á stund og stað og hafi ekki verið með skyntruflanir eða máttminnkun í útlimum. Þá segir að gróf taugaskoðun á brotaþola hafi verið eðlileg, en að fyrirhugað hafi verið að hann færi í myndgreiningarskoðun. 3. Vitnið K læknir staðfesti fyrir dómi efni áður rakins vottorðs, dagsetts 28. febrúar 2019. Vitnið kvaðst hafa ritað vottorðið eftir sjúkraskrám, en ekki hitt brotaþola fyrir. Vitnið lýsti áverkum brotaþola og sagði að samkvæmt vottorðinu hefði hann ekki verið með áverkamerki eða bólgu á höfuðkúpunni. V itnið bar að heilahristingur orsakaðist helst af falli eða höggi, sem gætu komið til af ýmsum ástæðum. Vitnið bar að yfirleitt væru höfuðáverkarnir verri ef viðkomandi fengi högg aftan á höfuðkúpuna. 23 VI. 1. Í máli þessu er ákærða gefin að sök líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. janúar 2019, utandyra á [...] , á móts við hús nr. [...] , [...] , ráðist að B , svo að þeir féllu báðir í götuna og síðan sparkað í höfuð hans. Um afleiðingar ætlaðrar háttsemi er í ákæru, líkt og við flutning málsins, af hálfu ákæruvalds einkum vísað til áðurrakins læknisvottorðs, dagsetts 28. febrúar 2019, og þá þannig að brotaþoli hafi hlotið eymsli í liðum efst í brjósthrygg og roða á hægra eyra, auk þess sem hann hafi orðið fyrir tímabundinni jafnvægisskerð ingu og tímabundinni skerðingu á skyni og krafti í öllum hægri hluta líkama. Um heimfærslu til refsiákvæða er í ákæru vísað til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði neitar refsiverðri sök, en jafnframt hafnar hann bótakröfu. 2. Í máli þessu liggur fyrir að ákærði og brotaþoli voru báðir á árlegri dansskemmtun í heimabyggð sinni í [...] . Verður ráðið af trúverðugri frásögn E dyravarðar að almenn áfengisdrykkja hafi verið hj á gestum þessa nótt og að undir lok hennar hafi ákærði ver ið orðinn mjög ölvaður, en einnig æstur í skapi. Liggur fyrir að ákærði átti í nokkrum stælum við ættingja sína fyrir utan félagsheimilið, en samkvæmt framlögðu myndskeiði úr vettvangsmyndavél og frumskýrslu lögreglu lét hann þá ófriðlega. Fyrir dómi hefur ákærði skýrt þessa ölvunarhegðan helst með tilteknum einkalífsvandkvæðum sínum. Óumdeilt er að ákærði og brotaþoli þekktust í raun ekkert þegar atvik máls þessa gerðust. Liggur fyrir að fundum þeirra bar fyrst saman í anddyri félagsheimilisins síðla næt ur og þá eftir að fyrrnefndum ólátum ákærða utandyra var lokið. Að virtum skýrslum verður lagt til grundvallar að upphaf þessara samskipta hafi verið tiltölulega meinlaust atvik og þá þannig að þeir hafi rekist lítillega saman í mannþröng. Samkvæmt frásögn brotaþola lét hann af þessu tilefni falla svigurmæli um ákærða, en í kjölfarið munu þeir hafa hreytt að hvor öðrum óvinsamleg orðum. Við meðferð málsins hefur ákærði staðhæft að þegar lýstum samskiptum lauk hafi hann snúið frá, en að þá hafi brotaþoli ýt t á bak hans með þeim afleiðingum að hann rakst lítilegga í hurð, en án þess þó að hann hlyti af því áverka. Að áliti dómsins hefur þessi frásögn ákærða nokkra stoð í frásögn nefnds dyravarðar. 24 Að virtum framburði vitna, og þá ekki síst dyravarðarins, va r brotaþoli mjög ölvaður er ofangreindur atburður gerðist og þá þannig að hann þurfti stuðning frá eiginkonu sinni, vitninu C , sem að eigin sögn var lítillega undir áhrifum áfengis þessa nótt. Að áliti dómsins ber framburður brotaþola allnokkur merki þessa ástands. Einnig er að áliti dómsins nægjanlega upplýst með vætti vitna, vettvangsmyndskeiði lögreglu og frásögn ákærða og brotaþola að umrædda nótt hafi verið snjór á akbrautum og gagnstéttum og þar á meðal á [...] þar sem hinir síðarnefndu hittust á ný f yrir tilviljun laust eftir kl. 03:30, og að þeir hafi þá báðir verið íklæddir spariskóm. Er þetta gerðist hafði ákærði ekið um í bifreið föður síns, G , stutta stund, en brotaþoli og C aftur á móti gengið um 500 m austur eftir gangbraut nefndrar akbrautar. Um nánari atvik á Skólaveginum liggja fyrir áðurrakin rannsóknargögn lögreglu, þ. á m. framburðarskýrslur og læknisvottorð, en einnig skýrslur ákærða, brotaþola og vitna fyrir dómi. Ber að virða þessi gögn með hliðsjón af ákvæðum XVI. kafla laga nr. 88/20 08 um meðferð sakamála , en einnig 126. gr. sömu laga og þá helst vegna áðurnefndra tengsla vitna við ákærða og brotaþola. 