Héraðsdómur Reykjaness Dómur 18 . ma í 2020 Mál nr. S - 161/2020 : Ákæruvaldið ( Katrín Hilmarsdóttir s aksóknarfulltrúi ) g egn X ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) Gunnhildur Pétursdóttir réttargæslumaður brotaþola Dómur: Mál þetta var þingfest 13. febrúar 2020 og dómtekið 11. maí. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 16. janúar 2020 á hendur ákærða, X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í fjölda skipta á tímabilinu frá mars 2017 til apríl 2018 í verslun [...] við [...] í [...] , þar sem ákærði starfaði ásamt Y , kt. [...] , tekið fast utan um hana og þuklað á brjóstum hennar, slegið á rass hennar og viðhaft kynferðislegt tal, meðal annars um útlit hennar og beðið hana að sofa hjá honum og í eitt skipti heyrði Y að ákærði bað samstarfsmann þeirra að vinna fyrir hana svo hún gæti farið heim með ákærða. Er háttsemin talin varða vi ð 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Af hálfu ákæruvalds er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkost naðar, en til vara að honum verði gert að sæta ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga og greiða allan sakarkostnað. Af hálfu Y er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu 800.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2 001 um vexti og verðtryggingu frá 14. ágúst 2017 og þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvalds og að framlagðri bótakröfu verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði honum ekki gerð refsing og þess í stað eftir atvikum gert að sæta ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga og 2 dæmdar bætur læk kaðar frá því sem krafist er. Þá verði málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði. I. Þann 28. júní 2018 kom Y , þá 16 ára, á lögreglustöð í fylgd stjúpföður síns og kærði ákærða fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað þeirra í verslun [...] við [...] í [ ...], sem hún sagði hafa byrjað þegar hún hóf að vinna á morgunvöktum. Y lýsti þessu þannig að þegar hún og ákærði hafi verið saman á þeim vöktum hafi hann oft á dag tekið utan um hana og klipið í og leikið sér að brjóstum hennar utanklæða. Þá hafi hann át t til að slá hana á rassinn og í eitt skipti beðið hana að fara með honum heim og í því sambandi beðið vinnufélaga þeirra að taka við starfi hennar á meðan. Þá hafi ákærði oft spurt hvort hún vildi ekki eiga kærasta með bílpróf og sagst vilja eiga hana fyr ir kærustu. Hann hafi einnig sagt ítrekað að kærasta hans væri ljót og leiðinleg og að Y ætti að kenna henni að vera sæt. Y kvaðst hafa liðið afar illa vegna alls þessa og áreitnin meðal annars haft þau áhrif að hún þoldi vart lengur snertingu kærasta síns . Að sögn Y hafi ákærði svo hætt að áreita hana fyrir 4 - 6 vikum síðan, í kjölfar þess að stjúpfaðir hennar fór á skrifstofu [...] og krafðist þess að ákærða yrði vikið úr starfi. Hún kvað ákærða einatt hafa gætt þess vel að aðrir starfsmenn sæ j u ekki til h ans þegar áreitið átti sér stað. A samstarfsmaður þeirra hafi þó séð ákærða slá Y á rassinn. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu unnu ákærði og Y saman í nefndri [...] frá 22. febrúar 2017 til 30. apríl 2018. Á því tímabili voru 140 dagar þar sem vaktir þ eirra sköruðust um meira en 30 mínútur á dag og 71 dagur þar sem vaktirnar sköruðust um minna en 30 mínútur. Frá 14. ágúst 2017 voru þau meira og minna á morgunvöktum. Samkvæmt sömu skýrslu var ákærða sagt upp starfi 19. mars 2018, en virðist hafa unnið áf ram í uppsagnarfresti til aprílloka. Y gaf aðra skýrslu hjá lögreglu 3. september 2019. Hún sagði kynferðislega áreitni ákærða hafa byrjað þegar hún færðist af kvöldvöktum yfir á morgunvaktir. Hún mundi ekki hvenær þetta gerðist, en eftir það hafi þau allt af gengið sömu vaktir og ákærði áreitt hana nánast á hverri vakt, eða í það minnsta mjög oft. Hann hafi verið með kynferðislegar athugasemdir og ýmist klipið í, strokið, lyft undir og hrist eða lagt lófa á brjóst hennar utanklæða. Þess utan hafi ákærði tví vegis slegið hana á rassinn. Í fyrra skiptið hafi hún verið að vinna á kassa, ákærði komið að henni með pappírsrúllu, slegið hana mjög fast á rassinn og spurt hvort þetta væri vont. Hún hafi svarað því játandi, ákærði þá slegið hana aftur fast á rassinn og spurt hvort hún leyfði kærastanum sínum að 3 gera þetta við hana. Í seinna skiptið hafi hún verið að ganga inn á lager, ákærði þá slegið hana á rassinn með flötum lófa og labbað í burtu. Þá hafi ákærði ítrekað beðið hana að sofa hjá honum og í eitt skipti b eðið B vinnufélaga þeirra að leysa hana undan vakt svo hún gæti farið heim til ákærða og stundað kynlíf. Y kvaðst á endanum hafa gefist upp á framferði ákærða og rætt þetta við yfirmann þeirra. Í kjölfarið hafi bæði hún og ákærði verið send heim í viku. Áð ur en sú vika leið hafi hún sagt stjúpföður sínum frá þessu, hann farið á skrifstofu [...] og þá loksins eitthvað verið aðhafst í málinu. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 28. september 2018 að viðstöddum verjanda og C félagsráðgjafa. Hann kannaðist við a ð hafa slegið Y á rassinn og notað til þess plastpokarúllu úr versluninni. Einnig að hafa spurt hana hvort hún vildi eiga kærasta með bílpróf en hún ekki viljað það. Hann kvaðst og halda að hann hafi einhvern tíma klipið í brjóst stúlkunnar. Aðspurður hvor t hann hafi einhvern tíma reynt að fá annan starfsmann til að leysa Y af svo hún gæti farið heim með ákærða svaraði hann neitandi, kvaðst hafa vitað að hún væri með strák, en samt stundum fundist erfitt að stoppa sjálfan sig af. Hann kvað Y alltaf hafa ver ekki getað stoppað sig af og látið af því verða að snerta hana þar sem hann mátti ekki. Kenndi ákærði fötlun sinni um þetta. Hann sagði þetta ýmist hafa gerst inni á lager eða frammi í verslun. H ann kvað Y hafa sagt honum að henni fyndist þetta óþægilegt, en honum samt reynst erfitt að hætta. Um ástæður fyrir framferði sínu sagði ákærði að það væru allir komnir með kærustu nema hann, að honum leiddist sú staðreynd og að ef hann ætti sjálfur kærust u mætti hann gera við hana allt sem hann vildi. Hann sagði fólk oft ekki skilja hvernig hann væri gerður, en þeir sem væru búnir að þekkja hann lengi vissu að honum liði oft illa. Honum kvaðst hafa liðið illa þegar honum var sagt upp starfi hjá [...] vegna framkomu sinnar í garð Y Ákærða var birt bótakrafa Y 12. desember 2018 að viðstöddum verjanda og var kröfunni hafnað. A starfsmaður [...] gaf skýrslu hjá lögreglu 8. október 2018. Hún kvaðst eitt sinn hafa veri ð að vinna á kassa og Y verið að raða í hillur þegar A hafi séð ákærða slá Y á rassinn með pokarúllu og spyrja um leið hvort kærasti hennar gerði hið sama við hana. Í framhaldi hafi ákærði káfað á brjóstum og rassi Y . B starfsmaður [...] gaf skýrslu hjá lögreglu 4. september 2019. Hann kvað ákærða verið meira að fíflast í Y , en framferði hans síðan ágerst og hann verið farinn að bjóða 4 henni heim til sín B hafi ákærði iðulega faðmað Y þétt að sér, með mun innilegri hætti en eðlilegt gæti talist og farið höndum um líkama hennar. Henni hafi greinilega fundist þetta óþægilegt, hún verið hrædd við ákærða og þreytt á óviðeigandi bröndurum hans . B staðfesti að í eitt skipti hafi ákærði beðið hann um að vinna fyrir Y svo hún gæti farið heim til ákærða. B hafi í fyrstu talið að um grín væri að ræða en svo áttað sig á því að ákærða væri alvara. B kvaðst hafa hvatt Y til að kvarta undan ákærða við y firmenn sína en hún verið mjög tvístígandi og hrædd um hvernig ákærði myndi bregðast við. II. Ákærði sætti geðrannsókn í þágu rannsóknar málsins og var hún framkvæmd af D geðlækni . Við þá rannsókn var stuðst við geðrannsókn E geðlæknis frá júní 2005, sem e innig var unnin í tengslum við rannsókn á meintu kynferðisbroti ákærða. Í niðurstöðum hinnar nýju rannsóknar 20. maí 2019, sem D staðfesti fyrir dómi, segir að ákærði hafi átt við verulega þroskaskerðingu að stríða frá fæðingu. Að áliti D hafi ákærði ekki verið alls ófær um að stjórna hegðun sinni þegar hann áreitti Y í verslun [...] í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hafi engu að síður takmarkað innsæi í að athæfi hans sé óeðlilegt og þurfi því að setja honum skýr og ákveðin mörkin og fylgj a þeim eftir af festu. D mat ástand ákærða svo