3. Óumdeilt er í málinu að ákærði fór með skyndingu úr bifreið föður síns þar sem hún var nærri kyrrstæð eftir að henni hafði verið e kið inn á [...] frá [...] . Einnig liggur fyrir að ákærði hraðaði för sinni til brotaþola og C þar sem þau voru þá á gangi skammt vestan bifreiðarinnar, en þá á gangstéttinni. Lagt verður til grundvallar að er þetta gerðist hafi ákærði enn verið í æstu skap i og að hann hafi á köflum verið ágengur við brotaþola, ekki síst í orðum og þá um þau samskipti sem verið höfðu með þeim skömmu áður í [...] . Liggur fyrir að brotaþoli og C kærðu sig ekki um þessi afskipti ákærða, en samkvæmt vætti C bandaði hún ákærða m. a frá þeim og þá þannig að þau hjónin gætu haldið áfram för sinni. Verður ráðið að ákær ð i hafi ekki tekið mark á þessu heldur fylgt þeim eftir og þá þannig að þau fóru öll aftur fyrir bifreið vitnisins G . Með trúverðugu vætti vitnanna C og G verður lagt til grundvallar að hlé hafi orðið á atgangi ákærða eftir að sá síðarnefndi hafði farið út úr bifreið sinni og tók þau hjón tali og bauð þeim að koma inn í bifreiðina og þá með þeirri ætlan að aka þeim til síns heima. Liggur fyrir að þegar ekkert varð af þe ssum áformum vitnisins, vegna andstöðu brotaþola, hafi ákærði á ný vikið sér að honum, en samhliða hafi þau hjónin mjakast 25 til austurs. Hefur ákærði borið að brotaþoli hafi í raun ekki látið af fyrrnefndum svigurmælum í hans garð við þessar aðstæður , en þa ð þykir hafa nokkra stoð í vætti vitnisins G . Hefur ákærði borið að hann hafi við nefndar aðstæður tekið í föt brotaþola og þá til þess að leggja áherslu á orð sín og krefja hann skýringa, en að brotaþoli hafi gert það sama, en án þess að um eiginleg átök hafi verið að ræða. Af framburði brotaþola verður helst ráðið að orðaskak hafi verið með honum og ákærða og að hann hafi vegna lýstrar ágengni eftir atvikum reynt að ýta ákærða frá sér með annarri hendinni. Af framburði nefndra aðila og vitna verður ráðið að undir lok ofangreindra viðskipta hafi atburðarásin verið hröð. Aftur á móti er misræmi í frásögn þessara aðila og vitna um málsatvikin, eins og áður hefur verið rakið, og þar á meðal um hvort það hafi aðeins verið brotaþoli sem féll af gangstéttinni og á akbrautina við lýstar aðstæður, eða hvort ákærði hafi einnig fallið og þá með brotaþola, líkt og byggt er á af hálfu ákæruvald s í máli þessu . Hafa ákærði og G báðir borið um að svo hafi verið, en jafnframt staðhæft að ákærði hafi risið fljótt á fætur og verður þetta lagt til grundvallar í málinu . Við alla meðferð málsins hefur ákærði neitað því að hafa verið valdur að falli brotaþola í greint sinn. Brotaþoli og C skýrðu frá því í skýrslum sínum hjá lögreglu, sem voru hljóðritaðar, að þau gætu ekki með v issu sagt til um hvort brotaþoli hefði runnið til ellegar að ákærði hefði hrint brotaþola frá sér og hann þannig fallið á akbrautina. Fyrir dómi voru þau bæði hins vegar afdráttarlaus um að ákærði hefði hrint brotaþola til og að hann hafi af þeirri ástæðu fallið á akbrautina. Vitnið G hefur aftur á móti borið fyrir dómi að fall ákærða og brotaþola hafi komið til af því að þeim hafi orðið fótaskortur, nánar tiltekið við gangstéttarkantinn, en að jafnframt hafi C er það gerðist staðið fast hjá þeim. Að áliti dómsins er frásögn vitnisins G misvísandi um atvik máls að þessu leyti og verður hún ekki lögð til grundvallar í máli þessu. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæruvaldinu sönnun arbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Þá metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga, þar á meðal hvaða sönnunarg ildi skýrslur hafi, vitnisburðir, mats - og skoðunargerðir og önnur sýnileg sönnunargögn, sbr. 1. mgr. 109. gr. laganna. 26 Líkt og áður er rakið voru ákærði og brotaþoli báðir á spariskóm er atvik máls gerðust, en að auki voru þeir óumdeilanlega mjög ölvaðir . Þá verður ekki annað ráðið af gögnum en að snjór og tilheyrandi hálka hafi verið á vettvangi í greint sinn. Þegar ofangreint er metið heildstætt ásamt fyrrnefndum lagareglum er það mat dómsins að gegn neitun ákærða og þrátt fyrir ágenga hegðan hans sé va rhugavert að telja að ákæruvaldið hafi sannað að ákærði hafi með refsiverðum hætti ráðist þannig að brotaþola að hann féll á götuna, líkt og segir í ákæruskjali. Ber því að sýkna ákærða af því sakaratriði. 