að engar líkur væru á því að refsing gæti borið árangur og vísaði í því sambandi til 16. gr. hegningarlaganna. D taldi afar mikilvægt að ákærði fengi áfram þá liðveislu sem hann nú njóti fyrir milligöngu félag sþjónustunnar í sinni heimabyggð. Hann bæri engin merki um barnagirnd og stafi ekki bráð hætta á því að hann áreiti stúlkur kynferðislega, sérstaklega á meðan hann nýtur núverandi þjónustu og eftirlits. Í niðurlagi álitsgerðarinnar er tekið undir niðurstöð ur E geðlæknis og mikilvægi þess að ákærða séu áfram tryggðar viðeigandi aðstæður og eftirlit haft með honum. III. Undir rekstri málsins voru geðlæknarnir F og G dómkvaddir til yfirmatsstarfa og skiluð þeir yfirmatsgerð 5. apríl 2020, sem þeir staðfestu fyrir dómi. Yfirmatsmenn tóku viðtöl við ákærða 20. og 30. mars og lögðu fyrir hann ítarleg próf. Fram hafi komið hjá ákærða að hann hafi verið skotinn í Y og að hún hafi stundum leyft honum að faðma hana. Hann hafi gengist við því að slá Y á rassinn með p okarúllu, í fyrra viðtali sagst ekki muna hvort hann hafi káfað á brjóstum hennar, en gengist við því í seinna viðtali að hann hafi gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Hann kvaðst vera hrifnastur af fallegum, smávöxnum stúlkum á aldri num 15 - 17 ára, en sagðist einnig hafa 5 leitað á systur sína þá er hún var 8 - 9 ára og tvívegis káfað á kynfærum drengja. Hann hafi viðurkennt að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega, sagst vita að hann megi ekki gera það sem hann stundum geri og útiloka að hann eigi eftir að áreita börn aftur, ef hann teldi sig komast upp með það óséður. Því geti verið hættulegt að skilja hann einan eftir með börnum. Fram kom í máli ákærða að hann teldi Y vera að búa til lygasögu um hann. Aðspurður kvaðst ákærði skammast sín fyrir framferði sitt gagnvart Y , játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut Y ; hún hefði átt að tala við hann í stað þess a ð kvarta við yfirmann þeirra. Fram kemur í yfirmatsgerð að ákærði búi nú einn í íbúð og fái þjónustu þar, en sé á biðlista eftir að komast í íbúðakjarna með mun betri þjónustu. Í samantekt og niðurstöðum yfirmatsmanna segir að engar vísbendingar hafi komið fram um geðrof eða ranghugmyndir. Ákærði sé vægt þroskahamlaður, en virðist skilja lög og reglur samfélagsins og viti muninn á réttu og röngu. Hann sé haldinn vissri siðblindu og kenni ýmist fötlun sinni um eigin hegðun eða að honum hafi ekki verið leiðbe int í gamla daga. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda og virðist geta hlýtt ef honum eru sett skýr mörk. Félagsmálayfirvöld í hans heimabyggð verði að sjá til þess að hann fái enn frekari liðveislu og stuðning, ekki síst í samskiptum við konur, stúlk ur og börn. Ákærði sé haldinn barnagirnd og beinist hún nú að ungum stúlkum. Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafi af barnagirnd hans. Yfirmatsmenn telja ákærða sakhæfan í skilningi 15. gr. almenn ra hegningarlaga, en telja að refsing sé ekki líkleg til að bera árangur í skilningi 16. gr. laganna. IV. Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa unnið í [...] í 10 ár, þar af um tvö ár með Y . Hann hafi verið skotinn í henni, sagt henni frá því og stundum fengið leyfi til að faðma hana. Hann kannaðist við að hafa nokkrum sinnum slegið hana á rassinn með plastpokarúllu og sagðist hafa gert það af því að hún var svo falleg. Hann kvaðst stundum h afa boðið henni heim, bara til að hanga saman eins og vinir, en hún alltaf sagt nei. Þá kvaðst hann í eitt eða tvö skipti, kannski nokkrum sinnum, hafa beðið vinnufélaga þeirra að leysa Y af svo hún gæti farið heim með honum. Ákærði kvað hins vegar rangt a ð hann hafi þuklað á brjóstum Y og sagðist aldrei hafa gert það. Hann kvaðst vita að það væri bannað að koma við brjóst kvenna án leyfis, en hann hefði þó stundum gert það. 6 Sama gildi um að slá konur á rassinn. Hann hefði káfað á fullt af stelpum í [...] á undan Y , þ.e.a.s. komið mikið við þær, klappað þeim um axlir og reynt að snerta brjóst þeirra. Hann kvað yfirmann sinn í [...] oft hafa rætt við hann um þetta framferði, bæði í tengslum við Y og aðrar starfsstúlkur og stundum hafi hann verið skammaður. Þa ð sem hann gerði á hlut Y , hvort heldur frammi í verslun eða inni á lager, hafi hann gert í laumi, nokkrum sinnum í viku og passað upp á að enginn sæi til, enda vissi hann að þá gæti hann lent í fangelsi. Y hafi tekið því illa þegar hann reyndi allt svona, meira en það. Þegar hún brást þannig við hafi ákærði hætt í nokkra daga eða viku en svo byrjað aftur. Ítrekað aðspurður þrætti ákærði fyrir að hafa þuklað á brjóstum Y , kvaðst ekki muna eftir því, sagði þó erfitt að spóla til ba ka og muna, en hann héldi að hún væri að segja ósatt um þetta atriði. Hann hafi engu að síður gert hluti sem hann mátti ekki gera og hún kært hann fyrir. Yfirmenn þeirra hafi svo staðið frammi fyrir þeirri því að reka annað hvort hann eða hana og völdu han n af því að Y gat unnið á kassa. Y bar fyrir dómi með sama hætti og hjá lögreglu í öllum meginatriðum, en minntist þó ekki á að ákærði hefði slegið hana á rassinn þegar hún var eitt sinn að ganga inn á lager. Hún sagði áreitnina hafa byrjað þegar hún hóf að vinna á morgunvöktum og ýmist ha fa átt sér stað frammi í verslun eða þar sem hún var að vinna á kassa. Hún sagði ákærða hafa þuklað á og leikið sér að brjóstum hennar nær daglega, kvaðst ekki vita til þess að nokkur annar hafi séð þetta, en A samstarfskona hennar hafi séð þegar hann sló hana á rassinn með plastpokarúllunni. Hún kvaðst einatt hafa sagt ákærða að láta brjóst hennar í friði og labbað burtu til að losna undan honum. Y kvaðst lengi framan ekki hafa þorað að segja neinum frá þessu, en svo gefist upp og sagt foreldrum sínum og H verslunarstjóra [...] frá framferði ákærða. Y sagði að sér hefði liðið rosalega illa meðan á þessu stóð og hún stundum hringt sig inn veika, bara til að losna við að mæta í vinnu með ákærða. A bar fyrir dómi að hún hafi verið að vinna með Y á kassa í [... ] og í eitt skipti séð ákærða slá hana á rassinn með plastpokarúllu, heyrt hann spyrja hvort hún fílaði þetta og hvort hún leyfði kærasta sínum að gera hið sama. Hún kvaðst ekki hafa orðið vitni að öðrum óeðlilegum samskiptum þeirra í milli, en bar þó með óljósum hætti um að hún hefði eitt sinn séð ákærða úr fjarlægð þukla í kringum brjóst Y . B bar fyrir dómi að hann hafi unnið í kjötvinnslu [...] . Hann sagði ákærða alltaf hafa verið að fara til Y og segja hæ við hana. Ákærði væri mjög sérstakur og B því ha ldið að ekkert óeðlilegt væri í gangi fyrr en Y hafi komið til hans og sagt að ákærði væri 7 uppáþrengjandi og hefði í frammi óviðeigandi ummæli og brandara. Fyrir þann tíma hafi ið að biðja B um að vinna fyrir Y B hafi í fyrstu haldið að ákærði væri að grínast, en það breyst þegar ákærði gekk ítrekað á hann að leysa Y af. B kvaðst aldrei hafa séð ákærða áreita Y kynferðislega, en oft séð hann reyna að vera innilegur við hana og faðma rosalega mikið, lengi og þétt. Henni hafi stundum fundist þetta úr hófi og stundum gert sér far um að forðast hann í búðinni. B kvaðst aðeins einu sinni hafa séð Y í miklu uppnámi vegna framferðis ákærða og þ að var þegar Y brotnað niður vegna framferðis ákærða og farið grátandi til síns yfirmanns og sagt frá samskiptum sínum við ákærða. H, [...] bar fyrir dómi að hann hafi fyrst heyrt af málinu þegar Y brotnaði niður, leitaði t il hans og sakaði ákærða um að hafa snert hana á óviðeigandi stöðum. H kvaðst ekki muna frekar hverjar sakirnar voru, en rámaði í að Y hafi minnst á rass og brjóst í þessu sambandi. H sagði um 40 manns hafa starfað í [...] á þessum tíma og hafi hann verið næsti yfirmaður Y . C félagsráðgjafi bar fyrir dómi að hún færi með málefni fatlaðra í [...] . Hún kvað ákærða njóta stuðningsþjónustu frá sveitarfélaginu samkvæmt þjónustumati, þar á meðal 30 klukkustunda liðveislu í mánuði frá I . Hún sagði þjónustu við ákæ rða ekki hafa aukist eftir að mál þetta kom upp, en reynt væri að halda betur utan um hann en áður. Ákærði færi allra ferða sinna sjálfur og væri ekki háður eftirliti af hálfu þjónustuaðila. C taldi rétt að ákærði færi í nýtt þjónustumat, en hann sé í dag metinn á þjónustustigi 4 af 12. Þá taldi hún brýnt að þeir starfsmenn sem sinna ákærða fari á sérhæft námskeið á vegum Greiningar - og ráðgjafarstöðvar ríkisins til að læra betur inn á hegðun hans og þarfir og þetta geti sveitarfélagið boðið fram. C kvaðst vita af atviki sem upp kom í [...] 