4. Eins og áður er rakið hefur ákærði og vitnin C og G staðhæft að brotaþoli hafi í greint sinn fallið af gangstéttinni og á akbraut [...] og verður það lagt til grundvallar. Óumdeilt er að brotaþoli reis ekki á fætur eftir fallið líkt og ákærði. Nefnt vitni, G , hefur borið að brotaþoli hafi falli á baki ð, en það hafi á hinn bóginn ekki beinlínis séð að höfuð hans kæmi við akbrautina í fallinu. Til þess er að líta að samkvæmt trúverðugu vætti nefnds vitnis var það aðeins í nokkurra metra fjárlæg ð þegar atburður þessi gerðist, en hraðaði sér strax á vettva ng eftir fall brotaþola og ákærða í greint sinn. Af framburði vitna verður ekki annað ráðið en að ágæt birta hafi verið á vettvangi vegna lýsingar frá ljósastaurum. Brotaþoli hefur staðhæft að hann hafi fallið á öxlina í greint sinn , en hafi síðan runnið y fir á aðra hliðina. Í málinu standa orð brotaþola og eiginkonu hans, vitnisins C , á móti orðum ákærða og föður hans, vitnisins G , um það sakaratriði að ákærði hafi sparkað í höfuð ákærða eftir að hann féll við með greindum hætti. Samkvæmt framansögðu reis ákærði mjög fljótlega á fætur eftir fall sitt, en einnig er óumdeilt að eftir það var hann mjög nærri vettvangi þar sem brotaþoli lá á akbrautinni. Hér fyrir dómi hefur vitnið C skýrlega lýst fótasparki ákærða og þá þannig að hann hafi við undirbúning þes s allt að því tekið tilhlaup. Ákærði hafi þannig ekki dregið af sér og hafi höggið aðallega komið á hnakka brotaþola, sem hafi vankast við. Frásögn brotaþola var í aðalatriðum með líkum hætti fyrir dómi, að því frátöldu að hann kvaðst ekki hafa séð með eig in augum athæfi ákærða. Hjá lögreglu lýsti brotaþoli högginu sem mjög þungu, en fyrir dómi dró hann heldur úr þeirri frásögn sinni. Fyrir liggur að vitnið C sakaði ákærða strax á vettvangi um að hann hefði sparkað í brotaþola, en að auki nefndi hún það ei nnig fljótlega við vitnið G . Fyrir 27 liggur að ákærði neitaði strax ásökun C , líkt og við alla meðferð málsins. Þá hefur nefnt vitni, G , einnig við alla meðferð málsins borið að það hafi aldrei séð ákærða sparka í höfuð brotaþola. Einnig hefur vitnið D staðh æft fyrir dómi að frásögn þess samkvæmt hljóðritaðri skýrslu þess fyrir lögreglu sé rétt og þá um að það hafi ekki séð ákærða sparka í brotaþola. Vitnið vísaði á hinn bóginn ítrekað til þess að það hefði verið undir áhrifum áfengis umrædda nótt. Loks hefur H lögreglumaður borið fyrir dómi að það hafi hlýtt á frásögn vitnisins C á vettvangi og þar á meðal um að ákærði hefði sparkað í brotaþola eftir fall hans á akbrautina, en að frásögn hennar hafi ekki alveg verið eindregin um hvort sparkið hafi komið í höf uðið eða á bakið á brotaþola. Samkvæmt gögnum var brotaþoli vankaður og með skerta meðvitund þegar lögreglumenn komu á vettvang í greint sinn, en samkvæmt læknisvottorði, dagsettu 21. janúar 2019, hafði hann hlotið heilahristing . Samkvæmt staðfestu læknisv ottorði, dagsettu 28. febrúar sama ár, var brotaþoli við komu á Sjúkrahúsið á Neskaupstað umrædda nótt með þau eymsli og þær skerðingar sem lýst er í ákæru, en hins vegar engin áverkamerki á höfði eða annars staðar á líkamanum. Að öllu ofangreindu virtu og með hliðsjón af áðurgreindum lagareglum er það mat dómsins, að gegn staðfastri neitun ákærða sé ósannað að hann hafi sparkað í höfuð brotaþola eins og honum er gefið að sök í ákæru. Skal ákærði vera sýkn af refsikröfu ákæruval ds í máli þessu, en af því leiðir að vísa ber einkaréttarkröfu brotaþola frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 5. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. nefndra laga skal allur sakarkostnaður málsins, þar með talin málsvarnarlaun og ferðakostnaður ski paðs verjanda ákærða, greiddur úr ríkissjóði, eins og segir í dómsorði. Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, A , er sýknaður af kröfum ákæruvalds. Ei nkaréttarkröfu brotaþola er vísað frá dómi. 28 Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Þórðar Más Jónssonar lögmanns, 569.160 krónur, en einnig ferðakostnaður hans að fjárhæð 35.430 krónur.