2015 og snerist um óviðeigandi hegðun ákærða. Í framhaldi hafi hann sótt námskeið í eðlilegri/óeðlilegri hegðun og það nýst honum vel, að minnsta kosti fyrst um sinn. Hún bar að ákærði væri almennt markalaus í samskiptum við fólk og því þyrfti stöðugt að minna hann á hvernig koma eigi fram við aðra og setja honum mjög skýran ramma um hegðun og mörk. Ákærði væri mikil félagsvera og þráði að eignast vini, kærustu og fjölskyldu. I félagsleg liðveisla ákærða bar fyrir dómi að ákærði hafi verið sviptur fjárræði fyrir ári síðan og væri hún einnig fjárhaldsmaður hans. Hún kvað ákærða búa einn og njóta þjónustu frá sjálfstæðri búsetu, en væri á biðlista eftir að komast í sjálfstæða búse tu 8 innan íbúðakjarna og muni þá búa í nánd við starfsmenn félagsþjónustunnar og njóta þjónustu allan sólarhringinn. Eftir það færi ákærði í raun ekkert nema í fylgd starfsmanna. I kvaðst hitta ákærða tvisvar til þrisvar í viku, en þess á milli væri hann me ira og minna einn, en færi lítið út á meðal fólks. Verið væri að auka þjónustuna við ákærða og stæði meðal annars til að hann fái aðra liðveislu auk I . Hún sagði ákærða vera algerlega markalausan, en ef honum eru sett skýr mörk í samskiptum þá virði hann þ au mörk. D geðlækni r bar fyrir dómi að í stað refsingar þurfi ákærði sterka liðveislu sem haldi honum innan settra hegðunarmarka. Núverandi liðveisla setji honum mjög skýr mörk og sé það afar mikilvægt, enda þurfi stöðugt að hamra á því við ákærða hvernig honum beri að koma fram í samskiptum við aðra. D taldi að ekkert í þeim gögnum sem hann hafði undir höndum styðji þá ályktun að ákærði sé haldinn barnagirnd, í það minnsta stafi ekki bráð hætta á því að hann áreiti börn og stúlkur kynferðislega. Á hinn bóg inn þurfi hann stöðugt aðhald og eftirlit til að halda sér innan settra marka. G yfirmatsmaður bar fyrir dómi að ákærði virtist hinn blíðasti piltur, sem á að vera hægt að stjórna. Félagsleg færni sé ekki góð og fjármálastjórnun og fjármálavit ekkert. Han n sé með væga þroskahömlun, hvatvís og haldinn barnagirnd, sér í lagi gagnvart táningsstúlkum og haldi ákærði að hann megi koma fram við þær eins og hann vill. Ákærði þurfi því meiri tilsjón og hjálp við að halda sér á mottunni. Hann segi sjálfur að ef ein hver segi honum að stoppa, þá stoppi hann. G taldi ákærða ekki mjög hættulegan gagnvart börnum og hafi forsendur til að bæta sig, en hann þurfi betri þjónustu og meira eftirlit og stýringu, svo sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum. Þannig mætti meðal annars veita ákærða sálfræði - eða geðlæknisþjónustu, sem hann hafi ekki notið hingað til en hafi þroska og getu til að hagnýta sér. Það albesta í stöðunni væri þó ef ákærði kæmist í sjálfstæða búsetu innan búsetukjarna þar sem sólarhringsþjónusta er í boði. Fram kom í máli G að félagsþjónustan virtist ekki hafa vitað um sögu ákærða um kynferðislega áreitni og það komið flatt upp á I liðveislu hana að heyra um þetta. F yfirmatsmaður bar fyrir dómi að ákærði væri haldinn barnagirnd með tilhneigingu til kynferðis legrar áreitni. Þrátt fyrir ágæta þjónustu á vegum félagsþjónustunnar hafi komið í ljós við vinnslu matsgerðar að I liðveisla hans þekkti ekki þessa forsögu ákærða. F taldi nauðsynlegt að taka sérstakt tillit til barnagirndar ákærða við gerð meðferðaráætla na þannig að halda megi enn betur utan um hann. F taldi fangelsisrefsingu ekki geta hjálpað ákærða eða breytt þeirri stöðu sem hann væri í. 9 Sálfræði - og geðlæknismeðferð gæti komið að gagni og hjálpað við að setja ákærða skýra umgjörð og mörk. Hann gleymi mjög fljótt því sem hann er brýndur á og því þurfi stöðugt að hamra á því við hann hvað má og má ekki í samskiptum við aðra og tryggja að hann sé ekki settur í þær aðstæður að hann sé einn með börnum og ungmennum. V. J sálfræðingur hjá Barnahúsi veitt i Y níu meðferðarviðtöl á tímabilinu 16. maí til 10. september 2019 og gerði um það skýrslu 6. maí 2020, sem hún staðfesti fyrir dómi. J kvað Y hafa glímt við fjölþættan vanda, meðal annars vegna eineltis í æsku, fíknivanda, þunglyndis, kvíða og ADHD og he fði í gegnum tíðina notið aðstoðar á BUGL. Verið væri að greina vitsmunaþroska Y , en hún bæri með sér að vera talsvert á eftir jafnöldrum sínum á því sviði og lesi illa í félagslegar aðstæður. J greindi ekki áfallastreitueinkenni í fari Y vegna atvika í [. ..] . Henni hafi þó liðið illa og upplifað mikið hjálparleysi á vinnustað þar sem hún átti að njóta öryggis og verndar. Y hafi kennt sjálfri sér um að hluta hvernig fór í samskiptum hennar við ákærða. Hún væri með brotna sjálfsmynd, mjög uppburðarlítil og h afi upplifað margt slæmt, bæði fyrir og eftir störf sín í [...] . Vegna forsögu sinnar gæti hún hafa verið útsettari en ella fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða og átt erfiðara með að setja honum mörk í samskiptum þeirra. Þótt þessi atvik hafi feng ið mikið á Y og valdið henni vanlíðan greindi hún frá öðru kynferðislegu ofbeldi, sem hún sætti frá nóvember 2018 til janúar 2019, hafi verið grófara og haft meiri og alvarlegri áhrif á líðan hennar. Þegar líða tók á meðferðina hafi Y haft mun meiri þörf á að ræða þau atvik og sagðist ekki hugsa mikið um [...] atvikin þótt þau hafi engu að síður haft slæm áhrif á líðan hennar. Hún taldi sig loksins hafa verið komna á góðan stað í lífinu þegar hún byrjaði að vinna í [...] og þá orðið fyrir áreitni af hálfu á kærða. Fram kom í máli J að Y hafi fallið aftur í neyslu í febrúar 2019 og tekið ofskammt fíkniefna. VI. Ákæruvaldið byggir á því að Y hafi verið stöðug í framburði sínum hjá lögreglu og fyrir dómi. Dómsframburður hennar sé einkar trúverðugur og fái sto ð í vætti A , B og J sálfræðings. Þá hafi ákærði játað sakargiftir að hluta hjá lögreglu og fyrir dómi og greint frá sinni hlið mála með svipuðum hætti í viðtölum við yfirmatsmenn. Sé þannig fram komin lögfull sönnun fyrir sekt ákærða og beri því að sakfell a hann samkvæmt ákæru, þó þannig að eftir atvikum verði hann aðeins sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn Y ákærði sé sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hengingarlaga. Sömu læknar séu einnig 10 sammála um að refsing geti ekki borið árangur í skilningi 16. gr. og sé lagt í mat dómsins að kveða endanlega upp úr um sömu atriði. Komi ekki til refsingar þurfi eftir atvikum að grípa til viðeigandi ráðstafana samkvæmt 62. gr. heg ningarlaga, en ákæruvaldið telji að háski stafi af ákærða vegna barnagirndar og að hann sé líklegur til að brjóta aftur af sér komist hann í þá aðstöðu. Af hálfu ákærða er á því byggt að framburður Y sé um margt misvísandi og verði því ekki lagður til grundvallar. Þá hafi vitnið B aldrei séð neitt kynferðislegt í samskiptum ákærða og Y og vitnið A ekkert séð, ef frá er talið eitt atvik með plastpokarúllu. Óháð því atviki standi eftir að ákærði gerði a ldrei neitt á hlut Y í óþökk hennar og gat í ljósi eigin þroskaskerðingar ekki vitað að hún væri mótfallin faðmlögum hans eða annarri hlýju, enda hafi hún aldrei sett honum skýr mörk í því sambandi. Að gættum öllum þessum atriðum sé ósannað að ákærði hafi áreitt Y kynferðislega, en ásetningur verði að ná til allra efnisþátta brots. Beri því að sýkna hann af ákæru í málinu. Komi á hinn bóginn til sakfellingar verði að beita úrræðum 16. og/eða 62. gr. almennra hegningarlaga í samræmi við álit og vitnisburð ge ðlæknanna þriggja. VII. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsaml egum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Framburður ákærða hjá lö greglu verður ekki skilinn öðru vísi en svo að hann hafi gengist við því að hafa ítrekað tekið utan um Y á meðan þau unnu saman á vöktum í [...] og að hann hafi í eitt skipti slegið hana á rassinn með plastpokarúllu. Þá gekkst hann við því að hafa falast e ftir henni sem kærustu og kvaðst halda að hann hafi einhvern tíma klipið í brjóst hennar. Ákærði sagði að þegar hann hafi verið að faðma stúlkuna hafi hann stundum ekki getað stoppað sig af og snert hana þar sem hann mátti ekki. Y hafi sagt honum að henni fyndist þetta óþægilegt, en honum samt reynst erfitt að hætta. Ákærði þrætti hins vegar fyrir að hafa beðið samstarfsmann þeirra að leysa Y af í vinnunni svo hún gæti farið heim með honum. Þegar ákærði kom fyrir dóm neitaði hann alfarið sök. Hann kannaðis t þó við að hafa í nokkur skipti slegið Y á rassinn með plastpokarúllu og stundum boðið henni heim. 11 Þá viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa beðið vinnufélaga þeirra að leysa Y af svo hún gæti farið heim með ákærða. Hann þvertók hins vegar fyrir að hafa þukl að á brjóstum Y , en kvaðst hafa verið skotinn í henni og stundum fengið leyfi til að faðma hana. Þá sagði ákærði að þegar hann gerði eitthvað á hlut Y , sem hann mátti ekki gera, hafi hann ávallt gætt þess að enginn annar sæi til. Þetta hafi gerst nokkrum s innum í viku. Hún hafi tekið framferði hans illa og sagt honum að hætta. Hann hafi þá hætt í einhverja daga á eftir en síðan haldið áfram uppteknum hætti. Y hefur að mati dómsins verið stöðug í frásögn sinni um öll helstu atvik máls og borið með trúverðugu m hætti fyrir dómi um að ákærði hafi í fjölda skipta tekið utan um hana og þuklað á brjóstum hennar utanklæða þegar þau unnu á morgunvöktum í verslun [...] við [...] . Sá framburður getur hæglega samrýmst fráögn ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi og verður þ ví lagður til grundvallar í málinu. Y hefur einnig borið fyrir dómi að ákærði hafi í eitt skipti slegið á rass hennar með plastpokarúllu. Sá framburður samrýmist dómsvætti A , sem og framburði ákærða og verður því lagður til grundvallar. Þá hefur Y borið a ð ákærði hafi viðhaft kynferðislegt tal, meðal annars um útlit hennar og beðið hana að sofa hjá honum. Þótt Y hafi ekki verið margorð fyrir dómi um þessi atriði fær sá framburður hennar nokkra stoð í framburði ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi og telur dóm urinn ekki efni til að efast um réttmæti frásagnar hennar. Loks hefur Y borið að ákærði hafi í eitt skipti beðið B samstarfsmann þeirra að vinna fyrir hana svo hún gæti farið heim með ákærða. Er sá framburður hennar studdur vætti B og framburði ákærða fyri r dómi og verður því lagður til grundvallar. Y hefur verið staðföst um að áreitni ákærða hafi byrjað þegar þau byrjuðu að vinna saman á morgunvöktum. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu, sem getið er um í I. kafla og unnin er upp úr vaktalista frá [...] by rjuðu þau bæði á morgunvöktum 14. ágúst 2017 og hélst sú vaktaskipan meira og minna óbreytt til aprílloka 2018. Í málinu liggur einnig fyrir undirritað samkomulag um starfslok ákærða hjá [...] 19. mars 2018, en samkvæmt því skjali lét ákærði af störfum sam a dag. Með hliðsjón af þessum gögnum og vísan til 108. gr. laga um meðferð sakamála verður við það miðað að áreitni ákærða hafi staðið frá miðjum ágúst 2017 til miðs mars 2018. Af hálfu ákærða er því haldið fram að sýkna beri hann á þeim grunni að Y hafi ekki gert ákærða ljóst að hún væri mótfallin faðmlögum hans eða annarri hlýju og hann, sökum þroskaskerðingar, ekki mátt vita að slíkt væri í óþökk hennar. Skorti því hlutræn 12 og huglæg skilyrði fyrir því að refsa megi honum fyrir kynferðislega áreitni samk væmt 199. gr. almennra hegningarlaga. Kynferðisleg áreitni í skilningi 199. gr. felst meðal annars í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum og brjóstum þolanda innan klæða sem utan, en tekur einnig til annarrar líkamlegrar snertingar sem er kynferðislegs eðlis, svo sem snertingu annarra líkamshluta sem er andstæð góðum siðum og samskiptaháttum. Þá getur h ugtakið kynferðisleg áreitni einnig tekið til orðbragðs og táknrænnar hegðunar geranda, sem er mjög meiðandi, ítrekuð eða til þess fallin að valda ótta og er í þeim tilvikum miðað við stöðugt áreiti sem nálgast einelti. Klúrt orðbragð og athafnir geranda á n líkamlegrar snertingar við þolanda telst hins vegar yfirleitt blygðunarsemisbrot samkvæmt 209. gr. hegningarlaganna, þó ekki þegar um ítrekaða háttsemi er að ræða gagnvart sama einstaklingi. Að virtu öllu því sem að framan greinir telur dómurinn hafið yf ir skynsamlegan vafa að ákærði hafi á tímabilinu frá miðjum ágúst 2017 til miðs mars 2018 brotið gegn Y með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Varðar háttsemin við 199. gr. almennra hegningarlaga. Framferði ákærða var vanvirðandi gagnvart Y í skilningi 1. mg r. 99. gr. barnaverndarlaga og fól í sér ósiðlegt og særandi athæfi í skilningi 3. mgr. sömu lagagreinar. Verður háttsemi ákærða samkvæmt ákæru einnig heimfærð undir téðar lagagreinar. Fyrir liggur í málinu samdóma niðurstaða þriggja geðlækna um að ákærði þekki muninn á réttu og röngu og hafi verið fær um að stjórna hegðun sinni þegar hann áreitti Y í verslun [...] . Er fallist á þá niðurstöðu sérfræðinganna. Að því gættu og með vísan til 15. gr. almennra hegningarlaga telst ákærði sakhæfur og verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Það er einnig samdóma álit geðlæknanna þriggja að vegna þroskaskerðingar ákærða sé ekki líklegt að refsing beri árangur. Var á þessu byggt bæði af hálfu ákærða og ákæruvalds við aðalmeðferð máls. Geðlæknarnir töldu allir að besta úrræðið ákærða til handa væri vernduð búseta þar sem nyti styrkrar liðveislu, verulegs stuðnings og eftirlits til að halda honum innan þess hegðunarramma sem h onum væri settur. Töldu yfirmatsmenn að auka þyrfti á liðveislu og annan stuðning frá því sem nú er til að lágmarka þá hættu sem stafi af barnagirnd ákærða, en ákærði hafi forsendur til að halda sig á mottunni fái hann meiri tilsjón og hjálp frá félagsþjón ustunni í sinni heimabyggð. 13 Með hliðsjón af áliti geðlæknanna telur dómurinn nægilega fram komið að refsing muni ekki bera árangur gagnvart ákærða. Að því gættu og með vísan til 16. gr. almennra hegningarlaga verður honum ekki gerð refsing. Ákærði er á bi ðlista eftir að komast í sjálfstæða búsetu í íbúðakjarna á vegum [...] og mun þá njóta sólarhringsþjónustu og eftirlits. Er brýnt að þetta gangi sem fyrst eftir. Hann nýtur nú styrkrar liðveislu á vegum sveitarfélagsins, sem til stendur að auka. Af skýrslu m geðlæknanna þriggja og framburði þeirra fyrir dómi verður ekki ráðið að rík hætta stafi af ákærða. Með hliðsjón af því þykja ekki efni til þess að kveða á um sérstakar ráðstafanir samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála ber að taka afstöðu til framlagðrar bótakröfu í málinu, en hún var löglega birt fyrir ákærða 12. desember 2018. Ákærði hefur verið fundinn sekur um margendurekna kynferðislega áreitni gagnvart Y , u m sjö mánaða skeið, sem olli stúlkunni, sem þá var 16 ára, mikilli vanlíðan. J sálfræðingur hefur borið fyrir dómi að Y hafi verið mjög uppburðarlítil, átt erfitt með að standa í fæturna gagnvart ákærða og upplifað mikið hjálparleysi í þeim aðstæðum sem ha nn setti hana í. Á stúlkan án efa rétt til miskabóta úr hendi ákærða á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með hliðsjón af öllum atvikum að brotum ákærða og vísan til álitsgerðar og vitnisburðar nefnds sálfræðings þykja miskabætu r hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. ágúst 2017 til 12. janúar 2019, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber sa mkvæmt 1. mgr. 235. gr. sömu laga að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, en til hans telst 1.640.000 króna útlagður kostnaður samkvæmt yfirlitum ákæruvalds, þóknun Gunnhildar Pétursdóttur réttargæslumanns Y við rannsókn og meðferð máls og málsvar narlaun Halldóru Aðalsteinsdóttur verjanda ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hennar hæfilega ákveðin 420.980 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með s ömu formerkjum þykja málsvarnarlaun verjanda hæfilega ákveðin 779.960 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jafnframt greiði ákærði 58.464 króna ferðakostnað verjanda. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 14 Dómso r ð: Ákærða, X , er ekki gerð refsing. Ákærði greiði Y 800.000 króna miskabætur með vöxtu m samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. ágúst 2017 til 12. janúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda 420.980 króna þóknun Gunnhildar Pétursdóttur réttargæslumanns Y , 779.960 króna málsvarnarlaun Hall dóru Aðalsteinsdóttur verjanda síns og 58.464 króna ferðakostnað verjandans. Jónas Jóhannsson